Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.08.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1993 Endurskoðuð fjárhagsáætlun til umræðu í bæjarstjórn Tekjur hækka um 8,5 milljónir króna Utgjöld bæjarins hækka á móti um 7,8 milljónir króna TILLAGA um endurskoðaða fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs Ak- ureyrar verður lögð fram á fundi Bæjarsljórnar Akureyrar í dag, þriðjudag. Halldór Jónsson bæjarstjóri á Akureyri sagði að í endurskoðaðri fjárhagsáætlun væri verið að gera ' ýmsar leiðréttingar við þá áætlun sem samþykkt var í lok síðasta árs. Tillögurnar fela m.a. í sér að - skatttekjur hækka um tæplega 8,5 i’ milljónir og rekstrarútgjöld hækka ' um 7,8 milljónir. Þá hækkar liður- inn gjaldfærður stofnkostnaður um rúmlega 9,6 milljónir sem m.a. stafar af því að keyptar voru fleiri lóðir en reiknað hafði verið með við gerð fjárhagsáætlunar og eign- færð fjárfesting lækkar um tæpar 6 millónir króna, m.a. vegna þess að nýr strætisvagn sem fyrirhugað er að kaupa færist yfir á næsta ár. Nýtt langtímalán I fjármagnsyfirliti lækka vaxta- gjöld langtímalána um 6,5 milljón- ir, en langtímalán hækka um 10 milljónir króna, en nýtt lán væri tekið til að fjármagna kaup bæjar- ins á íbúðum í húsnæði fyrir aldr- aða við Lindarsíðu. Niðurstaða endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar væri því sú að veltufjárstaðan batnaði um 13,8 milljónir króna. Halldór sagði að Akureyrarbær og fleiri sveitarfélög stæðu frammi fyrir því að fá lægri upphæð að- stöðugjalda'en áætlað hafi verið, en í áætluninni hafi menn reiknað með að fá um 220 milljónir, en reyndin orðið sú að upphæðin nam um 200 milljónum króna. Það mál væri til skoðunar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Halldór sagði að stofnunum og deildum bæjarins væri ætlað láta enda ná saman, en óvæntir atburð- ir settu strik í reikninginn og þeim þyrfti að mæta, m.a. hefði tekj- uspá fyrir Skíðastaði ekki staðist og því yrði að lækka útgjaldahlið- ina á móti og eins væri fyrirsjáan- legt að tekjur af rekstri tjaldstæð- is í ár yrðu minni en búist var við. Kostnaður á bæjarskrif- stofum lækk- aði um 5,8% Morgunblaðið/Golli Nýtt leikár FYRSTI samlestur var hjá Leikfélagi Akureyrar í gær, á Ferðinni til Panama, en það er fyrsta verkefni nýhafins leikárs. Fyrsta verkefni leikársins hjá LA Samlestur hafinn á Ferðinni til Panama ÁRSSKÝRSLA Akureyrarbæjar er komin út og var henni dreift í hús í bænum í vikimni. í henni er að finna ítarlegar greinar- gerðir um starfsemi deilda og stofnana Akureyrarbæjar. Fram kemur m.a. í ársskýrslunni að íbúar Akureyrar voru 14.671 1. desember síðastliðinn og hafði fjölgað um 234 frá 1. desember 1991 eða um 1,62%. I skýrslunni kemur fram að kostnaður við bæjarstjóm, bæjar- ráð, endurskoðun og fleira nam tæplega 18,7 milljónum og er það sama upphæð og árið áður. Kostn- aður við rekstur bæjarskrifstof- anna nam 72 milljónum króna á liðnu ári og lækkaði um 4,2 milljón- ir frá fyrra ári eða um 5,8%. Á árinu 1992 voru 2.453 laun- þegum greidd vinnulaun hjá Akur- eyrarbæ að upphæð 942 milljónir króna, en ársverk hjá bænum voru 710 talsins. Viðvarandi atvinnuleysi Halldór Jónsson bæjarstjóri segir í ávarpi sínu að nokkur umræða og kraftur hafí farið í atvinnumál á árinu, en atvinnuleysi var viðvar- andi í bænum. „Sú þróun sem ver- ið hefur í atvinnumálum á undan- förnum misserum er mikið áhyggjuefni og brýnt að ríki, sveit- arfélög og fyrirtæki sameini krafta sína til þess að mæta þeim vágesti sem atvinnuleysið er. “ LEIKARAR hjá Leikfélagi Akureyrar komu saman í gær í upphafi nýs leikárs til að lesa saman yfir fyrsta verkefni leik- ársins, Ferðina til Panama eftir Martin