Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1993
flforgiitiMafrifr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1368 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Réttur til veiða á
fjarlægum miðum
Sá mikli floti íslenzkra fiski-
skipa sem nú stefnir í
Barentshaf er til marks um
hve snögg viðbrögð íslenzkra
sjómanna og útgerðarmanna
geta verið, ef þeir sjá mögu-
leika á fískafla á fjarlægum
miðum. Fyrirhugaðar veiðar í
Barentshafi eru umdeildar.
Hins vegar hafa íslenzk fiski-
skip farið til rækjuveiða lang-
leiðina til Nýfundnalands og
togarar hafa verið á úthafs-
karfaveiðum töluvert langt frá
landinu.
Sú spuming hlýtur að
vakna, hvort ekki sé tíma-
bært, að hefja skipulega leit
að veiðimöguleikum á fjarlæg-
um miðum. Ljóst er, að fiski-
skipafloti okkar er alltof stór
miðað við leyfilegt aflamagn á
íslandsmiðum. Telja má víst,
að ástand fiskistofna verði
slæmt næstu árin og þess
vegna ekki eftir neinu að bíða
að kanna möguleika á veiði-
rétti á fjarlægum miðum.
Fiskveiðar eru stundaðar
um allan heim. Við íslendingar
búum hins vegar yfir eftir-
sóttri þekkingu á veiðum og
vinnslu sjávarafurða. Þjóðir
þriðja heimsins sækjast tölu:
vert eftir þessari þekkingu. í
haust fer Þorsteinn Pálsson,
sjávarútvegsráðherra, til
Oman til þess að endurgjalda
heimsókn sjávarútvegsráð-
herra þess ríkis hingað. Bæði
þar og annars staðar kunna
að opnast möguleikar til þátt-
töku okkar íslendinga í físk-
veiðum annarra þjóða.
Á undanfömum árum og
jafnvel í einn áratug hafa sendi-
menn íslenzkra stjómvalda ver-
ið á ferð um heimsbyggðina til
þess að vekja áhuga stórfyrir-
tækja á því að fjárfesta í stór-
iðju hér. Er ekki tímabært, að
sendimenn stjómvalda hefji
skipulagða leit um allan heim
að veiðirétti fyrir íslenzk fiski-
skip á fjarlægum miðum? Er
utanríkisþjónusta okkar ekki í
stakk búin til þess að sinna
öðrum verkefnum en hefð-
bundnum samskiptum við ná-
grannaþjóðir? Fá verkefni
standa utanríkisþjónustunni
nær um þessar mundir en ein-
mitt þau að stunda skipulega
leit að og greiða fyrir rétti okk-
ar til fískveiða víða um heim.
Það er ekki minni ástæða til
þess að stjómvöld hafí fmm-
kvæði um slíka leit en að selja
hugmyndir um stóriðjufyrir-
tæki á íslandi.
Við þurfum mjög á því að
halda að finna veiðimöguleika
annars staðar. Það er alls ekki
óhugsandi að hagsmunir okkar
og annarra þjóða geti farið
saman að þessu leyti. Sumar
þjóðir eiga auðug fiskimið en
búa ekki endilega yfir tækni
og þekkingu til þess að nýta
þau. Við höfum skipin og við
ráðum yfir tækninni og við
höfum þekkinguna. Er ekki
rétt að utanríkisráðherra sendi
starfsmenn sína af stað?
Athyglin beinist nú að Bar-
entshafí en það eru til fískimið
víðar en þar. Ólafur Ragnar
Grímsson, alþingismaður, hef-
ur ítrekað vakið athygli á að
samstarfsmöguleikar kunni að
vera fyrir hendi á Indlandi.
Er ekki rétt að fylgja þeim
ábendingum eftir? Þátttaka
Granda í rekstri sjávarútvegs-
fyrirtækis í Chile hefur gefizt
vel það sem af er. Hvað um
aðra möguleika í Mið- og Suð-
ur-Ameríku? Þar eru miklar
fiskveiðiþjóðir, sem sumar
hverjar hafa verið harðir
keppinautar okkar m.a. á mjöl-
mörkuðum.
Það er ekki hægt að búast
við því, að sjávarútvegsfyrir-
tækin hafí að jafnaði bolmagn
til þess að stunda þessa leit á
eigin kostnað. Utanríkisþjón-
ustan býr hins vegar yfír þekk-
ingu og reynslu í samskiptum
við aðrar þjóðir og þess vegna
er eðlilegt að nýta starfskrafta
hennar að þessu leyti. Hver
sem niðurstaðan verður varð-
andi Barentshafið ætti það
mál að verða okkur hvatning
til þess að hefja kröftuga leit
að fiskimiðum annars staðar í
heiminum.
