Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1993 35 Hörður Hjálmars- son svifflugmaður Fæddur 16. febrúar 1932 Dáinn 7. ágúst 1993 í dag kveðja vinir og félagar Hörð Hjálmarsson hinstu kveðju. Kallið kom óvænt. Eftir stendur minningin um ljúfan mann og vandaðan, sem sárt er saknað af öllum er hann þekktu. Hörður var fæddur 16. febrúar 1932, sonur Hjálmars Þorsteinssonar húsgagnasmiðs og konu hans Mar- grétar Halldórsdóttur. Æskuheimili Harðar var í nágrenni Reykjavíkurflugvallar, þar sem fyrstu kynni hans af flugmálum hófust. Eftir hefðbundið skólanám hóf Hörður nám í húsgagnasmíði, sem hann starfaði síðan við á eigin vegum, ásamt kennslu í smíðum við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti. Hörður var sérlega handlaginn, en þar sem heilsan tók að gefa sig, varð Hörður að hverfa frá þessu starfí fyrir um það bil 15 árum. Hann starfaði síðan um skeið hjá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins og Borgarskipu- lagi Reykjavíkur. Hörður kvæntist Önnu Sigmunds- dóttur 15. nóvember 1952 og eign- uðust þau.fjórar dætur, sem allar eru kvæntar. Mín fyrstu kynni af Herði urðu árið 1954, er við urðum nágrannar, en hann hafði þá reist sér myndarlegt hús á Lynghaga 17. Áhugi Harðar á flugi var mikill. Hann lét síðan drauminn rætast er hann gekk til liðs við Svifflugfélag íslands. Hans fyrsta flug með kenn- ara var 16. júlí 1967. Kennari hans í fyrsta fluginu var Þorgeir Pálsson, núverandi flugmálastjóri. Eftir það flug varð ekki aftur snúið og 7. nóv- ember sama ár gekk Hörður formlega í félagið. Okkur svifflugmönnum varð þá fljótlega ljóst að í félagið Var genginn frábær vinur og félagi. Hann bar hag félagsins mjög fyrir bijósti, var frá byq'un boðinn og búinn að rétta félag- inu og félagsmönnum hendi, hvenær sem var, enda þúsundþjalasmiður. Hörður smíðaði svifflugu, „TF- Fæddur 27. júlí 1925 Dáinn 1. ágúst 1993 Minn æskuvorsins visnar gróður. Viðkvæmni ei tamt að bruðla. Oft væri sæmra að sitja hljóður, en setja fánýt orð í stuðla. Minningar upp margar vakna hjá manni er dauðans lúðrar gjalla. Margir munu sárt þín sakna, seint þú munt í gleymsku falla. Þú varst sannur sómamaður, samstarfsþýður, gott að vinna. Alltaf heill og oftast glaður. Þig allir virtu grannar þinna. Fyrir margt ég má þér þakka, mágur kæri, vinsemd alla. í æðsta dómi ei mun skakka - öll vor kynni Ijúf að kalla. Kæri vinur, farðu í friði á fegra sviðið æðri foldar. Ég samhryggist með sifjaliði, sem að ber þig hér til moldar. Orð er segja alltaf nóg. Ég á blaðið skrifa: „Drottinn gefi dánum ró. Hinum líkn sem lifa“. Egill Helgason. Líf og dauði. Hin eilífa hringrás. Ekkert er náttúrulegra, öruggara, nú vissara hér í heimi. Samt vonum við alltaf að vorið verði hlýtt, sumarið sólríkt og langt, haustið milt og end- ist langt fram á vetur. En þetta bregst tíðum til beggja vona og enginn mann- legur máttur fær þar nokkru þokað. Mannsævin lýtur einnig þessum lögmálum, þó meðfæddar vöggugjafir SON“, í samvinnu við Þorgeir Áma- son, þáverandi formann Svifflugfé- lagsins. Ber sú sviffluga vott um vandvirkni Harðar og nákvæmni. Þá smíðaði Hörður einnig litla mótor-svifflugu, sem hann var á, er hann fór í sína hinstu flugferð. Handtök Harðar fyrir Svifflugfé- lagið eru ómæld og ber þar hæst smíði hans á Félagsheimili svifflug- manna á Sandskeiði fyrir um 20 árum. Hefur skálinn æ síðan verið kallaður „Harðarskáli". Með bygg- ingu Harðarskála breyttist