Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1993
13
Verðtrygging skuld-
bindinga riðar til falls
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem minntust
mín á 85 ára afmœli minu þann 9. ágúst sl.
Lifið heil.
Þórarinn B.H. Pjeturss.
eftir Eggert
Haukdal
Það vakti athygli, að dr. Jóhannes
Nordal telur nú verðtryggingu fjár-
skuldbindinga til vandræða. Þetta
kom fram í Morgunblaðsviðtali, sem
Agnes Bragadóttir átti við hann,
þegar hann lét af Seðlabankastjórn
í lok júní. Tæpum mánuði síðar
(22.7.) sagði Sigurður B. Stefánsson,
framkvæmdastjóri VÍB, í sama blaði,
að verðtryggingin veitti falskt ör-
yggi. Báðar yfirlýsingar eru vissu-
lega orð að sönnu - og reyndar fyr-
ir löngu tímabær orðin. Almennur
vilji er meðal landsmanna fyrir því,
að verðtryggingin skuli afnumin. Það
eru ánægjuleg tíðindi fyrir mig, því
að ég hefí flutt frumvarp þessa efnis
á Alþingi í mörg ár.
Sú skriða vaxtahækkana, sem
gengið hefír yfir síðustu vikurnar,
mun hafa rumskað við ráðamönnum
í peningamálum. Markaðsvextir hafa
verið lækkandi um margra mánaða
skeið - og lækka enn. I sama mund
rjúka bankar og sparisjóðir til og
hækka útlánsvexti verulega. Gengur
þvert á hina yfirlýstu stefnu þeirra,
að bankavextir eigi að fylgja mark-
aðsvöxtum. íslandsbanki bítur svo
höfuðið af skömminni með nýrri við-
bótarhækkun 5 prósentustiga. Ríkis-
bankamir fylgja á eftir. Vaxtahækk-
anir fara beint út í verðlagið og eru
erfiðari atvinnurekstrinum en sam-
bærilegar launahækkanir, eins og
skuldabyrðin er nú orðin. Sú viðbára
Vals Valssonar, að vextir muni brátt
lækka aftur, er alveg út í bláinn.
Enn skoplegri er sá fyrirsláttur, að
verið sé að jafna verðtryggingu út-
lána og innlána. Engin frambærileg
skýring á hækkunum er fyrir hendi
önnur en sú, að reynt sé að ná fé upp
í útlánatöpin. Það er hins vegar
skammgóður vermir, þvi að greiðslu-
byrði lántakenda og skuldara vex við
þetta en minnkar ekki.
Það líðst að sjálfsögðu hvergi í
siðuðu þjóðfélagi, að bankar bókstaf-
lega elti verðbólguna í stað þess að
hamla gegn henni. Og lítils stuðnings
við rétta stefnu er að vænta frá
núverandi seðlabankastjóra, Jóni
Sigurðssyni. Við vitum, hvemig hann
ekki gæfulegri en svo að ísfirðingar
einir sitja uppi með afturbata útgáfu
af hinni gömlu og bannfærðu aðferð;
sorpbrennslu. Utsvarsgreiðendur á
Isafírði, og einnig við hin sem höfum
fræðilegan áhuga á málinu, eigum
inni skýringu hjá bæjarstjóm Isa-
fjarðar á því hvers vegna tugum og
hundruð milljóna er ausið í dýrustu
hugsanlegu sorpmeðferð. Þrátt fyrir
fjárausturinn mun þó stærsti úr-
gangsflokkurinn standa óbrunninn.
Á annað þúsund tonn af úrgangi frá
rækjuvinnslunni (í meðal rækjuveið-
iári) við Djúp verður ekki komið í
ofninn. Rækjuskelin er hins vegar
ásamt öðmm lífrænum úrgangi fyrir-
taks hráefni í vestfirskan safnhaug
og þ.a.l. vestfirskan jarðveg.
Þá er fróðlegt að vita hvað ísfirð-
ingar ætla að gera við öskuna úr
ofninum og hvort eftirlit verður haft
með þungmálmainnihaldi hennar.
