Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1993
9
Beldray tröppur og
stigar ávallt
fyrirliggjandi. Mest
seldu áltröppur á
íslandi.
Þú nærð hærra með
BELDRAY
Fæst í nsestiT
byggíngavoruverslun_
I. GUÐMUNDSSON & Co. hf.
UMBOÐS OG HEILDVERSLUN
SÍMI 91-24020 FAX 91-623145
TOSHIBA
Þeir sem eiga TOSHIBA örbylgjuofn segja að það sé tækið, sem
þeir vildu síst vera án. TOSHIBA eru mest seldu örbylgjuofnarnir á
Islandi og þeim fylgir ókeypis kvöldnámskeið hjá
Dröfn H. Farestveit hússtjórnarkennara.
Hvernig væri að láta drauminn rætast og fá sér slíkan kostagrip ?
Við bjóðum yfir 10 gerðir af TOSHIBA örbylgjuofnum á verði og
kjörum, sem allir ráða við!
Einar Farestveit & Co.hf.
Borgartúni 28 <5?622901 og 622900
VIP fobVIP • VIP forVIP • VIP forVIP • VIP forVIP • VIP forVIP • VIP„
ÓDÝR ALVÖRU HÁÞRÝSTIDÆLA
TIL HEIMILISNOTA
Til hreingerninga á húsinu, girðingunni, stéttinni,
garðhýsinu, bílnum, kerrunni, bátnum ofl.
HUN BORGAR
SIG STRAX
UPP!
Skeifan 3h-S(mi 812670
“"dlA* dlAU0J dlA* dlAU0J dlA«dlAUOd dlA*dlAuod dlA»dlAU0d dlA'
Metsölublað á hverjum degi!
Óöryggið um öryggið
í leiðara finnska blaðsins Hufvudstadsbladet er fjallað um öryggis-
mál á Norðurlöndum og vitnað í nýlega bók Svíans Wilhelms Agrell,
sérfræðings í varnar- og öryggismálum. Niðurstaða leiðarans er að
evrópskt öryggissamstarf sé kannski ekki eins góð lausn og menn hafi
talið.
Hvaða nýskip-
an?
I forystugrein Hufvud-
stadsbladet segir: „Um-
ræðurnar, sem upp koma
aftur og aftur um hin og
þessi form norræns eða
sænsk-finnsks samstarfs í
öryggismálum gefa til
kynna það óöryggi, sem
ríkir um öryggismálin,
ekki aðeins á norðurslóð-
um, heldur í allri Evrópu.
Fáir vilja eða geta tek-
izt á við stóru spuming-
una; hvað eigi að verða
úr hinni nýju skipan ör-
yggismála í Evrópu, og
hvert hlutverk okkar eigi
að vera í henni. Fáir nota
lengur orðtök á borð við
„Evrópska heimilið" eða
fyrmefnda „nýskipan ör-
yggismála" eftir að borga-
rastríðið í Bosníu brauzt
út.“
Leiðarahöfundur vitnar
til hins umdeilda sænska
fræðimanns Wilhelms Ag-
reli, en í nýlegri bók sinni
um öryggismál á Norður-
löndum heldur hann því
fram að bæði í Sviþjóð og
Finnlandi hafi menn of-
metið möguleikana á að
koma á fót öryggiskerfi á
grunni Evrópubandalags-
ins og þýðingu þess fyrir
Norðurlönd.
Oftrú á pólitísk
tengsl
í leiðaranum segir
áfram: „Hvað Finnland
varðar telur Agrell að við
lifum í oftrú á pólitísk
tengsl undir evrópskri ör-
yggisregnhlíf.
Agrell telur nefnilega
ekki að öryggismálaarm-
ur Evrópubandalagsins
muni nokkurn tímann
standa Atlantshafsbanda-
laginu á sporði, hemaðar-
lega eða pólitískt. Hann
dregur í efa getu Evrópu-
ríkja til að byggja upp
herafla í samanburði við
hemaðarmátt Rússlands,
hversu lítið vægi sem
menn vilja gefa hemaðar-
hagsmunum Rússa á þessu
augnabliki.
Hann bendir á muninn
á hemaðarmætti Breta í
Falklandseyjastríðinu og
Bandarikjamanna í Kúveit
og telur að evrópskt ör-
yggissamstarf muni verða
meira í orði en á borði
utan Mið-Evrópu. Áhug-
inn á Norðurslóðum sé og
verði takmarkaður.
