Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1993
Aftenposten gagnrýnir Jan Henry T. Olsen
Noregur hefur
enga lögsögu
á „Smugunni“
NORSKA dagblaðið Aftenposten fjallar um deiluna um
úthafsveiðarnar á umdeilda svæðinu, „Smugunni“, á Bar-
entshafi í forystugrein í gær. Blaðið segir m.a. að það sem
síst myndi verða norskum hagsmunum í málinu til fram-
dráttar væri harðlínustefna í kosningabaráttustíl. Það álít-
ur að Jan Henry T. Olsen sjávarútvegsráðherra hafi með
ummælum sínum um „sjóræningjaveiðar" á „fiskistofnum
í annarra eigu“ einmitt talað í þeim stíl en kosið verður
til þings í Noregi í nsæta mánuði.
Eftirvænting í Gaza
Reuter
EIGINKONA, börn og faðir eins af palestínsku útlögunum 395 sem ísrael-
ar ráku frá hemumdu svæðunum í fyrra sjást hér með mynd af fjölskyldu-
föðurnum. Á sunnudag tóku útlagarnir, sem hafast við á hijóstrugu, lí-
bönsku einskismannslandi rétt handan við ísraelsku landamærin, tilboði um
að 187 þeirra fengju að fara heim í september og hinir í desember. ísrael-
ar sökuðu mennina um að reka uppreisnaráróður gegn hernámsliðinu og
sögðu þá tengjast íslömskum hermdarverkasamtökum.
„Þess í stað ættum við að minn-
ast þess hvað „Smugan" er.
„Smuga“ í samningunum um
norðursvæðið og alþjóðlegt haf-
svæði þar sem hvorki Norðmenn
né Rússar hafa efnahagslögsögu
og er auk þess utan við varnar-
svæðið við Svalbarða, varnarsvæði
sem hvorki Bandaríkin, ísland,
Hvatt er til uppstokk-
unar á menntun lækna
__ Edmborg. Keuter.
Á ALÞJÓÐLEGRI ráðstefnu um heilsugæslu, sem lauk nýverið í Edin-
borg, var hvatt til uppstokkunar og verulegra breytinga á starfsþjálf-
un og menntun lækna. Er lagt til, að áherslan verði meira á raunveru-
legar þarfir í hverju landi og sjúkdómavarnir.
„Það er löngu orðið tímabært að
endurskoða læknismenntunina,“
sagði í lokaályktun ráðstefnunnar,
World Health Summit, og þar kom
fram, að mikill þrýstingur væri á að
stytta náms- og starfsþjálfunartíma
lækna og endurskoða kennsluaðferð-
ir frá grunni. Talið er nauðsynlegt,
að námið byggist meira á starfi í
þágu samfélagsins.
Ráðstefnuna sóttu nærri 250
læknar, embættismenn og forstöðu-
menn heilsugæslustofnana í 80 lönd-
um og þar var því haldið fram, að
árlega færu hundruð eða þúsundir
milljarða króna í súginn í heilsugæsl-
unni. Þá lagði fulltrúi Alþjóðabank-
ans til, að skólagjöld í læknaskólum
yrðu miðuð við hvort menn hygðust
stefna að grunnmenntun í læknis-
fræði eða sérfræðimenntun.
Fitzhugh Mullan, sem vinnur að
nýrri stefnumótun í bandarískri heil-
sugæslu, sagði í sinni ræðu, að í
Bandaríkjunum færu milljarðar doll-
ara í sérfræðiþjónustu, sem almennir
heimilislæknar gætu innt af hendi
jafn vel og fyrir miklu minna fé.
EB-ríkin eða Rússland hafa reynd-
ar viðurkennt. Norðmenn þarfnast
frekari samninga við aðrar þjóðir
um að hlítt verði ákveðnum reglum
á norðursvæðinu og slíkum samn-
ingum náum við ekki með styijald-
artalsmáta“.
Blaðið segir að gagnkvæmur
skilningur á því að margir aðilar
eigi mikilvægra hagsmuna að
gæta í fiskveiðunum sé betri um-
ræðugrundvöllur þegar Johan
Jorgen Holst utanríkisráðherra
sæki íslendinga heim og ræði við
þarlenda ráðamenn um „Smug-
una“.
Aftenposten vitnar í ummæli
Þorsteins Baldvinssonar hjá Sam-
herja, telur hann taka djúpt í ár-
inni þegar hann segist vera orðinn
hundleiður á tvöföldu siðferði
Norðmanna og yfirgangi þeirra á
alþjóðlegum fiskmörkuðum. Hins
vegar sé það réttmæt gagnrýni
þegar bent sé á að Norðmenn
hafi keypt mikið af Rússaþorski
sem veiddur sé án nokkurs eftir-
lits og seldur mweð undirboðum á
evrópskum mörkuðum.
