Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 15
j!
úrlausnar, að flytja alla starfsemi
úr Vestmannaeyjum upp á „fasta
landið" og byggja höfn við Dyrhóla-
ey, er þó vanhugsað og gæti í raun
aðeins þýtt að fara úr öskunni í
eldinn. Dyrhólaey er nefnilega líka
eldfjall. Hún er mynduð á sama
hátt og Vestmannaeyjar, við elds-
umbrot á ísöld, þegar eldur kom
upp undir jökli og í sjó. Það er ekk-
ert sem segir okkur að þar muni
ekki gjósa aftur, þó í augnablikinu
sé ekkert sérstakt sem bendir til
| þess að þar séu gos í aðsigi. í næsta
nágrenni Dyrhólaeyjar eru auk þess
tvö stór eldfjöll, Eyjafjallajökull og
Katla sem hafa gert usla og eiga
það örugglega eftir. Sá usli gæti
haft áhrif á svæðinu við Dyrhólaey,
svo mér virðist ekkert sérstakt vera
því til málsbóta að byggja þar upp
í skyndingu. Nákvæm rannsókn á
eldvirkni Vestmannaeyja frá mörg-
um hliðum og stöðug margháttuð
vöktun Heimaeyjar er að öllum lík-
indum mun betri lausn en að byggja
upp við Dyrhólaey í sömu óvissunni
og nú er ríkjandi um Heimaey. Það
er þó langt því frá að algjör skortur
sé á vitneskju um það sem er að
gerast í Heimaey. Heimaey er
nefnilega eitt af þeim fáu eldfjöllum
á landinu þar sem vöktun er í gangi,
þó vissulega sé þar hægt að gera
meira og betur. I Heimaey er stöð-
ugt fylgst með jarðhræringum á
skjálftamælum, þar eru sífellt í
' gangi mælar sem skynja hallabreyt-
ingar jarðskorpunnar, þar hefur
verið byggt upp mælinet til þess
að mæla vegalengdarbreytingar á
milli eyjanna vegna afmyndunar
jarðskorpunnar og þar hefur verið
komið fyrir margvíslegum mæli-
tækjum í gamalli djúpri borholu.
Þess er vænst að allt þetta gefi
gagnlegar upplýsingar um breyt-
ingar á ástandi í dýpri jarðlögum
og verði til þess að koma upp um
aðdraganda eldgoss, þannig að
næsta gos komi mönnum ekki í
jafn opna skjöldu og gerðist 1973.
Þá er komið að því að svara Vil-
hjálmi um jarðvísindamennina. Þeir
| eru nefnilega til staðar, en því mið-
ur eru allt of margir þeirra upptekn-
ir við ýmislegt annað en að rann-
saka landið. Hér var hafin kennsla
íjarðfræði við Háskóla íslands árið
1968 og hafa nú rétt um 200 jarð-
► og jarðeðlisfræðingar útskrifast
með fýrrihluta próf frá Háskólan-
um. Stór hópur þeirra hefur haldið
til framhaldsnáms erlendis og lokið
þar æðri prófum, meistara- og dokt-
orsgráðum, líklega hlutfallslega
fleiri en í nokkurri annarri grein.
Framan af fengu þessir menn vinnu
við jarðfræðilega starfsemi hér
heima, en nú er svo komið að þeim
störfum fer fækkandi fremur en
hitt. Samt er lítið lát á aðsókn stúd-
enta að jarðfræðináminu við Há-
skólann. Þeir sem eru við nám er-
lendis eða hafa nýlega lokið þar
námi og eiga nokkurn kost á starfi
erlendis setjast flestir þar að og
koma ekki heim. Hér eygja þeir
enga von. Þeir sem koma heim fara
yfirleitt að gera eitthvað allt annað
en að vinna að jarðfræði. Þeir sem
fyrir eru hér heima, sitja í stöðum
sem flestar gefa þeim ekki verulegt
færi á að sinna þessum málum,
vegna ákvæða um önnur verksvið
eða þá að þeir eru við alls óskyld
störf, vegna þess hve við íslending-
ar sinnum lítt rannsókn landsins.
Það má geta þess svona í lokin
að hér á landi er ekki til nein stofn-
un sem er ætlað það hlutverk að
annast almenna jarðfræðilega
könnun og kortlagningu landsins.
