Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1993
32. þing Sambands ungra sjálfstæðismanna haldið á Suðurlandi um helgina
Einróma áhersla
á einkavæðingn
rí kisfyrirtækj a
GUÐLAUGUR Þór Þórðarson var sl. sunnudag kosinn formaður
Sambands ungra sjálfstæðismanna og sigraði þar með mótframbjóð-
anda sinn Jónas Fr. Jónsson lögfræðing. Nokkuð mjótt var á munun-
um því Guðlaugur fékk 233 atkvæði en Jónas fékk 206 atkvæði.
AIls greiddu 439 þingfulltrúar atkvæði og skilaði enginn auðu. Þeg-
ar úrslit lágu fyrir lögðu báðir frambjóðendur áherslu á að fram
næðust sættir innan SUS. I Ijósi þess vakti athygli að stuðningsmenn
Jónasar sem voru i framboði til stjórnar SUS drógu flestir framboð
sín til baka og sjálfkjörið var í stjórn úr öllum kjördæmum nema
einu. I málefnastarfi og ályktunum þingsins var mikil áhersla lögð
á einkavæðingu ríkisstofnana og fyrirtækja og í stjórnmálaályktun
var lagt til að samþykkt yrði heildstæð einkavæðingarlöggjöf á Al-
þingi þar sem stjórnvöld fengju víðtækar heimildir til einkavæðing-
ar. Fram kom að ungir sjálfstæðismenn styðja aflamarksleið í sjávar-
útvegi og þeir hafna hugmyndum um veiðileyfagjald. Hvatt er til
aukins frelsis í viðskiptum í landbúnaðarmálum jafnframt því sem
aflétta þarf oki rikisafskipta af greininni.
í grunnskólum, jafnframt því sem
námskröfur og markmið á að ein-
falda eins og hægt er. Komið skal
á víðtæku gæðamatskerfi er nái til
allra skóla og kennara. Kerfi verk-
menntunar þarf að endurskoða með
það fyrir augum að gera það betur
hæft til að mæta kröfum atvinnu-
lífsins og gera verknám að áhuga-
verðari valkosti í augum fólks.
• SUS vill að ríkisútvarpið, þar
með talið sjónvarpið, verði selt. Það
verði gert með því að stofna hlutafé-
lag um fyrirtækið og bjóða almenn-
ingi hlutabréf í því til kaups.“
Sambandsþingið er hið fjölmenn-
asta frá upphafí og fór það annars
vegar fram í Hverajgerði og hins
vegar á Selfossi. Á laugardags-
morgun hófust nefndarstörf og á
grundvelli starfa þeirra nefnda voru
samþykktar fjölmargar ályktanir.
Það sem einna helst vakti athygli
í þeim ályktunum var hversu al-
menn áhersla var lögð á einkavæð-
ingu ríkisfyrirtækja og stofnana,
enda var yfirskrift þingsins „Úr
viðjum ríkisafskipta". I stjóm-
málaályktun þingsins sagði m.a. að
þrátt fyrir ytri áföll hefði ríkis-
stjórninni tekist að ná fram mikil-
vægum stefnumiðum sjálfstæðis-
manna, m.a. í einkavæðingu, raun-
verulegri lækkun ríkisútgjalda og
umbyltingu réttarkerfisins. Nokkur
helstu atriði ályktunarinnar eru eft-
irfarandi:
• „Það er mjög mikilvægt að
þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífmu
séu þau sjónarrnið í hávegum höfð
að efnahagslægð verður ekki snúið
við með ríkisafskiptum. Ríkið mun
aldrei skapa verðmæti. Veita verður
einstaklingum og fyrirtækjum
þeirra aukið svigúm til athafna því
þar verða verðmætin til og atvinnu-
tækifærin.
