Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR 17. ÁGÚST 1993 Höggmyndir í Hveragerði Halldór As- geirsson: Hrauntotem. 1992. Anna Eyjólfs- dóttir: An tit- ils. 1992. Myndlist Eiríkur Þorláksson Fyrir um aldarfjórðungi áttu úti- sýningar listamanna á Skólavörðu- holti mikinn þátt í að vekja lands- menn til vitundar um nýja tíma í myndlistinni, einkum á sviði högg- myndalistar, en þá komu í fyrsta sinni fyrir sjónar almennings marg- ar af þeim nýju stefnum, sem þeg- ar höfðu valdið straumhvörfum í höggmyndalist á erlendum vett- vangi. Varla hefur nokkurn órað fyrir því þá hvaða upphaf var þarna markað fyrir íslenska myndlist. Nokkrum árum síðar spratt Mynd- höggvarafélagið í Reykjavík upp úr þessum jarðvegi, og náði fljót- lega samningum við Reykjavíkur- borg um afnot félagsmanna af húsnæði á Korpúlfsstöðum; lista- menn fóru þá þegar, fyrir tveimur áratugum síðan, að tala um þann stað sem menningarmiðstöð fram- tíðarinnar, og allir þekkja stöðu þeirra mála í dag. Þó Myndhöggv- arafélagið hafi misst aðstöðuna á Korpúlfsstöðum er fagnaðarefni að ReykjaYÍkurborg hefur nýlega af- hent félaginu annað húsnæði (fyrr- um vélsmiðju) við Nýlendugötu, og er óskandi að félagsmenn eigi eftir að njóta þeirrar aðstöðu um ókom- in ár. Um árabil stóð Myndhöggvar- afélagið reglulega fyrir stórum samsýningum félagsmanna, síð- ustu árin á Korpúlfsstöðum, en nú er nokkuð um liðið frá því síðast var haldin slík sýning. Það er því fagnaðarefni að nú hefur þráðurinn verið tekinn upp að nýju, að þessu sinn í samvinnu við Hveragerðisbæ, en sýningin er haldin á lóðinni við Hótel Örk við Suðurlandsveg. Fyrr á árum var Hveragerði þekkt sem bær skálda og lista- manna, og í sýningarskrá kemur fram að bæjaryfirvöld hafa fullan hug á að endurreisa það orðspor. Þessi sýning kann að vera ágætt fyrsta skref í þá átt, og Hvergerð- ingar hafa gert vel við listina að þessu sinni; sýningunni fylgir greinargóð sýningarskrá, þar sem auk inngangs er að finna nokkrar upplýsingar um hvern þeirra tutt- ugu og tveggja listamanna sem taka þátt í sýningunni, og myndir af verkum þeirra. Sýningunni er ágætlega fyrir komið á sýningar- svæðinu, og líflegt kort getur gert skoðunarferðina að skemmtilegum ratleik fyrir yngri fjölskyldumeð- limi. Svo fjölbreytt verk sem getur að líta hér njóta sín skiljanlega misjafnlega í þessu umhverfi. Sum standa reisulega og draga strax að sér athygli, á meðan önnur eru smágerðari og þannig felld inn í umhverfið, að jafnvel þarf að leita þeirra sérstaklega. Af fyrri flokkn- um má nefna annað verk Ólafs Lárussonar, bæði verk Hansínu Jensdóttur, verk Hallsteins Sig- urðssonar og Ingu S. Ragnarsdótt- ur, sem öll njóta sín vel á svæðinu; af hinum síðari má nefna verk Kristins E. Hrafnssonar, sem eru felld niður í gangstétt framan við hótelið, verk Sólveigar Aðalsteins- dóttur, Grétars Reynissonar og Halldórs Áskelssonar, sem reyndar er niðurgrafið! Þessi mismunandi staða verkanna gerir sýninguna í heild forvitnilegri en ella, og eykur þannig á ánægjuna. Við anddyri Hótels Arkar fylgj- ast fígúrur Þorbjargar Pálsdóttur með gestum. Einnig má fínna nokkur verk inni í veitingasal hót- elsins, þar sem þau skreyta flest veggi, og njóta verk Jónínu