Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 199^
fclk f
fréttum
Hestafólkið sem lagði upp kom frá
Skotlandi, Englandi, Austurríki og
Þýskalandi. Aðalleiðangursstjóri er
Einar Bollason og sagði hann að
næsta dagleið yrði frá Húsafelli að
Álftakrók á Amarvatnsheiði og síðan
í Fljótsdrög og að Hveravöllum. Það-
an yrði farið norður fyrir Hofsjökul
og í Bárðadal.
„Það er heilmikið umstang og
þarf mikla forsjálni til að koma svona
stórum hóp um óbyggðimar en þegar
allir leggjast á eitt gengur allt vel,“
sagði Einar Bollason að lokum í við-
tali við Morgunblaðið.
- Bernhard.
SKALLI
Náttúruleg
tíska
Skömmu fyrir skilnaðinn, Brenda, Nicole og Lionel.
ERFIÐLEIKAR
Lionel Richie
snýr taflinu við
Lionel Richie er með þekktari
popptónlistarmönnum síðasta
áratugar og þótt lengra væri seilst
aftur í tímann. Hin seinni misseri
hefur hins vegar lítið farið fyrir
honum. Þunglyndi hefur hijáð
kappann eftir því sem hann segir
sjálfur og tveir atburðir í lífi hans
urðu þess valdandi. Fyrst missti
hann föður sinn, sem hann segir
alla tíð hafa verið stoð sína og
styttu. Síðan kom skilnaðurinn við
eiginkonuna Brendu eftir 17 ára
hjónaband. Richie segist ekki hafa
gert sér grein fyrir vægi hennar í
lífi sínu fyrr en hann hafði misst
hana og á þar greinilega vel við
orðatiltækið „enginn veit hvað átt
hefur fyrr en misst hefur“.
Richie segist vera að jafna sig á
öllu saman og þess sé senn að
vænta að hann sendi frá sér breið-
skífu og verði þar á ferðinni gamli
góði Lionel Richie, en á sama tíma
mun vísari ,og þroskaðri Lionel Ric-
hie. „Það hlaut að koma að þessu.
Ég var með lög í efstu sætum vin-
sældarlista á hveiju ári í heilan
áratug, fékk ótal viðurkenningar
fyrir tónlist mína, m.a. Óskarsverð-
laun fyrir lagið „Say You, Say
Me“. Ég fór í endalaus hljómleika-
ferðalög og aldrei gengu þau betur
eða voru jafn skemmtileg og það
síðasta sem kennt var við „Dancing
on the Ceiling". En eftir það stóð
til að taka sér frí. Þá hafði ég ver-
ið að sleitulaust í 13 ár og var orð-
inn andlega þreyttur. Ég verð að
viðurkenna að all löngu áður en
Janet Jackson.
KOSSAR
Eyðnipróf
fyrst takk fyrir
Poppsöngfuglinn Janet Jackson,
litla systir Michaels Jackson,
er að reyna fyrir sér í kvikmyndum
um þessar mundir eins og svo marg-
ir aðrir kollegar hennar fyrr og síð-
ar. Kvikmyndin heitir „Poetic
Justice", eða „Ljóðrænt réttlæti" og
þar leikur hún m.a. á móti öðrum
tónlistarmanni, rapparanum Tupac
Shakur. í einu atriðinu kom upp
babb í bátinn. Persónur Jacksöns og
Shakurs fella hugi saman og á þau
var lagt að fallast í faðma og kyss-
ast djúpt og innilega.
Ekki gekk það áfallalaust, því
þegar hefja átti tökumar var Janet
orðin svo taugaóstyrk að hún neitaði
að kyssa Shakur nema að hann geng-
ist fyrst undir eyðnipróf. Svo einörð
var Jackson á skoðun sinni að hún
tók ekki í mál að kyssa piltinn. Var
Shakur þá spurður hvort hann vildi
gangast undir eyðnipróf svo að tökur
gætu haldið áfram. Shakur neitaði
alfarið að láta prófa sig og stóð þá
í miklu þrefí um hríð. Loks gafst
Jackson þó upp og lét sig hafa það
að kyssa óprófaðan rapparann. Svo
er Michael Jackson talinn skelfast
sjúkdóma.
GOLF
Sló tvær
flugur í....