Það kann líka að vera orðið
tímabært að við reynum að
ná fótfestu í ríkara mæli en
hingað til í rekstri sjávarút-
vegsfyrirtækja í öðrum lönd-
um. Hingað til hefur sú starf-
semi fyrst og fremst beinzt að
sölustarfsemi á íslenzkum af-
urðum á erlendri grund. Hvers
vegna ekki að kanna mögu-
leika á beinni útgerðarstarf-
semi annars staðar? Við verð-
um að fínna fleiri leiðir til þess
að byggja afkomu okkar á en
þá eina að bíða eftir því, að
þorskstofninn nái sér á strik.
Það getur tekið nokkur ár og
jafnvel fram til aldamóta.
Ætlum við að lepja dauðann
úr skel þangað til?
Veiðar íslendinga í Barentshafi
Rætt um Barentshaf
UTANRÍKISRÁÐHERRAR íslands og Noregs ræddu veiðar íslenskra skipa í Barentshafi á hádegisverðarfi
um embættismönnum beggja ríkja. Johan Jörgen Holst utanríkisráðherra Noregs situr andspænis Jóni Baldv
Holst utanríkisráðherra Noregs á fundi me<
Vildi að aflað yrði
ilda til að stöðva a
UTANRÍKISRÁÐHERRAR íslands og Noregs áttu fund í gær
um ýmis alþjóðamál þar sem þeir ræddu m.a. um deiluna í
kringum fyrirhugaðar veiðar íslenskra skipa á alþjóðlegu
hafsvæði í Barentshafi. Johan Jörgen Holst, utanríkisráð-
herra Noregs, lagði áherslu á að íslensk stjórnvöld öfluðu
sér lagaheimildar til þess að stöðva veiðar íslenskra skipa á
svæðinu. Skírskotaði hann sérstaklega til forystuhlutverks
íslendinga í hafréttarmálum og til að auka rétt strandríkja
að alþjóðalögum að því er varðaði ábyrgð á verndun og
nýtingu fiskistofna sem eru bæði innan lögsögu strandríkja
og á alþjóðlegu svæði. Aðspurður hvaða ráðstafana norsk
stjórnvöld kynnu að grípa til sagði utanríkisráðherrann á
fréttamannafundi síðdegis engar aðgerðir útilokaðar en í
því fælist þó engin hótun.
Jón Baldvin kvaðst eftir fundinn
hafa gert Holst grein fyrir því að
hann hefði ekki pólitískt umboð til
þess að banna íslenskum skipum að
stunda veiðamar. „Ég gerði honum
grein fyrir því að lagaheimildir skort-
ir. Við verðum að haga okkur eftir
þeim reglum sem eru í gildi, en ekki
reglum sem við vildum að giltu. Það
er hafið yfír allan vafa að samkvæmt
þjóðarrétti eru þessar veiðar utan
lögsögu,“ sagði Jón Baldvin.
Fyrirhugaðar veiðar í Barents-
verða til umræðu á ríkisstjómarfundi
fyrir hádegi í dag. Að honum loknum
munu utanríkisráðherramir hittast á
ný. „Við erum á upphafspunkti.
Menn verða að gefa sér þann tíma
þarf til að leysa málið,“ sagði hann.
Áhersla á pólitíska lausn
Johan Jörgen Holst sagði norsk
stjórnvöld leggja mikla áherslu á að
mjög fljótlega tækist að finna póli-
tíska lausn á deilunni. „Ég geri mér
fyllilega grein fyrir því að þetta er
flókið og erfitt mál. Það er ánægju-
legt að við skulum hafa skipst á
skoðunum og ég vona að fínnist
lausn sem báðir aðilar geta sætt sig
við,“ sagði Johan Jörgen Holst.
. Utanríkisráðherra Noregs boðaði
til fréttamannafundar kl. 18 og hálf-
tíma síðar boðaði Jón Baldvin frétta-
menn til fundar. Urðu þeir sammála
á fundinum fyrr um daginn að greina
ekki frá efnisatriðum viðræðnanna
opinberlega.
Johan Jörgen Holst ítrekaði að
hann vonaðist til að fundin yrði póli-
tísk lausn því það þjónaði hagsmun-
um hvorugrar þjóðarinnar að standa
í deilum um fískveiðar. „Við vitum
að þetta er tilfmningaþrungið mál á
íslandi og það sama á við í Norður-
Noregi," sagði hann. Vildi utanríkis-
ráðherrann ekki segja til um hvor
aðilinn ætti að leggja fyrst fram til-
lögur í málinu og benti á að enn
væri ekki um formlegar samninga-
viðræður að ræða heldur umræður.
