Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1993
25
Sjávarútvegsráðherra um lögfræðiálit Gunnárs G. Schram
Knnnugleg túlkun úthafs-
veiðiríkjanna á þjóðarrétti
Veiðibann með reglugerð ekki lengur til skoðunar
ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að veiðar
íslenskra togara í smugunni í Barentshafi verði af sinni hálfu
ekki á dagskrá fundar ríkisstjórnarinnar í dag. Málið sé nú
til umfjöllunar á vettvangi utanríkisráðherra þjóðanna og
verði þá rætt að frumkvæði utanríkisráðherra. Hann segir
að útgáfa reglugerðar sem banni þessar veiðar sé ekki leng-
ur til skoðunar, slíkt komi ekki til greina eftir yfirlýsingar
utanríkisráðherra og forsætisráðherra í Morgunblaðinu á
laugardag, sem byggi á því áliti Gunnars G. Schram lögfræði-
prófessors að íslensk skip eigi rétt til þessarra veiða. Sjáv-
arútvegsráðherra segir að kunnugleg túikun úthafsveiðiríkj-
anna á þjóðarrétti komi fram í lögfræðiálitinu.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
undi í Þingholti í gær að viðstödd-
dn Hannibalssyni fyrir miðri mynd.
3 Jóni Baldvin
heim-
reiðar
telja eðlilegt að leitað yrði að laga-
heimildum til að takmarka, stýra eða
jafnvel banna veiðar íslensku skip-
anna en lagði jafnframt áherslu á
að íslendingar hefðu réttinn sín
megin. Spurningin snérist um hvort
íslendingar vildu, fyrir sakir góðs
samstarfs, fallast á pólitíska lausn.
En þá væri eðlilegt að fram kæmi
tillögur frá Norðmönnum, sem væru
strandríkið í þessu tilfelli. „Frum-
kvæðið að pólitískri lausn ætti að
koma frá strandríkinu," sagði Jón
Baldvin“
Á vegum sjávarútvegsráðuneyt-
isins var í síðustu viku unnið að
undirbúningi reglugerðar til að
koma í veg fyrir veiðar íslenskra
skipa á umdeilda svæðinu í Bar-
entshafí og ætlaði sjávarútvegsráð-
herra að leggja málið fyrir ríkis-
stjórnarfund í dag. Aftur á móti
kom það fram hjá utanríkis- og
forsætisráðherra í Morgunblaðinu
síðastliðinn laugardag að slíkt veiði-
bann stæðist hvorki íslensk lög né
þjóðarrétt eða væri að minnsta kosti
mjög hæpið.
Á vettvangi utanríkisráðherra
„Það liggur fyrir lögfræðiálit
Gunnars G. Schram þar sem túlkun
úthafsveiðiríkjanna á þjóðarrétti
kemur fram. Það eru ekkert ókunn-
ug sjónarmið," sagði Þorsteinn í
gær þegar leitað var álits hans á
stöðu málsins í þessu Ijósi. Hann
sagði að Norðmenn hefðu nú tekið
málið upp á vettvangi utanríkisráð-
herranna og myndi utanríkisráð-
herra væntanlega gera ríkisstjórn-
inni grein fyrir stöðu málsins á
fundi hennar í í dag.
„Þjóðarrétturinn er í mótun og
getur verið erfitt að halda því fram
að hann sé nákvæmlega á einn veg
í bréfí Norges Fiskarlag segir
að upplýsingar um að fjöldi ís-
lenskra skipa sé á leiðinni í svokall-
aða smugu til veiða úr þorskstofnin-
um í Barentshafí hafí vakið upp
sterk viðbrögð hjá norskum sjó-
mönnum. Bent er á að Norðmenn
og Rússar stjórni veiðum úr þorsk-
stofninum í sameiningu og veiðarn-
ar séu nú kvótabundnar. Kvóta sé
úthlutað árlega til þeirra ríkja sem
hafi sögulegan rétt til veiða á svæð-
inu. Fram kemur að Norges Fiskar-
lag telur það óþolandi að ríki sem
ekki hefur slík réttindi taki sér þau
á þessu viðkvæma svæði og grafí
þannig undan stjómun fiskistofns-
ins.
Neikvæð áhrif á samvinnu
Norsku samtökin segjast skilja
en ekki annan. En okkar sjónarmið
fram að þessu hafa byggt á því að
við höfum verið talsmenn róttækrar
kröfugerðar fyrir strandríkin og
túlkað þann málstað," sagði Þor-
steinn þegar hann var spurður hvort
hann væri ósammála lögfræðiálit-
inu og fullyrðingum sem á því eru
byggðar.
