Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1993
Flestir j ar ð ví sindamenn-
mennirnir eru annars
staðar en æskilegast væri
eftír Pál Imsland
Hinn 14. júlí síðastliðinn birtist
grein eftir Vilhjálm Eyþórsson í
Morgunblaðinu, „Ei veldur sá, sem
varar“. Þar ræðir hann um hættuna
af eldvirkni í landinu, einkum í
Vestmannaeyjum og kemst að
þeirri niðurstöðu að skynsamlegast
væri að flytja alla byggð frá Heima-
ey, eða til vara, að flytja þaðan
alla fasta búsetu og starfrækja að-
eins verstöð með verbúðum, þar
sem allir væru tilbúnir að stökkva
í bátana og forða sér, ef hættu
bæri að höndum. Þetta er nokkuð
hraustlega mælt. Ef marka má sög-
una, láta flestir svona umræðu eins
og vind um eyru þjóta. Hún á þó
fullan rétt á sér og betur væri ef
fleiri hugsuðu af sömu alvöru um
þá hættu sem okkur er víða búin
af völdum náttúrunnar. I greininni
varpar Vilhjálmur fram þeirri
spumingu, hvar jarðvísindamenn-
imir séu og gerir hlut þeirra í um-
ræðunni um þessi mál að nokkru
umræðuefni.
Ég er einn þeirra og kveð mér
því hljóðs um málið. Ég mun á eft-
ir reyna að svara spurningu hans
um veru jarðvísindamannanna, en
fyrst vil ég ræða það mál sem hann
bryddar upp á dálítið og leiðrétta
þann litla misskilning sem kemur
fram í máli Vilhjálms. ^
Sem jarðvísindamaður hef ég
hugleitt byggð í landinu með hlið-
sjón af hættunni sem eldvirkninni
getur fylgt um nokkurra ára skeið
og ritað þar um, m.a. í Morgunblað-
ið. Þessi skrif em svar til Vilhjálms
og vonandi í leiðinni upplýsing til
annarra, sem áhuga hafa á málinu,
en umfram allt eru þau brýning til
ráðamanna fjármála og rannsókna
í landinu um að standa betur við
bakið á slíkum rannsóknum en
hingað til hefur verið. Ég lít á grein
Vilhjálms sem gagnlegt innlegg í
umræðuna um þær hættur sem
byggð og almennum landnotum hér
geta stafað af jarðfræðilegum og
öðrum náttúrufarslegum ferlum.
Þessi ferli eru margvísleg og mun
víðar til staðar en menn almennt
gera sér grein fyrir, en rannsókn
þeirra er að mínu mati og margra
annarra allt of lítið sinnt. Umræða
um aðsteðjandi eða yfirvofandi
hættu í sambandi við ýmsar byggð-
ir í landinu og margvísleg not
manna af landgæðum hefur átt
erfitt uppdráttar og stundum hefur
sú skoðun ráðið bæði umræðu og
ákvörðun, að ekki skuli rætt um
hættuna og einfaldlega Iátið eins
og hún sé ekki til staðar. Þeir sem
hafa þessa afstöðu, rökstyðja hana
gjarnan með því, að umræðan fæli
fjármagnseigendur frá þeim stöð-
um, sem eru bendlaðir við hættu.
Slíkt er að sjálfsögðu fáviska og
alls ekki ábyrg afstaða. Hjá stjóm-
andi mönnum er hún forkastanleg.
Stundum er hún svo sem skiljanleg,
þegar hún heyrist úr barka fram-
kvæmdamanna sem eiga mikið und-
ir, en þeir gera sér þá ekki grein
fyrir þeirri áhættu sem þeir eru að
taka og jafnframt að skapa öðrum.
Hætta skapar óvissu og óöryggi í
rekstri, sem getur komið illa niður
á bæði lifandi verum og mannvirkj-
um og skemmt eða skert landkosti,
sem eru undirstaða atvinnu og
byggða. Öll vitneskja um hættuna
er því betri en óvissan.
Vilhjálmur heldur sig við stað-
reyndir málsins í umræðu sinni.
Hann ruglar ekki fræðunum og
misskilur þau ekki alvarlega. Sé
umræða um þessi mál byggð á
misskildum atriðum verður gjarnan
erfiðara að svara, en það á ekki við
hér. Lýsing hans á því hvað gæti
gerst í Vestmannaeyjum er t.d. í
góðu samræmi við hugmyndir
flestra jarðvísindamanna. Helsti
misskilningur hans er að halda að
ástandið í Vestmannaeyjum sé til
muna verra en á fiestum öðrum
stöðum, bæði hér á landi og annars
staðar. Svo er alls ekki, eins og ég
vík að síðar. En málin eru ekki eins
einföld og Vilhjálmur lítur á þau.
