Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1993 Misjafnar skoðanir manna ECONOMIST sendi nýlega út spurningalista til hundrað forystumanna í bresku efnahags- og atvinnulífi. Markmiðið var að forvitnast um hvað þessir menn teldu vera mikilvægustu málefnin sem Bretar stseðu frammi fyrir í dag. Til samanburðar birti blaðið svar almennings við sömu spurningu. Niðurstöðumar má sjá á meðfylgjandi korti. Það þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart að almenningur setur atvinnuleysi og heilbrigöismál í tvö efstu sætin á meóan forystumennirnir tala þar um efnahagslífið og Evrópu. Meðal þeirra mála sem þeir setja I eitt af tíu efstu sætunum og almenningur ekki eru málefni norður-irlands, mengun og umhverfisvemd og pundið. Það sem hins vegar almenningur setur meðai hinna tíu efstu og forkólfarnir nefrra ekki eru húsnæðis- mál, varnar- og utanrikismál og málefni innflytjenda. Hver telur þú vera 2-3 brýnustu málefni sem snúa að Bretlandi? Forkólfar 1. Efna hagslífið 74% 2. Evrópa 51% 3. Menntun 49% 4. Atvinnuleysi 42% 5. Heilbrigðiskerfið 14% 6. Félagsmálakerfið 12% 7. Norður-írland 9% 8. Mengun/Umhverfisvernd 7% 9. Sterlingspundið 7% 10. Verðbólga 5% Almenningur 1. Atvinnuleysi 69% 2. Heilbrigðiskerfið 37% 3. Efnahagslífið 36% 4. Menntun 21% 5. Félagsmálakerfið 10% 6. Evrópa 9% 7. Húsnæðismál 9% 8. Varnar-/utanríkismál 6% 9. Verðbólga 6% 10. Málefni innflytjenda 4% Brjálaðir í EB... Hefur aðild að EB komið Bretlandi til góða? 100 Forkólfarnir Almenningur ...fíla Maastricht Er Maastricht-samningurinn góður fyrir Bretland? Skattar og ríkisútgjöld Hvað á að gera? Annað - Lækka skatta og rikisútgjöld— Hækka skatta og rikisútgjöld-i — Hækka skatta, lækka rikisútgjöld Forkólfamir Almenningur Að selja silfrið Viðhorfin til þjóðnýtingar? JOO , Forkólfamir Almenningur Heimild: The Economisl SJO — — • 5 tíma nudd hjá menntuðum nuddurum. 0 10 tíma Ijós í frábærum ljósabekkjum. • 2 mánuðir í líkamsrækt fyrir kyrrsetufólk og byrjendur. Sérstakur stuðningur fyrir þá, sem vilja leggja af ► Allt þetta fyrir kr. 7.70Ó,- I Kjörorð okkar er vöðvabólga og stress, bless. ► Nýjarperur Meísölublaó ú hverjum degi! Stál ístál í valdabar- áttunni innan Gucci STRÍÐIÐ, sem nú stendur um Gucci, ítalska lúxusvöruframleiðand- ann, líkist mest rifrildi tveggja viðskiptavina í verslun um eftirsótt- an hlut. Þeir eru kurteisir í fyrstu en láta síðan mannasiðina lönd og leið af ótta við, að hinn hreppi hnossið. Þannig hefur slagurinn verið milli Maurizio Gucci, barnabarns mannsins, sem stofnaði fyrir- tækið árið 1922, og Investcorp, sem er banki í Bahrain og helmings- eigandi að Gucci. Gucci er þekkt fyrir handunnin veski og töskur, skó og aðra leður- vöru en margir óttast, að valdabar- áttan muni að lokum koma sér verst fyrir sjálft fýrirtækið. Raunar er það engin ný bóla, að tekist sé á um völdin innan fyrirtækisins, því að um miðjan síðasta áratug átti Maurizio í stríði við frændur sína, syni annarra barna gamla manns- ins, um yfirráðin. „Þá var mikill losarabragur á stjóm fyrirtækisins enda hafði einstökum deildum þess verið skipt upp á milli erfingjanna. Faðir minn átti þó helmingshlut í þeim öllum,“ sagði Maurizio nýlega í viðtali en átökunum lauk með sigri hans 1990 