Slíkar stofnanir voru settar á fót í
flestum vestrænum og ýmsum aust-
rænum ríkjum á síðustu öld og eru
þær vel flestar eða allar ennþá
starfandi og þykja með nauðsynleg-
ustu rannsóknarstofnunum hver á
sínum stað. Þeirra hlutverk er að
móta stefnu, annast og bera ábyrgð
á almennri rannsókn landanna,
bæði hvað varðar nýtanlegar nátt-
úruafurðir, svo sem málma og orku-
gjafa og fræðilega leit að skilningi
á þvf hvernig náttúra landanna er
og hvernig hún vinnur. Hér er nátt-
úran að flestu leyti frábrugðin því
sem gerist annars staðar og því er
erfiðara að sækja skilning á ís-
lenskri náttúru til útlanda en að
sækja slíkan skilning á milli ýmissa
annarra landa. Okkur er því í raun
miklu meiri þörf á öflugum nátt-
úrufarsrannsóknum en ýmsum öðr-
um þjóðum. Hingað til hafa við-
brögð okkar þó verið öfug. Við ís-
lendingar höfum ætíð sparað við
okkur náttúrufarsrannsóknir, sem
nú má segja að séu nánast í svelti
í landinu. Þessu þarf að breyta. Þá
aukast einnig rannsóknir okkar á
þeim hættum sem í landinu lúra,
þeim áhrifum sem þær geta haft á
not okkar af landinu og þeim við-
búnaði sem við getum haft til vam-
ar.
Höfundur er jarðfræðingur og
vinnurá Raunvísindastofnun
Háskólans.
sé í Boss fötum eða Jón Baldvin í
Kóróna. Það nennir enginn að tala
um það. Það er nefnilega hvorki
sniðugt né umtalsvert að gera það
að umræðuefni hvernig karlmenn
klæða sig, hvort sem þeir eru þing-
menn eða ekki. Skoðanakannanir á
fylgi stjórnmálaflokkanna sýna þó
að kannski ætti sálfræðifróði blaða-
maðurinn á Alþýðublaðinu að beina
gagnrýni sinni að krötum.
Skapgerð og uppruni
;
Rökstólar láta ekki við það eitt
sitja að velta sér upp úr fatasmekk
I og vaxtarlagi þingmannsins. Það er
látið að því liggja að hún sé líka góð
með sig. Þetta er rökstutt með því
að hún kjósi að láta kenna sig því
nafni sem henni var gefið, nefnilega
Anna Ólafsdóttir Björnsson. Þetta
geri hún að sjálfsögðu í þeim til-
gangi að minna alþýðukonurnar á
að hún sé nú „ekki af tómthúsköllum
komin“. Þetta telur blaðamaðurinn
, vera ákveðna pólitíska aðferð sem
segir „að besta leiðin til að vekja
fylgi fjöldans sé að hefja sig upp
yfír hann“. Enn og aftur opinberar
blaðamaðurinn ofstopa sinn og and-
leysi með því að velta sér upp úr
persónulegum högum þingkonunn-
ar.
Skapgerðin er líka tekin fyrir.
Hún er „hæfílega veikgeðja" að
mati þess sem skrifar. Þá er hún;
eins og konur gjaman eru þegar þær
svara fyrir sig, „særð“ út í Alþýðu-
blaðið.
Ábyrgð Alþýðublaðsins
Hver sem hinn nafnlausi er, sem
skrifar þennan óhróður, þá verður
þéirri staðreynd ekki breytt, að
ábyrgðin er Alþýðublaðsins. Um-
rædd grein er svo uppfull af óþverra
og persónulegum aðdróttunum að
annað eins hefur vart sést í íslensk-
um fjölmiðlum. Kalla þeir þó ekki
allt ömmu sína í þessum efnum. Ég
tel það ekki ofraun ritstjórnar blaðs-
ins að biðjast afsökunar á því að
slíkur lágkúmháttur skuli hafa slys-
ast til að birtast í blaðinu. Ég leyfi
mér að vona að um slys hafí verið
að ræða, því ellegar er illa komið
fyrir málgagni Alþýðuflokksins, að
það þurfi að fylla síðurnar með per-
sónulegum árásum á þingmenn ann-
arra flokka.
Höfundur er iögfræðingur og
starfar hjá Alþýðusambandi
íslands.
Fjárstoó hff.
Aðstoð og ráðgjöf fyrir einstaklinga og fyrir
tæki í greiðsluerfiðleikum.
Samningar við kröfuhafa, skuldaskil o.fl.
Skjót og ábyrg þjónusta. Lögfræðiráðgjöf.
Borgartúni 18, sími/fax 629091.
bJUNVUKr
HUÓMTÆKI
BÍLTÆKI
ÍSSKÁPAR
ÞVOTTAVÉLAR
ÞURRKARAR
CASIO ÚR
ÝMIS RAFTÆKI
O.FL. O.FL.
MISSIÐ EKKIAF ÞESSU
TÆKIFÆRI
SJÁUMST í
(fcfc Heimilistæki
A SÆTÚNI8
SÍMI: 69 15 15
l