Jón Baldvin Hannibalsson í viðtali um sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkja
Eftirmiimileg deila við nú-
verandi sendiherra Rússa
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og Júríj Reshetov, þáver-
andi fulltrúi Sovétstjórnarinnar og núverandi sendiherra Rússlands á
íslandi, deildu hart um sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna á mann-
réttindaráðstefnu sem haldin var í Kaupmannahöfn árið 1990. Þetta
kemur fram í viðtali sem Leonidas Stepanauskas, litháískur blaðamað-
ur, sem búsettur er í Berlín, , tók við utanríkisráðherra i vor og birst
hefur í fjölmiðlum í Litháen. í viðtalinu kemur ennfremur fram að
utanríkisráðherra var ósammála því mati margra að Gorbatsjov, fyrr-
um Sovétleiðtogi, væri raunverulegur umbótasinni og sú skoðun hans
að Þjóðveijar hafi, sökum sameiningar þýsku ríkjanna, verið tilbúnir
til að Ieiða lyá sér sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna þriggja.
Clinton rit-
ar viðvör-
unarorð
BILL Clinton Bandaríkjaforseti
segir í langri grein sem birtist
í blaðinu Tulsa World að verði
umbótatillögur hans ekki að
lögum muni kostnaður við heil-
brigðiskerfíð fara algerlega úr
böndunum og þjónustan
minnka. Forsetinn mun ljalla
um þessi mál í ræðu á fundi
ríkisstjóra sambandsríkjanna
50 sem verður í Tulsa í vikunni.
Demjanjuk
hjálpað heim
JAMES Traficant, þingmaður
frá Ohio í Bandaríkjunum,
sagðist í gær myndu fylgja
John Demjanjuk heim til Ohio
frá ísrael. Demjanjuk var ný-
lega sýknaður af stríðsglæpa-
ákæru þar í landi. Bandaríkin
framseldu 'á sínum tíma .Demj-
anjuk að kröfu ísraela. Trafíc-
ant sagðist telja að hæstiréttur
ísraels myndi vísa á bug kröf-
um um að Demjanjuk yrði lát-
inn svara til saka fyrir aðrar
ákærur um störf fyrir nasista.
Japanar fiytja
inn hrísgrjón
VEGNA uppskerubrests af
völdum mikilla rigninga og
kulda í Japan í sumar gæti
farið svo að landsmenn yrðu
að flytja inn hrísgijón í fyrsta
sinn í nær áratug. Bændur í
landinu, sem eru öflugur þrýsti-
hópur, hafa barist með oddi og
egg gegn fijálsum innflutningi
eri hrísgijónarækt þeirra nýtur
mikillar vemdar og styrkja og
gæti ekki keppt við innfluttu
vöruna á markaði.
Mega reka
múslimaklerk
úr landi
DÓMARI í New York hafnaði
í gær beiðni um að sheik Omar
Abdel-Rahman, egypskum
ofsatrúarmúslima og klerki,
yrði veitt pólitískt hæli í Banda-
ríkjunum. Þetta merkir að yfir-
völdum verður heimilt að vísa
honum úr landi en Abdel-
Rahman er sakaður um brot á
innflytjendalögum. Auk þess
er hann grunaður um að vera
heilinn á bak við sprengjutil-
ræðið í World Trade Center.
Vilja færri
fæðingar
STJÓRNVÖLD í Singapore
ætla að styrkja fjárhagslega
fátæk og lítt menntuð hjón sem
sættast á að eignast aðeins tvö
brön, að sögn Goh Choks Tongs
forsætisráðherra. Goh sagði
flesta nemendur sem hættu í
skóla koma frá fjölskyldum af
því tagi sem áðurnefndar ráð-
stafanir ættu að gagnast. Hann
sagðist hafa áhyggjur af fram-
tíð bamanna í heimshluta þar
sem samkeppni um láglauna-
störf yrði æ harðvítugri.
Björn át mann
GILDRUR hafa verið settar
upp í Klettafjöllum í grennd við
Salida, suðvestur af borginni
Denver og vopnuð lögregla Ieit-
ar að svartbirni sem réðst á
skógarhöggsmann og át hann.
Svartbirnir em sjaldan hættu-
legiur mönnum en fómarlambið
hafði haft áhyggjur af um-
ræddum birni sem líklega var
langsoltinn vegna slæms tíðar-
fars. Dýrið hafði snuðrað lengi
við búðir mannsins áður en það
réðst inn hjólhýsi hans.
Jón Baldvin Hannibalsson segir
að þegar hann hafi fyrst vakið at-
hygli á sjálfstæðisbaráttu Eystra-
saltsríkjanna og siðferðislegum
skuldbindingum lýðræðisríkjanna í
vestri í þeim efnum hafi ríkt eins
konar „samsæri þagnarinnar" um
mál þetta innan Átlantshafsbanda-
lagsins (NATO). Innan bandalagsins
hafi menn hins vegar gert sér ljóst
að þetta sjónarmið væri rétt og
frumkvæði íslendinga í máli þessu
því verið tekið fagnandi þar eð stærri
ríki gátu ekki látið málið sig varða
með svo afgerandi hætti. Því hafi
íslendingar notað hvert tækifæri til
að tala máli Eystrasaltsríkjanna
jafnt innan NATO sem Ráðstefnunn-
ar um öryggi og samvinnu í Evrópu
(RÖSE) og á öðmm alþjóðlegum
ráðstefnum.