þegar Paolo, frænda hans, var bannað með dómsúrskurði að nota Gucci-nafnið í viðskiptum. Misráðin fjárfesting Stríðið, sem nú stendur, er alvar- legra enda meira í veði. Talið er, að Investcorp, sem er nú að reyna að bola Maurizio burt, hafí greitt um 170 milljónir dollara til að kom- ast yfír 50% hlutafjárins en kaupin áttu sér stað þegar lúxusvömmark- aðurinn stóð með sem mestum blóma. Síðan hefur margt breyst og fjárfestingin hefur enn engu skil- að nema tapi. Á fjárhagsárinu, sem lauk 31. jan. 1991, var veltan 299 milljarðar líra, um 13 milljarðar ísl. kr., en síðustu tvö árin hefur hún verið um 225 milljarðar líra. 1991-92 var nettótap á rekstrinum 38 milljarðar líra og 25 milljarðar á síðasta ári. Það em einkum erfíðleikar á Bandaríkjamarkaði, mikilvægasta markaði Gucci utan Ítalíu, sem valda þessu, en á síðasta _ ári var tapið þar 29 milljarðar líra. Ástæðan er líka sú að margra mati, að Gucci er eitt af fáum lúxusvörafyrirtækj- um, sem ekki em hluti af stærri samsteypum, auk þess sem lúxus- vömfyrirtækin almennt eiga við miklar þrengingar að stríða. Er því spáð, að ýmis þekkt nöfn muni líða undir lok á næstunni en flestir telja Gucci eiga framtíð fyrir sér takist að endurskipuleggja reksturinn. Þessi nauðsynlegi uppskurður er þó talinn óframkvæmanlegur eins og eignarhaldi á fyrirtækinu er nú háttað, helmingaskipti milli Maurizio og Investcorp. Em skoð- anir mjög skiptar um framtíð fyrir- tækisins og Maurizio segir, að þær séu með öllu óbrúanlegar. „Hverflyndur maöur með lítið viðskiptavit“ Sjálfum sér lýsir Maurizio sem kaupsýslumanni, sem vilji standa vörð um gamlar hefðir, en um In- vestcorp segir hann, að þar séu á ferð kaldrifjaðir peningamenn, sem myndu selja sinn hlut á morgun gætu þeir grætt á því. Þá segist hann hafa sannað hæfíleika sfna sem stjómandi með þeirri endur- skipulagningu, sem átt hafí sér stað, og bendir á, að tapið hafí minnkað á síðasta ári. Gagnrýnendur hans líta öðmm augum á málið og þar er ekki að- eins um að ræða Investcorp, heldur einnig bankamenn á Ítalíu og Sviss. Þeir hjá Investcorp lýsa Maurizio sem hverflyndum manni með lítið viðskiptavit og segja, að hann hafí aldrei getað lagt fram „fjárhags- áætlun, sem mark er á takandi og hægt er að leggja fyrir hluthafa“. Bankamennimir hafa áhyggjur af fjárhagsstöðu fyrirtækisins og þeir saka Maurizio um að hafa á sínum tíma sniðgengið þær reglur, sem giltu um hlutafjáreign erfíngjanna. Ólögleg veðsetning? Fyrr á þessu ári átti Maurizio í fjárhagserfiðleikum og tók þá lán upp á meira en 1,1 milljarð kr. Það hefur nú verið endurgreitt en In- vestcorp, sem hefur höfðað mál á hendur honum, heldur því fram, að hann hafí sett eignarhlut sinn í fyr- irtækinu, að nokkra eða öllu leyti, sem veð fyrir láninu. Investcorp segist hins vegar hafa forkaupsrétt að hlutafénu og því hafí veðsetning- in verið ólögleg. Maurizio neitar þessu en hefur nú boðist til að kaupa hlut Invest- corp eða selja því sinn. „Við skulum setja tilboðin í innsigluð umslög og sá, sem býður betur, vinnur,“ sagði Maurizio en ómerkti síðan allt sam- an með því að bæta við: „Þeir geta ekki búist við, að ég borgi það, sem þeir setja upp, og þeir skulu ekki láta sig dreyma um, að ég láti þetta allt af hendi fyrir þá smápeninga, sem þeir telja sig geta boðið.