Vestfírðingar og þá sérstaklega bæj-
arstjórn ísafjarðar ættu einnig, með-
an ekki er búið að festa opinbert fé,
að athuga hvort ekki sé þörf á ríku-
legum jarðvegi í bæina eða til land-
græðsluverkefna í héraðinu.
Á Suðurlandi stendur til að koma
upp nýjum urðunarstað fyrir baggað
sorp. Mér er ekki kunnugt um að
sérstök áhersla verði þar lögð á end-
urvinnslu eða nýtingu hins lífræna
úrgangs til jarðvegsbóta. Sunnlend-
ingar ættu að ígrunda vandlega
bæði kostnað og ábata áður en al-
mannafé er fest í framkvæmd sem
nýtir ekki þau tækifæri sem bjóðast.
Þörf á samræmdri stefnu
Flest mælir með að kompóstun sé
stunduð í stórum stíl á íslandi. Á
landsvísu þarf að fara fram stefnu-
mótun um hámarks ábata af nýju
Eggert Haukdal
„Það líðst að sjálfsögðu
hvergi í siðuðu þjóðfé-
lagi, að bankar bókstaf-
lega elti verðbólguna í
stað þess að hamla gegn
henni.“
er í stöðu sína kominn. Hann hafði
sem viðskiptaráðherra látið semja
frumvarp, er tryggði honum nánast
einræðisvald í peningamálum. Þess
er að vænta, að það verði fellt eða
mikið breytt á Alþingi í haust. Einn-
ig boðaði hann sýndarfrumvarp um
afnám verðtryggingar. Það var á þá
lund, að verðtrygging fjárskuldbind-
inga væri heimil, ef bæði lánveitandi
og lántakandi samþykktu. Það liggur
að sjálfsögðu í augum uppi, að sá,
sem lánar peningana, hefír lánskjörin
í sinni hendi. Verðtryggingin yrði því
óbreytt áfram.
Þetta vaxtabrölt bankanna virðist
hafa vakið upp drauginn um „sparif-
éð, sem brann á eldi verðbólgunnar“.
Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyris-
sjóðs verzlunarmanna, er ekki sam-
fyrirkomulagi í sorpmálum. íslenskar
aðstæður eru sérstakar bæði hvað
varðar umhverfís- og efnahagsmál
og kalla á séríslenskar lausnir. Um-
hverfísráðuneytið er sjálfkjörinn aðili
til að hafa forystu um slíka stefnu-
mótun og veita ákveðna leiðsögn.
Umhverfísmál reynast mörgum
erfið í hinni pólitísku ákvarðanatöku.
Ástæðan er fyrst og fremst sú að
málaflokkurinn gerir gjarna kröfur
um að menn hugsi hlutina upp á
nýtt og breyti um sjónarhorn. Það
er yfirleitt ekki okkar sterkasta hlið,
allra síst pólitíkusa og býrákrata.
Sú var tíðin að íslendingar litu
ekki við ýmsum kvikindum úr sjó sem
í dag eru verðmætur afli. Þannig
þótti skötuselur enginn happafengur
á árum áður. Engum datt í hug að
svo ljót og óhrjáleg skepna væri úr-
vals matfískur. Svipuð viðhorf ríktu
gagnvart rækju og humri, sem álitn-
ar voru ókræsilegar pöddur af hafs-
botni. í dag brosum við að þessum
gömlu bábiljum og sjómenn henda
ekki lengur skötusel fyrir borð. Það
er spá mín að innan skamms fari
íslendingar að líta sorpið réttu auga,
ekki síst hinn lífræna hluta þess. I
örfoka landi er um að ræða verð-
mæti sem eru of"væn til að þeim sé
kastað fyrir borð. Kerfisbundin fram-
leiðsla á jarðvegi úr lífrænu sorpi
kann að reynast sú aðgerð sem ger-
ir okkur loks kleift að bijótast út úr
vítahring gróður- og jarðvegseyðing-
ar. Þjóð sem ætlar sér stórt hlutverk
í umhverfísmálum þarf að rækta eig-
in garð af bæði kostgæfni og útsjón-
arsemi.