Truthmann. Leikstjóri er Ingunn Jensdóttir og er þetta fyrsta leikstjórnarverk- efni hennar hjá LA. Með hlutverk í þessu leikriti, sem er fyrir fólk eldra en fjögurra ára, fara Aðal- steinn Bergdal, Sigurþór Albert Heimisson og tveir nýútskrifaðir leikarar Dofri Hermannsson og Anna María Gunnarsdóttir sem leika í fyrsta sinni norðan heiða. Búninga, leikmynd og dýragerfi gerir Anna G. Torfadóttir, en Snæ- björn Arngrímsson íslenskaði leik- ritið. ---------------- Samúel sýn- ir í Karolínu SAMÚEL Jóhannsson listmálari opnaði um helgina sýningu á akrýlteikningum og akrýlmál- verkum í Café Karolínu í Gróf- argili. Samúel hefur haldið 10 einkasýn- ingar á Akureyri og Reykjavík auk þess sem hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin stendur til 12. septem- ber næstkomandi. Til sölu á Akureyri Fjölnota húsnæði í miðbæ Akureyrar. Stærð samtals 169 fm. Á efri hæð er hægt að innrétta íbúð, en neðri hæðin hentar vel fyrir hverskonar þjónustu, smáiðnað eða verslun. Viltu skapa þér framtíð? Hugsaðu málið og hafðu samband við Fasteignasöluna hf., Gránufélagsgötu 4, Akureyri. Sími 96-21878. Fax 96-11878. Hermann R. Jónsson, sölustjóri. Morgunblaðið/Golli Ur öskunni til Óðinsvéa HALLDÓR Guðlaugsson „öskukall“ tók stúdentspróf í vor og ætlar að stunda háskólanám í norrænum fræðum í Óðinsvéum næstu árin. Öskukarl á leið í háskólanám Er ásamatíma- punkti og fyrir aldarfjórðungi „ÉG ER að pakka niður af fullum krafti,“ segir Halldór Guð- laugsson, sem sagði starfi sínu við sorphreinsun hjá Akur- eyrarbæ lausu í sumar, heldur í vikunni austur á Seyðisfjörð í veg fyrir Norrönu en hann er á leið í háskólanám í Óðinsvé- um. Halldór tók stúdentspróf með starfi sínum sem öskukall á Akureyri og útskrifaðist síðasta vor. „Það má eiginlega segja að ég sé á sama tímapunkti nú og var fyrir 25 árum síðan,“ segir Halldór, sem hlakkar til að hefja nám í norrænum fræðum við Háskólann í Óðinsvéum í Dan- mörku. „Ungarnir eru flognir úr hreiðrinu og þá getur maður bytjað upp á nýtt.“ Halldór er fæddur á bænum Hvammi skammt sunnan Akur- eyrar en hann hefur á 44 ára langri æfi sinni lagt gjörva hönd á margt, stundað almenna verka- mannavinnu hér á landi og í Færeyjum, verið í bændaskóla og stundað hefðbundin bænda- störf og verið til sjós. Eftir að hafa unnið á Kjötiðnaðarstöð KEA um skeið fór honum að leið- ast inniveran og sótti um að komast að í útivinnu hjá Akur- eyrarbæ. „Það er ekki minn stíll að sitja inni allt sumarið," segir hann. Stíf stundaskrá Með starfi sínu hjá sorphreins- unardeildinni stundaði Halldór nám fyrst við Menntaskólann á Akureyri en öldungardeildarnám var síðan flutt yfir í Verkmennta- skólann á Akureyri og þaðan lauk hann stúdentsprófi síðastlið- ið vor. „Það er þægilegt starf að vera í öskunni, þetta er akk- orðsvinna, menn klára ákveðin hverfi og geta þá hætt. Það gafst því einhver tími til að lesa heima áður en skólinn byijaði,“ sagði Halldór. Sumum þætti eflaust nóg að stunda fulla vinna ásamt námi, en Halldór hefur verið ötull þátt- takandi í félagslífinu, e_r í Kirkju- kór Akureyrar og Áhugaljós- myndarklúbbi Akureyrar svo eitthvað sé nefnt. „Þeir sem hafa áhuga á lífinu reyna auðvitað að taka þátt í því á meðan þeir eru lifandi og mér finnst engu máli skipta hvort menn eru 15 eða 50 ára.“ Halldór fer með Norrönu frá Seyðisfirði á fímmtudaginn áleið- is til Danmerkur en þar hyggst hann leggja stund á 3-4 ára há- skólanám í norrænum fræðum. „Veit maður nokkurn tíma hvað gerist fyrr en að því kemur," sagði Halldór aðspurður um hvert framhaldið yrði að loknu háskólanámi. „Það er ýmislegt sem kemur til greina en maður hugsar það ekkert upphátt enn- þá.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.