Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. AGUST 1993 37 Pétur Haraldsson kaupmaður - Minning Fæddur 3. júlí 1925 Dáinn 28. júlí 1993 Tengdafaðir minn Pétur Haralds- son, kaupmaður og fræðimaður, and- aðist á gjörgæsludeild Landspítalans 28. júlí síðastliðinn rúmlega 68 ára að aldri, og var jarðsunginn í Dóm- kirkjunni 9. ágúst. Með honum er genginn góður drengur og gegn, sem ég bar gæfu til að kynnast fyrir rúm- um áratug. Reyndist hann mér ætíð sem hinn besti faðir og góð fyrir- mynd. Skal hans nú minnst í nokkrum orðum. Hann fæddist í Reykjavík 3. júlí 1925, sonur hjónanna Haralds safn- húsvarðar og fræðimanns, Pétursson- ar skólastjóra á Eyrarbakka Guð- mundssonar og konu hans Margrétar Þormóðsdóttur bónda að Holtakotum í Biskupstungum Þormóðssonar. Bæði eru þau látin. Pétur var elstur þriggja barna þeirra hjóna er upp komust en frum- burð sinn, Pétur Þóri, misstu þau 3 misseris gamlan. Systkinin tvö sem eftir lifa eru Guðbjörg og Þormóður. Foreldrum þeirra systkina tókst með seiglu og hagsýni samfara bjartsýni að ná fótfestu í höfuðstaðnum á tím- um kreppu og fátæktar. Faðir hans stundaði alla almenna verkamanna- vinnu sem fékkst og gekk að hveiju verki með kostgæfni og kappi og sinnti auk þess ýmsum opinberum trúnaðarstörfum. Lengst af vann hann sem húsvörður í Safnahúsinu við Hverfísgötu. Hann var kunnur maður fyrir ættfræðistörf sín og er ættfræðiritið Kjósarmenn, sem hann tók saman, óbrotgjarn minnisvarði um metnaðarfullar ættfræðirann- sóknir. Pétur ólst upp í Reykjavík en var í tíu sumur frá 5 ára aldri í sveit hjá móðurömmu sinni Vigdísi á Kjarans- stöðum í Biskupstungum og hefur sú vist efunarlaust vakið áhuga hans á náttúru landsins, því hann var vel fróður um hana. Hann var eðlis- greindur að upplagi, bókhneigður og námgjarn. Honum gekk enda með ágætum í skóla. Áhugi hans rann snemma í þann farveg sem hann jafn- an síðar hélt sig að mestu við: holla útivist og heilbrigða hugsun, íþróttir, ferðalög, ættfræði, íslenska sögu og tungu - og ræktun lands. Ættfræðin skipaði snemma sérstakan sess hjá honum; hann var einn af stofnendum Ættfræðifélagsins 1946, þá rúmlega tvítugur að aldri og sat síðar í stjórn þess í ein tíu ár. Hann gekk á fjöll sem ungur maður ásamt vinum sín- um, en það var nokkuð sérstakt á þeim tímum að ungir menn úr höfuð- staðnum legðu slíkt fýrir sig. Pétur hóf nám í prentiðn 1942 og lauk sveinsprófi með miklum ágætum 1946 og varð strax eftirsóttur setjari sakir traustrar íslenskukunnáttu, ná- kvæmni og vandvirkni. Þjóðkunnur fræðimaður við Árnastofnun sagði við mig í vetur: Ef ég vildi fá prent- ara sem vann verkið eins vel og unnt var þá bað ég um Pétur. Hann vann við iðn sína í prentsmiðjunni Hólum frá því hann lauk námi og allt til ársloka 1962. Hann var dyggur fé- lagsmaður í Hinu íslenska prentara- félagi og var ritari þess um tveggja ára skeið. Árið 1963 gerðist hann ritstjóri Islenskra samtíðarmanna ásamt séra Jóni Guðnasyni. Það var mikið verk og vandasamt og stóð yfír í ein fjög- ur ár, frá 1963-1967: kom út í tveim- ur bindum, traust rit og gott. í þess- ari vinnu kom honum vel að liði rót- gróinn áhugi á ættfræði og sögu, ásamt'næmni ogeftirtekt. Nákvæmni Péturs - meðfædd liggur við borð að segja - naut sin vel í þessu verki og síðar. í tómstundum sínum hin síðari ár fékkst hann við umfangsmiklar ættfræðirannsóknir, sem beindust að ættum fólks á Kjalamesi og ná- grannabyggðum. Verk þetta veitti honum margar ánægjustundir og er náma fyrir alla þá er ættfræði unna. Handbragð allt er hið besta á þessu verki og til fyrirmyndar, í smáu sem stóru. En ritstörf voru honum ekki með öllu ókunn þegar hann hóf starf sitt við íslenska samtíðarmenn því bæði hafði hann verið ritstjóri Prentarans 1958-1961 og eins hafði hann samið vandaða bók um Ólympíuleikana og gefið sjálfur út 1957. Þótti öllum unnendum íþrótta hún mikill fengur þar sem íslenskum lesendum_ var í fyrsta sinni sögð ítarleg sama