Morgunblaðið - 21.09.1993, Side 5

Morgunblaðið - 21.09.1993, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993 5 Flugleiðir nota erlent kjöt í millilandaflugi INNFLUTT kjöt er meðal þess sem Flugleiðir bjóða farþegum sínum upp á í flugi á milli landa. Félagið notar einnig innlent kjöt auk þess sem stundum eru keyptir tilbúnir matarskammtar á flugvöllum erlendis. Að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, er kjöt keypt erlendis af fyrirtækjum sem sérhæfa sig í flugvélamat. Kjötið er skammt- að niður í flugeldhúsinu í Leifsstöð og hitað í vélunum áður en það er borið fram. Einar segir að kjötið fari í raun aldrei inn í landið þar sem flugeldhúsið sé innan tollsvæðisins. Flugleiðir bjóða einnig erlendan mat sem ekki er unninn hér á landi. Þá er um að ræða tilbúna skammta sem keyptir eru þegar vélar félagsins hafa viðdvöl á erlendum flugvöllum. Á sama hátt selur félagið tilbúna skammta í vélar erlendra flugfélaga sem hér hafa viðdvöl. Á fyrstu átta mánuðum þessa árs voru seldir 70.000 matarskammtar í erlendar flugvélar og fara þessi viðskipti vax- andi ár frá ári, að sögn Einars. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ölvaður olli slysi ÖLVAÐUR ökumaður slapp ökklabrotinn úr afar hörðum árekstri við vöru- bíl og rútu á Reykjanesbraut við Kaplakrika á laugardag. Bíll mannsins hafði sveigst milli akreina um skeið meðan á ferð hans suður Reykjanes- brautina stóð og loguðu allar símalínur hjá lögreglunni að tilkynna um akst- urslag mannsins. Aður en lögreglan kom á staðinn hafði maðurinn lent í árekstri við malarflutningabíl sem var á leið til Reykjavíkur. Höggið við áreksturinn var svo mikið að annar framhjólbarði vöruflutningabílsins fór af felgunni. Af vörubílnum þeyttist fólksbíllinn á rútu sem á eftir kom og meðfram hliðinni á henni áður en hann snerist út af veginum og staðnæmd- ist við hraunjaðarinn. Hvorki ökumann vöruflutningabílsins né ökumann og farþega rútunnar sakaði. Farið var með manninn á slysadeild Borgarspítal- ans en þar var ekki unnt að skoða hann vegna ástands hans og var hann færður í fangageymslur í Hafnarfirði. Búnaðarbanki Islands lækkar forvexti víxla um 1,5% Morgunblaðið/Sverrir Forsetinn heimsækir MS félagið MS félag íslands átti 25 ára afmæli í gær og af því tilefni var opið hús í dagvistinni í Álandi 13 í Reykjavík. Forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, kom í heimsókn og sést hún á myndinni ræða við MS félaga. Meðal annarra gesta voru Markús Öm Antonsson, borgarstjóri, og Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigð- isráðuneytinu. Páll flutti ræðu og kveðjur ráðherra og gaf félaginu fyrirheit um áframhaldandi fjárstuðning við nýbygginguna að Sléttuvegi 5. Félaginu voru færð blóm og gjafir, m.a. afhenti Arnþór Helgason 50 þús- und krónur frá Öryrkjabandalagi íslands. Hækkun lánskjaravísitölu 3,3% umreiknað til eins árs HÆKKUN lánskjaravísitölu milli ágúst og september varð 0,27% sem jafngildir 3,3% hækkun á heilu ári. Lánskjaravísitalan sem gildir fyrir októbermánuð er 3.339. Til samanburðar hefur vístalan siðustu þijá mánuði hækkað um 7,1% umreiknað til eins árs, síðustu sex mánuði um 3,8% og siðustu 12 mánuði um 3,2%. Vísitala byggingarkostnaðar í september er 195,7 stig og hækkaði um 0,5% frá ágústmánuði. Síðustu 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 3,6%, en síðustu þijá mánuði hefur hækkunin numið 2,9% sem jafngildir 12,3% hækkun á heilu ári. Launavísitala októbermánaðar er óbreytt frá fyrra mánuði. Þá hækkar húsaleiga um 0,1% frá 1. október ef samningar um íbúðar- og atvinnu- húsnæði fylgja vístölu húsnæðis- kostnaðar eða breytingum meðal- launa. Hækkunin reiknast á þá leigu sem er í september og leiga helst síðan óbreytt í næstu tvo mánuði. Búnaðarbanki lækkar víxilvexti Búnaðarbanki íslands lækkar vexti víxla og viðskiptavíxla um 1,5% á vaxtabreytingardegi í dag og einnig óverðtryggða innlánsvexti á óbundn- um og bundnum sérkjarareikningum um 1,5%. Meðalforvextir víxla eftir breytingu eru 17,2% og forvextir við- skiptavíxla 20,0%. Aðrar innláns- stofnanir breyta ekki vöxtum. Næsti vaxtabreytingadagur er 1. október. VERfl RÐEINí 853.000 Þú þarft ekki að eyða yfir milljón til að eignast vandaðan og rúm- góðan fjölskyldubíl. Komdu við hjá okkur og reynslu- aktu P0l\IY sem svo sannarlega er verðlagður með hagsmuni neytenda í huga. Innifalið í verði eru góð hljómflutningstæki (útvarp/seguiband og hátalarar) og ryðvörn HYunoni ...til framlíðar BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. • ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36 ÖRKN 2114-96-21

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.