Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1993
7
Hluti Suðurlands-
brautar 4 til sölu
EIGNARHLUTI Iðnlánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs í húsinu við Suður-
landsbraut 4 hefur verið auglýstur til sölu. Um er að ræða alls um
1.900 fermetra á þremur hæðum, auk stórrar lóðar. Uppsett sölu-
verð er 185 milljónir króna, að sögn Stefáns Hrafns Stefánssonar
hjá fasteignasölunni Eignamiðlun, sem annast söluna.
Hraunsfjörður
Vegurinn
styttur
um 1,3 km
FRAMKVÆMDIR við lagningu
nýs vegar um Hraunsfjörð á
Snæfellsnesi, hefjast fljótlega.
Nýi vegurinn liggur yfir fjörðinn
nokkru utar en núverandi vegur
um Mjósund sem lengi hefur ver-
ið talinn snjóþungur og hættuleg-
ur fyrir umferð. Nýja leiðin er
1,3 km styttri en núverandi vegur.
Hraunsfjörður er á norðanverðu
Snæfellsnesi, á leiðinni milli Stykk-
ishólms og Grundarfjarðar. Núver-
andi vegur liggur um Mjósund. Var
hann byggður 1961. Brúin á Mjó-
sundum var á sínum tíma fyrsta
fjarðarlokun á íslandi.
Lengd nýja vegarins sem austan
megin Hraunsfjarðar liggur um
Seljadal, er 5,6 km. Byggð verður
36 metra og 7,8 metra breið brú á
fjörðinn. Framkvæmdir hefjast nú
í ágúst.
30 milljónir undir áætlun
Vinnuflokkur Vegagerðarinnar
mun byggja brúna. í útboði Vega-
gerðarinnar á framkvæmdum við
veginn bárust átján tilboð. Lægst
var tilboð Ingileifs Jónssonar á
VMSÍ
Vaxtahækk-
anir vega
að rótum
samninga
FRAMKVÆMDASTJÓRN Verka-
mannasambands íslands telur að
lækkun gengis krónunnar og
vaxtahækkanirnar, sem komið
hafa í kjölfarið, vegi að forsendum
kjarasamninga og verkalýðs-
hreyfingin verði að „taka til alvar-
legrar íhugunar hvort grundvöll-
ur þess langtímasamnings sem að
var stefnt á sl. vori [sé] ekki brost-
inn,“ eins og segir í ályktun stjórn-
arinnar frá síðasta föstudegi.
„Með ákvörðun sinni um hækkun
nafnvaxta eru bankarnir að ganga
lengra en ásættanlegt er,“ segir
framkvæmdastjórnin. „Þær viðmið-
anir sem þeir hafa valið sem for-
sendur fyrir hækkun nafnvaxta
sýna ljóslega að bankastjórnirnar
meta stundargróða fram yfir stöð-
ugleika í efnahags- og atvinnulífi,
sem eru forsendur fyrir heilbrigðum
rekstri banka jafnt og annarra fyr-
irtækja.“
í ályktuninni segir: „í yfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar í tengslum við
gerð kjarasamninga segir að ríkis-
stjómin muni stuðla að áframhald-
andi lækkun vaxta. í forsendum
síðustu kjarasamninga var gengið
út frá því að verðlag myndi haldast
stöðugt á samningstímanum, lítilli
verðbólgu og að vextir færu Iækk-
andi. Með ákvörðun sinni um lækk-
un gengis krónunnar og síðan þeim
nafnvaxtahækkunum, sem lána-
stofnanir hafa byggt á afleiðingum
hennar, er vegið að þessum forsend-
um kjarasamninganna.“
Pólitísk ábyrgð lyá
rikisstjórninni
Verkamannasambandið telur að
gripa verði til marktækari ráðstaf-
ana en yfirlýsinga um að vextir
verði að lækka um leið og verðbólga
hjaðni. „Beita verður þeim heimild-
um sem eru í lögum um Seðlabanka
íslands ef bankarnir sjá ekki að
sér. Hin pólitíska ábyrgð á fram-
vindu þessara mála hvílir á ríkis-
stjórninni."