Höfundur er umhverfisfræðingur
og starfar að ráðgjöf í
umh verfismálum.
mála Sigurði B. Stefánssyni. Verð-
tryggingin veitir ekki falskt öryggi,
heldur vörn að mati Þorgeirs, sbr.
grein hans í Morgunblaðinu 4. ág-
úst. Hann vísar til ástands fyrir, en
ekki eftir allsheijar verðtryggingu
fjárskuldbindinga frá og með 1982,
þegar verðbótaþáttur vaxta fór yfír
60% auk raunvaxtanna. Verzlunar-
fólk í búðum og á skrifstofum er
einhver tekjulægsta stéttin í landinu.
Þorgeir sættir sig við, að laun þessa
fólks séu ekki verðtryggð, hins vegar
íbúðarlánin.
Lífeyrissjóðum er engin vorkunn
að ávaxta fé sitt á verðbréfamark-
aði. Ég hefí lengi lagt til, að greidd-
ur sé vaxtaauki á innlán í bönkum
og sparisjóðum, sem standa 12 mán-
uði eða lengur, svo sem tíðkazt hefír
erlendis. Það tryggir hag þeirra spa-
rifjáreigenda, sem eiga mikið í húfi,
ef verðbólga vex.
Þær vaxtahækkanir, sem gerðar
hafa verið á skömmum tíma, valda
atvinnuvegunum gífurlegum útgjöld-
um. Þær bitna líka þunglega á heim-
ilunum, sem fá engar launabætur,
en hafa orðið að þola skattahækkan-
ir og skert velferðarkerfi. Hlálegast
af öllu er þó, ef verðtrygging fjár-
skuldbindinga er notuð sem skálka-
skjól fyrir síendurteknar hækkanir á
nafnvöxtum. Slíkt gerir afnám verð-
tryggingar brýnni nú en nokkru
sinni.
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokks í
Suðurlandskjördæmi.
ELDUNARTÆKI
FRÁBÆR TÆKI - Á ENN BETRA VERÐI
DeLonghi innbyggingarofnar
7 gerðir. Hvítir, svartir eða stál.
"Venjulegir" með yfir/undirhita og
snúningsgrilli. "Fjölvirkir" með
yfir/undirhita, blæstri og grilli.
VENJULEGIR frá 30.640,- til 35.880.-
FJÖLVIRKIR frá 34.390,- til 48.990,-
DeLonghi helluborð
"Keramik". Hvít, svört eða stál;
m/4 hraðhellum 41.600
m/3 hrað + 1 halogen 48.550
m/2 venjul. + 2 halogen 55.470
"Venjuleg". Hvít eða stál.
2ja eða 4ra hellu. Frákr. 13.780
Gas og gas + raf helluborð.
Hvít eða stál. Frá kr. 14.780
Ofangreint verð miðast við
staðgreiðslu. Góð afborgunarkjör,
VISA/EURO raðgreiðslur, MUNALÁN
/FOnix
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420
100.000 KR.
AFSLÁTTUR
af fáeinum Suzuki Swift
Suzuki Swift er rúmgóður og sparneytinn bíll búinn aflmikilli 58 ha. vél með beinni
innspýtingu, framdrifi og 5 gíra handskiptingu eða sjálfskiptingu. Eyðslan er í algjör-
um sérflokki, frá aðeins 4,0 I á 100 km. Nú seljum við nokkra af þessum frábæru
bílum með allt að 100.000 kr. afslætti.
Verð frá kr. 888.000 $ SUZUKI
útborgun 25% og lán til 36 mánaða. —i ..........
Tökum notaða bíla upp í nýja SUZUKIBÍLAR HF.
á hagstæðum kjörum. SKEIFUNNI 17 • SiMI 685100
Suzuki Swift - Aldrei betri.