Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. AGUST 1993
DAVIÐ OG URIA
eftir Pétur
Pétursson
Eru íslendingar orðnir svo
herskáir og árásargjamir að þeir
hafí gleymt því, að þeir vildu ekki
einu sinni vinna sér það til inn-
göngu i samtök Sameinuðu þjóð-
anna, að lýsa yfír stríði á hendur
Þýskalandi? Þó átti þjóðin um sárt
að binda. Þýskir kafbátar höfðu
sökkt fjölda skipa óvopnaðrar og
hlutlausrar þjóðar. Skotið úr vél-
byssum á íslenska sjómenn á þilfari
og unnið mörg voðaverk eins og
stríðsþjóðir jafnan vinna. Samt-neit-
uðu íslendingar að kaupa inngöngu
sína í Sameinuðu þjóðirnar svo dýru
verði og skírskotuðu til yfírlýsingar
um hlutleysi og vopnleysi.
Nú virðist annað uppi á teningn-
um. Forsætisráðherra að nafni Dav-
íð virðist ætla að taka að sér að
leika hlutverk Úría fyrir bandaríska
„Islensk stjórnvöld
ættu að einskorða sig
við þær tegundir af
sprengjum, sem fást hjá
Ellingsen og í Skáta-
búðinni. Þó ber að fara
gætilega með þær því
stundum er þeim skotið
af fullmiklum ákafa.“
herforingja og láta etja sér í fremstu
víglínu árásarmanna. Varpa
sprengjum á fólk sem hann á ekk-
ert sökótt við. Með því hyggst hann
„styrkja samningsstöðu" trúbræðra
Múhameðs, sem eiga sér sama spá-
mann og ræningjamir sem rapluðu
í 'Vestmannaeyjum og rændu líka
Guðríði Símonardóttur, seinna konu
Hallgríms Péturssonar sálmaskálds.
skólar/námskeið
handavinna
■ Ódýr saumanámskeið
Aðeins 4 nem. í hóp. Faglærður kennari.
Upplýsingar f sfma 17356.
myndmennt
HANDMENNTASKOLI ISLANDS
Innritun í haustðnn bréfaskóla okkar er
hafin. Við bjóðum upp á nám í: Grunn-
teikningu, líkamsteikningu, litameðferð,
listmálun (með myndbandi), skrautskrift,
garðhúsagerð, innanhússarkitektúr, hí-
býlafræði og bamanámskeið í teiknun
og föndri.
Fáðu sendar upplýsingar um
skólann og greiðslukjör f síma
91-627644 eða í pósthólf 1464,
121 Reykjavík.
tölvur
■ ■ Heimanám
Lærið tölvubókhald með úrvals leiðbein-
ingum. Kennsluútgáfa af STÓLPA kost-
ar aðeins kr. 3660,- með vsk. Bókin
um STÓLPA fylgir. Sérstakur bók-
haldslykill fyrir heimilisbókhaldið og 30
daga frí símaþjónusta.
Pantið í síma 91-688055.
Greiðslukort eða sent f póstkröfu.
s
KERFISÞRÖUN HF.
Skeifunni 17, 108 Reykjavík
■ ■ Sérkennsla
Við bjóðum einstaklingum og fyrirtækj-
um sérkennslu á flestum sviðum tölvu-
og bókhaldsmála.
Hafið samband f síma 91 -688055
og við aðstoðum við lausn þinna
mála.
KERFISÞRÖUN HF.
Skeifunni 17, 108 Reykjavík
■ Tölvunámskeið
- Fjárhagsbókhald.
- Sölu- og viðskiptamannakerfi.
- Launakerfi.
- Verkbókhald.
- Birgðakerfi.
- Pantanakerfi.
- Tollkerfi og verðútreikningur.
- Framleiðslukerfi og uppskriftir.
- Stimpilklukkukerfi.
- Búðakassakerfi.
- Útflutningskerfi.
- Tilboðskerfi.
- Bifreiðakerfi.