öll aðstaða félagsmanna til hins betra. Ekki lét Hörður þar við sitja því að hann smíðaði einnig öll borð og stóla í Harðarskála. Fyrir þetta framtak Harðar minnast svifflugfélagar hans með hlýhug, en fyrir nokkram áram var Hörður gerður að heiðursfélaga Svifflugfélags íslands. Með störfum sínum fyrir Svifflug- félagið, smíðinni á fiugtækjum sínum og Harðarskála hefur Hörður lagt dijúga hönd á plóginn til íslenskra flugmála, ásamt því að eiga, þrátt fyrir heilsuleysi, sem hijáði hann, þátt í viðhaldi og viðgerðum á flug- tækjum Svifflugfélagsins. Hörður starfaði í nokkur ár fyrir Flugmálafélag ísiands, sat nokkur þing þess og sótti þing norrænna flug- málafélaga. Hörður hafði mikinn áhuga á flugmódelum, smíðaði nokk- ur sjálfur og fylgdist vel með þvi sem gerðist í félagsskap flugmódela- manna. íslandsmótin í svifflugi vora Herði ætíð hugleikin, enda lét hann sig þar aldrei vanta. Sat hann þá nokkram sinnum í mótsstjóm og tók þátt í keppnum. Hans verður sárt saknað á næsta íslandsmóti á Hellu. Að leiðarlokum þakka ég Herði vináttuna í gegnum árin og samveru- stundimar á Sandskeiði. Ég votta þér, Anna, og fjölskyldunni allri, mína innilegustu samúð. Guð blessi minn- ingu Harðar Hjálmarssonar. Magnús Sverrisson. Sagt er að enginn fái ráðið hvar, sem hlúð er að í uppeldi, geri oft gæfumuninn um það, hvemig ævin líður fram og stendur af sér utanað- komandi ágjafír. Okkur, sem eftir lif- um, er nákominn ættingi og vinur hverfur yfír móðuna miklu, verða þessi mál ofarlega í huga, ásamt þakklætinu fyrir að hafa notið þeirrar gæfu að fá að vera samtíða svo traustum, sam- viskusömum, heiðarlegum og dreng- lyndum manni, sem Magnús Jónsson var. Slík minning er huggun harmi gegn og lifír með okkur, svo lengi sem okk- ur endist aldur til og vonin um endur- fundi er mörgum heilög trá. Magnús Jónsson var fæddur á Sauðárkróki 27. júlí 1925, sonur hjón- anna Jóns Björnssonar og Unnar Magnúsdóttur í Svangrund á Sauðár- króki, nú nr. 17 við Aðalgötu og það- an lagði hann af stað í sína hinstu för. Magnús fékk í vöggugjöf óvenju- lega heilsteypta persónugerð, sem hlúð var að við hlýjan og taustan heimilisarin vandaðra foreldra í miðj- um hópi fimm systkina. Magnús varð líka einstakur heimilisfaðir. Óþreyt- andi að smíða, lagfæra og prýða og búa allt í haginn fyrir bömin sín. En fyrst og síðast fyrir konuna sína hana Kiddu, Kristínu Helgadóttur frá Tungu í Gönguskörðum. Kidda og Maggi — þau vora alltaf nefnd í sömu andránni, svo samrýnd og samhent vora þau. Fram til hinstu stundar sat Kidda við sængina hans Magga og vakti. Langvarandi veikindi og barátta við erfiðan og ólæknandi sjúkdóm áram saman. Stundum virtust öll sund vera að lokast, en með viljastyrk og þraut- seigju og hjálp góðra lækna náðist afturhvarf og nokkur bati um sinn. En nú varð ekki deilt við dómarann hvenær og hvemig hann komi í þenn- an heim, né heldur hvar, hvenær og hvemig hann skilur við hann. Aðeins einu fáum við einhveiju ráðið um, en það er tíminn þar á milli. Hörður Hjálmarsson var tvímælalaust einn þeirra sem notaði þann tíma vel og það skarð sem sviplegt fráfall hans nú skilur eftir í raðir flugáhugamanna verður seint fyllt. Hörður var einhver athafnamestur íslenskra flugáhugamanna seinni tíma og kom þar víða við. Hann var hvoratveggja flugmaður góður og afbragðs flugvélasmiður, en auk þessa starfaði hann dyggilega að fé- lagsmálum flugáhugamanna og fengu ijölmörg félög þeirra