Öfundsvert málfrelsi
í viðtalinu segir utanríkisráð-
herra: „Ég man til dæmis eftir því
að innan RÖSE-ferlisins svonefnda
var haldin í Kaupmannahöfn árið
1990 sérstök ráðstefna um mann-
réttindamál með þátttöku Sovét-
manna og fulltrúa nýfijálsu ríkjanna
í Mið- og Austur-Evrópu. Ég minn-
ist þess að ég reyndi að undirbúa
mig sérlega vel fyrir þessa ráðstefnu
og í ræðu minni fjallaði ég nær ein-
göngu um stöðu Eystrasaltsríkj-
anna. Ég man eftir því að Kampel-
mann, sem var aðalsamningamaður
Bandaríkjastjómar í Vínarborg,
stökk á fætur þegar ég hafði lokið
máli mínu, faðmaði mig að sér og
sagði: „Þetta er besta ræða serri ég
hef heyrt innan þessa andsk. ferlis,
ég öfunda þig af því málfrelsi sem
þú nýtur." Hann var mér vitanlega
sammála en þar sem hann var full-
trúi Bandaríkjanna gat hann ekki
sagt hug sinn í þessu efni. í ein-
hvers konar kokteilboði sem haldið
var síðar um daginn í boði danska
utanríkisráðherrans leitaði einn af
aðalfulltrúum Sovétstjómarinnar
mig uppi og tók með freklegum
hætti að gagnrýna mig fyrir að hafa
misskilið og gefið alranga mynd af
ástandinu og við rifumst í hálftíma.
Það kom mér því örlítið á óvart þeg-
ar ég gerði mér ljóst, tveimur árum
síðar, að þessi sérfræðingur á vett-
vangi alþjóðaréttar og mannrétt-
indamála, Júríj Reshetov, hafði verið
skipaður sendiherra Rússlands í
Reykjavík þar sem hann dvelst nú.“
Utanríkisráðherra getur þess síðan
að Danir og einkum Uffe Ellemann-
Jensen, þáverandi starfsbróðir hans,
hafi fylgt í kjölfarið og saman hafi
þeir notað hvert tækifæri til að tala
máli Eystrasaltsríkjanna á alþjóða-
vettvangi. Þessi sjónarmið hafi síðan
smám saman fengið aukinn hljóm-
grunn.
Hagsmunir Þjóðverja og
Bandaríkjamanna
Jón Baldvin Hannibalsson segir
að Bandaríkjamenn hafi verið tregir
til að taka undir sjálfstæðiskröfur
Eystrasaltsríkjanna m.a. vegna þess
að stjórnvöld vestra hafi ekki viljað
styggja Míkhaíl S. Gorbatsjov, þá-
verandi leiðtoga sovéskra kommún-
ista, enda hafi þá staðið yfir mikil-
vægar viðræður um slökun á spennu
í samskiptum risaveldanna auk þess
sem þess hafi verið freistað að styðja
umbætur þær sem Sovétleiðtoginn
boðaði og kenndar voru við per-
estrojka og glasnost. Stjórnmála-
menn í Þýskalandi hafi á hinn bóg-
inn ekki hugsað um annað en sam-
einingu þýsku ríkjanna og þeir hafi
verið tilbúnir til að gera „hvað sem
er“ til að tryggja að Sovétmenn yrðu
samvinnufúsir í þessu stórmáli. Ut-
anríkisráðherra kveðst hins vegar
ávallt hafa verið þeirrar skoðunar
að ekki væri unnt að gera greinar-
mun á lýðræðishreyfingum þeim sem
á þessum árum risu upp víðs vegar
innan Sovétríkjanna. Því bæri Vest-
urlöndum ekki einvörðungu að
styðja Borís Jeltsín í Rússlandi held-
ur yrði að styðja þróun í átt til lýð-
ræðis hvar svo sem hennar yrði vart
innan Sovétveldisins. Rekur ráð-
herra í viðtalinu er hann gerði grein
fyrir þessum sjónarmiðum sínum á
utanríkisráðherrafundi NATO í
Brussel eftir að ljóst var orðið að
valdaránstilraun sovéskra harðlínu-
kommúnista í ágústmánuði 1991
hafði farið út um þúfur.
Misskilningur Gorbatsjovs
Utaníkisráðherra víkur að því
mati á Míkhaíl S. Gorbatsjov sem
viðtekið var á Vesturlöndum í valda-
tíð hans þ.e. að hann væri raunveru-
legur umbóta- og lýðræðissinni.
„Mér virtist sem þetta mat væri af
mörgum ástæðum alrangt. Ég fékk
ekki séð að Gorbatsjov væri leiðtogi
umbótahreyfingar, sem hefði það að
markmiði að losa Sovét-Rússland við