Kennt er á STÓLPA viðskiptakerfið.
Hvert námskeið er 8 eða 4 tímar. Að-
eins 4 til 5 nemendur og góðar leiðbein-
ingar fylgja hverju námskeiði.
Hringið í sfma 91-688055 og fáið
sendar upplýsingar.
■ Námsaðstoð
Ertu að fara í haustpróf eða stöðupróf?
Viltu rifja upp námsefni áður en skólinn
byrjar aftur?
Við bjóðum námsaðstoð í flestum náms-
greinum, grunn-, framhalds- og háskóla.
Nemendaþjónustan sf.,
sími 79233.
■ Tölvunámskeið
- Windows 3.1
- PC grunnnámskeið
- Word fyrir Windows og Macintosh
- WordPerfect fyrir Windows
- Excel fyrir Windows og Macintosh
- PageMaker fyrir Windows/Macintosh
- Paradox fyrir Windows
- Novell námskeið fyrir netstjóra
- Word og Excel framhaldsnámskeið
Kennt er á nýjustu útgáfur og veglegar
kennslubækur fylgja öllum námskeiðum.
Upplýsingar og skráning í síma 616699.
Tölvuskóli Reykiavíkur
Borgartúni 28. sími 616699
tungumál
■ Enskunám í Englandi
í Brighton á suðurströnd Englands er
ódýr enskuskóli sem hefur verið starf-
andi síðan 1962. Við skólann starfa ein-
göngu sérmenntaðir kennarar. Hægt er
að velja um margvísleg námskeið, s.s.
almenna ensku og viðskiptaensku.
Námskeiðin eru frá 2 vikum upp í 1 ár
og sérstök sumamámskeið.
Skólinn hefur hlotið viðurkenningu Brit-
ish Council til enskukennslu fyrir útlend-
inga og er aðili að ARELS, samtökum
viðurkenndra skóla í enskukennslu.
Nánari upplýsingar veitir fuiltrúi
skólans á Islandi í síma 93-51309,
Guðný.
Enska málstofan
■ Enskukennsla: J
Vantar þig þjálfun í að tala ensku?
Við bjóðum námskeið með áherslu á
þjálfun talmáls. Fámennir hópar. Nýir
nemendur geta byrjað hvenær sem er.
Einnig bjóðum við námskeið i viðskipta-
ensku og einkatíma.
Upplýsingar og skráning
í síma 620699 frá kl. 14-18
alla virka daga.
nudd
s
KERFISÞRÓUN HF.
Skeifunni 17, 108 Reykjavík
riUDDSKÓLI
RAFns Qeirdals
Nuddnám
Vhársnám
Kennsla hefst 1. sepfember nk.
Oagskóli; einnig kvöld- og
helgarskóli.
Upplýsingar og skróning í
símum 676612 og 686612,
Smiðshöfða 10,
112 Reykjovík, allo virka daga.
Bamsfaðir Sophiu Hansen, Hal-
ím Al, snýr sér einnig til spámanns-
ins í bænum sínum. Það gerir einn-
ig tyrkneski utanríkisráðherrann,
sem vill „styrkja samningsstöðu"
og styður málstað Davíðs og Banda-
ríkjamannan um loftárásir á Serbíu.
Ákafir múslímar ofsækja bresk-
an rithöfund fyrir þær sakir að
hafa í hálfkæringi fjallað með svip-
uðum hætti um Kóraninn og fjöldi
vestrænna rithöfunda hefir ritað
um heilaga ritningu, án þess að
víttir væra. „Styrkir“ þetta „samn-
ingsstöðu" hans eða dæt'ra Sophiu
Hansen?
íslensk stjórnvöld ættu að ein-
skorða sig við þær tegundir af
sprengjum, sem fást hjá Ellingsen
og í Skátabúðinni. Þó ber að fara
gætilega með þær því stundum er
þeim skotið af fullmiklum ákafa.