Þess vegna getur niðurstaða hans
um æskilegustu viðbrögðin líklega
aldrei orðið að veruleika og verður
vikið að ástæðum þess á eftir.
Vilhjálmur telur Heimaey hafa
algera sérstöðu og vera einu byggð-
ina á landinu, ef ekki í heiminum,
sem nánast sé beint ofan á eld-
fyalli. Þetta er ekki rétt. Víða í heim-
inum eru eldfjöll mjög þéttbýl svæði
eða þau standa í mjög þéttbýlum
svæðum þar sem byggð er jafnvel
ennþá meiri en á Heimaey. Má
nefna dæmi frá Japan, Indónesíu,
Filippseyjum, Nýja-Sjálandi, Vest-
ur-Indíum, Ítalíu og enn fleiri stöð-
um. Hringinn í kringum og upp í
hlíðar Vesúvíusar á Italíu, sem er
eitt mikilfenglegasta eldfjall á jörðu
er t.d. þétt byggð, bæði stórborga
(Napólí), minni borga, þorpa og
sveitabyggða. Eitthvað af þessum
byggðum á fyrir sér tortímingu, er
til eldgosa kemur. Það er óhjá-
kvæmilegt. Slík eru líka fræg dæmi
úr sögunni og má minna á upp-
gröfnu borgirnar, Pompei og Her-
kúlanum, sem gjörsamlega fóru á
kaf í gosi Vesúvíusar árið 79. Þarna
í næsta nágrenni er borgin Pozzu-
oli, sem stendur á eldfjallaklasa þar
sem nýtt eldfjall varð til árið 1538.
Árið 1902 kaffærðist borgin St.
Pierre í Vestur-Indíum í kæfandi,
heitu gjóskuskýi sem drap upp und-
ir 30.000 manns, er eldfyallið Mt.
Pelée gaus. Borgin stóð við rætur
eldkeilunnar og þannig háttar víðá
til í eldvirkum löndum. Má í því
sambandi minna á Öræfajökul og
Snæfellsjökul og jafnvel fleiri eld-
fjöll hér á landi. Inni í öskjunni í
eldfjallinu Aso-san í Japan búa þús-
undir manna sem nýta fijósama
náttúruna sem nærist á eldfjalla-
jarðveginum, en þar er líka stans-
laus vöktun eldfjallsins í gangi með
tugum mælitækja. Miklu fleiri
dæmi af þessum toga má taka, sem
Páll Imsland
„Víða í heiminum eru
eldfjöll mjög þéttbýl
svæði eða þau standa í
mjög þéttbýlum svæð-
um þar sem byggð er
jafnvel ennþá meiri en
á Heimaey.“
sýna að Heimaey er ekki eins-
dæmi, jafnvel ekki hér á landi. í
því sambandi má sérstaklega minna
á Grindavík. Hún stendur á ungum
hraunum sem komið hafa upp á
gossprungum sem stefna beint und-
ir bæinn. Hin yngstu þessara
hrauna eru líklega innan við 3 þús-
und ára. Ekkert tryggir að gosspr-
ungur á slíkum stað opnist ekki
aftur og taki að gjósa. Reynsla
okkar af því hvernig jörðin vinnur
á Reykjanesskaganum segir okkur
að einmitt þama muni gjósa aftur,
fremur en á mörgum öðrum stöðum
á skaganum. Einnig má minna á
Grímsnesið. Þar er nú einhver fjöl-
mennasta byggð á landinu á góð-
viðrisdögum. Öll sumarbústaða-
byggðin þar stendur á og við jaðra
ungra hrauna, sem komið hafa upp
í eldgosum á staðnum. Grímsnes-
hólarnir eru nefnilega eldíjallaþyrp-
ing sem mjög ólíklegt er að ekki
eigi eftir að gjósa aftur. Þetta er
kornungt eldfjall, varð fyrst virkt
fyrir rúmum 5 þúsundum ára, eða
um svipað leyti og gaus í Helga-
felli á Heimaey, sem var síðasta
gos á eynni fyrir gosið 1973. Álfta-
ver er láglend sveit sem flest hlaup-
in úr Kötlu á sögulegum tíma hafa
flo'tið umhverfís og spillt að ein-
hveiju marki, þó manntjóna hafi
lítt gætt. Þessi hætta vofir enn yfir.
Hér verður staðar numið við þessa
dæmatalningu. Hún nægir til þess
að sýna að Heimaey er ekki ein-
stök, þó það dragi á engan hátt úr
þeirri hættu sem þar er til staðar.