Aðspurður hvort hann teldi aðrar
lausnir að skapi Norðmanna en að
íslensk stjómvöld settu lög sem
bönnuðu veiðarnar sagði hann að
íslensk stjórnvöld yrðu fyrst og
fremst að svar því sjálf hvað þyrfti
til að leysa málið, hvort lög væru
fyrir hendi eða hvort ríkisstjórnin
þyrfti að afla sér lagaheimildar til
að grípa inn í.
Var hann einnig spurður hvort
hann teldi koma til greina skipti á
veiðiheimildum, en sagði að íslend-
ingar hefðu ekki haft áhuga á því.
„Við yrðum þá að fá sambænlegan
þorskvóta frá íslendingum. Ég veit
að Islendingar hafa ekki haft áhuga
á slíku. það sem nú er að gerast
kemur í kjölfar þess að allt í einu
birtust togarar neðan úr Karíbahafi
á miðum við Svalbarða, undir hentif-
ána, og lönduðu fiski á íslandi, Við
vonuðum að menn myndu ekki fara
að elta fískinn uppi með þeim hætti
að það græfí undan möguleikum
okkar til að varðveita auðlindimar
til lengri tíma litið. Þar eiga Noregur
og ísland sömu hagsmuna að gæta
hvað varðar þær aðferðir sem við
notum til að vemda fiskveiðiauðlind-
ina,“ sagði hann.
Byggja upp þorskstofninn
Aðspurður um mikilvægi málsins
sagði Johan Jörgen Holst að það
væri mjög mikilvægt, sérstaklega
fyrir þá sem byggju við ströndina.
„í mörg ár hefur þorskstofninn verið
ofveiddur. Við emm að reyna að
byggja hann upp á ný með mjög
strangri fiskveiðistjómun. Hún hefur
meðal annars leitt til þess að margir
sjómenn í Finnmörku hafa orðið fyr-
ir miklum kvótaniðurskurði og eiga
erfítt með að greiða upp lán sín og
nú horfa þeir á það að aðrir koma
inn á miðin og grafa undan forsend-
um kvótaúthlutunarinnar. Þetta er
stórt vandamál. Okkar fískveiði-
stjómunarkerfi er þannig, að veiðar
norsks togara innan lögsögu, jafnt
sem í Smugunni eða Noregshafí,
reiknast innan sama kvóta. Fisk-
veiðistjórnunin byggist á ástandi
þorsksins og engu öðm. Við höfum
séð hve vel okkur hefur gengið að
byggja upp Heimskautsþorskstofn-
inn eins og Atlantshafssíldarstofninn
og við þolum ekki veiðar sem grafa
undan þessum árangri. það er hvorki
í þágu norskra né íslenskra hags-
muna. Við megum ekki aðeins horfa
á daginn í dag heldur á afleiðingarn-
ar til langs tíma samkvæmt þeirri
stefnu sem við framfylgjum. Við
verðum að hafa í huga möguleika
okkar til að framfylgja stefnu sem
er trúverðug og sjálfri sér samkvæm
í alþjóðlegum viðræðum um fisk-
veiðistjórnun,“ sagði Johan Jörgen
Holst.
Engar skyndilausnir
Jón Baldvin sagði á fréttamanna-
fundi sem hann boðaði til að báðir
aðilar hefðu lýst vilja sínum til þess
að leita pólitískra lausna þótt ekki
yrðu fundnar neinar skyndilausnir.
„Ég geri ráð fyrir því að það taki
einhvern tíma að fmna lausn sem
báðir aðilar geta sætt sig við,“ sagði
Jón Baldvin.
Jón Baldvin benti á að íslendingar
væru fískverndarþjóð en að Norð-
menn hefðu enn ekki fengist til að
staðfesta Hafréttarsáttmálann sem
fæli þó í sér breytingar frá gildandi
alþjóðalögum í átt til viðurkenningar
á auknum rétti strandríkja. „Að gild-
andi alþjóðalögum erum við fýrir
utan 200 mflna lögsögu strandríkja
á fijálsu úthafi og það hefur enginn
einn aðili rétt til þess að meina öðr-
um þessar veiðar,“ sagði Jón Bald-
vin. Lagði hann áherslu á að ef veiði-
stofnar væru í útrýmingarhættu
bæri strandríkinu frumkvæðisskylda
að leita samkomulags meðal þjóða
um verndaraðgerðir skv. Hafréttar-
sáttmálanum.
Aðspurður sagðist Jón Baldvin