notið at- orku hans og áhuga á því sviði. Skal þar nefna Flugmódelfélagið Þyt, Svif- .flugfélag íslands, Flugsmíð, félag áhugamanna um flugvélasmíði og síð- ast en ekki síst Flugmálafélag ís- lands. Þar sat Hörður í stjórn um langt árabil, auk þess sem hann ann- aðist rekstur skrifstofu félagsins til skamms tíma með miklum ágætum. Fyrir það starf fékk Hörður ekki önn- ur laun en ánægjuna. Annað fór hann ekki fram á. Hörður var völundarsmiður af guðs náð, jafnvígur á tré sem málma. Auk nýsmíði tveggja flugvéla (svifflugu og mótorsvifflugu) og endursmíði ót- alinna annarra, hannaði Hörður og reisti félagsheimili svifflugmanna að Sandskeiði sem nefnist Harðarskáli. Mun það mannvirki varða minningu Harðar og störf hans að íslenskum flugmálum um ókomin ár. Fjölskyldu Harðar og ástvinum sendum við félagar í Flugmálafélagi Islands okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Ragnar J. Ragnarsson. Þegar ég nú kveð Hörð Hjálmars- son verður mér fyrst fyrir að hugsa um hugtakið vináttu. Hvað ræður því, að sumar persónur verða vinir manns, nánast við upphaf kynna? En þannig var því einmitt farið með Hörð, sem ég fyrst kynntist fyr- ir réttum sex áram og að sjálfsögðu á Sandskeiði. Fljótlega eftir að ég fór að venja komur mínar upp á Sand- skeið, í ágústmánuði 1987, tók ég eftir, hvað samtöl við Hörð vora gef- andi. íslendingar eru yfírleitt fremur lokaðir og seinteknir og sá andi sveif óneitanlega yfír vötnum hjá því vaska liði, sem með mikilli elju hélt þá úti lengur. Magnús andaðist að morgni hins 1. ágúst síðastliðinn eftir stutta en stranga sjúkrahúsvist í lokalot- unni. Hann hafði fengið framlengingu nokkram sinnum og stóð sig eins og hetja til hinstu stundar, með dyggri og ómetanlegri aðstoð síns lífsföra- nautar í blíðu og stríðu. Hennar miss- ir er mikill, en ég veit að máttur hinna góðu afla, veitir henni áfram styrk og þor. Við kveðjum Magga með djúpum söknuði, svo langt fyrir aldur fram, með kveðju ritningarinnar: „Ég lifí og þér munuð lifa“. Minnug þess að aldur er afstætt hugtak, eins og margt annað hér í heimi. Manngildið felst í drenglyndi, heið- arleika og samviskusemi, sem miðlað er af hógværð, en mikilli rausn, öllum til góðs og eftirbreytni og endist út yfír gröf og dauða, lengur en lengsta mannsævi spannar. Þannig geymum við minningu Magnúsar Jónssonar. Guðríður. Hann andaðist í Borgarspítalanum í Reykjavík 1. ágúst. Hann var jarð- sunginn í Sauðárkrókskirkju 7. ágúst að viðstöddu fjölmenni. Það er margt sem kemur fram í hugann er ég minnist hans. Fyrst og síðast þakkir fyrir að hafa átt hann að. Þennan trausta, drenglynda mann sem alltaf reyndist mér sem besti bróðir frá því er ég fyrst kynntist honum. Þá ung að áram er hann gekk að eiga systur mína Kristínu. Alltaf gat ég leitað til þeirra ef ég þurfti einhvers með. Magnús var fæddur á Sauðárkróki 27. júlí 1925, sonur sæmdarhjónanna Unnar Magnúsdóttur og Jóns Björns- sonar deildarstjóra hjá KS áram sam- an, er búsett vora að Svangrund, nú Aðalgötu 17. Hann var þriðji í röð fímm systkina, Auðar á Akureyri, Bjöms á Sauðárkróki, Sigríðar í Kópa- vogi og Kára heitins sem bjó á Krókn- um eins og hinir bræðumir. Maggi, eins og hann var alltaf kallaður, vann hvers konar störf í skóla lífsins. Fram- an af stundaði hann talsvert sjó- Svifflugfélagi íslands, þessu elsta og þá þegar rámlega hálfrar aldar flugá- hugamannafélagi. Sérstaða Harðar fólst m.a. í að gefa sér tíma til