Svínavatni, 54,5 milljónir, sem er
64% af kostnaðaráætlun er hljóðaði
upp á 85,8 milljónir kr. Tilboð Hag-
virkis-Kletts var tæpum 100 þúsund
krónum hærra en tilboð Ingileifs.
Tvö lægstu tilboð voru því rúmum
30 milljónum undir kostnaðaráætl-
un.
Framkvæmdir eiga áð hefjast
fljótlega eftir undirskrift verksamn-
ings og á að vera lokið 1. septem-
ber á næsta ári.
Að sögn Stefáns Hrafns var hús-
eignin lengst af í eigu H. Benedikts-
sonar hf. og Skeljungs en hefur um
skeið gengið kaupum og sölum
manna á milli í viðskiptum nokk-
urra aðila áður en Iðnlánasjóður og
Iðnþróunarsjóður eignuðust húsið.
Um er að ræða verslunarhæð
hússins sem staðið hefur auð frá
því að BB-byggingaörur fluttu út.
Verslunarhæðin er 1.010 fermetrar
en önnur hæð 1.020 fermetrar.
Þriðja hæðin er 557 fermetrar en
einnig er lóð til sölu ásamt 330
fermetra lagerplássi og 80 fermetra
geymslum í byggingum á lóðinni.
Asett söluverð er 185 milljónir eins
og fyrr sagði en ekki lágu fyrir
sérgreindar upplýsingar, að sögn
Stefáns Hrafns um fasteignamats-
verð þess hluta hússins sem boðinn
er til sölu.
Auglýsing
um helstu niðurstööur
ársreiknings
I samræmi viS 7. mgr. 3. gr. laga
nr. 27/1991 birtir
Sameinaði lífeyrissjóSurinn
meginniðurstöSur ársreiknings
sjóðsins fyrir áriS 1992.
►
►
Efnahagsreikningur 31.12,1992 í þúsundum króna
Veltufjármunir 1.803.531
Skammtímaskuldir (9.684)
Hreint veltufé: 1.793.847
Fastafjármunir:
Langtímakröfur 7.541.391
Ahættufjármunir
Eignarhlutar í sameignarfélögum 0
Varanlegir rekstrarfjármunir 22.159
Langtímaskuldir 0
7.563.550
Hrein eign til greiðslu lífeyris: 9.357.397
Yfírlit um breytingar á hreinni eign
til greiðslu lífeyris fyrir árið 1992
Fjármunatekjur, nettó 444.059
Iðgjöld 504.411
Lífeyrir (129.930)
KostnaSur (rekstrargjöld - rekstrartekjur) (26.091)
Matsbreytingar 48.802
Hækkun á hreinni eign á árinu: 841.251
Hrein eign frá l/6'92 Lífeyrissjóður byggingamanna: 3.458.754
Lífeyrissjóður málm og skipasmiða: 5.057.392
Hrein eign í árslok.til greiðslu lífeyris: 9.357.397
Ýmsar kennitölur
Lífeyrir, sem hlutfall af iSgjöldum
Kostnaður í hlutfalli af iSgjöldum
KostnaSur í hlutfalli af eignum
(meSaltal hreinnar eignar í árslok og ársbyrjun)
Starfsmannafjöldi: SlysatryggSar vinnuvikur deilt meS 52.
25,6%
5,2%
0,3%
9
A^Ufeyrir
Sameinaði
lífeyrissjóðurinn
SuSurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Sími 91-686555, Myndsendir 91-813208
Grænt númer 99-6865
Hinn 1. júní 1 992 yfirtók
Sameinaði lífeyrissjóðurinn
starfsemi Lífeyrissjóðs
byggingamanna og LífeyrissjóSs
málm- og skipasmioa.
Reykjavík, 21. maí 1993.
Stjórn SameinaSa lífeyrissjóSsins
Benedikt Davíðsson
Gunnar S. Björnsson
GuSmundur Hilmarsson
Hallgrímur Gunnarson
Jóhannes Siggeirsson
framkvæmdastjóri