Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1993 45 Sannleikanum mikið snúið Frá Jens Ingólfssyni: MÉR ÞYKIR líklegt að fleiri en ég hafl dáðst að frækilegri baráttu Helga Jónssonar og fjölskyldu hans við að endurféisa flugrekstur Óðins Air og ég trúi að flestum þeim sem kynnst hafa Helga á tæplega 30 ára flugrekstrarferli hans hafí þótt eitthvað meira en lítið bogið við ummæli Skúla Jóns Sigurðssonar í bréfi til samgöngu- ráðherra sem birt var í Morgun- blaðinu 12. ágúst. Menn hafí frem- ur kynnst Helga sem traustum og óvenju færum flugmanni en þeim hirðulausa skussa og jafnvel stór- glæpamanni sem Skúli er að segja frá. Mér hefur oft fundist vegið harkalega að Helga Jónssyni en þessi síðasta atlaga Skúla finnst mér svo forkastanleg að ég fínn mig tilknúinn að leggja orð í belg því ég veit af eigin reynslu að þarna er sannleikanum mikið snú- ið. Fyrir nokkrum árum starfaði ég hjá nýstofnuðu Útflutningsráði ís- lands og átti þá kost á að kynnast fjölda embættisma'nna og ráðheira í Færeyjum og Grænlandi. Ég heyrði þá fyrst af Helga Jónssyni og varð þess áskynja að þessir menn höfðu mikið álit á Helga og þótti mikið til um brautryðjenda- starf hans og reynslu í flugi á þessum norðlægu slóðum. í þess- um löndum sem og hér á landi þótti sjálfsagt að leita til Leigu- flugs Helga Jónssonar þegar mikið lá við. Seinna lærði ég að fljúga hjá flugskóla Helga og varð síðan markaðsstjóri Odin Air um tveggja ára skeið á miklum uppgangstíma flugfélagsins. Þá kynntist ég þess- um ágæta flugmanni vel sem og öllum starfsaðferðum í þessu litla en ört vaxandi flugfélagi. Helgi hafði þá verið í farsælum flug- rekstri í næstum aldarfjórðung, byggt upp vaxandi leiguflug og hafði þá um nokkurra ára skeið verið fyrstur manna með fast áætl- unarflug til Kulusuk á austur- strönd Grænlands. Ég fylgdist með því hvernig flugmennirnir undirbjuggu flugið til Grænlands. Snemma að morgni var komið með veðurkortin frá Veðurstofunni og fram að áætluð- um brottfarartíma um hádegi var stöðugt verið að fylgjast með veðurskeytum á telex-tækinu og rýnt í sjónvarpsskjáinn þar sem háloftamyndir bárust beint frá gervihnöttum yfir Grænlandi og Islandi. Odin Air var eina flugfé- lagið hér á landi sem hafði yfir slíkum búnaði að ráða og ósjaldan komu flugmenn annarra flugfé- laga til að fá að líta á veðrið. Aldr- ei nokkum tíma varð ég var við svokallaða „harðfylgi HJ/Odin Air“ og varð þvert á móti oft nokk- uð súr yflr því sem markaðsstjóri þegar Helgi frestaði flugi eða af- lýsti vegna veðurs og ég missti jafnvel heilu túristahópana í Kulu- sukferð einhvers kollega sem virt- ist lítast betur á veðurhorfurnar. Þessi ár sem ég var hjá Odin Air var mikil aukning farþega og það var því mikil gleði þegar afráð- ið var að skipta út þessum tveimur níu farþega Mitsubishi-skrúfuþot- um sem flugfélagið hafði yfír að ráða og hver af annarri komu þrjár glæsilegar 18 farþega Jetstream- skrúfuþotur í staðinn inn í rekstur- inn. Verst þótti mér að fá þær ekki allar strax því ekki veitti af til að anna flutningunum en Helgi lét hveija þessara véla í mikla skoðun og setti í þær ný og full- VELVAKANDI FYRIRSPURN TIL GATNAMÁLA- STJÓRA GANGSTÍGUR sá sem lagður hefur verið með sjónum frá Ægisíðu og Skeijafirði er til fyr- irmyndar og verður ömgglega mikið notaður í framtíðinni íbú- um borgarinnar til yndis og ánægju. Sá ljóður er þó á að stígur þessi liggur mjög nærri nokkrum húsum t.d. í Skeija- fírði. Ég hefí orðið vitni að kapp- akstri unglinga á reiðhjólum á stíg þessum og það sem enn verra er kappakstri skellinaðra með tilheyrandi hávaða. Er stíg- urinn gerður fyrir reiðhjól og skellinöðrur eða einungis fyrir gangandi fólk? Engin skilti eru enn sjáanleg um notkun stígsins. Er ekki nauðsynlegt að reglur. verði settar um notkun stígsins? íbúi í Skeijafirði BÓKIN ÍSLENSK ÞJÓÐLÖG SÆNSKUR áhugamaður um þjóðlega tónlist sækist eftir bók Bjama Þorsteinssonar um ís- lensk þjóðlög og vill feginn kaupa hana. Bernt Olsson, Landsvágsgatan 19, S 64032 Malmköping Svíþjóð. TAPAÐ/FUNDIÐ Úr fannst GYLLT úr með gylltri fínlegri keðju fannst í Brautarholti fyrir u.