Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1993 11 andi listakonur eru orðnar á þess- um vettvangi, sem fyrir ekki svo löngu síðan var helst viðfangsefni karla. Flest það sem hér getur að líta er í nokkru samræmi við það sem hefur verið áberandi á alþjóðlegum vettvangi höggmyndalistar um ára- bil, og því kann áhorfandinn að leita eftir hvort einhver íslensk sér- staða sé fyrir hendi. Hún er til, og kemur hér m.a. fram í verkum Halldórs Ásgeirssonar, „Hrauntot- em“ og „Velkominn“, sem trauðla yrðu til annars staðar, „Rúnaskóg" Finnu B. Steinsson, sem vísar til fornrar menningar, og loks í lúmsku verki Grétars Reynissonar, sem er án titils, en í því má finna orðtakið „tjaldað til einnar nætur“ sem vísar á skemmtilegan hátt til sambands íslendingsins og náttúr- unnar í víðum skilningi. Höggmyndasýningin í Hvera- gerði ber þess vitni að listafólkið er að takast á við fjölbreytt við- fangsefni og ólíkan veruleika, bæði hvað varðar efni, rýmiskennd og framsetningu. Á sýningunni kemur einnig fram að myndhöggvarar eru stór og öflugur hópur listamanna á öllum aldri, sem vert er að veita athygli í framtíðinni. Sýning Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík við Hótel Örk í Hvera- gerði stendur allt til mánudagsins 13. september, og er rétt að benda vegfarendum um Suðurlandsveg á að það er vel þess virði að gera þarna stuttan stans á ferðum sínum og skoða sýninguna; það er óvíst hvenær slíkt tækifæri gefst aftur. Þorsteinn Gauti hlýtur Tónvakann ÞORSTEINN Gauti Sigurðsson, píanóleikari, sigraði í keppninni um Tónvakann, Tónlistarverðlaun Ríkisútvarpsins 1993. Hann tekur við verðlaununum á sérstökum hátíðartónleikum 30. september næstkomandi og leikur væntan- Iega við það tækifæri einleik á pianó í Píanókonsert númer 3 í d-moll, ópus 30, eftir Sergej Rak- hmanínov með Sinfóníuhljómsveit íslands. í fréttatilkynningu segir: Útvarps- stjóri, Heimir Steinsson, afhendir verðlaunin á tónleikunum, en verð- launaupphæðin er 250 þúsund krón- ur, auk þess sem gerðar verða út- varpshljóðritanir með leik Þorsteins Gauta á næsta ári. Þorsteinn Gauti Sigurðsson er fæddur árið 1960. Hann hóf ungur píanónám og lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 19 ára gamall, undir handleiðslu Hall- dórs Haraldssonar, og hélt þá til Bandaríkjanna í framhaldsnám, sem hann stundaði við Juilliard-tónlistar- háskólann í New York og í Róm á Ítalíu, þar sem hann naut tilsagnar margra þekktra píanóleikara. Þor- steinn Gaut; hefur komið fram á tón- leikum á Norðurlöndunum, Ítalíu, í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bret- landi, Frakklandi og Rússlandi og meðal annars leikið með útvarps- hljómsveitunum í Helsinki og Ósló og Sinfóníuhljómsveit íslands. Hann hefur tekið þátt í frumflutningi sam- tímatónlistar og hafa nokkur verk verið samin sérstaklega tileinkuð honum. Þorsteinn Gauti Sigurðsson var valinn úr hópi fimm flytjenda sem tóku þátt í úrslitaáfanga Tónvaka- keppninnar, en aðrir sem fylltu þann hóp eru Elsa Waage, altsöngkona, Erna Guðmundsdóttir, sópransöng- kona, Ingunn Ósk Sturludóttir, mezzósópransöngkona, og Valgerður Hjón með tvö börn óska eftir hugguiegri 3ja-4ra herbergja íbúð í Reykjavík frá 1, september nk. Góð meðmæii. Fyrirframgreiðsia ef óskað er. Upplýsingar í síma 93-47762. Þorsteinn Gauti Sigurðssón Andrésdóttir, píanóleikari. Þau komu fram á tónleikum í beinni útsendingu síðustu þrjá sunnudaga í Norræna húsinu. ♦ ♦ ♦---- Upplestur í Hafnarborg í TENGSLUM við sýningu Sigur- laugs Elíassonar í Hafnarborg, Hafnarfirði, gengst félagsskapur- inn Norðan Niður fyrir ljóðaupp- lestri þar á morgun, miðvikudag- inn 18. ágúst, kl. 20.30. Þar lesa ljóð sín ljóðskáldin Geir- laugur Magnússon, Oskar Árni Ósk- arsson, Gyrðir Elíasson, ísak Harðar- son, Sigurlaugur Elíasson og Baldur Óskarsson, og er yfirskrift kvöldins Ljóð á ágústkvöldi. Jónína Guðnadóttir: Slökun II. 1993. að láta nokkuð að sér kveða í fram- tíðinni. Af slíkum má npfna Önnu Eyjólfsdóttur, sem sýnir hér afar skemmtileg verk, Önnu Sigríði Sig- urjónsdóttur, Finnu B. Steinsson, Hansínu Jensdóttur, Ingu Jónsdótt- ur og Kristínu Reynisdóttur. Einnig er áhugavert að sjá hversu áber- Yfirlitssýning á verk- um Braga á lokastigi UNDIRBUNINGUR að yfirlits- sýningu á grafíkverkum Braga Asgeirssonar í Listasafni Is- lands er nú á lokastigi. Með hjálp lesenda Morgunblaðs- ins hefur Listasafninu nú tekist að hafa upp á langflestum grafík- myndum listamannsins, en þó eru enn ófundin nokkur þrykk frá 1952 og 1953, aðallega litlar ætingar, einnig tréristan sem hér er birt mynd af. Þær ætingar sem um ræðir eru mestmegnis af fólki í fullri lengd við ýmsa iðju, til dæm- is flamenkódans og fiskvinnsíu, en meðal þeirra eru einnig nokkrar stemmningar með konum, til dæm- is frá Spáni. Einnig langar Lista- safnið að fá upplýsingar um nokk- uð stóra ætingu (38x24 cm) af konuandliti frá 1959. Listasafn íslands vill því enn og aftur leita á náðir Morgunblaðslesenda og biðja þá sem enn luma á gömlum grafíkmyndum eftir Braga Ás- geirsson að láta vita af sér í síma 621000. í tengslum við sýninguna verður gefin út lítil bók með grafík- myndum Braga Ásgeirssonar, grein eftir hann og öðru tilskrifi um myndlist hans eftir nokkra aðila. Sýningin hefst 18. september nk. Tréristan sem leitað er að eftir Braga Ásgeirsson. vaxtalaust lán tO 18 mánaða eða veglegur Honda Accordfrá iraooo kr. \0 B Verð frá því fyrir gengisfellingu. Opið 9-18 virka daga og 12-16 laugardaga. HONDA Vatnagörðum - Sími 689900 -góð fjárfesting '■'Óháð tryggingarfélagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.