Morgunblaðið - 21.09.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.09.1993, Blaðsíða 1
56 SIÐURB 213. tbl. 81.árg. ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Múslim- ar vilja aðgang að hafi Sar^jevo. Reuter. FULLTRÚAR þjóðarbrotanna í Bosníu og alþjóðlegir sáttasemj- arar hittust í gær um borð í bresku herskipi undan Adría- hafsströnd. Átti upphaflega að reyna að leysa úr ágreiningnum um skiptingu Bosníu en hætt var við að undirrita samninga um hana á Sarajevo-flugvelli í dag. John Mills, fulltrúi sáttasemjar- anna Owens lávarðar og Thorvalds Stoltenbergs, sagði deiluaðila ekki hafa sýnt nógu mikinn sveigjanleika í gær og þess vegna hefði fundinum í dag verið aflýst. „En það náðist umtalsverður árangur varðandi að- gang múslima að hafi. Þrátt fyrir vonbrigðin hefur náðst árangur ... samkomulag er mögulegt". Múslim- ar krefjast einnig meira landsvæðis en hin þjóðarbrotin vilja leyfa þeim að halda. Gagnsókn múslima Reuter Eiginmaður syrgður DRAZENA, nítján ára gömul eiginkona Dalibors Percovic, liðsforingja úr liði Bosníu-Króata, grætur yfir kistu eiginmanns síns. Percovic féll í bardögum við múslima í borginni Mostar í suðurhluta landsins en þar hafa um 50.000 óbreyttir borgarar úr röðum múslima verið í herkví Króata um margra vikna skeið. Hermenn múslima á staðnum hófu gagnsókn í gær. Vilja leyfa fíkniefni SJÓNVARPSÞÁTTUR um 25 ára baráttu yfirvalda gegn fíkniefna- notkun, Leiðin til vltis, hefur valdið umróti í Danmörku. í þættinum var m.a. skýrt frá því að glæpum og dauðsföllum vegna efnanna hefði fækkað I þeim Evrópulöndum sem hafa slakað til og leyft takmarkaða sölu á fíkniefnum, að sögn Berlingske Tidende. Rætt er um að yfirvöld ættu að útvega forföllnum fíklum efnin; þannig mætti draga úr glæpum sem oft eru framdir til að ná í fé til fíkni- efnakaupa. Einn af áhrifamestu talsmönnum jafnaðarmanna á þingi, Dorte Bennedsen, sagði að taka þyrfti stefnuna í fíkniefnamál- um til endurskoðunar og sagðist reiðubúin að ræða hvort leyfa ætti heróínnotkun. Fulltrúi flokks Mið- demókrata var sama sinnis og sagði þá stefnu sem nú væri reynt að framfylgja vera komna í þrot og leyfa ætti sum fíkniefni. Erling Olsen dómsmálaráðherra viðurkenndi að stefnan hefði brugð- ist en var þó andvígur því að fíkni- efnanotkun yrði leyfð. Leggja bæri meiri áherslu á fyrirbyggjandi að- gerðir og baráttu gegn þeim sem stæðu að baki sölunni. Flestir voru fyrir fram vantrúað- ir á nokkurn árangur af fundinum á Adríahafi og ákafir bardagar milli Króata og múslima bæta ekki friðarhorfurnar. í gær hófu múslim- ar, sem verið hafa innikróaðir í sín- um hluta Mostar-borgar, gagnsókn gegn Króötum og voru fréttir um mjög harða bardaga. Karpov enn með forystu Amsterdam. Reuter. HOLLENDINGURINN Jan Timman og Anatólíj Karpov, fyrrum heimsmeistari, gerðu jafntefli í níundu einvígis- skákinni í gær. Karpov hefur nú fimm vinn- inga gegn fjórum í einvígi þeirra sem er á vegum Alþjóða skák- sambandsins, FIDE. Næst verð- ur teflt á morgun; Karpov hefur þá hvítt. Sjá skákskýringu á bls. 50. Pólverjar kusu fyrrverandi kommúnista og höfnuðu Samstöðuleiðtogum Vinstriöfl heita markaðs- búskap og einkavæðingn Varsjá. The Daily Telegraph og Reuter. SIGURVEGARAR þingkosninganna í Póllandi á sunnudag, Lýðræðis- bandalag vinstrimanna, SLD, sem er fylking fyrrverandi kommúnista, byrjuðu i gær að leita hófanna við aðra flokka um myndun samsteypu- stjórnar. Líklegast er talið að niðurstaðan verði meirihlutasamstarf við annan flokk sem einnig vann mjög á, Smábændaflokkinn, PSL, og einn eða fleiri flokka að auki til að treysta stjórnina. Leiðtogi SLD fullyrðir að bandalagið muni stuðla