Morgunblaðið - 21.09.1993, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 21.09.1993, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993 3 ODYRASTIR Við vorum ódýrastir í fyrra og erum það enn og ætlum að vera það áfram. í okkar myndatökum er innifalið að allar myndir eru stækkaðar og fullunnar í stærðinni 13 x 18 cm að auki 2 stækkanir 20 x 25 cm og ein stækkun 30 x 40 cm í ramma. Verð frá kr. 12.000,oo Gætum hvers við boröum, íslenzkt lambakjöt á hvers manns disk hreint og ómengað. Ljósmyndastofan Mynd sími: 65 42 07 Barna og fjölskylduljósmyndir sími: 677 644 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 4 30 20 Atkvæði íslands í New York Bækur Björn Bjarnason I2IOMIEGA vítamín og kalk fæst í apótekinu ísland í eldlínu alþjóðamála. Höfundur: Valdimar Unnar Valdi- marsson. Útgefandi: Háskóli ís- lands, Alþjóðamálastofnun. 266 bls. með heimildaskrá og ljós- myndum. Um skeið var Valdimar Unnar Valdimarsson fréttaritari Morgun- blaðsins í London, einmitt á þeim árum þegar hann vann að rannsókn- um sínum á stefnu og störfum ís- lands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna (SÞ) við London School of Economics & Political Science (LSE). Valdimar Unnar lést langt fyrir ald- ur fram í umferðarslysi í London í maí 1988. Á þessum árum hafði ég umsjón með erlendum fréttum og fréttariturum Morgunblaðsins og kynntist þá vandvirkni Valdimars, áhuga og þekkingu á stjórnmálum og alþjóðamálum. Þegar Valdimar Unnar féll frá lágu fyrir drög að doktorsritgerð hans, sem byggðust á fyrrgreindum rannsóknum, er snerust um aðild íslands að SÞ, stefnumótun og sam- vinnu innan samtakanna frá 1946 til 1980. Tveir skólafélagar við LSE, dr. Gunnar Á. Gunnarsson og dr. Guðmundur R. Árnason, tóku sér fyrir hendur að ijúka við ritgerðina og búa hans til prentunar og hefur hún nú komið út á vegum Alþjóða- málastofnunar Háskóla íslands und- ir heitinu ísland í eldlínu alþjóða- stjómmála. Nicholas A. Sims, dósent við LSE, ritar aðfaraorð. Bókin skiptist í fimm hluta og gefa kaflaheiti efnistökin til kynna: 1. Markmið og fræðilegur grundvöll- ur rannsóknarinnar; 2. Helstu ein- kenni íslenskra utanríkismála; 3. Fyrirkomulag ákvarðanatöku; 4. Málefni og bandalög; 5. Mótunar- þættir kosningahegðunar. Verkið er unnið á fræðijegum og hlutlægum forsendum. Utanríkismál og þátttaka íslands í alþjóðastjórn- málum hafa lengi verið viðkvæmt pólitískt deilumál hér. Ritgerðir hafa verið skrifaðar, jafnvel undir fræði- legu yfirvarpi, sem eru ekki annað en réttlæting á einhveiju sjónarmiði í hinum pólitísku þrætum heima fyr- ir. Ritgerðin um þátt íslands í starfi SÞ frá 1946 til 1980 er ekki brennd þessu marki. Við gerð verksins hefur fræðilegur tilgangur þess setið í fyr- irrúmi og sú viðleitni höfunda að rökstyðja afstöðu íslands með vísan til almennra þjóðarhagsmuna og þátttöku íslenska ríkisins í samstarfi ríkja, tii dæmis á vettvangi Norður- landaráðs og Atlantshafsbandalags- ins. Um hina sérstöku íslensku hags- muni segir Nicholas A. Sims, þegar hann lýsir efnistökunum: „Þó voru hin máttugu áhrif hafsins jafnan grundvallarþáttur í rannsóknum Valdimars. Fiskveiðar, útflutningur sjávarvöru, hafréttarmál og önnur viðhorf til málefna hafsins hlutu að hafa mjög marktæk áhrif á afstöðu íslendinga til fjölmargra mála sem Sameinuðu þjóðirnar ályktuðu um.