„Evrópskt öryggissam-
starf myndi ekki aðeins
skorta sannanir á trúverð-
ugleika sínum, heidur yrði
það hvað Norðurlönd
varðar nánast hemaðar-
lega ótrúverðugt,“ skrifar
Agrell, sem meðal annars
vísar til þess hversu óskil-
virk ákvarðanataka Evr-
ópubandalagsins sé. Suð-
rænu EB-löndin séu þann-
ig líkleg til að draga lapp-
imar í málum, sem þau
vilji ekki jákvæða niður-
stöðu í, hversu mikið sem
skjótra aðgerða sé þörf.
Reköld í örygg-
ismálum
Hann rissar einnig upp
þann möguleika að tog-
streitan í Evrópu og sú
staðreynd, að Bandaríkin
lialda áfram að draga sig
til baka frá meginlandi
Evrópu, muni leiða til
stofnunar eins konar vasa-
útgáfu af NATO í norðri.
Agrell lítur á öll Norð-
urlöndin sem hrein og
klár reköld í öryggismál-
um, bæði fyrir, í og eftir
seinni heimsstyijöld. Allar
hugmyndimar um nor-
rænt öryggiskerfi eða
undirkerfi (sem við kölluð-
um „norræna jafnvægið",
„norræna ferlið“ eða „nor-
ræna stöðugleikann" vom
bara risavaxin ímyndun,
goðsagnakennd pólitísk
vídd.
Þannig hefði Finnland
getað fylgt hvaða stefnu
sem var á árunum milli
stríða, án þess að það
hefði breytt einu penna-
striki í samningi Þjóðveija
og Rússa um skiptingu
áhrifasvæða. Agrell segir
að eftir stríð hafi norræn
öryggismálastefna aðal-
lega fjallað um aðlögun
að raunveruleikanum,
sem til allrar liamingju fól
aldrei í sér átök stórveld-
anna.“
I lok forystugreinarinn-
ar segir: „Agrell setur
fram mikilvæg sjónarmið
á tima, þegar alltof marg-
ir em reiðubúnir að
„kaupa bandalagið í
sekknum", án þess að
ræða hversu handfasta
tryggingu við fáum fyrir
öryggi okkar — af þvi að
eins og Agrell bendir á
fylgja tryggingarnar ekki
endilega aðild að evr-
ópsku vamarbandalagi.
Þær krefjast „umfangs-
mikilla fjárfestinga til
lengri tíma, bæði póli-
tískra og efnahagslegra."
Slíkar fjárfestingar
kosta sitt, í Evrópu þar
sem ástandið er á margan
hátt óvisst. Ábendingar
Agrells um að nálgun
Norðurlanda við Evrópu
sé fyrst og fremst huglæg,
ekki landfræðileg, er um-
hugsunarverð i umræðu
dagsins."
Útbob ríkisvíxla
fer fram mibvikudaginn 18. ágúst
Nýtt útboö á ríkisvíxlum fer fram á
morgun. Um er að ræða 16. fl. 1993 í
eftirfarandi verðgildum:
Kr. 1.000.000 Kr. 50.000.000
Kr. 10.000.000 Kr. 100.000.000
Ríkisvíxlarnir eru til þriggja mánaða
með gjalddaga 14. nóvember 1993.
Þessi flokkur verður skráður á
Verðbréfa- þingi íslands og er
Seðlabanki íslands viðskiptavaki
ríkisvíxlanna.
Ríkisvíxlarnir verða seldir með
tilboðsfyrirkomulagi. Lágmarkstilboð
samkvæmt tiltekinni ávöxtunarkröfu
er 5 millj. kr. og lágmarkstilboð í
meðalverð samþykktra tilboða er
1 millj. kr.
Löggiltum verðbréfafyrirtækjum,
verðbréfamiðlurum, bönkum og
sparisjóðum gefst einum kostur á að
gera tilboð í ríkisvíxlana samkvæmt
tiltekinni ávöxtunarkröfu.
Aðrir sem óska eftir að gera tilboð í
ríkisvíxla eru hvattir til að hafa
samband við framangreinda aðila,
sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá
og veita nánari upplýsingar. Jafnframt
er þeim sjálfum heimilt að bjóða í
vegið meðalverð samþykktra tilboða
(meðalávöxtun vegin með fjárhæð).
Öll tilboð í ríkisvíxlana þurfa
að hafa borist Lánasýslu ríkisins
fyrir kl. 14 á morgun, miðvikudaginn
18. ágúst. Tilboðsgögn og allar nánari
upplýsingar eru veittar hjá
Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6,
í síma 62 60 40.
Athygli er vakin á því að 20. ágúst
er gjalddagi á 10. fl. ríkisvíxla sem
gefinn var út 21. maí 1993.
LANASYSLA RIKISINS
Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40.