Á eldfjöllum og eldvirkum svæð-
um eru víða mikil náttúrugæði, sem
allt of fjölmennur heimur getur
ekki látið ónýtt. Slíkt skapar hættu
bæði mönnum og fjárfestingu. I
löndum fátæktar og frumstæðni eru
þessi mál í ólestri, eins og við er
að búast. Þar lifa menn víðast hvar
í skugganum af hættunni án þess
að gera nokkuð og eru ofurseldir
atburðunum þegar þeir eiga sér
stað. í svokölluðum menningarlönd-
um er hinsvegar víðast hvar tekið
á þessum málum með því að byggja
upp rannsóknaraðstöðu og ástunda
fjölþætta rannsókn á eðli og gerð
eldvirkninnar, ítarlega vöktun eld-
virkra svæða, greiningu á eðli hætt-
unnar sem skapast og kortlagningu
hættunnar með hliðsjón af þeim
landnotum sem til staðar eru í
hveiju tilviki. Þessi viðleitni tók
mikinn fjörkipp víða um lönd á átt-
unda áratugnum. Meðal annars olli
eldgosið í Helenufjalli í Bandaríkj-
unum árið 1980 því að verulega
auknu fjármagni var veitt til eld-
fjallarannsókna þar í landi, enda
eru þar rannsóknir hvað mest
stundaðar og mestur skilningur til
staðar á gagnsemi þeirra. Hér á
landi var einnig brugðist við en
samt ekki með nærri nógu fjár-
magni eða kerfisbundinni uppbygg-
ingu. Flest okkar eldfjöll eru enn
ókortlögð í þessu sambandi, mjög
lítið vöktuð og almennri rannsókn
þeirra áfátt. Þetta stafar af fjár-
magns- og skipulagsleysi og áhuga-
leysi bæði stjórnvalda og almenn-
ings. Því fagna ég grein Vilþjálms
og vona að hún verði til þess að
auka umræðu um þessi mál hér á
landi og til þess að skerpa skilning
stjórnvalda á þörfinni fyrir starf-
semi af þessum toga og verði þann-
ig til þess að efla viðleitni jarðvís-
indamanna til þess að skilja eldfjöll-
in betur og þá hættu sem þeim
fylgir.
Ráð það sem Vilhjálmur sér til
Alþýðublaðið - for-
arpyttur fordóma?
eftír Bryndísi
Hlöðversdóttur
Upp úr miðjum júlí birtist í Rök-
stólum Alþýðublaðsins úttekt á
klæðaburði og innri samskiptum
Kvennalistakvenna. Úttektin kemur
svo sem ekkert á óvart og segir
meira um þann sem hana ritar en
umræddar konur, þar sem hún ein-
kennist meir af kvenfyrirlitningu en
sanngjarnri gagnrýni. Það er engin
nýlunda í fjölmiðlaheiminum að sjá
gagnrýni gegn konum beinast að
klæðaburði þeirra og útliti fremur
en störfum þeirra. Það er heldur
engin nýlunda að konur sem verða
reiðar í heimi pólitíkurinnar séu
sagðar vera „pirraðar hænur á priki“
eins og það er orðað í fyrrnefndri
grein, eða „fýlupokar“ eins og Jó-
hanna. Hún er ekki ákveðin og
stefnuföst eins og karlmenn þegar
þeir fyllast réttlátri reiði. Hún fer í
fýlu eða þykist vera eitthvað. Þess
vegna þykir sniðugt að gefa henni
viðumefnið „heilög Jóhanna". En
það er ekki úttektin á Kvennalista-
konunum eða umfjöllun fjölmiðla um
konur almennt, sem ofbauð mér og
hvatti til andsvara. Það var miklu
fremur eftirleikur greinarinnar í Al-
þýðublaðinu. Ein af þingkonum
Kvennalistans svaraði nefnilega
ávirðingum Rökstóla í stuttri grein
í DV skömmu síðar.
Forarpyttur fordóma
Þetta fyllti greinilega mælinn hjá
einum af skríbentum Alþýðublaðs-
ins sem af einhveijum óskiljanlegum
ástæðum virðist hafa fengið leyfí
ritstjórnar til að matreiða sorann
nafnlaust í Rökstólum, þann 29.
júlí sl. Það er með öllu óskiljanlegt
að Alþýðublaðið skuli leggja sig nið-
ur við að kynna slík sjónarmið sem
þar koma fram, auk þess sem þarna
er beinlínis um ærumeiðandi aðför
að ræða gegn einni þingkonu
Kvennalistans, Önnu Ólafsdóttur
Bjömsson, þeirri sömu og vogaði
sér að svara fyrir sig í DV. Það er
ljóst að í Rökstólum Alþýðublaðsins
geta þeir sem fordómum og fyrir-
litningu eru hlaðnir átt athvarf, þar
geta þeir tjáð sig. Úr því að slíkur
óþrifnaður sem þama er boðinn les-
endum blaðsins telst birtingarhæf-
ur, er vandfundinn sá málstaður sem
ekki stenst siðferðilegar lágmarks-
kröfur ritstjómar blaðsins.
