Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1993
,, Kans &ag&C tvcnuM eá>
Porðast cUlé sem i/ðtrö -Peltt- "
Þetta er Sigurður uppá
sjöundu hæð. Mér finnst
leitt að það skuli rigna
svona mikið á ykkur en
því miður á ég við leka-
vandamál að stríða
Fyrirgefðu tengdam-
amma, ég meinti auðvit-
að hægri dyrnar
HÖGNI HREKKVfSI
BRÉF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Herrar mínir,
hvar liggnr valdið?
Frá Sigrúnu Halldórsdóttur:
ÞJÓÐIN gefur stjómmálaflokkun-
um umboð sitt til að stjórna. Fólk-
ið í landinu er mjög meðvitað um
hveiju atkvæði þess getur áorkað.
Ekki síst nú á tímum þegar þjóðin
er komin að fátæktarmörkum.
Hver sagði nei? Fleiri diplómata-
passar hljóta að vera tímaskekkja.
Hveiju er verið að koma á hér?
Von að spurt sé. Ráðuneytin gætu
gengið fram með góðu fordæmi
og rifað seglin. Svo mætti að skað-
lausu loka þessum sendiráðum
sem við höfum út um allan heim.
Þessari veislugleði verður að ljúka.
Erfiðleikar hins almenna borgara
eru alltaf að aukast. Herða verður
sultarólina alveg inn að beini.
Skattaglaðningurinn kominn inn á.
hvert heimili. Steinsteypan verður
morgum seig undir tönn. Hinn
almenni borgari er að missa hús-
næði sitt. Slík er neyðin! Eða selja
það langt undir raunvirði. Lengra
verður ekki sótt skattfé í vasa
borgaranna til að stoppa í eyðslu-
hítina. Hvað hafa þeir menn, er
við kusum til að fara með fjöregg
þjóðarinnar, verið að gera? Erfíð-
leikar hins almenna borgara eru
alltaf að aukast. Margir eiga varla
til hnífs og skeiðar. Er yfirbygg-
ingin á þessu þjóðfélagi ekki of
stór? Kverkatakið á þjóðfélaginu
er slíkt að fara verður marga ára-
tugi aftur í tímann til að fínna
fordæmi. Fyrirtækin eru á heljar-
þröminni. Það bitnar á fólkinu
sjálfu, sem missir atvinnu sína,
lifíbrauðið. Bilið milli þeirra, sem
hafa rauða passa og þeirra, sem
hafa bláa, er alltaf að aukast. Þjóð-
in hélt að hún byggi í stéttlausu
landi. Titlatog hefur aldrei átt upp
á pallborðið hjá þjóðinni, að
minnsta kosti ekki síðustu 50 árin.
Menn og konur eru það, sem þau
ávinna sér með heiðarleika og
grandvöru geði. Það fer að stytt-
ast í kosningar. Hvenær skyldi sú
stund renna upp að kosið verði
um menn og málefni. Svona sund-
urleitur hópur eins og stjórnmála-
flokkarnir eru gerir það að verkum
að þeir dreifa kröftum sínum í
stað þess að sameina þá. Það fer
að styttast í kosningar. Þá geta
öll flokksbönd riðlast. Það er ekki
sjálfgefið að stjórna. Því valt er
veraldargengið. Stjórnmálamenn
verða að hafa í huga, að sem aldr-
ei fyrr munu menn hafa það í
huga hvernig stjórnað var. Menn
geta ekki hugsað eins og Sólar-
konungurinn: Ég er ríkið og ríkið,
það er ég.
SIGRUN HALLDÓRSDÓTTIR,
Erluhólum 3,
Reykjavík.
HEILRÆÐI
Byrgjiim brunninn áður en
barnið fellur ofan í hann!_
Vert er að minna á hina miklu <?/,
slysahættu sem skapast þar sem
heitir pottar í görðum eru hafðir
án loka eða hlífa milli notkunar.
Lítil böm geta hæglega farið sér
að voða, falli þau ofan í þá.
Þvi er nauðsynlegt að setja
tryggilegt lok yfir til að korna I
veg fyrir slys.
—jí’mm
KOMUM HEIL HEIM
Víkveiji skrifar
A
Asíðasta ári kom út í Bandaríkj-
unum bók um mesta píanó-
leikara þessarar aldar, Vladimir
Horowitz, skrifuð af Harold C.
Shonberg, tónlistargagnrýnanda
New York Times um árabil, sem
hafði jafnframt mikinn áhuga á
skák og kom hingað til lands til
þess að fylgjast með skákeinvígi
Bobby Fischers og Borís Spasskí
fyrir 21 ári. í bók þessari er m.a.
sagt frá kynnum og vináttu Horo-
witz og annars píanósnillings, Rud-
olfs Serkins, sem okkur íslending-
um er að góðu kunnur enda kom
hann oft hingað til lands og átti
hér góða vini. Er forvitnilegt, ekki
sízt fyrir þá, sem muna heimsóknir
Serkins hingað, að kynnast tengsl-
um hans við Horowitz.