að ræða við og kynnast þeim sem nýir komu á svæðið. Þegar við upphaf kynna var ljóst að Hörður hafði af ýmsu að miðla. Hann hafði ráðist í það stórvirki, nokkram áram áður, að smíða sér eigin mótorsvifflugu og var greinilega ein af máttarstoðum félagsins, er að smíðum og viðhaldi laut. En frá þeim tíma að við Hörður hittumst í fáein skipti, mína fyrstu daga á Sandskeið- inu, var ævinlega síðar, sem ég hitti gamlan og góðan vin. Langur tími leið oftast milli þess að leiðir okkar lægju saman. En þessir fundir með Herði, þar sem hann lýsti af hóg- værð, lítillæti og kímni jafnt sínu lík- amlega ástandi, sem á stundum var ekki sem best, svo og stöðu mála í sviffluginu, varð mér ævinlega hvatn- ing til að taka upp þráðinn að nýju og kynnast betur dásemdum svif- flugsins í hópi góðra félaga. Síðast hitti ég Hörð, hressan að vanda, um sl. verslunarmannahelgi á flugkomu austur í Múlakoti. Flugið átti hug okkar beggja. Minningin um einstakan félaga lif- ir. Eiginkonu, dætrum og öðrum nán- ustu ættingjum sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Sveinn Aðalsteinsson. Mig langar í fáum orðum að kveðja vin minn Hörð Hjálmarsson, heiðurs- félaga í Svifflugfélagi íslands, bæði mennsku, sem höfðaði alltaf til hans. Hann átti bát og réri til fískjar er færi gafst. Hann giftist Kristínu Helgadóttur 23. ágúst 1947, stofnuðu þau heimili að Skógargötu 5 á Sauðár- króki. Þar var alltaf „opið hús“ og öllum jafnvel tekið. Oft var svo gest- kvæmt að orð var á gert. Bömin urðu fímm, Helgi, Jón Bjöm, Unnur, Hilm- ar Bjami og Sigríður. Allt vel mennt- að gott fólk og dugmikið. Öll systkin- in eru búsett í Ástralíu nema Helgi, sá elsti. Magnús lagði hönd á ýmislegt um dagana, enda fjölhæfur, einstaklega verklaginn og afkastamaður svo af bar. Hann var eftirsóttur til allra verka eins og þeir vita vel sem til þekkja. Það væri of langt mál ef allt væri upp talið og ekki að hans skapi að mi- klast af því sem hann fékkst við hveiju sinni. Hann var práðmenni, góður heimilisfaðir og heimakær. Kidda og Maggi, eins og þau hjón vora oftast kölluð, vora mjög samhent og um þau alltaf talað sem eitt. Þau gátu alltaf miðlað öðram — það var þeirra aðals- merki. Árið 1968 ákváðu þau að flytja til Ástralíu. Mörgum var það óskiljanleg staðreynd svo vinamörg sem þau vora og era og ijárhagslega sjálfstæð alla tíð. Ástæðumar verða ekki raktar hér. Allt hefur sína orsök. Heilsan hefur átt þar þátt í. Magnús var þá slæmur af ofnæmi sem hlýrra loftslag var taiið hafa góð áhrif á og á þessum árum var talsvert um búferlaflutninga héðan til þessarar ijarlægu heimsálfu. Sem sagt, þangað drifu þau sig með fjögur yngri börnin. Elsti sonurinn, Helgi, var þá við nám í Stýrimanna- skólanum, varð eftir og lauk sínu námi og stofnaði til fjölskyldu í Kópa- vogi. Það var mikill söknuður þegar þessi uppáhaldsfjölskylda var kvödd, kaldan og hvassan janúardag, á förum til alókunnra heimkynna. Sú tilfínning að þau væra horfín fyrir lífstíð sótti fast á. Tómleiki og kvíði vegna óvis- sunnar settist að. Ferðin tók heilan mánuð með skipi. Fljótt fóra bréfín að koma og fréttir af þeim strax á leiðinni, og bréfin urðu mörg og kær. Magnús Jónsson frá Sauðárkróki fyrir mína hönd og Svifflugfélagsins. Kynni okkar hófust fyrir um það bil 20 áram, báðir ólæknandi áhuga- menn um flug. Við voram félagar í Svifflugfélagi íslands og einnig stunduðum við báðir talsvert módel- flug. Hörður var listagóður smiður