Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 41
AVALLT I FARARBRODDI MEÐ BESTU MYNDIRNAR AVALLT I FARARBRODDI MEÐ BESTU MYNDIRNAR Nú er 65 milljóna ára hió á enda. Vinsælasta mynd allra tíma. STEVEN SPIELBERG mi Bönmið inmin 1(1 ára - Cctur valdió otta barna upp að 12 ára alilri!] Miðasala hefst kl. 15. ★ ★ ★ ★ PR. Miðasala hefst kl. 15. Sýnd kl. 5,7,9.15 og 11ÍTHX. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGUST 1993 Sýnd kl. 5,7,90911. Sýnd kl. 7 og 11. Sýnd kl. 5 og 7. Sýnd kl. 5 og 9 ....................................■■■■■ Fáskrúðsfjörður 30 ára afmæli félags- heimilisins Skrúðs Fáskrúðsfirði. UNNIÐ hefur verið að undirbúningi í sumar vegna bæjar- hátíðarhalda og er tilefnið 30 ára afmæli félagsheimilis- ins Skrúðs á Fáskrúðsfirði. Hátíðin hefst föstudaginn 20. ágúst og verður henni fram haldið laugardag og sunnudag. Send voru út bréf til um 300 brottfluttra Fáskrúðsfírðinga til að vekja athygli á hátíðinni. Ýmislegt verður á dagskrá á meðan hátíðin stendur yfir og má þar fyrst telja að um níu hljómsveitir koma fram en þær skipa allir þeir sem eitthvað hafa verið viðriðnir hljómsveitarbransann á Fá- skrúðsfirði og leikið í félags- heimilinu. Ýmislegt annað verður til gamans gert, t.d. siglingar á firðinum, ráðgert er að fara út í eyjuna Skrúð, varðeldur verður á föstudeginum og grillað. Sýningar verða settar upp í skólanum og í ráðhús- inu í tengslum við hátíðina. Á laugardeginum verður svo- kölluð gleðidagskrá þar sem saga félagsheimilisins verður rakin í tali og tónum. Dans- leikir verða haldnir bæði föstudags- og laugardags- kvöld. Einnig verða knatt- spyrnuleikir og keppt f fijáls- um íþróttum alla dagana. Útimarkaður verður settur upp meðan á hátíðinni stend- ur. Bærinn hefur unnið að snyrtingu og lagfæringum á ýmsum mannvirkjum, þar með talið félagsheimilið, í tengslum við hátíðina. - Albert LAUIMRAÐ TH€t ASSA Sýnd kl. 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Ml.crLrrs GEHNIAMERIKU SKJALDBOKURNAR 3 SKJALDBOKURNAR 3 BESTA GRÍNMYND ÁRSINS FLUGÁSAR2 Nýja Monty Python grínmyndln ALLT I KASSU Sýnd kl. 4, 6.30, 9 og 11.30 í THX. FLUGASAR2 Sýnd kl. 6.50,9 og 11.10. Bönnuð 1.16ára. GRAB YOUR GUNS! ITS HOT SHOTS 2! Sunnlensk rokkflóra Gamaldags rokk og ról Hljómplötur Árni Matthíasson Rokksveitir úti á landi eiga erfitt uppdráttar meðal út- gefenda, sem halda sig helst við háborg íslenskrar menn- ingar, Reykjavík, og ná- granni. Þannig er grúi rokk- sveita utan höfuðborgar- svæðisins ekki síður en innan þess, og margar eiga skilið að komast á plast. Útgáfa eins og Suðurlandsskjálftinn, sem er samvinnuútgáfa sunnlenskra rokksveita, er því kærkomin viðbót í út- gáfuflóruna, enda ýmsar sveitir þar að verki sem vel eiga skilið að vera gefnar út. Af Suðurlandsskjálfta- disknum má ráða að rokk- bylgjur berast síðar út á land og fara hægar yfir, því margt er all gamaldags á disknum, þó ekki sé það illa gert. Upp- hafslagið, sem Óli Ola flytur, er gott dæmi, því þó það sé vel gert