Guðna- dóttur sín einna best þar. Ýmsir hinna þekktari meðal ís- lenskra myndhöggvara eiga hér verk, og má þar nefna Brynhildi Þorgeirsdóttur, Hallstein Sigurðs- son, Helga Gíslason, Kristinn E. Hrafnsson og Þorbjörgu Pálsdótt- I ur. Hins vegar vekur athygli að hér er einnig að finna verk eftir ungt fólk, sem ekki hefur verið mjög áberandi á sýningarvettvangi hér á landi, en á væntanlega eftir Fúgnlistin Buxtehude o g Bach Tónlist Jón Ásgeirsson Það sem er sameiginlegt bar- okk og snemmklassík, er að formskipan gegndi sama hlut- verki og t.d. hefðbundin leik- flétta í gamanleikriti og má því segja, að frá 1600 til 1800 hafí formið verið leikhús tónlistarinn- ar. Til þess að fylgjast með fram- vindu tónverks var nauðsynlegt að vita um mismunandi form- gerðir og hlusta á útfærslu þeirra. Að hlusta á formið jafn- gildir því að fylgjast með fram- vindu leikverks. Þessi hlustunarl- ist vék mjög fljótt fyrir sögu- legri og tilfmningalegri túlkun rómantísku tónlistarinnar, þar sem sérkennileikinn og stemmn- ingin varð markmið er beindi hlustunarleitinni í aðrar áttir. Kóralforspilið, chaconnan, pas- sakaglian, prelúdían, fúgan og hin kontrapúnktíska raddfærsla hvarf með uppkomu sónötu- formsins, sem síðar var einnig hafnað af rómantísku tónskáld- unum. Eftir það var hlustað á blæbrigði, hljómskipan, fallegar laglínur í efstu rödd og fjörugan hrynleik og átti flókin radd- færsla, þar sem hljómskipan og hrynur var ofín saman við stef- brot, sem birtust í ýmsum jafn- mikilvægum röddum, því ekki upp á pallborðið. Barokkmenn þurftu ekki mörg hljóðfæri, eitt fyrir hveija rödd, en í rómantík- inni gegndi hljómstyrkurinn mik- ilvægu hlutverki og hljómsveit- irnar urðu því sífellt stærri og smíðuð voru hljómmeiri hljóð- færi. Á seinni tónleikum sumartón- leikanna í Skálholti voru flutt tvö barokkverk, það fyrra eftir Buxtehude, kantatan Mit Fried und Freud en þar leikur höfund- urinn sér með magnaða fjölrödd- un, þar sem mötröddum fyrir hljóðfæri er stefnt gegn sálmi, sem sunginn var til skiptis með mikilli prýði af Sverri Guðjóns- syni og Ragnari Davíðssyni. Þetta form þekkist sem kóralfor- spil, upphaflega ætlað fyrir orgel og sagði Lúther um þetta form, að það væri „dásamlegt að geta sungið einfalt sálmalag, á meðan aðrar raddir lífguðu sönginn með fögnuði, leik og hlaupum og kunnáttusamlega gerðu skrauti, eins og verið væri að leika fyrir himneskum dansi, þar sem allir koma saman og faðmast í ást og alúð“. Trúlega er vart til betri lýsing á kóralforspils-forminu. Ivokaviðfangsefni sumartón- leikanna í ár voru þættir úr Fúgulistinni (Die Kunst der Fuge), eftir Johann Sebastian Bach. Höfundurinn tiltók ekki hljóðfæraskipan en raddskipanin er frá tveimur upp í fjórar radd- ir og þar er að finna ótrúlega leikni í tónsmíði. Kaflarnir eru nítján og má vera að tónskáldið hafí hugsað sér tuttugu (eða tuttugu og fjóra) kafla og eins Gustav Nottebohm (Die Musikw- elt 1880) telur, að Bach hafí ætlað að Ijúka verkinu með ijög- urra stefja fúgu, þar sem fjórða stefið væri B-A-C-H en nítjánda fúgan, sem Bach Iauk ekki við, endar einmitt á því að þetta nafn- stef er kynnt í takti 235. Sú aðferð að nota blokkflautur í sumum fúguköflunum gaf tón- verkinu