Svo var t.d. þegar Matthildarbróðir
forsætisráðherra skaut eldflaug
sem hafnaði nærri Stjórnarráðs-
húsi.
Getur ekki einhver góðviljaður
komið í veg fyrir framhlaup ís-
lenskra stjórnvalda, sefað hem-
aðarofsa og borið klæði á vopnin?
Eða er vítalaust að skjóta Serba á
sama tíma og bannað er að veiða
hrefnur, bara af því að slíkt þókn-
ast bandarískum herstjórum?
Pétur Pétursson
Hvar eru guðfræðiprófessorar
háskólans og kirkjunnar menn? Ég
heyrði einn prófessorinn flytja
morgunbæn í útvarpi. Hann talaði
um verðbólguna, en hafði gleymt
erfðasyndinni. Annar ritaði bréf úr
sólskinshöll sinni og hafði áhyggjur
af skuldabréfum, en minntist ekki
á Fjallræðuna. Era friðflytjendur
hættir að vera sælir? Þarf ekki Al-
þingi að fjalla um svo örlagaríkt
fráhvarf frá vopnleysi til vopna-
burðar og sprengjukasts?
Höfundur er þulur.
Lýst undrun
vegna dóms
í Herjólfs-
málinu
„FRAMKVÆMDASTJÓRN
Verkamannasambands íslands
lýsir undrun sinni yfir nýfelld-
um gerðardómi í deilu stýri-
manna á ms. Heijólfi við útgerð
skipsins. I stað þess að fella
úrskurð um kröfur stýrimanna
á hendur útgerð ms. Herjólfs,
ákveður dómurinn lækkun
launa undirmanna, sem ákveðin
eru með löglega gerðum Igara-
samningi útgerðar skipsins við
stéttarfélag undirmanna,“ segir
í ályktun sem Morgunblaðinu
hefur borist.
Ennfremur segir: „Dómur þessi
kallar fram spurningu um hvort
hægt sé að hafna rétt fram settum
launakröfum einstakra starfsstétta,
ná fram setningu gerðardóms, sem
síðan lækki umsamin laun annarra
starfsstétta í stað þess að afgreiða
kröfu þess starfshóps sem í deil-
unni átti.
Verkalýðshreyfingin hlýtur að
taka þessa meðferð kjaradeilu al-
varlega og telur að bregðast verði
við með afgerandi hætti.“
Holtastaðakirkja 100 ára
HOLTASTAÐAKIRKJA í Langa-
dal í Austur-Húnavatnssýslu er
100 ára á þessu ári. Holtastaðir
eru höfuðból frá fornu fari og
hafa þar búið nafnkenndir höfð-
ingjar allt frá því Holti ísröðar-
son nam þar land, svo sem segir
frá í Landnámu.
Á fyrri hluta 16. aldar komst
jörðin í eigu Jóns biskups Arasonar
og bjuggu afkomendur hans þar
fram á miðja 18. öld. Holtastaðir
era nú óðalsjörð og hafa fjórir ætt-
liðir nú búið þar mann fram að
manni í 130 ár. Fyrst Jón „söðli“
Guðmundsson, sem keypti jörðina
1863, en flutti síðar að Kagaðar-
hóli. Þá tengdasonur hans, Jósafat
Jónatansson, síðar alþingismaður
Húnvetninga, frá 1883. Þegar Jósa-
fat lést 1905 tók við sonur hans,
Jónatan Jósafatsson Líndal bóndi
og hreppstjóri þar í 60 ár. Hann
lést þar háaldraður 1971, en nokkra
áður hafði sonur hans, Holti Lín-
dal, tekið við jörðinni og býr hann
þar ásamt konu sinni, Kristínu, en
hún er nú formaður sóknarnefndar.
Holtastaðakirkja.