og ótrálega hugmyndaríkur, enda vitna um það margir hlutir, stórir og smáir. Einhveiju sinni á félagsfundi kynnti Hörður það sem hann kallaði fantasíu um Sandskeið, en það var draumur hans um framtíðarskipulag þar. í dag hafa mörg af þeim atriðum ræst og er það ekki síst að þakka dugnaði og útsjónarsemi Harðar Hjálmarssonar, enda heitir félags- heimili Svifflugfélagsins á Sandskeiði Harðarskáli. Hann var eins mikill listamaður eins og hann var iðnaðarmaður, hann sameinaði bæði notagildi og fallegt útlit í hönnun sinni, eins og sést á Harðarskála, sem hann teiknaði, bæði hús og innanstokksmuni. Um það leyti sem við vorum báðir kosnir í stjóm Svifflugfélags íslands, kom Hörður með þá hugmynd að við smíðuðum saman svifflugu og varð það úr. Næstu fímm árin unnum við sam- an þrisvar í viku yfir vetrarmánuðina þangað til svifflugan TF-SON var fullbúin og var Hörður allan tímann meistarinn en ég lærlingurinn. Þegar vandamál komu upp, leysti hann þau öll í huganum áður en hafíst var handa, enda voru mistök í smíði nán- ast óþekkt. SONurinn reyndist afbragðs vel og hefur nú flogið í 12 ár áfallalaust. Hörður, sem átti fjórar dætur, sagði oft í gríni að hann ætti þó einn SON með Ingunni, konu minni. Svifflugmenn verða nú að endur- skipuleggja ýmislegt í sinni starfsemi þar sem Harðar nýtur ekki lengur við, því æði oft reiddu þeir sig á úr- ræði hans i viðhaldi og smíði svif- flugna og annarra eigna Svifflugfé- lagsins. Ég vil að lokum þakka þér, Anna mín, fyrir allan þann tíma sem þú eftirlést okkur Herði. Einnig fyrir allar samverastundimar með ykkur hjónum bæði á Sandskeiði og á heim- ili ykkar Harðar. Innilegar samúðarkveðjur til þín og fjölskyldu þinnar. Þorgeir L. Árnason. Þar var engin leti við bréfaskriftir svo sambandið hélst órofið. Þessu dugm- ikla fólki famaðist vel sem við var að búast og era landi og þjóð til sóma hvar sem þau koma. Árin liðu; þau hjón komu í nokk- urra vikna dvöl til æskustöðvanna. Þá stóð sem hæst nýbygging á mínu heimili og Magnús þessi einstaki vinnuþjarkur og eljumaður gat ekki horft á óunnin verk án þess að taka til hendi. Hann kom og bauð sína hjálp á þeim forsendum að honum leiddist aðgerðaleysið. Og hann hófst handa svo um munaði. Þau verk verða aldrei fullþökkuð eða goldin. Það var sama hvort hann hélt á skóflu, flísalagði eða hvert verkfærið var, það lék allt í höndúm hans. Hér er margt sem minnir á hann. Fyrst eftir að hann kom til Ástralíu vann hann mest við smíðar, en er þarna var komið hafði hann unnið alla samverkamenn sína af sér og orðinn sjálfstæður verktaki þar. Eftir 19 ára dvöl í Ástralíu komu Kidda og Maggi aftur og fluttu inn á Aðal- götu 17 sem fyrr var hús foreldra hans. Þar lagaði Magnús og endur- bætti innan sem utan þó hann væri orðinn heilsuveill og síðast nú í vor lagfærði hann þakið. Þrátt fyrir ólæknandi sjúkdóm dreif hann sig áfram og lét ekki undan þótt oft væri hann lasinn. Hugur þeirra leitaði oft til bamanna sinna, tengdabama, bamabama og vina í Ástralíu og þau fóru til þeirra eftir eitt ár, komu til baka og hugðu aftur á heimsókn nú um miðjan ágúst- mánuð. En enginn ræður sínum næt- urstað. Kallið kom snöggt og óvænt. Elsku Kidda mín, ég bið guð að styrkja þig og allt ykkar fólk. Ég veit að sorg ykkar er mikil og söknuðurinn sár. En minningarnar era dýrmætar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) María Helgadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.