fallega birtu eins og t.d. í spegilfúgunni (Contrapunctus XVII) og lífgaði upp á drunga- _________Tónlist____________ Ragnar Björnsson Lain Quinn er kynntur sem mjög efnilegur ungur organleikari frá Wales og það er hann vonandi og vafalaust. A.m.k. fór hann ve! af stað í Dórisku tokkötunni og fúg- unni eftir Bach. Tempóvalið á tokk- ötunni var mjög gott og það sem var nokkuð óvenjulegt, meðal ungra organista í dag, að Quinn nær góðu „legato“-spili, sem lengi hefur verið talið aðalsmerki góðra organleikara. Raddaval hans í tok- legan hljóm strengjanna, sem var sérlega dökkur vegna þess að lágraddahljóðfæri voru oft í meirihluta. Flutningurinn var að öðru leyti mjög vel útfærður en á köflum helst til daufur, en þó var auðheyrt að stjórnandinn, Laurence Dreyfus, er vel heima í barokktónlist. Það má deila um hvort rétt sé að endurvekja ýms- ar leikaðferðir, eins og t.d. non vibrato og gamlar aðferðir í bo- gatækni, að ekki sé talað um endursmíði gamalla hljóðfæra- gerða, sem með ýmsum hætti bjóða upp á ónákvæmni í tón- stöðu og lakari tóngæði en hljóð- færi nútímans. Slíkt getur í besta falli talist vera fróðlegt en hefur í sjálfu sér ekki listrænt gildi, því það er tónmál verkanna sem skiptir máli. Tónskáld barokk- tímans létu sig litlu skipta á hvaða hljóðfæri verkin voru leik- in, því hlusta átti á raddferlið, sem var meginskáldskapur verk- anna, en ekki tónblæ hljóðfær- anna. Nú er Sumartónleikunum í Skálholti að ljúka að þessu sinni og það er táknrænt að niðurlag þeirra er ófullgerða fúgan í Fúgulistinni eftir Bach. Það er í raun á móti lögmálinu að full- gera um sína eigin grafskrift og það hefur Bach vitað og því er hið ófullgerða niðurlag trúlega fullkomnasti endir á tónverki sem hugsast getur, því hver veit hvað er framundan, þar sem við taka skil lífs og dauða. kötunpi var einnig gott, ekki of hlaðið röddum og útkoman - skýrt og heiðarlegt spil. Því kom á óvart að fúguna hlóð hann strax röddum og bætti síðan við röddum eftir því sem á leið fúguna og endaði með orgelið nær því í botni. Þessari leið í að skila Bach-fúgu er nú yfirleitt hafnað í kennsluaðferðum enda varð fúgan að bákni, frekar heið- ríku svifi, en bravó fyrir „legato“- spili Quinns. „Meditation" eftir Áskel Másson var að ég best veit frumflutt á tón- leikunum. Hvort hér var um hug- leiðingu eða hugleiðslu að ræða er ekki fyllilega ljóst en skiptir _________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Sumartónleikunum í Skálholti fer senn að ljúka og á fyrri tónleik- um síðustu helgar voru fluttar mótettur eftir Buxtehude og J.S. Bach og einleikssónata nr. 1 í g-moll eftir þann síðarnefnda. Fyrsta verk tónleikanna var ein- leikssónata nr. 1 eftir J.S. Bach. Þetta glæsilega verk var ekki að öllu leyti vel leikið af Catherine Mackintosh, einkum er varðar tón- stöðu, þótt auðheyrt væri að hún kann sitthvað fyrir sér í fíðluleik. Annað verkið var Klaglied eftir Buxtehude en þetta sorgarljóð er seinni hluti verks, sem ber titilinn Fried- und Freudenreiche Hinfahrt og var flutt við jarðarför Jóhanns, föður tónskáldsins, 29. janúar 1674. Fýrri hlutinn, Mit Fried und Freud, sem er kóralforspil að formi og óvenjulega kontrapúnktískt miðað við önnur