Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1993
5
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson.
Á fullri ferð
ÍSLANDSMEISTARARNIR í
fjallahjólreiðum, en keppt var í
sex flokkum karla og kvenna. Á
innfelldu myndinni sjást kepp-
endur í íslandsmótinu í víðavangi
í Heiðmörk á sunnudaginn . Þeir
sem fóru lengst lögðu að baki
Morgunblaðið/RAX
35 km.
Islandsmeistaramót í fjallahjólreiðum
Keppendur hjól-
uðu allt að 35 km
Lokakeppni til íslandsmeistara í fjallahjólreiðum fór fram í Heið-
mörk á sunnudaginn, en mótið hefur staðið yfir í allt sumar á veg-
um íslenska fjallahjólaklúbbsins. Um helgina var keppt í sex flokk-
um, þar sem keppendur hjóluðu allt að 35 km langa leið um ná-
grenni Heiðmerkur. Lá leiðin um vegi og þrönga stíga, hóla og
hæðir sem reyndu á kjark og þol keppenda.
í kvennaflokki vann Sigríður Ól-
afsdóttir á Trek reiðhjóli, en hún
hefur einnig verið framarlega í sigl-
ingu hérlendis. Sigurgeir Hregg-
viðsson, sem keppti á Moongoose-
hjóli, tryggði sér sigur í meistara-
flokki karla, sem hjóluðu lengstu
vegalengdina. Marinó Siguijónsson
veitti honum mesta keppni, en Sig-
urgeir varð á endanum á undan í
endamark. í flokki 16-18 ára vann
keppandi, sem þykir mikið efni í
reiðhjólamennsku hélendis, Sig-
hvatur Jónsson. Nokkrir íslenskir
hjólreiðamenn eru taldir eiga erindi
í keppni erlendis eftir mót sumars-
ins og er í undirbúningi að senda
nokkra kappa erlendis í framtíð-
inni. Er mikill áhugi á hjólreiðum
hérlendis og sala íjallahjóla hefur
slegið út sölutölur á heimsvísu mið-
að við höfðatölu.
Verðlaunahafar
Eftirtaldir unnu til verðlauna í
sínum flokkum í keppninni: Meist-
araflokkur: 1. Sigurgeir Hreggviðs-
son, 2. Marinó Siguijónsson, 3.
Óskar Páll Þorgeirsson, Flokkur
16-18 ára: 1. Sighvatur Jónsson,
2. Arnar Ástvaldsson, 3. Krist-
mundur Guðleifsson. Kvennaflokk-
ur: 1. Sigríður Ólafsdóttir, 2. Svala
Sigurðardóttir, 3. Gerður Rún Guð-
laugsdóttir. Opinn flokkur: Guð-
mundur Eyjólfsson, 2. Guðmundur
Vilhjálmsson, 3. Hjalti Finnsson.
Flokkur 13—15 ára: 1. Helgi Berg
Friðþjófsson, 2. Gissur Þorvaldsson,
3. Hjalti Finnsson. Flokkur 9-12
ára: 1. Gylfi Jónsson, 2. Björn Odds-
son, 3. Sveinbjöm Sveinbjörnsson.
Ölafur Raguar Grímsson
Segir pró-
fessorsstöðu
sinni lausri
ÓLAFUR Ragnar Grímsson
hefur sagt prófessorsstöðu
sinni við Háskóla íslands
lausri með bréfi til mennta-
málaráðherra í lok júlí. Hann
segir að á meðan hann hafi
gegnt trúnaðarstörfum og
þingstörfum fyrir Alþýðu-
bandalagið hafi hann ekki
gegnt prófessorsstöðu sinni
jafnframt því. Hann hafi ekki
talið eðlilegt að hafa embætt-
ið tengt sér lengur með þess-
um hætti, en síðast kenndi
hann við skólann árið 1988.
Siguijón Björnsson, forseti
félagsvísindadeildar Háskóla
íslands, segir að tími Ólafs
Ragnars í launalausu leyfi
hafi runnið út nú í sumar og
þar sem hann hafi ekki ætlað
að snúa sér aftur að kennslu
hafi hann sagt starfinu lausu.
Siguijón segir að samkvæmt
reglum félagsvísindadeildarinnar
sé kennurum gefinn ákveðinn tími
til að vera í launalausu leyfi og
því hafi Ólafur Ragnar farið rétt
að með því að láta af embætti sínu
við Háskólann ef hann hefði ekki
ætlað að koma aftur til starfa í
haust. „Ólafur fylgdi því þeim regl-
um, sem settar eru um þessi mál
hér innan okkar deildar," segir
Siguijón.
Ekki eðlilegt að halda stöðunni
Ólafur Ragnar segir að þrátt
fyrir að í gegnum tíðina hafi ýms-
ir alþingismenn, svo sem Gylfi Þ.
Gíslason, Kjartan Jóhannsson og
Ólafur Jóhannesson, haldið emb-
ættum við Háskólann um leið og
þeir sinntu þingmennsku og voru
jafnvel formenn flokka sinna, hafi
hann sjálfur ekki talið eðlilegt að
gera það og þess vegna sagt stöð-
unni lausri.
„Ég hafði fullan rétt á því að
taka aftur upp kennslu við Háskól-
ann ef ég hefði svo kosið, eins og
ýmsir þingmenn og formenn flokka
hafa áður gert. Það var lenska
áður fyrr að ýmsir forystumenn í
stjórnmálum kenndu í Háskólanum
um leið og þeir sætu á Alþingi.
Mér fannst hins vegar ekki eðlilegt
að ég gegndi þannig tvöföldu
starfi," segir Ólafur Ragnar.
AF SLATTUVEL
EF ÞU KAUPIR NYJA
SLATTUVEL NÚNA
TEGUND VERÐ 1/3FRÍAN ÞÚ GREIÐIR
MTD 042 19.900 6.627 13.273
MDT 072 24.900 8.292 16.608
Flymo L47 44.550 14.835 29.715
Flymo E 300 15.900 5.295 10.605
Flymo E 400 22.900 7.626 15.274
Zenoah orf 220.. 34.162 11.376 22.786
Zenoah orf 431.. 48.938 16.296 32.642
fjSFJSk s'/t