í bók Schonbergs segir frá fyrstu
ferð Horowitz til Vesturlanda, þeg-
ar hann reyndi að ná fótfestu sem
píanóleikari í Berlín en þar kynntist
hann m.a. Rudolf Serkin. Fundum
þeirra Serkins og Horowitz bar
saman á þann veg, að samkvæmi
var á heimili Serkins og þangað var
boðinn sellólejkari að nafni Franc-
esco Mendelssohn, sem var afkom-
andi tónskáldsins. Mendelssohn tók
Horowitz með sér. í bókinni segir:
„Serkin hafði ekki heyrt Horowitz
getið en bauð hinn óvænta gest
kurteislega velkominn. í samkvæm-
inu var matur og drykkur, samræð-
ur fóru fram og leikin var tónlist.
Serkin spilaði. Mendelssohn sagði
Serkin, að Horowitz væri mjög góð-
ur píanóleikari og Serkin bað hann
um að spila eitthvað. Horowitz varð
við þeirri ósk og þurfti ekki mikla
hvatningu til. Það sem Serkin
heyrði hafði rafmögnuð áhrif á
hann. Leikur Horowitz opnaði hon-
um algerlega nýja sýn á píanótækni
og möguleika hljóðfærisins. Þessi
upplifun var honum ofarlega í huga,
það sem hann átti eftir ólifað. Hann
talaði um þetta skömmu fyrir andl-
átið á árinu 1991.“
xxx
Ummæli Serkins voru á þennan
Veg: „Horowitz spilaði Liszt
og Chopin. Ég var gagntekinn af
þessari tækni, krafti, einbeitingu
og tónlistargáfu. Hvílíkir litir! Ég
hafði aldrei heyrt annað eins. Við
kunnum vel hvor við annan og höfð-
um mikið um að tala. Seinna bjó
hann hjá mér í Basel í þijár vikur.
Við spiluðum fjórhent saman, við
spiluðum hvor fyrir annan, við
ræddum allt um píanóið. Við urðum
nánir vinir og sú vinátta hélzt. Ég
lærði svo mikið af honum. Ég hafði
aldrei séð slíka einbeitingu við
hljóðfærið. Einungis píanóleikarar
geta skilið og metið það, sem hann
gerði. Eg hafði aldrei ímyndað mér
að slíkur píanóleikur væri til og það
opnaði fyrir mér nýja veröld.“
xxx
Fyrir rúmum áratug kom út bók
um Ragnar í Smára á vegum
Listasafns ASI og Sverris Kristins-
sonar. í þeirri bók er kafli eftir Jón
Þórarinsson. Þar segir m.a.: „Eftir
stríð tók Tónlistarfélagið fljótlega
upp þann hátt að fá úrvals listafólk
hingað til íslands og varð það mjög
til að efla og glæða tónlistarlífið
hérlendis. Adolf Busch fiðluleikari
er einn hinna fyrstu snillinga, sem
hingað koma. Sú ferð dró dilk á
eftir sér, því að Adolf Busch tók
slíku ástfóstri við ísland og Ragnar
í Smára sérstaklega, að hann skírði
son sinn í höfuðið á Ragnari ...
Rudolf Serkin, sá frægi píanóleik-
ari, kom síðar til landsins og var
það vináttu Ragnars og Busch að
þakka, en Serkin var tengdasonur
Busch. Það tókust slíkir kærleikar
með Ragnari og Serkin að þeir
hafa haldist allt til þessa dags og
erfst til barna þeirra. Þeir skiptust
til að mynda á börnum á sumrin."
xxx
Undir lokin var Horowitz með
hugann við Serkin. í fyrr-
nefndri bók segir: „Rudolf Serkin
var veikur og yfirgaf sjaldan heim-
ili sitt í Vermont. Og kannski vildi
Horowitz ekki hitta fólk lengur.
Skömmu áður en hann lézt spurði
hann Franz Mohr (háttsettur starfs-
maður Steinway-píanóverksmiðj-
anna) um Serkin. „Hvers vegna
hringirðu ekki í hann?“ sagði Mohr.
„Rudi mundi þykja mjög vænt um
það.“ En Horowitz svaraði: „Nei,
hann verður að hringja í mig. Hann
er yngri en ég.“ Þar hafði Horowitz
á röngu að standa. Serkin, sem var
fæddur 28. marz 1903, var sex
mánuðum eldri. Hann dó árið 1991
eftir löng veikindi."
Sjálfur dó Horowitz 5. nóvember
1989.