Morgunblaðið - 09.09.1993, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 09.09.1993, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1993 11 Roni Hom með sýn- ingn á Annarri hæð OPNUÐ hefur verið sýning með bandarísku listakonunni Roni Horn í sýningarsalnum Annarri hæð, Laugavegi 37. Verkið sem til sýnis er nefnist Paris Object frá 1987. Það saman- stendur af massívum renndum og glersallablásnum einingum úr ryðfríu stáli og kopar. Roni Horn hefur margoft dvalið hér á landi síðustu tvo áratugi og er m.a. að vinna að bókaflokk um íslenska staðhætti. Árið 1992 hélt hún sýningu í Nýlistasafninu og kenndi við fjöl- tæknideild MHÍ. Mikill áhugi er á verkum hennar í listheiminum um þessar mundir. Stór farandsýning á teikningum hennar hefur farið milli viðurkenndra sýningarsaia Evrópu síðustu mánuði og á næst- unni verður opnuð sýning á verk- um hennar í Mary Boone gallery í New York. Sýningin er opin á miðvikudög- um frá kl. 2-6 út októbermánuð. Frá æfingu á Orfeo. Ljósmynd/Jim Smart Hin upprunalega ópera Orfeo eftir Monteverdi í Langholtskirkju í kvöld Morgunblaðið/Árni Sæberg Bandaríska listakonan Roni Horn sýnir verkið Paris Object á Ann- arri hæð. Barnakór Grens- áskirkju til Italíu ALLSÉRSTÆÐUR tónlistarflutningur verður í Langholts- kirkju í kvöld og laugardagskvöld, þegar fjórir hópar tónlistar- manna, auk einsöngvara, sameinast undir sljórn Gunnsteins Olafssonar og flytja óperuna „Orfeo“ eftir Monteverdi. Tónleik- ajrnir hefjast klukkan 20.30 bæði kvöldin. Orfeo er barokk- ópera, samin 1607 og er þetta í fyrsta sinn sem þessi tónlist er flutt hér á landi, að sögn Gunnsteins. Hóparnir sem samein- ast um flutninginn eru Bachsveitin í Skálholti, svissneska blás- arasveitin Cornetti con crema, sönghóparnir Hljómeyki og Voces Thules, auk þess sem tólf einsöngvarar koma fram. Barnakór Grensáskirkju hefur sitt fjórða starfsár laugardaginn 11. september kl. 10.30. Kórinn skipa liðlega fjörutíu börn á aldrin- um 10-14 ára. í júní í sumar tók Nýjar bækur ■ Aldrei aftur meðvirkni, bók um heiðarleg samskipti við sjálfan sig og aðra eftir Melody Beattie er komin út. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Kenningar um meðvirkni hafa verið all fyrirferðarmiklar á undanförnum árum í meðferð að- standenda fíkla og annars ofvirks fólks. Höfundur Aldrei aftur með- virkni, Melody Beattie hefur verið leiðandi í þeirri umræðu vestan- hafs að undanförnu og hafa kenn- ingár hennar og hugmyndir valdið straumhvörfum í lífi fjölda að- standenda t.d. áfengissjúklinga. Aldrei aftur meðvirkni, tekur á hispurslausan hátt á flestum þeirra þátta sem skaða sambönd okkar við ástvini og aðra sem eru okkur kærir. í bókinni er að finna ýmis einföld „próf“ sem gera les- andanum kleift að átta sig á eigin meðvirkni og bregðast við henni á raunsæjan máta. Þá er einnig bent á sjálfshjálparhópa sem starfa á fjölmörgum sviðum og grein gerð fyrir starfsemi þeirra. Aldrei aftur meðvirkni er skrif- uð í ljósi reynslu og menntunar á því sviði sem hún fjallar um, en höfundurinn er menntaður félags- ráðgjafi með mikla persónulega og starfslega reynslu af meðvirkni í öljum myndum. Útgefandi er Bókaforlagið Birtingur. Bókin er 208 bls. Verð 2.850 krónur með vsk. T-Iöfóar til Xlfólks í öllum starfsgreinum! kórinn á móti bandarískum drengjakór frá Chattanooga í Tennessee og héldu kórarnir sam- eiginlega tónleika sem tókust afar vel. Nú hefur kórnum boðist að fara til Ítalíu í júní næsta sumar, þar sem hann mun syngja með „Le voci bianche del Coro Farnesiano“ í borginni Piacenza, sem er skammt sunnan við Mílanó. Kórinn æfir tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum, og syngur við messur fyrsta sunnu- dag hvers mánaðar. Stjórnandi kórsins er Margrét Jóhanna Pálmadóttir