verk eftir Di- etrich, var saminn 1671 og þá einnig til flutnings við jarðarför og leikinn þá á orgel. Klaglied var sungið af Rann- veigu Sif Sigurðardóttur og var þetta fallega og tilfinninga- þrungna verk þokkalega sungið, þó að Rannveigu skorti oft styrk og skýrleika í framburði, til að koma öllu til skila. Undirleikurinn var einum of dapurlegur og þrátt kannski ekki öllu máli þegar tónlist er annars vegar. Verkið hófst á leik með tvíundir og undir birtist mótíf sem kom við sögu út allt verkið með þrönga hljómauppbygg- ingu á bak við sig og verkið end- aði síðan á tvíundunum sem það hófst á. Nokkuð fannst mér „kom- posisjónin" gefast upp í lokin, en hljómaði þó sem fallegt verk og vel flutt af Quinn. Fr. Liszt hefur skrifað þrjú orgelverk sem teljast vera stórvirki. Þau önnur smáverk sem hann skrifaði fyrir orgel, geta varla talist konsert-verkefni, enda ekki hugsuð sem slík og svo er um Trauerode og Tu es Petrus sem Quinn spilaði þó vel. Hlé eru vafasöm á tónleikum sem þessum, enda varð sú reyndin að margir létu sig hverfa í hléinu - líklega ferðamenn. Heppileg er sú venja að hafa orgeltónleika ekki mikið lengri en 60 mín. og án hlés. fyrir að leitast sé við að ná fram upprunalegum tónblæ, getur slíkt orkað tvímælis og eins í þessu verki, þar sem „drón“ tónblærinn varð beinlínis leiðinlegur. Lokaviðfangsefnið var kantatan Gottes Zeit ist die allerbeste Zeit eftir J.S. Bach og mun þessi kant- ata vera ein af fyrstu kantötum meistarans og hefur líklega verið flutt við jarðarför Tóbíasar Lámm- erhirt, sem var frændi Bachs, en Tóbías þessi arfleiddi Bach að 50 gyllinum, sem voru meiri fjármun- ir en námu hálfum árslaunum hans. Verkið er fallegt og sérstaklega þó „kóralforspilið“, þar sem slegið er saman einsöng með textanum „í dag skaltu vera með mér í Para- dís“ á móti sálminum „Nú héðan á burt í friði’ ég fer“ og fjörlegur amen-þátturinn. Einsöngvarar voru Margrét Bóasdóttir, Sverrir Guðjónsson, Guðlaugur Viktors- son og Ragnar Davíðsson ásamt úrvals kammerkór og var söngur- inn í heild mjög fallega hljómandi. Samleikur söngvara og kammersveitar var mjög góður en uppistaða kammersveitarinnar voru Catherine Mackintosh, er lék á barokkfiðlu, Jonathan Mansons á barokkselló og Laurence Dreyf- us, sem auk þess að leika á viola da gamba, stjórnaði tónleikunum. Priere eftir César Franck flutti Quinn af góðum skilningi á formi, en dálítið sviplausri raddskipan, hefði mátt nota tunguraddirnar meira. Sonata eftir Wilfred Josefs, f. 1927, er samin fyrir og tileinkuð Quinn. Sónatan er í þrem þáttum, fyrsti þátturinn er saminn um fjög- urra tóna stef, annar þátturinn hægur, dægurlagakenndur og sýndi Quinn þar að hann hefur oft góða tilfínningu fyrir raddblöndun. Síðasti þátturinn hraður, þar sem þó nokkuð reyndi á tækni, þar sem áberandi varð vart jass-áhrifa. Vel leikið af hendi Quinns, en Sónatan afar lítið áhugaverð. Síðast á efnis- skránni var a-moll Kórall Césars Francks. Hér vantaði reynslu og þroska og einnig oft réttar nótur og hljóma. En Lain Quinn hefur tímann fyrir sér og á vafalaust eftir að sýna aðra hlið á sjálfum sér og þessum Kóral Francks. Lain Quinn í Hallgrímskirkju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.