“ Ritgerðin ber það með sér, að hún er upphaflega samin við erienda menntastofnun og til mats af fræði- mönnum, sem skortir grundvallar- þekkingu á ísiensku þjóðfélagi og stjórnmálum. Þetta sést af þeim at- riðum úr sögu þjóðarinnar, sem nauðsynlegt þykir að tíunda til að setja málefni í skynsamlegt sam- hengi. Að mínu mati ættu þessi efnistök einnig að vera kostur fyrir íslenska lesendur. Umræður um stjórnmái og alþjóðamál hér ein- kennast æ meira af yfirborðs- mennsku, þar sem menn gefa sér ekki nægan tíma eða skortir einfald- lega þekkingu til að tengja atburði, menn og málefni, við eðlilegt um- hverfí sitt eða hagsmuni. Vegna hinna gífurlegu breytinga, sem hafa orðið á alþjóðastjórnmálum við hrun Sovétríkjanna og valda- Fréttir frá Hótel Örk Vissir þú að Hótel Örk er stærsta hótel landsins utan höfuðborgarsvæðisins? Á Hótel Örk eru öll herbergi með baðherbergi, síma, útvarpi.sjónvarpi og smá-bar. Á Hótel Örk eru margir veitingasalir og barir skreyttir verkum íslenskra listamanna og blómum úr gróðurhúsum Hveragerðis. Á Hótel Örk eru ráðstefnu- og fundarsalir af öllum stærðum. Á Hótel Örk er upphituð útisundlaug með vatnsrennibraut og heitum pottum, gufubað með jarðgufu og líkamsræktarsalur. Á Hótel Örk er hárgreiðslu- og snyrtistofa með ljósabekkjum. Við Hótel Örk er 9 holu golfvöllur, 2 tennisvellir og skokkbraut. Gestir á Hótel Örk eiga kost á að njóta þjónustu Heilsústofnunar N.L.F.Í. i Hveragerði. Þar er hægt að fá mat læknis á heilbrigði og meðferð, t.d. nudd, heilsuböð og Hkams- æfingar og ráðleggingar um mataræði og heilbrigða lifnaðarhætti. Hótel Örk býður þeim, sem vilja hvíla sig á hótelinu og njóta þjónustu Heilsustofhunar N.L.F.Í. sértilboð nú á haustdögum. 1. Vikudvöl frá sunnudegi til sunnudags kr. 35.000* á mann. Innifalið: Gisting, morgunverður af hlaðborði og þríréttaður kvöldverður hússins, mat læknis á Heilsustofnun N.L.F.Í. og daglegt nudd mánudag-föstudags eða 5 skipti. 2. Lykill að Hótel Örk eftír dvalarlengd Innifalið: Gisting, morgunverður af hlaðborði og þríréttaður kvöldverður hússins. Þjónusta Heilsustofhunar N.L.F.Í. greiðist beint við meðhöndlun. Gerum tilboð í akstur til og frá Hótel Örk ef óskað er. * Verð miðað við tvíbýli. ' M HÓTEL ÖDK HVERAGERÐI SlMI 88-34700. FAX 98-34775 Paradís rétt handan við hæðina. Valdimar Unnar Valdimarsson kerfi kommúnista, hefur ritgerð sem spannar tímabilið 1946 til 1980 meira sögulegt gildi en ella. Ára- langar deilur um afvopnunarmál miili austurs og vesturs á vettvangi SÞ eru úr sögunni. Firrur eins og þær, að unnt sé að tryggja eilífðar frið með því að friðlýsa Indlandshaf valda ekki iengur áköfum deilum. Önnur deilumál sem lýst er í ritinu eins og um kynþáttaaðskilnaðar- stefnu ríkisstjórnar S-Afríku og við- urkenningu á ísraelsríki eru einnig að verða kafli í mannkynssögubók- í upphafí ritgerðarinnar segir réttilega: „Eins og önnur smáríki hefur ísland hvorki vald né efna- hagslega getu til að framfylgja markmiðum sínum erlendis. Stór ríki hafa slíka getu innan landamæra sinna og grípa stundum til hernaða- raðgerða til að framfylgja hagsmun- um sínum. Aftur á móti hvílir full- veldi smáríkis eins og íslands á sam- vinnu og snurðulausu sambandi við vingjarnlega granna og friðsamleg- um lausnum á alþjóðlegum ágrein- ingsmálum sem annars gætu ógnað jafnvægi á svæðinu. Smáríki hefur mest áhrif á fjölþjóðlegum samkom- um og í bandalögum með því að taka höndum saman við önnur ríki með áþekka hagsmuni." Á það er bent að reynslan af fá- tækt, stöðnun og eymd nýlendu- tímans hafi mótað stjórnmálaum- ræður hér, þegar ísland hóf að gegna sjálfstæðu hlutverki í alþjóða- stjómmálum, og þessir þættir séu í sögulegri vitund þjóðarinnar. Það sé því ekki að undra þótt afstaða ís- lands á alþjóðavettvangi markist af samúð með þjóðum sem búa við nýlendukúgun og afleiðingar henn- ar. Til marks um að þetta viðhorf ráði enn miklu um afstöðu íslend- inga til alþjóðamála má nefna áhuga þjóðarinnar á að veita Eystrasalts- þjóðunum stuðning í sjálfstæðisbar- áttu þeirra. Niðurstöður ritgerðarinnar em þær, að á vettvangi SÞ hafí íslend- ingar ekki greitt atkvæði, ýmist ein- vörðungu af eigingjörnum hvötum eða látið alfarið undan þrýstingi annarra