Bretaprins hefur lengi
verið með golfdellu og herma
fregnir að dellan sú hafi ágerst til
mikilla muna eftir sambúðarslit
hans og hinnar umtöluðu Fergie.
Er nú svo komið, að vart líður
sá dagur, að Andrés sjáist
ekki á einhveijum golíVell-
inum. Stundum þó bara til
að taka örfáar holur, enda
í nógu að snúast hjá jafn
háttsettum prinsi.
Eitt er það sem kónga-
fólkið breska, einkum
yngri hópurinn, lætur sig
mjög varða og það eru
fjáraflanir af ýmsu tagi til
hjálpar þeim sem eru hjálp-
arþurfi. Andrés fékk frá-
bæra hugmynd á dögunum, um
hvernig hann gæti aflað f'jár til
ákveðinnar góðgerðarstofnunnar
og spilað golf um leið. Hann skaut
á golfmóti og fékk ýmsa fræga
menn og kylfinga til að skrá sig.
Skráningargjöldin runnu síðan nær
óskert til sjúkra barna. Mót þetta
var haldið á einum af frægustu
golfvöllum Skotlands.
Ekki fer sögum eða sögnum af
frammistöðu Ándrésar á mótinu,
en væntanlega hefur hann staðið
fyrir sínu, enda sagður orðinn
nokkuð sleipur í golfi.
Þarna hefur „púttið" greini-
lega lukkast.
Körfuknattleiksrisamir Michael
Jordan og Charles Barkley eru
forvígismennirnir að skallatískunni
sem nú tröllríður áhangendahópi
bandaríska NBA-körfuboltans. Samt
sem áður var ein stórstjarna körfu-
boltans fyrri til að rekja knöttinn um
allan völl án þess að vera með eitt
einasta stingandi strá á höfðinu. Það
var enginn annar en Kareem Abdul
Jabbar.
Jabbar, sem sestur er í helgan
" stein, var spurðu um þetta á dögun-
um og sagði hann það kynlegt að
skalli væri allt í einu mál málanna,
en hann hefði ekki fengið við neitt
ráðið, hann hefði misst hárið! „Mér
þótti reyndar svolítið gaman að því
að skera mig þannig úr og því fór
það nokkuð í taugamar á mér er
Michael Jordan fór að leika þetta
eftir mér. Það sauð loks upp úr árið
Kareem Abdul Jabbar.
1988 og þá steðjaði ég til hans eftir
leik og hreytti út úr mér, „hvað þy-
kistu vera að gera, apa eftir mér
hártískuna?" Hann varð þá nokkuð
kindarlegur og hvíslaði að hann réði
ekkert við það, hann væri farinn að
missa hárið!“
vrsA
343
VAKORT
Eftirlýst kort nr.:
4507 4100 0004 0072
4543 3718 0006 3233
ÖLL ERLEND KORT
SEM BYRJA Á:
4506 43** 4507 46**
4543 17** 4560 08**
4560 09** 4920 07**
4938 06** 4988 31**
4506 21**
Afgreiðslufólk vinsamlagast takið ofangreind
kort úr umferð og sendið VISA íslandi
sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000,-
fyrir a0 klófesta kort og visa á vágest.
UsJSi
Hðfðabakka 9 • 112 Reykjavlk
Sími 91-671700
VAKORTALISTI
Dags. 16.8.1993.NR. 136
5414 8300 2760 9204
5414 8300 1028 3108
5414 8300 0310 5102
5414 8300 1130 4218
5414 8300 1326 6118
5414 8300 2814 8103
5414 8300 3052 9100
5422 4129 7979 7650
5221 0010 9115 1423
Ofangreind kort eru vákort,
sem taka ber úr umferð.
VERÐLAUN kr. 5000.-
fyrirþann, sem nærkorti
og sendir sundurklippt til
Eurocards.
KREDITKORTHF.,
Ármúla 28,
108 Reykjavík,
sími 685499
Hestafólkið ásmat leiðangursstjóranum Einari Bollasyni.
Morgunblaðið/Bemhard Jóhanesson
ísland skoðað á hestbaki
Það var glaður hópur hestafólks ingamiðstöðinni á Sigmundarstöðum
sem lagði upp í ferð frá Sig- sem standa að ferðinni sem farin
mundarstöðum í Hálsasveit. Það eru verður frá Hellissandi að Hellu á
íshestar og tamningafólk frá Tamn- Melrakkasléttu.