Morgunblaðið - 21.09.1993, Side 9

Morgunblaðið - 21.09.1993, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993 9 Orkuríkar Fuji Novel rafhlööur af öllum stærðum og gerðum. Mjög hagstætt verð. FUJI NOVEL þegar þú vilt langlífar og kraftmiklar rafhlöður Fást f naestu verstun . GUÐMUNDSSON & Co hf. UMBODS OG HEtLDVERSLUN SIMI 91-iMOI'O FAX 91-623145 TOSHIBA Attþú íkki < örbylgjuofn ? Þeir sem eiga TOSHIBA örbylgjuofn segja að það sé tækið, sem þeir vildu síst vera án. TOSHIBA eru mest seldu örbylgjuofnarnir á Islandi og þeim fylgir ókeypis kvöldnámskeið hjá Dröfn H. Farestveit hússtjórnarkennara. Hvernig væri að láta drauminn rætast og fá sér slíkan kostagrip ? Við bjóðum yfir 10 gerðir af TOSHIBA örbylgjuofnum á verði og kjörum, sem allir ráða við! Einar Farestveit & Co.hff. Borgartúni 28 g 622901 og 622900 2C< i Þrefalt öryggi: • Stáltá, stálþynna í sóla • og það nýjasta er j slithetta á tá! • Vinnuvernd í verki Skeifan 3h - Sími 81 26 70 - FAX 68 04 70 Metsölublad á hverjum degi! Formannskjör á landsfundi Alþýðubandalagsins 1987. Illa spilað úr stjórnarand- stöðumöguleikum Staksteinar staldra í dag við tvær forystugreinar. Annars vegar forystugrein Á döfinni, blaðs Félags íslenzkra iðnrekenda, sem fjall- ar um GATT-samninga og þýðingu þeirra fyrir íslendinga. Hins vegar forystugrein Alþýðublaðsins um slaka útkomu Alþýðubanda- lagsins í skoðanakönnunum og afleiki í stjórnarandstöðu. Sögnleg skekkja Alþýðublaðið segir í forystugrein sl. föstudag: „Allt þetta ár hefur Alþýðubandalagið verið á niðurleið. I upphafi kjörtímabilsins náði það miklu flugi, og hafði í könnunum næstum fjórð- ung fylgis kjósenda. Síð: an hefur fylgið hrunið. í síðustu könnun Gallups hafði flokkurinn tapað meira en helmingi frá því það var mest, og mældist þá minnstur með aðeins 11% fylgi. Þetta er ömur- leg útkoma fyrir hávær- asta stj órnarandstöðu- flokkinn. Undir stjóm Ólafs Ragnars hefur fylgið dvinað við aðstæður, sem að öllu eðlilegu ættu að vera kjömar fyrir flokk eins og Alþýðubandalag- ið og er nú orðið talsvert minna en við síðustu kosningar. Það segir sitt um formanninn, enda hefur hann verið harka- lega gagnrýndur af flest- um helztu forystumönn- um flokksins síðustu vik- ur. Skýringanna á hruni Alþýðubandalagsins þarf hins vegar ekki að leita langt. Flokkininn stend- ur ekki fyrir neitt sér- stakt. Hann var frá upp- hafi söguleg skekkja, en spenna kalda stríðsins hélt í honum lifinu. Með falli Berlinarmúrsins hmndu leifar þess sögu- lega gmnns, sem tilvist Alþýðubandalagsins hékk á. Þetta sést bezt, ef reynt er að svara því fyrir hvað Alþýðubanda- lagið stendur í dag.