áfram að markaðsbúskap, einka- væðingu og erlendri fjárfestingu. Það vilji einnig að Pólland gangi í Atlantshafsbandalagið, NATO. Kjörsókn var sögð vera um 51,5% eða mun betri en í síðustu kosning- um. Endanleg niðurstaða verður ljós á næstu dögum en samkvæmt bráða- birgðatölum fær SLD 20,6% at- kvæða og 173 þingsæti af 460 í neðri deild þingsins. Smábænda- flokknum, sem var undirlægja Georgíuhermenn hvattir til uppgjafar í Sukhumi Sukhumi, Tbilisi. Reuter. UPPREISNARMENN í Abkhasíu-héraði í Georgíu hvöttu stjórnarher Georgíumanna í héraðshöfuðborginni Sukhumi til að gefast upp í gær en herinn hefur varið borgina frá því á fimmtudag. Hafa upp- reisnarmenn umkringt borgina og segja frekari andstöðu stjórnar- hersins gagnslausa. Andrúmsloft uppgjafar var sagt ríkja í Sukhumi vegna stöðugra árása uppreisnarmanna. Forseti Georgíuþings í Tbilisi lagði í gær til að landið gengi í Samveldi sjálfstæðra rílya. Pavel Gratsjov, landvarnarráð- herra Rússa, sem gagnrýndi upp- reisnarmenn harðlega í síðustu viku, beindi spjótum sínum í gær að Edúard Shevardnadze, leiðtoga Georgíu. Sagði Gratsjov að Shev- ardnadze kæmi í veg fyrir viðræður á milli deiluaðila. Dró Gratsjev til- boð sitt um að senda 5.000 her- menn til Sukhumi til baka en marg- ir Georgíumenn telja að rússneski herinn hafi stutt abkhasíska upp- reisnarmenn á laun undanfarna mánuði. Shevardnadze hvatti um helgina ríki heims til að bjarga Georgíu frá glötun og sagði að átök- in þar gætu breiðst út til nágranna- landanna. Bill Clinton, Bandaríkjaforseti, hvatti Shevardnadze í gær til að ganga til friðarviðræðna við Abk- hasa. Þá hvatti Clinton Borís Jelts- ín, forseta Rússlands, til að beita áhrifum sínum til að stöðva blóð- baðið. kommúnista meðan þeir réðu ríkjum í landinu, er spáð rúmlega 15% fylgi og 128 þingsætum. Þriðji í röðinni, með aðeins 10,5% og 69 sæti, er Lýðræðisfylkingin, flokkur Hönnu Suchocka forsætis- ráðherra og margra menntamanna sem voru í fremstu röð verkalýðs- samtakanna Samstöðu. Þrír flokkar að auki komast á þing. BBWR, miðjubandalagi undir handaijaðri Lech Walesa forseta, er spáð 20 sætum. Nýleg lög um lágmarksfylgi takmarka möguleika smáflokka á að vinna þingsæti. Talið er að vaxandi atvinnuleysi hafi einkum valdið því að fyrrver- andi kommúnistar fengu svo mikið fylgi. þeir heita því að draga úr mesta sársaukanum sem umskiptin til markaðsbúskapar og missjöfn skipting lífsgæða valda. Andstaða við ný lög sem banna fóstureyðingar er einnig öflug, um 65% kjósenda eru þeim andvíg. Þrátt fyrir fortíð sigurvegaranna eru ýmsir stjórn- málaskýrendur á því að ekki verði mikil breyting á stjórnháttum; mark- aðsvæðing sé komin svo langt að ekki verði aftur snúið. Ef til vill verði hægt eitthvað á umbótum. Ólík sjónarmið í SLD Óljóst er hve mikil samstaða verð- ur meðal hópanna sem mynda SLD. Leiðtogi bandalagsins, Áleksander Kwasniewski, ítrekaði markaðs- hyggju sína í gær og sagði kommún- ismann hruninn. „Við styðjum lýð- Reuter Eftirvænting ALEKSANDER Kwasniewski (lengst t.v.) fylgist með kosninga- sjónvarpi. Við hlið hans er vara- formaður SLD, Izabela Sier- akowska. ræði, fijálsan markaðsbúskap og erlendar fjárfestingar," sagði hann. Kwasniewski, sem er 38 ára, var ráðherra í síðustu stjórn kommún- ista. Formaður SLD, Wlodzimierz Cimoszewicz, sagði á hinn bóginn að kosningaúrslitin sýndu ósk um breytta efnahagsstefnu og dró í efa að rétt væri að ganga í NATO. Hann taldi einkavæðingu ekkert annað en stjórnlausa gróðahyggju, hvatti menn til að sætta sig við meiri fjárlagahalla og ræddi með söknuði um „jafnréttisþjóðfélag" kommúnismans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.