þ.b. þremur vikum. Upplýs- ingar í síma 38489. Leðurhanskar fundust HVÍTIR leðurhanskar fundust í Skóhöllinni í Hafnarfirði sl. fímmtudag. Upplýsingar gefur Anna í síma 641659. Myndavél tapaðist OLYMPUS OM-20 myndavél tapaðist á Fjallabaksleið syðri við vaðið á Markarfljóti eða á leiðinni þaðan í Krókagil. Skilvís fínnandi vinsamlega hringi í síma 74714. Kventaska týndist BRÚN kventaska tapaðist ann- að hvort fýrir framan Tollhúsið í Tryggvagötu eða annars staðar í miðbænum sl. mánudag. Task- an líkist stóru brúnu umslagi. Upplýsingar í síma 643909. Fundarlaun. Gleraugu fundust FREMUR lítil sjóngleraugu í gylltri og svartri umgjörð fund- ust á Grandagarði skammt frá Slysavamahúsinu. Upplýsingar í síma 685271. Týnt hjól GRÁTT, svart og fjóliiblátt stúlkureiðhjól hvarf frá Víðimel fyrir nokkram dögum. Hafi ein- hver orðið var við þetta hjól er hann vinsamlega beðinn að láta vita í síma 22418. GÆLUDÝR Hvolpar SKOSK-ÍSLENSKIR hvolpar óska eftir góðu heimili. Upplýs- ingar í síma 682489. komin loftsiglinga- og öryggis- tæki, svo annað eins hafði ekki sést í íslenskri flugvél. Sem flugdellumaður gæti ég þreytt lesendur á langri upptaln- ingu á kostum þessara Jetstream- skrúfuþotna en svo málið sé ein- faldað er best að vitna í orð gamal- reynds bandarísks ferjuflugmanns sem kom hér reglulega, að þessar vélar hefðu yfírburða flughæfni á þessari flugleið og vegna þess að þær voru „mældar niður“, líkt og þekkist vel á fiskiskipum, hefðu þær flugþol og burðargetu langt umfram þau hleðslutakmörk sem miðað var við og rækilega var far- ið eftir, markaðsstjóranum aftur til mikillar gremju. Ég skil ekki hvað býr að baki þessum ummælum Skúla Jóns Sig- urðssonar en ég vona að sam- gönguráðherra láti rannsaka þessi mál vandlega og ég er fullviss um að þar hefur Helgi Jónsson ekkert að óttast. JENS INGÓLFSSON, Garðastræti 6, Reykjavík Pennavinir Frá Ghana skrifar 25 ára kona með áhuga á sundi, ljósmyndun, tónlists, póstkortum, ferðalögum o.fl.: Margaret Moses, P.O. Box 49, Oguaa Capital, Ghana. LEIÐRÉTTINGAR Markastofnar, ekki markaðs- stofnar I samtali við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur alþingismann í laugar- dagsblaði kom fram að íslendingar hefðu, í umræðum um alþjóðlega fískveiðistjórnun, lagt áherzlu á að koma á kvótum með svæðisbund- inni samvinnu og tryggja rétt strandríkja til „markaðsstofna". Þama átti að standa markastofna, en þar er átt við fiskistofna, sem ganga um lögsögumörk ríkja. Rangt föðurnafn Á baksíðu laugardagsblaðsins birtist mynd af stúlku, sem hvíldist með hesti sínum. í myndatexta var rangt farið með föðumafn stúlk- unnar. Hún heitir Sigrún Svein- bjömsdóttir. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Rangfeðruð Beðið var um leiðréttingu á minn- ingargrein sem birtist sl. sunnudag um Kristján Árnason sem Kristín og Pétur skrifa undir. Talað er um að Gíslína hafi átt dóttur, Hrefnu Björnsdóttur. Hið rétta er: „Hrefni Birgittu Bjamadóttur sem ólst upj hjá þeim og er gift Birni Halldórs syni.“ VINNINGAR FJOLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5al5 0 2.312.270 o Pius,n 4. 4af5^ P 200.813 3. 4 af 5 82 8.448 4. 3af5 2.860 565 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.022.532 kr. UPPLÝsiNGARSíMS\Mfli91 -681511 lukkulIna991002 SIGUNGASKOUNN Námskeið til 30 RÚMLESTA RÉTTINDA hefst mánudaginn 23. ágúst og lýkur 18. október. Kennt er á mánudögum og miðvikudögum kl. 19.00-23.00. Kennsluefni: Siglingafræði, siglinga- reglur, stöðugleiki skipa, siglingatæki, vélin í bátnum, veðrið og veðurspár, skyndihjálp, björgunar- og öryggisbúnaður (Slysavarnaskóli sjómanna). Námskeið til HAFSIGLINGA Á SKÚTUM (Yachtmaster Offshore) hefst þriðjudaginn 24. ágúst og lýkur 19. október. Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19.00-23.00. Undanfari 30 rúmlesta próf (pungapróf). Kennsluefni: Siglingafræði, sjómennska og veðurfræði. Upplýsingar í símum 689885 og 673092. SIGUNGASKÓUNN Lágmúia7 - meölimurr í Alþjóöasambandi siglingaskóla (ISSA) VISA Síðustu dagar útsölunnar Ioppskórinn VELTUSUNDI • SÍMI: 21212

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.