Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 12
‘12____________MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1993 Neikvætt félaga- frelsi er maimréttindi eftir Jónas Haraldsson Að undanfömu hafa orðið nokkrar umræður og greinaskrif um rétt launþega til að standa utan stéttarfé- laga, þ.e. neikvætt félagafrelsi, í kjöl- far nýfallins dóms Mannréttinda- dómstóls Evrópu í máli leigubílstjór- ans varðandi skylduaðild að félagi leigubílstjóra. Hinn 28. júlí sl. birtist í Morgun- blaðinu grein eftir Láru V. Júlíus- dóttur héraðsdómslögmann og fram- kvæmdastjóra ASÍ, er hún nefndi „Aðild að stéttarfélögum er mann- réttindi" og fjallaði um þetta mál í víðu samhengi. Ég er sammála Láru, að það séu mannréttindí að geta gengið í stétt- arfélag, en ég tel það meiri mannrétt- indi og sjálfsagðari að fá að ráða því sjálfur, hvort maður sé í stéttarfé- lagi, eða ekki. Þar skilur okkur Láru að, því hún telur slíkt greinilega ekki flokkast undir mannréttindi. Kemur fram í grein hennar, að hún telur að það eigi að hafa vit fyrir fólki í þessum efnum og öll umræða um neikvætt félagafrelsi sé „angi af þeirri pólitísku togstreitu, sem er milli ftjálshyggju annars vegar og félagshyggju hins vegar“. Þá er Lára þeirrar skoðunar, að þar sem meir en 50% aðspurðra í skoðanakönnun hafi verið samþykk skylduaðild að stéttarfélagi, þá eigi allir að vera í stéttarfélagi, hvort sem þeir vilja það eða ekki. Það veldur undrun margra að sjá sjónarmið sem þessi hjá Láru á tím- um frjálsræðis, þar sem réttindi ein- staklinganna eru í fyrirrúmi. Það eru heldur ekki hagsmunir einstakling- anna, sem hafðir eru að leiðarljósi hjá Láru, heldur hagsmunir stéttar- félaganna. Á það skal lögð áhersla, að launþegar þurfa ekki að vera í stéttarfélagi frekar en þeir vilja til þess að njóta þeirra kjara og rétt- inda, sem kjarasamningar og gild- andi kauptaxtar ákveða, en sá réttur er þeim hvort eð er tryggður í 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks. Hvers vegna leggur Lára „Verst þótti mér þó að sjá styrktar- og sjúkra- sjóðspeninga notaða til að greiða niður tap verkalýðsfélagsins af rekstri gömlu dansanna um veturinn, en dans- leikjahaldið fór fram í húsnæði félagsins. Þetta er óþolandi mis- notkun á fé styrktar- og sjúkrasjóðanna.“ þá svo mikið kapp á að reyna að sýna fram á að allir skuli vera í stéttarfélagi. Það skyldi þó aldrei vera að hennar skoðun sé, að pening- ar og völd til handa verkalýðshreyf- ingunni eigi að vera ríkjandi sjón- armið, en mannréttindi einstakling- anna eigi að vera víkjandi sjónarmið. Því fleiri félagsmenn, því meiri pen- ingar, völd og áhrif stéttarfélaginu til handa. Skylduaðild samkvæmt lögum Lára fullyrðir í grein sinni, að hvergi séu ákvæði í íslenskum lögum um skylduaðild, nema varðandi leigu- bílstjóra. Þetta er alrangt, eins og Lára veit mætavel. Hún er héraðs- dómslögmaður, eins og ég, og er því skyldug skv. lögunum um málflytj- endur nr. 61/1942 að vera í stéttarfé- lagi málflytjenda, þ.e. Lögmannafé- lagi íslands. Við tilheyrum þar minni- hlutahópi lögmanna, þ.e.a.s. lög- mönnum, sem ekki hafa opna lög- mannsstofu, heldur starfa hjá öðrum, t.d. samtökum, bönkum o.s.frv. Gæti sú staða komið þar upp, að maður teldi að brotinn hafi verið á manni réttur á einhvern hátt og gæti þar af leiðandi engan veginn sætt sig við