Kirkja hefur snemma verið reist
á Holtastöðum, eins og máldagar
vitna um. Hún var ávallt í bænda-
eign, þar til Jónatan Líndal afhenti
söfnuðinum hana 1942. Kirkjan
sem nú stendur 100 ára gömul á
Holtastöðum var reist árið 1892 og
UTIVIST
Hallvciqarstig 1 • sími 614330
Kvöldferð fimmtudaginn
19. ágúst
kl. 20.00: Slunkaríki fyrir sunnan
Straumsvík.
Dagsferð sunnudaginn
22. ágúst
kl. 09.00: 9. áfangi fjallsyrpu
Útivistar. Botnsúlur 1095 m.y.s.
Brottför í ferðirnar frá BSÍ
bensínsölu, miðar við rútu. Frítt
fyrir börn 15 ára og yngri í fylgd
með fullorðnum.
Helgarferðir 20.-22. ágúst
Fimmvörðuháls.
Uppselt, miðar óskast sóttir.
Básar í Þórsmörk.
Glst i skála eða tjaldi. Skipulagð-
ar gönguferðir.
Nánari upplýsingar og miða-
sala á skrifstofu Útivistar.
Ársrit Útivistar 1993 er
komið út.
Útivist.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533
Ferðir miðvikud. 18. ágúst:
Kl. 08 Þórsmörk - dagsferð -
verð kr. 2.500. Brottför frá Um-
ferðarmiðstöðinni, austanmeg-
in.
Kl. 20 Viðey. Brottför frá
Sundahöfn. Verð kr. 500. Gengið
austur á Sundabakka gengt
Gufunesi og til baka meðfram
ströndinni í Bæjarvör.
Helgarferðir 20.-22. ágúst:
Landmannalaugar - Eldgjá -
Álftavatn. Gist fyrri nóttina í
Landmannalaugum og þá seinni
við Álftavatn. Spennandi ferð
um Fjallabak nyrðra og syðra.
Þórsmörk. Gönguferðir og nota-
leg gisting í Skagfjörösskála.
Upplýsingar og farmiöasala á
skrifstofu Fl.
Ferðafélag Islands.
vígð árið eftir. Hún var byggð að
tilhlutan kirkjubóndans, Jósafats
Jónatanssonar, og Stefáns Jónsson-
ar á Kagaðarhóli, sem þá var eig-
andi að þriðjungi jarðarinnar.
Kirkjusmiður var Þorsteinn Sig-
urðsson á Sauðárkróki, sem m.a.
smíðaði kirkjurnar á Blönduósi og
Sauðárkróki. Kirkjan er vandlega
smíðuð og tekur um 100 manns í
sæti. Hún hefur að undanfömu
gengist undir gagngera viðgerð og
umhverfí hennar fegrað.
Holtastaðakirkja á marga góða
gripi, þar á meðal kaleik, sem Jón
Bjömsson sýslumaður á Holtastöð-
um gaf kirkjunni á 16. öld. Merkur
gripur úr Holtastaðakirkju er Holta-
staðaljónið svonefnda, vatnskanna
í ljónslíki, sem í katólskri tíð var
notuð af prestum til handþvottar
fyrir altarinu á undan og eftir
messugerð, en var síðar notuð und-
ir skírnarvatn. Holtastaðaljónið er
nú í Þjóðminjasafninu og er talið
vera frá því um 1300. A þessari
öld hafa Holtastaðakirkju verið
færðar nokkrar minningargjafír,
svo sem veglegur skírnarfontur og
nú nýlega ljósprentuð útgáfa af
Guðbrandsbiblíu.
Hundrað ára afmælis kirkjunnar
verður minnst við messu á Holta-
stöðum sunnudaginn 29. ágúst nk.
kl. 2 síðdegis, þar sem sóknarprest-
urinn, sr. Stína Gísladóttir, predik-
ar. Eftir messu verður boðið til sam-
sætis í Húnaveri. Þess er vænst að
auk sóknarbarna muni sem flestir
brottfluttir Langdælingar og vel-
unnarar kirkjunnar sjá sér fært að
heiðra kirkjuna með nærveru sinni
þennan dag.
(Fréttatilkynning frá sóknarnefnd.)