“ Otrúverðugnr flokkur „Formaðurhm er með her og Nató, - en hvaða stefnu hefur flokkurinn? Formaðurinn vill kvóta- kerflð og sölu veiðileyfa, - en hvað með flokkinn? Formaðurinn var með EES, - en er ekki flokk- ur á móti? Formaðurinn vildi einu sinni aukið frelsi i landbúnaðarmál- um, - en er ekki flokkur- inn andsnúinn þvi? For- maðurinn kastaði fyrstur manna fram hugmynd- inni um skólagjöld í há- skólanum, - en er ekki flokkurinn á annarri skoðun? Formaðurinn hefur lýst þvi, að það eigi að auka þjónustugjöld, - en er ekki flokkurinn líka á móti þvi? Alþýðubandalagið er ótrúverðugur flokkur, sjúkur af innbyrðis ágreiningi, sem er ófær um að móta stefnu í veigamiklum þáttum þjóðmálanna. Það býr við forystu, sem ræður ekki við sitt hlutverk, en ein- beitir sér þess í stað að upphlaupum og rassa- köstum í fjölmiðlum. Ar- angurinn lætur ekki á sér standa." GATT - ótví- ræðir hags- munir Islend- inga I leiðara A döfinni seg- ir: „Það eru ótvíræðir hagsmunir okkar íslend- inga að frelsi í alþjóða- viðskiptum sé sem mest vegna þess hve háðir við erum utanríkisviðskipt- um. Að þessu leyti eru hagsmunir okkar hlut- fallslega meiri en stærri þjóða þar sem utanríkis- viðskipti eru mun lægra hlutfall af þjóðarfram- leiðsiu. Markmiðið með þessari lotu GATT-samn- inga er að tryggja fijáls- ari viðskipti með því að minnka eða jafnvel af- nema alla viðskiptatolla, inn- og útflutningshöml- ur og aðrar viðskipta- hindranir ... Menn þekkja þessa umræðu vel hér af inn- lendum vettvangi. Hér hefur Iengi verið tekizt á um það hvort gera þurfi breytingar á íslenzkum landbúnaði. Stefna FÍI hefur lengi verið skýr í þessum efnum. Landbún- aðurinn þarf að losna úr því kerfi niðurgreiðsina, hafta og miðstýringar sem hann hefur búið við áratugum saman. Land- búnaðurinn verður fyrr eða síðar að takast á við fijálsa samkeppni eins og aðrar atvinnugreinar. Því fyrr sem menn viður- kenna þessa staðreynd og bregðast við henni, þeim mun betra bæði fyrir framleiðendur og neytendur. Enginn mælir heldur gegn því að land- búnaðininn og sá iðnað- ur, sem honum tengist, þarf eðlilegan aðlögunar- tíma að breyttum sam- keppnisskilyrðum.11 Útbob ríkisbréfa meb 6 og 12 mánaba lánstíma fer fram mibvikudaginn 22. september Um er aö ræöa ríkisbréf í 9. fl. 1993 A og B. Útgáfudagur 24. september 1993 Gjalddagar A: 25. rnars 1994 B: 30. september 1994 Ríkisbréfin eru óverötryggö og án nafnvaxta og verða þau gefin út í þremur verðgildum, 1.000.000, 10.000.000 og 50.000.000 kr. aö nafnvirði. Ríkisbréfin eru skráö á Verðbréfa- þingi íslands og er Seðlabanki Islands viöskiptavaki þeirra. Sala ríkisbréfa fer fram meö þeim hætti aö löggiltum veröbréfafyrir- tækjum, veröbréfamiðiurum, bönkum og sparisjóöum gefst kostur á að gera tilboð í bréfin samkvæmt tiltekinni ávöxtunarkröfu. Lágmarks- tilboð er kr. 1.000.000 aö nafnvirði. Aörir sem óska eftir aö gera tilboð í ríkisbréf eru hvattir til að hafa samband viö framangreinda aöila sem munu annast tilboösgerö fyrir þá og veita nánari upplýsingar. Jafnframt er þeim heimilt aö bjóöa í vegið meöalverö samþykktra tilboöa (meðalávöxtun vegin meö fjárhæö). Öll tilboð í ríkisbréfin þurfa aö hafa borist Lánasýslu ríkisins miðviku- daginn 22. september fyrir kl. 14. Tilboösgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 62 60 40. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.