Mittismál og
neðanmittishúmor
Hinn nafnlausi skríbent Rökstóla
byijar á því að vekja athygli á
vaxtarlagi umræddrar konu með því
að hefja inngang sinn á orðunum:
„Það drundi í fjöllunum þegar hin
fremsta meðal jafningja í Gucci-hóp
Kvennalistans brokkaði líkt og
mammút fram á síður DV ...“ Víð-
ar í greininni verður blaðamanninum
tíðrætt um mittismál þingkonunnar,
hún er sögð láta matarlystina hlaupa
með sig í gönur, vera „ofþroskuð"
sagt að „eftir að kom í hinar niður-
greiddu sósur í eldhúsi Alþingis hafa
mál hennar bersýnilega þróast með
þeim hætti að þær dragtir sem áður
liðuðust fijálsar um fjöll og dali þing-
mannsins skortir nú nokkuð að því
er rúmtak varðar". Það getur svo
sem vel verið að einhveijum óþrosk-
uðum blaðamanni þyki þetta snið-
ugt, en ég hef aldrei séð slíka um-
fjöllun um hinn stóra hóp íturvax-
inna karla sem á Alþingi situr. Þar
eru kratískir karlar ekki undan skild-
ir, þeir eiga það til að vera feitir,
jafnvel þó þeir séu í pólitík. En það
þykir bara ekkert sniðugt.
Þá getur blaðamaðurinn ekki stillt
Bryndís Hlöðversdóttir
„Hver sem hinn nafn-
lausi er, sem skrifar
þennan óhróður, þá
verður þeirr-i staðreynd
ekki breytt, að ábyrgð-
in er Aiþýðublaðsins. “
sig um að krydda greinina með örlitl-
um neðanmittishúmor. Þetta er gert
strax í upphafi með því að fjalla um
anal festingu Freuds og „athöfn,
sem meistari Þorbergur kallaði að
krukka“. (Sá meistari Þorbergur
sem ég kannast við kallaði þetta
reyndar að „kukka“ en vel má vera
að blaðamaðurinn sé að vitna í ann-
an meistara). Samlíkingin um anal
festinguna er reyndar svo fjarstæðu-
kennd að hún er varla þess virði að
eyða orðum á hana.
í lok greinarinnar stingur hinn
hugmyndaríki blaðamaður upp á því
að annar þingmaður af gagnstæðu
kyni, skeri úr um mittismál um-
ræddrar konu. Tiltekinn maður er
þar nefndur sem „væri ábyggilega
til í að kanna hin umdeildu mál hins
fjallmyndarlega þingmanns". Og
enn fer skríbentinn á kostum þegar
hann kemur því að í lokin að mögu-
legt væri að „villast á útsendingum
Sýnar á ræðum þingmannsins og
rúllupylsuauglýsingum Sláturfélags
Suðurlands". Guð hjálpi Alþýðublað-
inu að leggjast svo lágt að birta
svona lágkúru.
Fatasálfræði Rökstóla
Blaðamenn Alþýðublaðsins hafa
greinilega þungar áhyggjur af
klæðaburði Kvennalistakvenna.
Þetta kemur fram í báðum Rök-
stólapistlunum sem hér hafa verið
nefndir. Umhyggjan er þvílík að
þeim er bent á að þær geti hugsan-
lega misst atkvæði út á þetta, þær
nái ekki til alþýðukvenna. Þær klæð-
ist nefnilega í of fín föt. Hún ríður
ekki við einteyming, hin sálfræðilega
speki blaðamannsins. Ekki nóg með
að hann hafí þekkingu á fræðum
Freuds gamla, heldur hefur hann
greinilega kynnt sér fatasálfræði
þingmanna. Hvernig eigi að klæða
sig til að veiða kjósendur. En að
sjálfsögðu beinir Alþýðublaðið gagn-
rýni sinni ekki að karlmönnum á
þingi, hvað þá heldur úr sínum eigin
flokki. Það hefur enginn áhuga á
að velta sér upp úr því hvort Össur
(
i
(
í
(
(
(
(
c
c
I
1
c
€