að vera í félaginu. Ég spyr þá Láru: Telur hún það sjálfsögð mann- réttindi undir slíkum kringumstæð- um, að geta með engu móti sagt sig úr LMFÍ, hversu sem hún kynni að vera mótfallin samþykktum stjómar LMFÍ og félagsskapnum yfirhöfuð? Skylduaðild samkvæmt kjarasamningum Auk áðumefndra laga um Iög- þvingaða skylduaðild, eru dæmi um aðildarskyldu að stéttarfélagi í kjarasamningum. Má þar nefna kjarasamning verslunarmanna, þar sem skrifstofu- og verslunarfólki er gert skylt að vera í stéttarfélagi verslunarmanna eftir fjögurra mán- aða starf. Fram til þess tíma er starfsmanninum gert að greiða svo- kallað vinnuréttindagjald, sem er aukameðlimagjald, en fullt félags- gjald eftir það. Þrátt fyrir bæjarþingsdóminn frá 1984 í máli verslunarkonunnar, þá tel ég, að það standist ekki að lög- um, að samtök atvinnurekenda og launþega geti samið sín í milli, að þriðji aðili sé skyldur til að vera í félagi í samtökum annars aðilans og greiða þangað félagsgjald. Vekur það furðu mína að VSI skuli hafa tekið þátt í slíkri samningsgerð, enda hefur VSI skv. félagslögum sínum eingöngu heimild til að semja fyrir félagsmenn sína en ekki aðra, sbr. og 5. gr. vinnulöggjafarinnar nr. 80/1938. Taka félagsgjalds af utanfélags- mönnum er í öllum tilvikum ólög- mætt. Á sama hátt er stéttarfélagi ólögmætt að innheimta vinnurétt- indagjald af mönnum, sem starfa tímabundið á félagssvæði stéttar- félags, en eru búsettir í umdæmi annars stéttarfélags, þangað sem þeir greiða félagsgjald. Forgangsréttur Enginn er skyldaður beint að ganga í stéttarfélag að öðru leyti en áður gat. Á hinn bóginn felur for- gangsréttarákvæðið í sér óbeina þvingun til að vera í stéttarfélagi við ráðningu í starf. Svo framarlega sem menn vilja ekki vera atvinnulausir, verða þeir að vera í stéttarfélagi, þótt menn verði ekki lengur sveltir til að ganga í stéttarfélag til þess Jónas Haraldsson að fá atvinnuleysisbætur. Þar varð verkalýðshreyfíngin að lúta í lægra haldi og sætta sig við það, að sér- hagsmunir verkalýðshreyfíngarinnar væru látnir víkja fyrir sjálfsögðum mannréttindum. Nú ætti að stíga skrefið til fulls. Styrktar- og sjúkrasjóðsgjöld Atvinnurekendum ber að greiða af starfsmönnum sínum í styrktar- og sjúkrasjóði viðkomandi stéttar- félags, hvort heldur launþeginn er í stéttarfélagi eða ekki, sem á að vera almenn regla. Eingöngu þó í þeim tilvikum, að ófélagsbundnir njóti sama réttar úr þessum sjóðum, er atvinnurekanda skylt að greiða af þeim í sjóðina. Þar sem það er á hinn bóginn nánast undantekning, að réttur til greiðslna úr sjóðunum sé ekki bundinn við fullgilda félags- menn stéttarfélaganna samkvæmt samþykktum þessara sjóða, þá ber atvinnurekandanum ekki skylda til að borga í þessa sjóði af ófélags- bundnum launþegum. Vísast í þessu sambandi til hæstaréttardóms árið 1988 á bls. 1464. Greiðslur atvinnurekenda í styrkt- ar- og sjúkrasjóði stéttarfélaganna eru enn óbreyttar, þrátt fyrir að á síðustu árum hafí greiðslur atvinnu- rekenda vegna veikinda og slysa launþega stóraukist og greiðslu- tíminn lengst verulega. Sem dæmi má nefna, að hásetar í vinnuslysum áttu rétt á slysakaupi í 7 daga 1963 en 210 daga 1980. Tímalengd greiðsluskyldu atvinnurekandans hefur því þijátíufaldast á þessum tíma. Þrátt fyrir að létt hafi verulega á styrktar- og sjúkrasjóðunum um leið og atvinnurekendur