Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1993
Morgunblaðið/Ingvar
Hjálmurinn borgaði sig
23 ÁRA gamall hjólreiðamaður slapp að sögn lögreglu betur en á horfðist frá árekstri við bíl sem ekið var í
veg fyrir hann á mótum Réttarholtsvegar og Miklubrautar klukkan tæplega átta í gærmorgun. Að sögn
lögreglu er talið að öryggishjálmur reiðhjólamannsins hafí forðað honum frá slæmum meiðslum.
VEÐUR
I DAG kí. 12.00
Heimifd: Veðurstofa ísfands
(Byggt á veðurspó Kl. 16.15 í gær)
VEÐURHORFUR I DAG, 15. AGUST
YFIRLIT: Við Jan Mayen er 1004 mb lægð á leið norðaustur, og fremur
aðgerðarlítil 1003 mb lægð á vestanverðu Grænlandshafí, þokast norð-
austur. Skammt austur af Nýfundnalandi er vaxandi 999 mb lægð á
leið norðaustur og verður á Grænlandshafi á morgun.
SPÁ: Suðaustan 5-7 vindstig og rigning norðan- og vestanlands en
annars hægviðri og þurrt. Hiti 9-16 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Nokkuð hvöss sunnan og suðvestan átt og
rigning um. mest allt land. Hiti 7 til 14 stig.
HORFUR Á FIMMTUDAG: Breytileg ótt á landinu og skúrir á víð og
dreif. Hiti á bil.inu 5 til 15 stig.
HORFUR Á FÖSTUDAG: Á föstudag má búast við hægri norðlægri átt
og kólnandi veöri. Hætt við skúrum víða um land.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30,
22. 30. Svarsími Veðurstofu (slands — Veðurfregnir: 890600.
o &
Heiðskírt Léttskýjað
r r r * r *
/ / * /
/ / / r * r
Rigning Slydda
•B Ó
Hálfskýjað Skýjað
V $
* * *
* *
* * *
Snjókoma
Alskýjað
*
Skúrir Slydduél
V
Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindðrin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.
10° Hitastig
Súld
Þoka
V
stig.,
■p
FÆRÐA VEGUM:
Þjóðvegir landsins eru allir í ágætu ásigkomulagi og ágætlega greiðfær-
ir. Þá er einnig búið að opna flesta vegi um hálendið en þó eru vegir
eins og um Stórasand, í Þjófadali, i Hrafntinnusker og Gæsavatnaleið
ennþá ófærir. Hálendisvegir eru yfirleitt ekki færir venjulegum fólksbilum
nema vegur um Kaldadal og vegur í Landmannalaugar. Viða er unnið
við vegagerö, og eru vegfarendur aö gefnu tilefni beðnir að virða þær
merkingar sem þar eru.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirlití í síma 91-631500 og
ígrænnilínu 99-6315. ' Vegagerðin.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 f gær að ísl. tíma
hlti veóur
Akureyri 10 skúrir á síð.kls.
Reykjavík 10 rigning
Bergen 13 skýjað
Helsinkl 16 rigning
7* 1 § 1 =5 18 þokumóða
Narssarssuaq 9 akýjað
Nuuk 4 rigning
Osló 17 akýjað
Stokkhólmur 20 mistur
Þórshöfn 11 skýjað
Algarve 26 léttskýjað
Amsterdam 18 skúrásíð.kls.
Barcelona 28 léttskýjað
Beriín 27 hálfskýjað
Chicago 20 þokumóða
Feneyjar 31 heiðskúl
Frankfurt 27 léttskýjsð
Glasgow 16 léttskýjað
Hamborg 22 skýjað
London 19 skýjað
LosAngeles 17 skýjað
Lúxemborg 24 hátfskýjað
Madrid 30 léttskýjað
Malaga 28 háifskýjað
Mallorca 32 iéttskýjað
Montreal 21 skýjað
NewYork 25 þokumóða
Ortando 26 þokumóða
Paría 26 léttskýjað
Madelra 23 skýjað
Róm 28 léttskýjað
Vín 31 léttskýjað
Washington 24 þokumóða
Winnipeg 12 léttskýjað
S AS hættir íslandsflugi yfir veturinn
Ekki talið staiigast á
við samkeppnislög
EINAR Sigurðsson blaðafulltrúi Flugleiða segir að í samstarfssamn-
ingi Flugleiða og SAS séu engin ákvæði um að SAS skuli hætta flugi
milli Islands og Kaupmannahafnar yfir vetrarmánuðina. Hann segir
að þetta sé sjálfstæð ákvörðun SAS en sér skiljist að hún sé tekin
vegna markaðsaðstæðna sem sköpuðust í kjölfar samnings félagana
um framhaldsflug innan Evrópu sem leiddi til þess að Flugleiðir
stóijuku flug sitt á þessari leið. Samkeppnisstofnun segist ekki hafa
upplýsingar um ólögmætt samráð félaganna og telur ekki ástæðu
til aðgerða.
í frétt Morgunblaðsins um þá
ákvörðun SAS að hætta íslands-
flugi frá 1. október til 26. mars í
vetur er haft eftir Bryndísi Torfa-
dóttur, sölustjóra SAS á íslandi, að
ákvörðunin sé tekin af markaðs-
ástæðum og vegna samstarfssamn-
ings SAS og Flugleiða sem leiði til
aukins framboðs á þessari leið.
í samkeppnislögum eru ákvæði
sem banna skaðlegar samkeppnis-
hömlur, fyrirtækjum er meðal ann-
ars bannað að hafa samráð um
skiptingu markaða og eru slík
samningsákvæði ógild. Þá á Sam-
keppnisstofnun að hafa eftirlit með
samkeppnishömlum, öðrum en þeim
sem eru beinlínis bannaðar, til að
koma í veg fyrir misbeitingu þeirra.
