Morgunblaðið - 21.09.1993, Síða 4

Morgunblaðið - 21.09.1993, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993 Oskar Magnússon forstjóri Hagkaups ÓSKAR Magnússon, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Hagkaups undanfarin ár, hefur verið ráðinn forstjóri fyrirtækisins frá og með 1. nóvember nk. Þorsteinn Pálsson, sem að undanförnu hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Hagkaups, verður áfram fram- kvæmdastjóri hjá félaginu. Óskar tekur við forstjóratarfinu af Jóni Ásbergssyni sem lét af störfum í 1. júní. Tilhlökkunarefni „Starfið leggst mjög vel í mig. Ég held að það sé skemmtilegt. Fyrirtækið er frískt og lifandi og tilbúið til að brydda upp á nýjung- um. Svo vinnur þarna mikið af ungu og skemmtilegu fólki. Mér er ekki síst tilhlökkunarefni að vinna með því,“ sagði Óskar þegar rætt var við hann í gærkvöldi. Hann sagði að þó vænta mætti einhverra breytinga yrði megin- stefnan áfram sú sama. „Stefnan verður áfram sú að bjóða góða vöru á góðu verði. Það er svona lína sem er nokkuð fastmótuð og greinilegt að hún fær góðar mótt- tökur þess vegna sé ég ekki að það þurfí að gera grundvallar- breytingar,“ sagði hann. Menntun og starfsferill Óskar er 39 ára, sonur Ragn- heiðar Jónsdóttur og Magnúsar Óskarssonar. Hann er stúdent frá Menntaskólanum við Tjörnina og lögfræðingur frá Háskóla íslands 1983. Eftir það stundaði hann framhaldsnám við George Wash- ington University í Bandaríkjunum 1986 og lauk þaðan mastersprófí í alþjóðlegri viðskiptalögfræði. Hann var blaðamaður á Vísi og síðan DV. samhliða námi og frétta- stjóri DV frá 1982 til 1987. Frá þeim tíma hefur henn rekið lög- mannastofu í Reykjavík ásamt Ásgeiri Þór Árnasyni. Óskar var stjómarformaður Olíuverslunar ís- lands frá 1991 til 1993 og varafor- maður Lögmannafélagsins 1991 til 1992. Eiginkona Óskars er Hrafnhild- ur Sigurðardóttir auglýsingateikn- ari. VEÐUR VEÐURHORFURIDAG, 21. SEPTEMBER YFIRLIT: Um 800 km suður af landinu er 990 mb lægð, sem hreyfist austnorðaustur. Yfir norðaustur-Grænlandi er 1030 mb hæð en skammt suður af Nýfundnalandi er vaxandi 1003 mb lægð sem hreyfist hratt norðnorðaustur. SPÁ: Norðaustlæg átt, gola eða kaidi víðast hvar. Skúrir norðvestan til, dálítil súld eða rigning norðaustanlands en um landið sunnan og vestanvert verður skýjað með köflum eða jafnvel léttskýjað. Veður fer hægt kólnandi og hiti verður á bilinu 3-10 stig, hlýjast ( Innsveitum suðvestan til en kaldast á annesjum norðvestanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Norðaustan gola eða kaldi og léttskýjað um sunnan- og vestanvert landið en annars skýjað og smáskúrir norðaustan- lands. Hiti 2-12 stig, hlýjast sunnanlands. HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Hæg breytileg átt og léttskýj- að viða um land, fremur svalt og víða hætt við næturf rosti (innsveitum. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.46, 12.46, 16.30, 19.30, 22. 30. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað / / / * / * / / * / / / / / * / Rigning Slydda * * * * * * * * Snjókoma Alskýjað V ^ V Skúrír Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld = Þoka rtig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Þjóðvegir landsins eru flestir i góðu ásigkomulagi og greiðfærir. Víða er þó unniö að vegagerð og þurfa vegfarendur að haga akstri sam- kvæmt merkingum þar. Hálendisvegir eru færir fjallabílum, Gæsavatna- leið fær til austur frá Sprengisandi. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ígrænniifnu 99-6315. Vegagerðln. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hítl veður Akureyri 8 okýjað Reykjavík 11 skýjað Bergen 14 skýjað Heieinki n iéttskýjað Kaupmannahöfn 13 skýjaö Narssarssuaq 4 skýjað Nuuk 4 skýjað Oaló 10 alskýjað Stokkhólmur 13 skýjað Þórahöfn 10 þoka Algarve 26 léttskýjað Amsterdam 21 þokumóða Barceiona 26 mistur Berlín 17 hálfskýjað Chicago 14 skúr Feneyjar 23 heiðskírt Frankfurt 22 léttskýjað Glasgow 17 skýjað Hamborg 17 skýjað London 16 rigning LosAngeles 18 alskýjað Lúxemborg 21 léttskýjað Madríd vantar Malaga vantar Mallorca vantar Montreal 5 léttskýjað NewYork 10 léttskýjað Orlando 24 léttskýjað París 25 skýjað Madelra 24 léttskýjað Róm 28 skýjað Vín 19 léttskýjað Washington vantar Winnipeg 7 skýjað íDAG kl. 12.00 Hoimild: Veðurstofa íatands (ByBflt 8 veðurspá kl. 16.16 (gær) Stefán Hilmarsson gefur sjálfur út STEFÁN Hilmarsson, sem ver- ið hefur einn vinsælasti tónlist- armaður landsins síðustu ár, hefur ákveðið að gefa sjálfur út næstu breiðskífu sina, en áður hefur hann gefið út á vegum Steina hf., og Spors hf., arftaka Steina hf. Stefán leggur nú síðustu hönd á plöt- una, sem koma á út fyrir jól. Stefán Hilmarsson hefur verið með vinsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar sem söngvári Sálar- innar hans Jóns míns og í sumar Pláhnetunnar, en hann hefur einnig sungið inn á fjölmargar plötur fyrir aðra og einnig tekið þátt í söngvakepnni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir íslands hönd. Plötur Sálarinnar hans Jóns míns hafa verið með söluhæstu breiðskífum um hver jól og plata Pláhnetunnar sem kom út í vor seldist einnig vei. Steinar hf. gáfu piötur Sálarinnar út, en Pláhnetu- plötuna gaf Spor hf. út, en Spor hf. tók við -rekstri Steina hf. í vor. Stefán segist hafa tekið þessa ákvörðun að vel íhuguðu máli, en samning við Japís um dreifíngu á plötunni segir hann vera á lokastigi. „Reynsla mín af plötútgáfu síð- ustu ár hefur sannfært mig um að útgáfan sé best komin í mínum Morgunblaðið/Kristinn Einn á ferð STEFÁN Hilmarsson leggur nú síðustu hönd á breiðskífu sem hann hyggst gefa út sjálf- ur. höndum,“ segir Stefán, en vildi ekki segja meira um samskipti sín og Steina/Spors hf. b » I p I Hálfnað að veiða upp í loðnukvóta LOÐNUVEIÐAR hafa gengið illa að undanförnu vegna hvassviðris L á miðunum og hefur sú loðna sem skipin hafa fundið verið dreifð. * Rúmlega 352 þúsund tonn af loðnu eru komin á land og er loðnuk- vótinn þar með hálfnaður. Eftir er að veiða tæplega 350 þúsund j tonn. Litlar birgðir eru til hjá loðnuverksmiðjunum. Hjá SR nyöli á * Seyðisfirði hefur verið tekið á móti 100 þúsund tonnum frá áramótum Guðmundur Ólafur ÓF landaði um 600^ tonnum af loðnu hjá Krossanésverksmiðjunni á Akureyri á sunnudag. Maron Bjömsson skip- stjóri sagði veiðar hefðu gengið illa að undanförnu vegna hvassviðris á miðunum. Loðnan dreifð Loðnan gengur dreifð á stóru svæði og er á suðurleið. Maron sagði þþrf væri á skipi til að leita loðnu. Óhagkvæmt væri að bátarn- Komst upp um smygl til landsins Límdi á sig* 2 kg af hassi TOLLVERÐIR á Keflavíkur- flugvelli lögðu á sunnudag hald á 2 kíló af hassi sem 35 ára gömul kona reyndi að smygla inn til landsins við komu frá Amsterdam. Konan hafði límt fíkniefnin á sig innanklæða, að sögn Þor- geirs Þorsteinssonar sýslu- manns á Keflavíkurflugve|Ii. Eftir að konan var handtekin við úrtaksleit tollvarða á flpg- vellinum var málið afhent fíkni- efnalögreglunni í Reykjavík til rannsóknar og að kröfu henpar var konan í gær úrskurðuð í 10 daga gæsluvarðhald vegna rannsóknar málsins. Sapi- ' kvæmt upplýsingum lögreglu hefur konan, sem hefur lítillega komið við sögu í fíkniefnamál- um, játað á sig að eiga efnið. ir væru allir við leit en væri leitar- skip á miðunum gætu bátarnir ein- beitt sér að veiðunum. Hann sagði að óvíst hvort gangan þétti sig aft- ur en hugsanlegt væri að hún gengi dreifð þar til hún kemur upp að landinu í nóvember eða desember. Hjá SR mjöli á Seyðisfírði hefur verið tekið við 100 þúsund tonnum á árinu. Gunnar Sverrisson verk- smiðjustjóri sagði að litlar birgðir væru til hjá verksmiðjunum enda veiðin treg að undanfömu. Árni Traustason Lést í um- ferðarslysi 1 MAÐURINN sem lést í um- Í ferðarslysi á Garðsvegi síðast- liðinn föstudag hét Árni , Traustason, 22 ára gamall. P Hann var fæddur 10. júní 1971, var námsmaður og bjó hjá foreldr- um í Garðhúsum í Garði. Ámi var ókvæntur og bamlaus.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.