“ Tímamót í Frakklandi með einkavæðingimni Bankarekstur ÞEGAR Banque Nationale de Paris, helsti ríkisbankinn í Frakk- landi, verður einkavæddur í haust, verður um mikil tímamót að ræða, ekki aðeins i sögu bankans, heldur einnig í langri sögu ríkisaf- skipta af bankakerfinu í landinu. Með eignarhaldi sinu á þremur stærstu viðskiptabönkunum, „gömlu konunum þremur“ eins og þeir hafa verið kallaðir, BNP, Société Générale og Crédit Lyonnais, hef- ur ríkið ekki aðeins stýrt starfsemi þeirra, heldur ráðið miklu um iðnþróunina í landinu. Ríkisstjóm borgaraflokkanna, sem var við völd 1987, seldi Société Générale og nú í haust verður röðin komin að BNP. Crédit Lyonnais verður svo einkavæddur fyrir for- setakosningarnar 1995. Með söl- unni minnka ítök ríkisins á þessum vettvangi veralega og líklega mun þess fyrst verða vart í embættisveit- ingum. Stjórnarflokkarnir hveiju sinni hafa skipað stjórnarformenn bankanna og aðra stjómendur og þess em engin dæmi, að þeir hafí raglast á flokksskírteinum. Þegar bankamir hafa verið einkavæddir munu hluthafamir kjósa yfírmennina og ætti það að tryggja meiri stöðugleika og koma í veg fyrir þær sveiflur, sem oft hafa orðið á stefnu bankanna með stjórnarskiptum. Afskiptin af einkabönkunum Tengslin milli ríkisvaldsins í Frakklandi og einkabankanna era meira á huldu. Talsmenn þeirra segja, að þeir séu sjálfstæðir en margir fjármálamenn eru á öðra máli. „Frá fornu fari hafa bankarnir verið tæki í höndum ríkisins," segir bankamaður í París. „Stundum hafa ráðherrarnir þramað fyrirskipanir sínar í síma en yfírleitt þurfa þeir þess ekki. Stjórnin kemur sínum eigin mönnum fyrir í bönkunum og þeir vita hvað þeir eiga að gera.“ Viðkvæmasta málið í banka- rekstrinum er að sjálfsögðu vaxta- stigið, einkum hvernig ríkið notar ríkisbankana til að ákveða grann- vextina. í baráttunni við efnahagss- amdráttinn að undanförnu hafa BNP og Crédit Lyonnais haft for- ystu um vaxtalækkanir en einka- bankarnir, raunar Société Générale, hafa verið fyrstir að hækka þá. Erfið aðlögun Með einkavæðingunni dregur líka úr áhrifum ríkisins á iðnþróun- ina í Frakklandi en ríkisbankarnir eiga mikla hluti í mörgum, stórum einkafyrirtækjum. Þessi ítök bank- anna í atvinnurekstrinum í Frakk- landi eru hins vegar svo rótgróin, að trúlega munu þau vara lengi enn. Það mun líka taka bankana lang- an tíma að losa sig við þá andlegu fjötra, sem ofurvald ríkisskipaðra stjórnenda hefur fært þá í. Flestir hafa þessir menn komið úr opinbera embættismannastéttinni og það er talið skýringin á því hve franskir bankar hafa verið umsvifalitlir er- lendis og á skriffínnskunni, sem einkennir bankastarfsemina. Portúgal Motorola utvíkkar þjónustu GSM-kerfis PORTÚGALSKA símafyrirtækið TMN hefur gert þriggja ára samn- ing við Motorola ECID um að Motorola skipuleggi frekari útvíkkun á þjónustukerfi GSM-farsímakerfisins í Portúgal. Höfuðáhersla er lögð á að nýja kerfíð geti þjónað samfellt við- skiptasvæðinu í og við Lissabon og Oporto. Samningur Motorola og TMN felur einnig í sér að Motorola komi upp viðeigandi fjarskiptabún- aði um allt landið með frekari út- víkkun á farsímakerfinu í Portúgal í huga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.