Varðandi stöðu málsins og deilur
við Norðmenn sagði Þorsteinn að
það skipti miklu máli að hafa áfram
gott samstarf við Norðmenn og
sagðist vona að hægt yrði að fínna
lausn á málinu á þeim vettvangi
sem það væri nú á, það er hjá utan-
ríkisráðherrunum. Hins vegar væri
málið stórt og ekkert útilokað að
það þyrfti að koma til kasta forsæt-
isráðherra þjóðanna.
vanda íslenskra sjómanna vegna
minnkandi veiða. Þeir minna á að
þetta séu sömu vandamál og norsk-
ir sjómenn hafí mátt búa við síðast-
liðin fímm til sex ár á meðan stofn-
anir voru byggðir upp að nýju með
ströngum kvótum. Norskir sjómenn
gætu ekki sætt sig við að erlendir
sjómenn eyðilegðu það sem þeir
hefðu lagt af mörkum við uppbygg-
inguna.
Norges Fiskarlag höfðar til syst-
ursamtaka sinna á íslandi og biður
þau að beita sér fyrir því að skipin
sem eru á leið í smuguna hefji þar
ekki veiðar. í lok bréfsins kemur
fram það álit að ef íslensku sjppin
hefji veiðar þama muni það hafa
neikvæð áhrif á áframhaldandi
samvinnu landanna í sjávarútvegs-
málum.
Ekki hægt að taka réttinn
Sjávarútvegsráðherra sagði, þeg-
ar hann var spurður hvort til greina^
kæmi að banna veiðarnar með
bráðabirgðalögum, að utanríkisráð-
herra og forsætisráðherra hefðu lýst
því yfír í Morgunblaðinu síðastliðinn
laugardag og byggðu það á lögfræð-
iáliti Gunnars G. Schram, að íslensk
skip ættu þennan rétt. Það þýddi
að Noregur ætti engan rétt í þessu
efni þó hann væri strandríki og
þorskstofninn að stærstum hluta
innan lögsögu landsins og og Rúss-
lands. „Sá réttur verður ekki tekinn
af íslenskum skipum eftir að hann
hefur verið viðurkenndur með þess-
um hætti,“ sagði Þorsteinn. Hann
sagði jafnframt að útgáfa reglugerð-
ar til að koma í veg fyrir veiðarnar
kæmi ekki til skoðunar eftir þessa
þróun málsins.
Málið hjá sljórnvöldum
Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ,
sagði í gær að málið yrði skoðað í
samstarfi við þau samtök innan ASÍ
sem málið varðaði. Bjóst hann við
að forystumenn Sjómannasam-
bands íslands og Verkamannasam-
bands íslands kæmu í dag á fund
forystumanna ASÍ vegna þessa
bréfs. Því yrði síðan svarað. Að-
spurður sagðist hann ekki sjá að
ASÍ hefði mikla möguleika til að
stöðva veiðarnar, skipin færu til
þessarra veiða samkvæmt ákvörð-
unum útgerðarmanna þeirra.
Jónas Haraldsson, skrifstofu—
stjóri LÍÚ, sagði að Norðmenn
væru með þessu bréfí að höfða til
félaga sinna á íslandi og sæi hann
ekkert athugavert við það. Að-
spurður um möguleika LÍÚ að
vercia við erindinu sagði hann að
LÍÚ segði félagsmönnum sínum
ekki fyrir verkum en gæti reynt
að hafa áhrif á þá. Benti Jónas á
að hann hefði gert það sem í hans
valdi stóð til að reyna að koma í
veg fyrir að málin færu í þá flækju
sem þau væru nú komin í. En skip-
in væru nú farin af stað og málið
komið til umfjöllunar hjá stjómvöld-
um ríkjanna.
íslendingar á veiðum í Barentshafi 1930
Afli togara var
tæp 8.000 tonn
árabilið 1950-51
ÍSLENSKIR togarar stunduðu veiðar í Barentshafi á árunum í kring-
um seinni heimsstyijöldina og mestur varð afli þeirra árið 1950 er
hann nam 5.000 tonnum af þorski. Arið eftir eða 1951 varð þorskafl-
inn tæp 3.000 tonn og var fiskurinn ýmist verkaður í salt eða ísaður
um borð. Að sögn Þóris Guðmundssonar fulltrúa hjá Fiskifélagi Is-
lands eru heimildir um að fyrstu íslensku togararnir sem stunduðu
veiðar í Barentshafi, í grennd við Bjarnarey, hafi verið þar árið 1930.