• Mikilvægt er að áfram verði
haldið í einkavæðingu ríkisfyrir-
tækja og lögð verði áhersla á einka-
væðingu ríkisbankanna. Þá leggur
sambandsþing SUS til að samþykkt
verði heildstæð einkavæðingarlög-
gjöf á Alþingi, þar sem stjómvöld
fái víðtækar heimildir til einkavæð-
veiða sem hagkvæmast magn með
sem minnstum tilkostnaði og
vemda fiskistofnana. Hugmyndum
um veiðileyfagjald er hafnað.
• I umhverfísmálum leggja ung-
ir sjálfstæðismenn áherslu á að efla
ábyrgð einstaklinga á umhverfi
sínu. Lög um umhverfisvernd ættu
í ríkari mæli að mæla fyrir um
skaðabótaábyrgð vegna mengunar-
tjóns og á þá almennu reglu að sá
sem spilli umhverfinu bæti þann
kostnað sem af því hlýst.
• SUS leggur áherslu á að með
sameiningu sveitarfélaga má ná
fram mikilli hagræðingu. Með sam-
einingu eykst hæfí byggðakjarn-
anna, „vaxtarsvæðanna", til að tak-
ast á við verkefni frá ríkinu. Áherslu
ber að leggja á að sameiningunni
verði ekki komið á með valdboði
heldur ráði vilji íbúanna.
•Móta þarf heildarstefnu í
rekstri heilbrigðiskerfís íslendinga.
Lyfsala, framleiðsla og innflutning-
ur á lyfjum á að vera heimill ein-
staklingum og félögum að uppfyllt-
um skilyrðum.
• Leggja ber aukna áherslu á
stærðfræði, íslensku og tungumál
Fylgst með niðurstöðum
JONAS Friðrik Jónsson hlýðir á úrslit kosninganna í hópi stuðnings-
manna sinna en hann beið lægri hlut í formannskosningunni.
Sigri fagnað
GUÐLAUGUR Þór Þórðarson fagnar kjöri í hópi stuðningsmanna sinna en hann fékk 53% atkvæða.
Guðlaugur Þór Þórðarson kjörinn formaður SUS í tvísýnni kosningn
Jöfn og hörð kosningabarátta
frambjóðendanna tveggja
KOSNINGABARÁTTAN á milli frambjóðendanna tveggja er talin
ein sú harðasta í manna minnum innan SUS. Mikil spenna ríkti á
meðan á þinghaldi stóð enda var Ijóst að hvorugur frambjóðenda
hefði mikinn meirihluta atkvæða. Starfandi formaður, Guðlaugur
Þór Þórðarson, bar sigur úr býtum og fékk 53% atkvæða en mótfram-
bjóðandinn, Jónas Friðrik Jónsson, fékk 47% atkvæða. Eftir að úr-
slit lágu fyrir lögðu þeir báðir áherslu á að styrkja yrði hreyfing-
una og að þau sár sem komið hefðu í kosningabaráttunni yrðu grædd.
íngar.
• Taka þarf ríkisreksturinn í
heild til endurskoðunar. Með það
að markmiði að hallalausum fjár-
lögum verði náð með lækkun ríkis-
útgjalda. Óþarfa ríkisstofnanir á að
leggja niður og færa rekstur opin-
berra stofnana í nútímalegra horf
með aukinni ábyrgð og sjálfstæði
þeirra.
•Fjármagnsflutninga milli
landa á að gefa fijálsa strax og
láfa gengi íslensku krónunnar ráð-
ast á frjálsum markaði.
•SUS fagnar þátttöku íslands
í Evrópska efnahagssvæðinu og
leggur áherslu á að Islendingar
verði ekki viðskila við frekari fram-
þróun á þeim vettvangi.
• Ungir sjálfstæðismenn hvetja
til aukins frelsis í viðskiptum með
landbúnaðarvörur, jafnframt því
sem tryggja þarf jafnræði einstakra
búgreina og aflétta oki ríkisafskipta
af greininni. Er mikilvægt að bú-
vöruframleiðendur noti aðlögunar-
tímann framundan vel til að búa
sig undir breyttar aðstæður.