Ólymp- íuleikanna 1896-1956. Á yngri árum hafði hann mikinn áhuga á þessum víðfrægu leikum og sjálfur var hann viðstaddur Ólympíuleikana í London 1948 og í Helsinki 1952. Er bók þessi hið traustasta rit, sem víða fór. Þegar vinnu var lokið við íslenska samtíðarmenn hóf Pétur störf í Safnahúsinu við Hverfísgötu og fet- aði þar í fótspor föður síns og sinnti húsvörslu um fimm ára skeið af skyldurækni og prýði. Hann var maður sjálfstæður í hugsun og verki; kunni því vel að vera sinn eigin húsbóndi og af þeim sökum og öðrum festi hann kaup á verslun Björns Kristjánssonar árið 1969 og rak hana með myndarbrag og dugnaði ásamt eiginkonu sinni. Þau hættu verslunarrekstri um síð- ustu áramót og kom þar einkum til heilsubrestur Péturs. Verslunin var honum og konu hans alla tíð kær. Þar ilmaði allt af liðinni tíð — og honum kappsmál að halda henni sem næst upprunalegastri mynd. Sem kaupmaður var hann hagsýnn, skila- góður og ráðvandur — vildi engum skulda og það sem hann sagði stóð sem stafur á bók. Þeir voru margir sem söknuðu verslunarinnar þegar hún lokaði; traustum viðskiptavinum og öðrum er áttu leið um miðbæinn og komu við í ritfangaversluninni VBK var hann ætíð þakklátur fyrir ræktarsemi. Pétur gekk að eiga Halldóru Her- mannsdóttur frá Siglufirði hinn 16. maí 1953 og lifir hún mann sinn. Þeim var fjögurra barna auðið og eru þijú þeirra á lífi. Þau eru: Sigríður, kennari, fædd 1953, gift séra Hreini S. Hákonarsyni; Margeir, fæddur 1960, héraðsdómslögmaður og stór- meistari í skák, kvæntur Sigríði Indr- iðadóttur, kennara; Vigdís, fædd 1962, læknir í gautaborg, gift Ævari Aðalsteinssyni, múrara; soninn Har- ald, sem fæddur var 14. janúar 1955, misstu þau þann 2. desember 1972. Blessuð veri minning hans. Barna- bömin eru sjö talsins. Þau hjón voru samhent í orði og verki, árin 40 í hjónabandi einkennd- ust af hlýju og ástúð, gagnkvæmri virðingu og samheldni í hveiju því er þau tóku sér fyrir hendur. Pétur var mikill fjölskyldumaður og vildi bömum sínum allt hið besta. Fræddi þau sjálfur um margt og fylgdist vel með þeim og studdi. Tengdamóðir hans bjó hjá þeim hjónum í rúm tíu ár og bar aldrei skugga á þá sam- búð. Hag foreldra sinna bar hann mjög fyrir bijósti og byggðu þeir feðgar í félagi reisulegt hús í Sól- heimum. Metnað sinn lagði hann í að sjá fjölskyldu sinni farborða á sómasamlegan hátt og vann hörðum höndum að því að afla henni alls þess besta sem hægt var að bjóða og það gerði hann með sæmd eins og annað er hann tók sér fyrir hend- ur. Hann hélt öllu vel til haga, sér í lagi ráðdeildarsamur og fyrirhyggju- samur. Höfðingi í lund og stórhuga þegar ástæða var til. Maður hógvær, fremur hlédrægur og dulur, traustur og vinafastur, raungóður, hinn prúð- asti og vandaðist maður. Skylduræk- inn og vanafastur, hljóp ekki eftir nýjungum meira en þörf gerðist. Undi illa hégómaskap og tildri öllu, samviskusamur og orðheldinn. Fór sínar eigin leiðir ef hugur sagði hon- um svo, sá hluti skjótt í hendi sér og hveiju gegndi um framhaldið. Sjálfs er höndin hollust, gat verið kjörorð hans. Hafði vel ræktaða dóm- greind og mótaði sér heilsteyptar skoðanir. Fastur fyrir ef því var að skipta, þó ekki einsýnn. Vildi læra af öðrum sem hann.vissi að höfðu af einhveiju að miðla, og margur aflaði sér upplýsinga hjá honum í ýmsu hvort heldur það laut að sögu, ættfræði eða skógrækt, eða öðru því sem menn vissu að hann gæti svarað af öryggi. Var hann ætíð hinn fús- asti að miðla af þekkingu sinni. Árið 1966 keyptu þau Pétur og Halldóra nokkra hektara ,úr landi Skrauthóla á Kjalarnesi. Dýjahlíð nefndu þau staðinn, sem átti eftir að verða unaðsreitur þeirra og enginn staður var Pétri kærari. Þau hjón reistu vandað hús í Dýjahlíð fyrir hartnær tíu árum og fluttu þangað. í Dýjahlíð nýtti hann hveija lausa stund sem gafst til verka: land var ræst fram, brú smíðuð og aðrar hlaðnar, tijárækt stunduð af kappi. Allt með eigin höndum gjört enda þær verkfúsar. Fumlaus