Samtök norska sjávarútvegsins skrifa LÍÚ o g ASÍ
Samtökin beiti sér gegn
þorskveiðum í Smugunni
NORGES Fiskarlag, heildarsamtök norska sjávarútvegsins,
hafa sent Landssambandi íslenskra útvegsmanna og Alþýðusam-
bandi íslands bréf þar sem þau biðja íslensku samtökin að
beita sér fyrir því að íslensku togararnir hefji ekki veiðar í
„smugunni“, það er á alþjóðlega hafsvæðinu milli fiskveiðilög-
sögu Noregs, Rússlands og fiskverndarsvæðis Norðmanna við
Svalbarða. Formaður ASÍ segist ekki sjá að ASÍ hefði mikla
möguleika til að stöðva veiðarnar og skrifstofustjóri LIU bend-
ir á að málið sé komið til umfjöllunar stjórnvalda ríkjanna.
Að rætast úr sjókortavandamálinu af Barentshafi
Kortalaus skip ekki haffær
FORSTÖÐUMAÐUR Sjómælinga íslands segir að skip sé ekki haf-
fært nema það hafi fullgilt sjókort af því svæði sem það siglir yfir
eða veiðir á. Lítið hefur verið til af góðum sjókortum af smugunni
í Barentshafi og telur forstöðumaður Sjómælinganna að sumir tog-
ararnir hafi farið af stað án þeirra. Þessa dagana er að rætast úr
kortavandamálinu.
Þórir segir að það hafi verið togar-
amir Garðar og Hannes ráðherra
sem fóru sinn túrinn hvor til Bjarnar-
eyjar árið 1930 og árið eftir hafí
annar þeirra farið aftur á þessar
slóðir. Hins vegar hefur Þórir ekki
upplýsingar um afla þessara togara
og segir raunar að erfitt sé að finna
þær. Aftur á móti er vitað að Garðar
sigldi aftur norður 1934 og verkaði
þá þorskinn í salt. Fyrir stríðið eru
síðan heimildir um að síðast árið
1938 hafí íslenskur togari siglt til
veiða í Barentshafi.
Mest 5.000 tonn
Eftir að stríðinu lauk fór togarinn
Júpiter í tvær veiðiferðir í Barentshaf
árið 1945 og Venus fór fjórar ferðir
árið eftir auk þess að Júpiter fór þijár
ferðir og togarinn Jón forseti tvær.
Næst er vitað um veiðar íslendinga
á þessum slóðum árið 1947 er togar-
inn Egill rauði fór eina ísfiskferð.
Árin 1950 og 1951 náðu veiðar
íslendinga í Barentshafi hámarki er
nokkrir togarar stunduðu þær reglu-
lega, þeirra á meðal Akurey og Jón
forseti. Nam afli þeirra 5.000 tonn-
um árið 1950 og tæpum 3.000 tonn-
um árið eftir. Næstu ár á eftir dró
mjög úr þessum veiðum en vitað er
að Þorkell Máni fór eina ferð 1954,
Goðanesið fór eina ferð 1956 og
Skúli Magnússon fór eina ferð 1959.
Frá þeim tíma hafa íslenskir togarar
ekki stundað þorskveiðar í Barents-
hafí þar til nú.
Þórir Guðmundsson segir að auk
þessara veiða megi geta þess að
nokkur íslensk loðnuskip fóru til
veiða í Barentshafi árið 1975 og nam
afli þeirra þá um 24.000 tonnum en
þessum afla var landað um borð i
verksmiðjuskipið Nord Global sem
staðsett var á miðunum.
Róbert Dan Jensson, forstöðu-
maður Sjómælinga, sagði að íslensk
skip hefðu hingað til lítið farið í
Barentshafið og því hefði verið lítið
til af nákvæmum kortum þegar
skriðan fór af stað. Það tæki hins
vegar ekki langan tíma til að fá
þessi kort til landsins og væru þau
að berast þessa dagana. Hann sagð-
ist hafa heyrt að sjómennirnir væru
með yfírsiglingakort sem ekki væru
fullnægjandi fyrir veiðarnar og síð-
an væru þeir með afrit af kortum
og sendu kort milli sín með bréfsím-
um.
Róbert sagðist vita dæmi þess
að skip hefðu verið kyrrsett í er-
lendum höfnum þar til skipstjórarn-
ir hefðu náð sér í fullgild sjókort.
Úr rætist
Bjami Gíslason hjá Áttavitaþjón-
ustunni sagði að nú væri að rætast
úr kortavandamálunum. Hann vildi
þó ekki gera mikið úr vandamálum
þeirra sem famir væm af stað.
Þeir hefðu örugglega einhver kort,
til dæmis þýsk eða bresk kort sem
til hefðu verið, þó þau norsku hefðu
verið af skomum skammti. Menn
gætu síðan fært landhelgislínurnar
inn á þau eftir gmnnlínupunktum.'