• Ungir sjálfstæðismenn telja að
aflamarksleiðin með fijálsu fram-
sali veiðiheimilda sé raunhæfasta
leiðin til að ná markmiðum um að
Um hvernig fylkingar innan SUS
skiptust vegna formannskjörs hafa
komið fram ýmsar kenningar. M.a.
hefur komið fram sú kenning að
önnur fylkingin styddi Davíð Odds-
son og hin Þorstein Pálsson. Ungir
sjálfstæðismenn vísa þessu alfarið
á bug og ef litið er á hveijir voru
helstu stuðningsmenn formanns-
frambjóðendanna tveggja má sjá
að í báðum fylkingum voru menn
sem opinberlega hafa stutt Davíð
Oddsson og það sama má segja um
menn sem opinberlega hafa stutt
Þorstein Pálsson.
Landsbyggð — Reykjavík?
Jafnframt hefur komið upp sú
kenning að landsbyggðarmenn hafi
stutt Guðlaug Þór til formanns en
félagar af höfuðborgarsvæðinu Jón-
as Priðrik. Vafalaust má segja að
Jónas hafi notið meiri stuðnings
innan Heimdallar og Guðlaugur
hafí notið meiri stuðnings af lands-
byggðinni, en skiptingin er alls ekki
hrein og klár. Guðlaugur sótti einn-
ig fylgi til Reykjavíkur og ná-
grannabyggða og Jónas sótti jafn-
framt eitthvað fylgi út á land.
Ekki klofningur
Eftir að úrslit.kosninganna lágu
fyrir flutti Guðlaugur ræðu þar sem
hann sagði m.a. að baráttan hefði
verið hörð „eins og oft áður þegar
við ungir sjálfstæðismenn tökumst
á“.
í viðtali við Morgunblaðið sagðist
Guðlaugur líta svo á að menn hefðu
metið þau störf sem hann hefði
unnið í þágu hreyfingarinnar, „mér
þykir vænt um það og er ánægður
með það“.
— Nú var kosningabaráttan hörð
og harðari en oft áður. Verður ein-
ing innan SUS eftir þessa miklu
kosningabaráttu?
„Það verður fyrst og fremst verk-
efni mitt og þeirra sem eru í for-
ystu SUS, þá á ég jafnt við mína
stuðningsmenn og stuðningsmenn
Jónasar, að reyna að halda þessari
sterku og öflugu hreyfíngu saman.
Ég hef enga trú á að það verði
klofnipgur. Þó að við deilum ein-
staka sinnum um menn og málefni
eru þeir hlutir sem við stöndum
fyrir miklu merkilegri."
Áfram í SUS
Eftir að úrslit lágu fyrir byijaði
Jónas Fr. Jónsson á því að óska
Guðlaugi Þór til hamingju með kjör-
ið og þakka stuðningsmönnum sín-
um.
Jónas Friðrik sagðist í viðtali við
Morgunblaðið vona að kosningabar-
áttan hefði orðið til að styrkja
hreyfinguna. „Það eru sömu hug-
sjónir sem sameina okkur. Að mínu
mati er í lagi að menn takist á um
embætti ef þeim ber gæfa til að
sameinast á nýjan leik og láta hug-
sjónir og markmið ráða.“ Hann
sagðist ekki trúa öðru en SUS
Væri heilt eftir kosningabaráttuna.
„Það er auðvitað hlutverk þeirra
sem kosnir eru til forystustarfa að
græða sárin og bera klæði á vopn-
in. Ég held að þrátt fyrir harða
kosningabaráttu skynji menn að ef
þeir ætla inn í tvennar kosningar
verði þeir að vinna saman."
Jónas Fr. sagðist að sjálfsögðu
ætla að starfa áfram innan SUS
þrátt fyrir að hafa tapað í formanns-
kjörinu. „Þegar menn fara í framboð
gera þeir sér grein fyrir því að þeir
geta tapað líka.“ ÁHB