hafa tekið stærri byrðar á sig í þessum efnum, hafa þessar greiðslur ekkert verið lækkað- ar. Þær eru enn 1% af launum að jafnaði, en ættu með réttu að vera í dag 0,1% til 0,2%. Fyrir vikið hefur stéttarfélögunum safnast mikill auð- ur, sem að uppistöðu til byggist á fölskum forsendum, því í raun eru atvinnurekendur að greiða stéttarfé- lögunum 1% launaskatt af tekjum starfsmanna sinna. í stærstu stétt- arfélögunum skiptir þetta fé í styrkt- ar- og sjúkrasjóðunum tugum og jafnvel hundruðum milljóna. Þessu fé verja stéttarfélögin m.a. til eigna- kaupa af ýmsu tagi. Séð hefur mað- ur í reikningum styrktar- og sjúkra- sjóða kaup á fasteignum, hlut í bif- reið og fleiri eignum, svo sem hluta- bréf í banka. Óllu verra er að sjá peninga þessara sjóða notaða til að kosta málaferli launþega gegn at- vinnurekanda. Verst þótti mér þó að sjá styrktar- og sjúkrasjóðspeninga notaða til að greiða niður tap verka- lýðsfélagsins af rekstri gömlu dans- anna um veturinn, en dansleikjahald- ið fór fram í húsnæði félagsins. Þetta er óþolandi misnotkun á fé styrktar- og sjúkrasjóðanna. En meðan at- vinnurekendur sætta sig við þessa skattlagningu og hvernig stéttar- félögin nota fé þetta, þá verður þetta óbreytt, eins og með úrelta vinnu- löggjöfína. Það hentar verkalýðs- hreyfingunni að geta gripið til ólög- mætra verkfalla í kjarabaráttunni og þá nær það ekki lengra. Lokaorð Það er von mín, að dómur Mann- réttindadómstóls Evrópu í máli leigu- bílstjórans leiði til þess, að mönnum verði gert kleift að ráða því sjálfír, hvort þeir eru í stéttarfélagi, og njóta þar með sjálfsagðra mannréttinda, þótt það kunni að einhveiju leyti að skerða peningaeign og áhrifavöld stéttarfélaganna. Höfundur er héraðsdóms- lögmaður og skrifstofustjóri LÍÚ. Græn og hagræn meðferð sorps eftirBjörn Guðbrand Jónsson Mörg sveitarfélög á íslandi búast nú til að taka sorpmál nýjum tökum. Miklu skiptir nú þegar ráðist er í fjárfestingar sem standa munu til áratuga, að menn geri sér fulla grein fyrir kostnaði jafnt sem mögulegum ábata af væntanlegu sorphirðu- og sorpmeðferðarkerfí. Eins og komið er efnahagsmálum er mikilvægara en nokkum tíma að forðast hvers kyns fjárfestingarafglöp. Samtímis verður að taka fullt tillit til umhverf- isáhrifa. Þjóð sem byggir afkomu sína á útflutningi hágæða matvæla, vill sækja fram í ferðaþjónustu og hyggur til metorða í umhverfísmál- um á alþjóðavettvangi hefur ekki efni á viðvaningsbrag á þvi sviði. Efnabúskapurí örfoka landi Á íslandi hefur það lengi verið yfírlýst markmið að snúa vöm í sókn í baráttunni við uppblástur. Ný skýrsla OECD um umhverfísmál á íslandi staðfestir það sem flestir vissu; jarðvegseyðing er alvarlegasta umhverfísvandamál íslensku þjóðar- „Kerfisbundin fram- leiðsla á jarðvegi úr líf- rænu sorpi kann að reynast sú aðgerð sem gerir okkur loks kleift að brjótast út úr víta- hring gróður- og jarð- vegseyðingar.