líkist það óþægilega þeirri leiðu Uriah Heep, með falsettustökkum og tilheyr- andi. Þannig er með fleiri flytjendur á disknum sem eiga erfitt með finna eigin stíl, kannski vegna þess að þeir spila ekki nóg opinber- lega, en það er er eina hersl- an sem dugir. Inn á milli er margt vel gert, til að mynda lög Munka f meirihluta og Pirahna á góða spretti i laginu Basic Killing. Besta sveitin er þó tvímælalaust Forgarður Hel- vítis, þó stundum verði að taka viljann fyrir verkið. Sér- staklega er lagið Messírass skemmtilegt, með vel víruð- um texta. Poppins flýgur er og ágæt sveit, með einkar sveitó blautlegum texta við lagið Fylltu mig, og hefði verið fróðlegt að heyra fleiri tóndæmi og djúphugsaðri frá þeirri sveit. Túrbó, sem ekki er nema hálf sunnlensk, á sinn svanasöng á disknum, sem ekki er með því besta sem sveitin hefur gert. Minni spámenn eru meðal annarra Loðbítlar, sem eru með sér- lega óspennandi lag, Takt- blinda, þó hitt lag sveitarinn- ar sé þokkalegt, Skrýtnir, sem ekki ná sér á flug, og Bacchus, þó margt sé vel gert í laginu Solution. Ekki er öllum gefið að vera frumlegir og spenn- andi og reyndar óþarft að vera að gera sífellt kröfu um að sveit sé að skapa eitthvað nýtt, á meðan hún gerir það vel sem hún fæst við. Þanng ber að meta rokksveitina Lipstick Lovers, sem sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu, My Dingaling, í vor. Þeir félagar í Lipstick Lovers fást við gamaldags rokk og ról, að mestu lausir við tilgerð og pijál. Lipstick Lovers er sveit sem látið hefur mikið í sér heyra siðustu misseri og jafnan vakið athygli fyrir spilagleði og liðlegar lagasmíðar. Skemmst er að minnast lagsins Ain’t Got no Job, sem vakti á sveitinnni athygli á síð- asta ári, og ágæts mynd- bands við það. Á My Dingaling má segja að þeir félagar séu við sama rokkheygarðs- hornið; hrátt einfalt rokk sem leynir ekki uppruna sínum og hvarvetna eru vísanir í eldri goð. Mörg laganna eru og full af- leidd til að þeir Lipstick- félagar nái að gæða þau karakter, en önnur eru eru skemmtileg dæmi um endurvinnslu hugmynda. Þannig má nefna lög eins og Let’s Make Hate, Been Tempted, Sad Boy og Wayward Son sem koma skemmtilega út og hefðu orðið fyrirtak með meiri vinnu. Lög eins og Jukebox Queen, Poisonus Love, Sleeping By the Tracks og Sunset ná aft- ur á móti ekki að lifna þrátt fyrir ágætan grunn. Þeir félagar í Lipstick Lovers, Bjarki Kaikumo, Sævar Þór, Ragnar Ingi og Anton Már, gefa My Dingaling sjálfir út; hafa enda mætt litlum skiln- ingi útgefenda. Á plöt- unni eru þó fjölmargar vísbendingar um það að sitthvað er í sveitina spunnið og vert væri að ljá henni eyra í framtíð- inni. SPENIMUÞRILLER SUMARSINS HVARFIÐ T. THE ^ VANISHING ★ ★★AIMBL ★★★AIMBL ★★★AIMBL Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 í THX. Miðasala hefst kl. 15. T 54AfBÍ®H6l SAAIVSM BÍÍH0L ÁLFABAKKA 8, SÍMI 78 900 SNORRABRAUT 37, SfM111 384-25211 ÁLFABAKKA 8, SÍMI 78 900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.