Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJA VÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKVREYRI: UAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Utanríkisráðherrar Islands og Noregs leita pólitískrar lausnar á Barentshafsdeilunni Norðmenn útiloka engar aðgerðir JÓN Baldvin Hannibalsson utanrikisráðherra og Johan Jörgen Holst, utanríkisráðherra Noregs, ræddu deilu ríkjanna vegna fyrir- hugaðra veiða islenskra togara i Barentshafi í gær. Johan Jörgen Holst lagði áherslu á að íslensk stjórnvöld öfluðu sér lagaheimild- ar til að stöðva veiðamar og að nyög fljót.lega tækist að finna pólitíska lausn á deilunni. Aðspurður um viðbrögð Norðmanna við veiðunum sagðist norski utanríkisráðherrann ekki útiloka neinar aðgerðir, en í því fælist þó engin hótun. Alls era nú 24 togarar á leið til Barentshafs, eða fjórðungur íslenska togaraflotans og var í gærkvöldi gert ráð fyrir að fyrstu skipin kæmu á veiðisvæðið seint í nótt og myndu hefja veiðar nú í morgunsárið. Reiknað var með að Akureyrin yrði fyrst á svæðið en fast í kjölfarið fylgja Hólmadrangur, Gnúpur og Otto Wathne. Jón Baldvin Hannibalsson seg- ist hafa gert Holst grein fyrir því í viðræðum þeirra að lagaheimildir skorti til að banna veiðarnar. Sagði hann báða aðila hafa lýst vilja til að leita pólitískra Iausna en kvaðst gera ráð fyrir að tæki einhvern tíma að fínna lausn sem báðir gætu sætt sig við. Sagði hann að engar tillögur hefðu enn komið fram en frumkvæði að lausn ætti að koma frá strandríkinu, þ.e.a.s. Norðmönnum. Jón Baldin mun fyrir hádegi í dag kynna stöðu viðræðnanna á ríkisstjórnarfundi. Að því loknu munu utanríkisráðherramir hitt- ast að nýju. Á fréttamannafundi síðdegis sagðist Jón Baldvin að- spurður telja eðlilegt að leitað yrði heimildar til að takmarka, stýra eða jafnvel banna veiðar íslensku skipanna en Islendingar hefðu engu að síður réttinn sín megin. Benti hann á að Norðmenn hefðu enn ekki fengist til að staðfesta Hafréttarsáttmálann. „Að gildandi alþjóðalögum erum við fyrir utan 200 mílna lögsögu strandríkja á frjálsu úthafí og það hefur enginn einn aðili rétt til þess að meina öðrum þessar veiðar,“ sagði hann. Túlkun úthafsveiðiríkja Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir að útgáfa reglu- gerðar sem banni þessar veiðar sé ekki lengur til skoðunar, slíkt komi ekki til greina eftir yfirlýs- ingar utanríkisráðherra og forsæt- isráðherra í Morgunblaðinu á laug- ardag, sem byggi á því áliti Gunn- ars G. Schram lögfræðiprófessors að íslensk skip eigi rétt til þessara veiða. Sjávarútvegsráðherra segir að kunnugleg túlkun úthafsveiði- ríkjanna á þjóðarrétti komi fram í lögfræðiálitinu. Sömu hagsmunir Johan Jörgen Holst boðaði til fréttamannafundar síðdegis í gær og sagði að þjóðirnar hafa sömu hagsmuna að gæta varðandi þær aðferðir sem notaðar væru til að vernda fískveiðiauðlindina. Sagði hann Norðmenn ekki þola að veið- ar færu fram sem græfu undan þeim árangri sem náðst hefði með strangri fískveiðistjórnun Norð- manna. „Við verðum að hafa í huga möguleika okkar til að framfylgja stefnu, sem er trúverðug og sjálfri sér samkvæm í alþjóðlegum við- ræðum um fískveiðistjómun," sagði hann. Sjá nánar á miðopnu. Morgunblaðiö/Ámi Sæberg Utanríkisráðherrar hittast JÓN Baldvin Hannibalsson og Johan Jörgen Holst hittust í gær og ræddu meðal annars um þær deilur sem risið hafa milli íslands og Noregs um fyrirhugaðar veiðar íslenskra skipa í Barentshafi. Ríkisstjórnin fjallar um fjárlagatillögur frá ráðuneytunum í dag Rætt um aukna tekjuteng- ingu í heilbrigðisráðuneyti RÍKISSTJÓRNIN mun í dag ræða um fjárlagatillögur þær, sem fyrir liggja frá einstökum ráðuneytum. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er ekki um endanlegar fjárlagatillögur að ræða og verða þær mótaðar frekar í viðræðum milli ráðherra. Meðal tillagna er, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, sameining sýslumannsembætta og fleiri stofnana og tekjutenging í auknum mæli í heilbrigðis- og tryggingakerfinu. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson I fluggír ÁHORFENDUR á torfærumóti á Akranesi um helgina voru ekki viss- ir hvort þeir voru að horfa á jeppa eða flugvél þegar Guðbjöm Gríms- son tók flugið í einni torfærunni. Lengi vel stefndi hann í átt til Borg- amess, en lenti síðan heilu og höldnu með bros á vör. Sjá bls. 46: „Skips1jórinn...“ --------♦ ♦ ♦---- HM í snóker Kominn í 8 manna úrslit JÓHANNES R. Jóhannesson var fyrstur íslendinga til að tryggja sér sæti í átta manna úrslitum í Heimsmeistaramóti 21 árs og yngri í snóker. Tveir aðrir íslendingar eiga möguleika á að ná í úrslitin. Jóhannes vann Belgann Van Goethem 5-2 í gær og keppir á miðvikudag við Sri Lanka-búann Indika sem var raðað nr. 1 í mótið. í ráðuneytunum hefur að undan- förnu verið unnið hörðum höndum að undirbúningi tillagna um út- gjaldahlið fjárlaga, en umræður um tekjuhliðina eru mun skemur á veg komnar. Markmið ríkis- stjórnarinnar er að ná fjárlaga- halla næsta árs niður um 8 til 8,5 milljarða króna, en að óbreyttu stefnir í meira en 18 milljarða halla á ríkissjóði á næsta ári. Tekjutenging í auknum mæli Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er sameining og fækk- un stofnana meðal tillagna nokk- urra ráðuneyta. Þannig mun dóms- málaráðherra leggja til að sýslu- mannsembætti verði sameinuð. Einhveijar þeirra stofnana, sem heyra undir viðskipta- og iðnaðar- ráðuneytið, verða sameinaðar og sameining mun í einhveijum mæli eiga sér stað í heilbrigðiskerfinu. í heilbrigðiskerfinu verða einhver ný þjónustugjöld væntanlega tekin upp, þó ekki á sjúkrahúsum. í heil- brigðis- og tryggingakerfmu er jafnframt fyrirhuguð tekjutenging, í meira mæli en nú er, þannig að þeir betur settu beri meiri kostnað en þeir sem lægri tekjur hafa. í samgönguráðuneytinu verður mest skorið niður hjá fjárfrekustu stofnununum, þ.e.a.s. Vegagerð- inni og Flugmálastjórn. í tillögum menntamálaráðuneytisins munu ný skólagjöld ekki vera útilokuð. Pólitískt viðkvæmt Umræður ríkisstjómarinnar um útgjaldahlið fjárlaga munu hefjast í dag, en gert er ráð fyrir að lítill tími gefist fýrir þær á ríkisstjómar- fundinum vegna Barentshafsmáls- ins. Ráðherrar munu halda áfram að ræða tillögumar sín á milli. Við- mælendur Morgunblaðsins töldu að margar þeirra tillagna, sem nú lægju fýrir, væru mjög viðkvæmar pólitískt og erfitt yrði fyrir ráðherra að koma þeim í gegnum þingflokka ríkisstjómarinnar. Vafasöm viðskipti með notaða bíla færast í vöxt MIKIÐ er um vafasöm viðskipti með notaða bíla þessa dagana og hefur fjöldi kærumála borist inn á borð til Félags islenskra bifreiða- eigenda. Mörg dæmi eru um að kílómetramælar hafi verið færðir niður og einnig er mikið um fölsuð skuldabréf í þessum viðskiptum. FlB hefur veitt þeim sem verða fyrir barðinu á óprúttnum aðilum lögffræðilega aðstoð og í mörgum tilfellum hvatt til þess að kært yrði til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Runólfur Ólafsson fram- fellum er hægt að bregðast við en kvæmdastjóri FÍB segir að óvenju mikið af málum tengist sölu á bílum með kílómetramæla sem átt hefur verið við þannig að þeir sýni minni akstur. Einnig eru mörg tilvik um að notaðir séu sviknir pappírar í þessum viðskiptum og veðkröfur hvíli á bílum. „Það er hringt vegna nokkurra mála á hveijum degi. í sumum til- of mörg eru þannig vaxin að kaup- endur sitja í súpunni. Við sjáum stundum á ferli bílseljandans að hann hefur átt 50-100 bíla á árinu og virðist gera út á þennan mark- að. Einnig hafa komið til okkar tilvik þar sem um endurtekin brot er að ræða og þá höfum við haft samband við RLR. Hjg okkur er tæknimaður sem athugar hvort leyndir gallar séu í bílum og ef svo er þá er mögulegt að rifta kaupum í sumum tilfellum. Við reynum að liðsinna viðkomandi hvernig hann eigi að snúa sér í málinu og oft sjáum við ekki annan kost en að benda viðkomandi á að kæra málið til RLR,“ sagði Runólfur. Þröngt um á bílamarkaðnum Runólfur kvaðst telja líklegt að ástæður þess að svo mörg mál kæmu upp nú væru þær að ekki væru miklir peningar í umferð og þröngt um á bílamarkaðnum. „Þá virðast menn seilast lengra en þetta virðist líka koma í bylgjum," sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.