og formaður foreldrafélagsins er Lilja Árna- dóttir. „Ástæðan fyrir því að við ákváð- um að flytja óperuna er í fyrsta lagi sú að hún hefur ekki heyrst hér áður,“ segir Gunnsteinn. „Áuk þess er þetta fyrsta óperan sem talin er fullmótuð í óperusögunni. Um aldamótin 1600 gerðu menn tilraunir til að setja leikrit á svið og sungu þá þau leikrit. Ætlunin var að endurvekja grísku harm- leikina og efniviðurinn var sóttur í þá, en þetta voru ekkert sérstak- ir hæfileikamenn sem voru að semja tónlistina. Svo kom Monteverdi og er haf- inn yfir alla sína samtíð. Hann semur Orfeo árið 1607 og semur þarna mjög fjölbreytilegt tónverk, sem er auk þess heildstæð ópera. Og til gamans má geta þess að Monteverdi hefur verið kallaður Beethoven sinnar aldar.“ „En hvers vegna hefur verkið ekki verið fiutt áður hér?“ „Það sem hefur háð flutningi á henni, er að í verkinu er leikið á fjórar lútur en hér hefur aðeins verið til eitt slíkt hljóðfæri. Vegna flutningsins núna koma þrír lútu- leikarar frá Þýskalandi. Annað sem ég held að spili inn í, er að það hefur þurft töluverða áræðni að fara út í þetta verkefni. Það er frumskilyrði að stjórnandinn tali ítölsku. Ég hef lengi gengið með þennan draum og dvaldi á Ítalíu í eitt ár til að læra ítölsku og stúdera þessa tónlist. Til landsins koma líka sjö hljóð- færaleikarar frá Sviss sem leika á blásturshljóðfæri sem ekki hefur verið leikið á hér áður. Það heitir cornetto — eða Zink og er sam- bland af málm- og tréblásturs- hljóðfæri. Hópurinn heitir Cornetti con crema og hefur sérhæft sig í flutningi tónlistar frá 16. og 17. öld. Síðan þarf að nota hljóðfæri sem heitir „regal“ og er lítið org- el. Svo sérkennilega vildi til að við fundum eitt slíkt hljóðfæri hér á landi — í Grindavík. Þetta er lítið orgel búið tunguröddum. Það var notað á 16. og 17. öld en síðar leysti orgelpósitífið það af hólmi. Á neðra sviðinu er hljómur þess hrjúfur og því þótti það ómissandi í óperum 17. aldar þegar leikurinn barst til undirheima. En það er margt fleira sérstakt við hljóð- færaskipanina í verkinu. Til dæm- is er blokkflautan aðalhljóðfærið; það er að segja hún er í öndvegi. Hún var algengt blásturshljóðfæri á 17. og 18. öld. Allt fram til árs- ins 1750 var hún nær eina flautan sem notuð var eða þar til þver- flautan ruddi sér til rúms. Þá hvarf blokkflautan af sjónarsviðinu en gekk í endurnýjun lífdaga á 20. öld.“ Á tónleikunum koma fram tólf einsöngvarar. Aðalhlutverkið, sjálfan Orfeus, syngur Hans Jörg Mammel, frá Þýskalandi en hann kom nýlega fram á Monteverdi- hátíðinni í Utrecht í Hollandi. Aðrir söngvarar verða meðal ann- ars, Rannveig Sif Sigurðardóttir, Þórunn Guðmundsdóttir, Tómas Tómasson, Ragnar Davíðsson, Erna Guðmundsdóttir og Guðlaug- ur Viktorsson. ssv W". ’^uli%iiiuinriniinnDiiDiiini™ir / ^ 0 0 LYKILL AP fíQTFI ORK1 Hvað œtlar þú | að gera um helgina | 2 nætur M r Kr. 10.900* á mann INNIFAUÐ: Gisting í tvíbýli, morgunverbur af hlaðborði og þríréttaður kvöldverður hússins. * Aukagjald fyrir einbýli kr. 1.500 á nótt. Á Hótel Örk eru öll herbergi með baöi, síma, útvarpi, 7 rása sjónvarpi og smábar. Veitingasalir og barir eru skreyttir með verkum íslenskra listamanna og blómskrúöi úr gróðurhúsum Hverageröis. Á Hótel Örk er upphituð útisundlaug með heitum pottum, vatnsrennibraut og barnabusllaug, gufubað meö jarögufu og góð sólbaðsaöstaða. ^Við hótelið er 9 holu golfvöllur, tennisvellir, 18 holu púttvöllur og sparkvöllur. Á Hótel Örk er hárgreiðslustofa, nudd- og snyrtistofa með ljósalömpum, , _ líkamsræktarsalur og borðtennis. í miðn viku [ j Kr. 14.900 á mann 1 nótt Kr. á mann I I I I úh HÓTEL ÖDK HVERAGERÐI SÍMI 98-34700.FAX 98-34775 2 nætur í miðri viku fír. 8.900* á

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.