iðni hans naut þar sín hið besta. Barnabömin löðuðust að honum. Þegar þroski og vit sótti þau heim þá var fyrsta tækifæri nýtt til að virkja þennan þroska og bent á stafi og önnur undratákn veraldar - bent á það sem til heilla horfði fyrir böm- in smáu. Hann var óþreytandi í því að kenna þeim, tala við þau, ekki ónytjuhjal heldur þáð sem gaf í góðan sjóð til lífsgöngunnar. Börnin áttu að læra góða siðu og holla; virða land og þjóð, tala vandað mál og gott. Þau undu hag sínum hið besta í Dýjahlíð hjá afa og ömmu, enda ekki setið auðum höndum. Skemmtilegast þótti þeim að fara út með afa ýmist til að huga að tjánum, hreinsa skurði, aka hjólbörum eða öðra er til féll og fékk þar hver verk við sitt hæfí og aldur. Síðan var slegið á létta strengi - leik- ið við þau svo gáskinn skein úr hveiju andliti. Minningarnar era margar sem sækja á hugann þegar góður maður er genginn, og þær era okkur hollt og gott veganesti á lífsins vegi. Góð- ar minningar era gulli betri og byggja upp gott og farsælt líf. Þær eru okk- ur huggun í sorginni ásamt þeirri trúarvissu að þeim sem guð elska samverkar allt til góðs. Blessuð veri minning Péturs Haraldssonar. Hreinn S. Hákonarson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar og systur, MARGRÉTAR EIRÍKSDÓTTUR, Vallarbraut 2, Njarðvfk. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild 6 A Borgarspítalanum. Eðvald Bóasson, Valdór Bóasson, Eiríkur Bóasson, Ragnhildur Eiriksdóttir og fjölskyidur. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTU BÖÐVARSDÓTTUR, Sæfelli, Eyrarbakka. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar Borgarspítalans og Magnúsar Sigurðssonar, læknis, Selfossi. Halldór Guðmundsson, Böðvar Halldórsson, Halla Jónsdóttir, Asta Halldórsdóttir, Kristinn Þórarinsson, Ólafi'a Halldórsdóttir, Ingveldur Halldórsdóttir, Guðmundur Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Faðir okkar, ÁSGEIR GUNNARSSON, Silfurbraut 10, Höfn, lést i Landspítalanum sunnudaginn 15 ágúst. Fyrir hönd aðstandenda. Erla Ásgeirsdóttir, Gunnar Ásgeirsson, Ingvaldur Ásgeirsson, Ásta Ásgeirsdóttir. + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir og amma, FRIÐRIKKA JAKOBSDÓTTIR, Hvammshlíð 4, Akureyri, lést í Landspítalanum þann 10. ágúst. Útför hennar verður gerð frá Akureyrar- kirkju fimmtudaginn 19. ágúst kl. 13.30. Jón Karlsson, Jakobína Káradóttir, Haukur Jónsson, Karl Jónsson, Sigriður Margrét Jónsdóttir, Fanney Margrét Karlsdóttir. + Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför LOVÍSU ÞÓRÐARDÓTTUR, Suðurbraut 14, Hafnarfirði, áður Ártúni 3, Selfossi. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki 2. hæðar Sólvangs fyrir hlýlega umönnun. Ásta Lúðvíksdóttir, Geir Gunnarsson, Sesselja Lúðvfksdóttir, Hjörvar Valdemarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tendamóður, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Viðimel 30. Sérstakar þakkirfærum við hjúkrunarfólki á deild 1-A, Landakots- spítala, fyrir sérlega góða umönnun. Torfi Þ. Ólafsson, Guðrún E. Kristinsdóttir, Axel Ingólfsson, Eli'sabet Dinsmore, Reed Dinsmore, Helga Guðrún Ingólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur, tengdamóður, ömmu og systir, ANIKU SJAFNAR BERNDSEN, Hraunbæ 88. Aslaug H. Berndsen, Þórunn Egilsdóttir, Egill G. Egilsson, Rúna Egilsdóttir, Gerður Berndsen, Sólveig Berndsen, Leif Hansen, Jennyfer K. Hansen, Áslaug Pálsdóttir, Þrúður Pálsdóttir, Margrét Berndsen, Jóhanna S. Berndsen. I 1 + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eigin- konu minnar, dóttur, móður okkar, tengdamóður og ömmu, FJÓLU STEINGRÍMSDÓTTUR, Norðurvangi 21, Hafnarfirði. Kristinn Jónsson, Helga Jónsdóttir, Helgi Sigurðsson, Jóna Dís Bragadóttir, Helga Steingerður Sigurðardóttir, Haraldur Stefánsson, Jón Bergþór Kristinsson, Katelijne Beerten, Brynhildur Kristinsdóttir, Snævarr Guðmundsson, Sigþór R. Kristinsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.