“ innar. Þúsundir tonna af dýrmætum jarðvegi Qúka á haf út á ári hveiju vegna þess að gróður vantar til að binda hann. Ástæður jarðvegseyðingar á ís- landi eru margþættar. Ein megin ástæðan er hversu rýr sjálfur jarð- vegurinn er. íslenskur jarðvegur er gjama blandaður eldljallaösku sem gerir hann næringarsnauðan og fok- gjaman. Gróður á erfítt uppdráttar í slíkum jarðvegi. Moldina vantar í jarðveginn; hinn lífræna hluta sem heldur honum saman, gefur viðloðun og heldur til haga næringarefnum plantna. í sorpi er fólgið umtalsvert magn af efnum af lífrænum uppruna. Með því að sníða sorphirðu og sorpmeð- ferð að því markmiði að ná út þessum lífræna hluta er hægt að hefja býsna hagrænan efnabúskap. Lífrænt sorp nýtist til hvers kyns uppgræðslu í okkar kæra en örfoka landi. Ef að líkum lætur falia til 140-160 þúsund tonn af lífrænum úrgangi á íslandi í dag. Þegar upp er staðið er nefni- lega harla lítið af rusli í sorpinu. Úrgangur til uppgræðslu En það þarf að gera réttu hlutina rétt. Koma þarf á kerfí sem tekur úr sorpstreyminu garðaúrgang, mat- arieifar, fískúrgang, pappír, timbur og ýmislegt sem fellur til við mat- vælaiðnað. Þessir efnaflokkar eru u.þ.b. 70% af sorpi. Ekki er heppi- legt að dreifa þessu óunnu á holt og hæðir. Hinn lífræni massi þarf að fara í gegnum niðurbrotsferli í safn- haug, svokallaða kompóstun, til að fá fram þá eiginleika sem sóst er eftir. Kompóstun er endumýting líf- rænna efna sem hægt er að stunda í nánast hvaða stærð sem er, allt frá safnhaugskassa í bakgarðinum upp í stóra „reaktora" fyrir milljónaborg- ir. Lokaafurð kompóstunar er lífrænn Björn Guðbrandur Jónsson. massi sem Iíkist mold í útliti, áferð og innri gerð. Ummyndunarferlið er samskonar og á sér stað í náttúr- unni 'þegar örverur gera sér mat úr lífrænum leifum og ummynda í mold- arefni. Munurinn er sá að í safn- haugnum er ferlið undir eftirliti, það gengur mun hraðar fyrir sig og ef- naútkoman er hagstæðari. Land- græðsla er ekki eina notkunarsvið fyrir kompostmold. Hana má nota við hvers kyns ræktun og ef vel er að verki staðið getur kompostmold orðið markaðsvara. Víða erlendis er sorpi og seyru úr skólpi snúið þannig til verðmæta. Má nefna að vestan- hafs, t.a.m. í milljónaborgunum Philadelphiu, Baltimore og Washing- ton, er áralöng reynsla af kompóstun í stórum stíl. Á Washington-svæðinu er t.a.m. kompostmold, upprunnin úr skólpleiðslum og ruslafötum, seld fyrir rúma 10 dollara hver rúmmetri og þess má geta að lóðin við Hvíta húsið var nýlega endurbætt með slíkri mold. Það er ástæða til að benda sérstak- lega á að hérlendis er heppilegt að nýta sem mest af pappír og pappa til að fá fram kompóstmold. Það létt- ir af þeirri kvöð að þurfa að koma þessum flokkum til endurvinnslu í útlöndum með æmum tilkostnaði, á ofmettaða markaði. Úrgangspappír er betur kominn sem þáttur í upp- græðslu landsins. Loks er ástæða til að benda á að kompóstun lífræns úrgangs er í eðli sínu ódýr aðferð, mun ódýrari en t.d. sorpbrennsla. Kompóstun er lág- tækniaðferð sem nýtir starfsemi náttúrulegra örvera. Fyrir lítil og millistærðar samfélög er ekki þörf á dýrum mannvirkjum, gagnstætt því sem á við um sorpbrennslu. Þá ber að nefna að ekki er rúm fyrir bæði sorpbrennslu og kompóstun í sama plássinu þar sem aðferðimar keppa um sömu hráefnin. Villigötur á Vestfjörðum Hvernig líta svo fyrirætlanir á ís- landi út í ljósi þess sem hér hefur verið sagt? Undirrituðum er kunnugt um hvemig mál hafa og eru að skip- ast á 2 stöðum á landinu; á norðan- verðum Vestfjörðum og á Suður- landi. Því miður hefur flest verið á öfug- um snúningi hjá Vestfirðingum. Málatilbúnaður í kringum sorpmálin hefur sett alla héraðspólitík við Djúp í uppnám. Lokaákvörðunin er síðan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.