í því sambandi er meðal annars
vísað til athafna sem skaða sam-
keppni, til dæmis vegna markaðsyf-
irburða fyrirtækis og vegna þess
að valkostum neytenda fækkar og
keppinautar útilokast frá markaði.
Einar Sigurðsson sagði að engin
ákvæði væru í samstarfssamningi
flugfélaganna um að SAS ætti að
leggja þetta flug niður enda hefðu
menn gert ráð fyrir því að SAS flygi
áfram. Hann benti einnig á að SAS
gæti hafið áætlunarflugið aftur
hvenær sem þeir vildu og þeir ætl-
uðu að byija aftur í mars. Hann
sagði að samkvæmt þeim upplýs-
ingum sem hann hefði aflað sér
væri ákvörðun SAS tekin vegna
þeirra breytinga sem urðu á mark-
aðsaðstæðum þegar Flugleiðir
fjölguðu ferðum sínum á þessari
leið vegna framhaldsflugsins sem
samstarfssamningur flugfélaganna
snýst um.
Ástæðulaust að taka málið upp
Guðmundur Sigurðsson, yfirvið-
skiptafræðingur Samkeppnisstofn-
unar, segir að engar upplýsingar
hafi borist um að flugfélögin hafí
haft samráð um þá ákvörðun SAS
að fljúga ekki til Islands í vetur eða
að þau séu að skipta markaðnum
milli sín. Þá bendi ekkert til þess
að Flugleiðir séu með ólögmætar
aðgerðir sem hindri eðlilega sam-
keppni á þessari leið. Því sjái stofn-
unin ekki ástæðu til að hafa frum-
kvæði að því að taka þetta mál fyrir.
Útlendingar í hestaferð yfir landið
Ferðalagið hefur
gengið mjög vel
„FERÐIN hefur gengið nokkuð vel en við höfum náttúrlega lent
í ýmsu. Það snjóaði töluvert á okkur um helgina, en það hafði
engin áhrif á ferðina," segir Einar Bollason, en hann er í hesta-
ferð með stórum hópi útlendinga yfir þvert landið. Hestafólkið,
sem var í nótt á Hótel Kiðagili í Bárðardal, hvíldi sig í gær og fór
í dagsferð til Akureyrar og í dag verður ferðinni haldið áfram
með nýjan hóp af hestum.
Einar segir að aðfaranótt laugar-
dagsins, þegar gist var í Ingólfs-
skála norðan við Hofsjökul, hafi
snjóað þó nokkuð og um 3 cm jafn-
fallinn snjór hafi verið yfir öllu, en
daginn eftir hafí hann tekið fljótt
upp. „Við settum upp rafmagns-
girðingu inni í hrauninu fyrir hross-
in og það var nánast algert logn
og við vorum með mikið af heyi
þannig að þau voru vel sett. Við
vorum með tvo bíla við girðinguna
og menn, sem vöktu yfir þeim og
báru stanslaust í þá hey og vatn,“
segir Einar.
Gott veður á Sprengisandi
Hann segir að aðfaranótt sunnu-
dagsins, en þá gisti fólkið á Laugar-
felli, hafi verið mun meiri vindur
en nóttina áður og þegar fólkið
hafi vaknað um morguninn hafi
verið alhvít jörð. „Það var mjög
hryssingslegt þegar við lögðum af
stað frá Laugarfelli og til að byija
með riðum við í snjó og þá var
vandamálið það sama og við þekkj-
um hér á vetuma því það hlóðst
nokkuð í hófa. En eftir um hálftíma
reið var jörðin alauð og skömmu
síðar braust sólin fram úr skýjun-
um. Við upplifðum þá einn eftir-
minnilegasta dag, sem ég man eftir
í mínu lífi. Það var mjög gott veður
á Sprengisandi og fjallasýnin var
geysilega falleg," segir hann og
bætir því við að þetta hafí verið
lengsta dagreiðin í ferðinni eða um
80 kílómetrar og voru þau um 16
klukkustundir á leiðinni.
Hestarnir litu vel út
Einar segir að fólk, sem hafí tek-
ið á móti hópnum á Mýri, en þar
voru hestarnir skildir eftir, hafi
haft á orði að hestamir litu mjög
vel út. Hann segir að einn útlend-
ingurinn í hópnum sé dýralæknir
og vel hafi verið fylgst með hestun-
um. „Við komum af þessu erfiðasta
hálendi á íslandi eftir svona marga
daga með 90 hesta og ekki einn
þeirra haltur. Betra getur það ekki
verið.“
♦ ♦ ♦---—
Víkingnr
aflahæstur
VEL HEFUR aflast á loðnumið-
unum vestur af Jan Mayen en
loðnan er dreifðari en áður og
fer meiri tími til leitar. Rúmlega
200 þúsund tonn hafa borist á
Iand en 25 skip stunda nú veið-
arnar. Víkingur AK hefur aflað
mest, 14.464 tonn. í öðru sæti er
Hólmaborg SU með 13.955 tonn
og þriðja Börkur NK með 13.175
tonn.
Að sögn Gunnars Sverrissonar
verksmiðjustjóra hjá SR-mjöli á
Seyðisfirði hefur verksmiðjan nægi-
legt hráefni fram eftir vikunni-
Rúmlega sólarhrings sigling er af
miðunum og tefur það mjög veið-
arnar. Hvergi er löndunarbið þrátt
fyrir góðan afla að undanförnu.
i
í
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
\
\