þjóða. Orðrétt segir: „Þvert á móti hafa íslendingar sýnt hvernig smáþjóð með takmörkuð völd og bjargir lærir að nota pólitískar leiðir til að vinna að hagsmunum sínum á alþjóðlegum vettvangi, en búa sig jafnframt undir áhrif stærri ríkja, ríkjahópa, bandalaga og formgerðar Sameinuðu þjóðanna sjálfra. Þegar Island varð aðiii að Samein- uðu þjóðunum 1946 varð Thor Thors sendiherra fastafulltrúi landsins á vettvangi SÞ. Þessu starfí gegndi Thor í tvo áratugi og mótaði það að sjálfsögðu. Er lærdómsríkt að kynnast því, hve sjálfstæð stefnu- mótun íslenska fastafulltrúans var og í bókinni er nefnt eitt dæmi (bls. 183) um að hann hafi beinlínis haft samþykkt Alþingis um afstöðu á allsheijarþinginu að engu, þegar hann kaus að vera fjarverandi við atkvæðagreiðslu um málefni Græn- lands í stað þess að sitja hjá eins og Alþingi samþykkti. í bókinni kemur fram, að ráðherr- ar og þingmenn hafi með árunum gegnt vaxandi hlutverki í stefnumót- un og starfi íslands í SÞ. Þó eru ekki nema nokkur ár liðin .síðan sú breyting varð á þátttöku þingmanna í störfum sendinefndar Isiands, að þeir hættu að vera þar sem fulltrúar utanríkisráðuneytisins með starfs- skyldur í íslensku sendinefndinni og hófu að fara sem fulltrúar Alþingis sér til fróðleiks um það, sem er að gerast á allsheijarþinginu. Fyrir mig hafði það hagnýtt gildi að lesa 'það sem í ritinu segir um hinn innri þátt aðildar íslands að SÞ. Er ljóst, að enn eimir eftir af því sjálfstæði, sem Thor Thors ávann sér í krafti þekk- ingar sinnar og algjörrar sérstöðu. Við breyttar aðstæður í alþjóðamál- um ætti að vera auðveldara en ella að virkja stjórnmálamenn enn frekar í störf á vettvangi SÞ. Að mínu mati yrði slíkt tii þess að efla þátt- töku okkar í því mikilvæga starfi sem þar er unnið og til að auka skilning manna á almennu gildi þess, að ísland láti að sér kveða á alþjóða- vettvangi. Bókin ísland í eldlínu alþjóðamála er vönduð að allri gerð. Eg sakna þess þó að hvorki skuli vera atriðis- orða- né nafnaskrá í henni, því að það auðveldaði notkun hennar sem uppflettirits um afstöðu íslands til mikilvægra mála. Bókin er mikil- vægt og tímabært framlag til mál- efnalegra umræðna um þátttöku ís- lands í alþjóðlegu samstarfi. Stefán Geir Karlsson Myndlist Eiríkur Þorláksson Hver listamaður hefur persónu- lega sýn á listina, sem hann vill fást. við, og oftar en ekki byggir sú sýn á einhveijum þeim þáttum í sögu viðkomandi, sem hann telur mikil- væga fyrir þróun sína í listinni. Þetta á vel við um Stefán Geir Karlsson, sem nú sýnir í og utan við Gallerí Sævars Karls á horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis. Sýningu sína nefnir Stefán Geir „Æskuminningar“, og vísar með því til þess að flest viðfangefnin sem hann er að fást við i verkunum hafa kviknað út frá einföldum hlutum, sem börn taka ástfóstri við, og verða síðan enn mikilvægari í minningunni sem tákn þess, sem eitt sinn var. Stefán Geir er ekki kominn að myndlistinni eftir hefðbundnum leið- um myndlistarnáms, heldur lærði hann til plötu- og ketilsmíði, og fór síðar í skipatæknifræði; hann tók síðar þátt í nokkrum samsýningum FÍM, og hefur áður haldið tvær einkasýningar. Hlutir sem tákn eða tilvísanir eru € I í ekkert nýtt í verkum þessa lista- manns. Sýningu sína í Gallerí einn einn fyrir um tveimur árum nefndi hann einfaldlega „Hlutir/Objects“, enda samanstóð sýningin af skemmtilega unnum verkum, flest- um úr tré, þar sem stækkaðar mynd- ir smáhluta tilverunnar vísuðu veg- inn og bjuggu þeim þannig nýtt sam- hengi. Stærðin hefur skipt miklu máli í verkum Stefáns Geirs, en 1989 smíð- aði hann skúlptúr sem mun hafa verið skráður í heimsmetabækur sem stærsta herðatré heimsins. Stærsta verkið á sýningunni nú, „Friðarflauta“, er unnið úr heilu tré og trónir utandyra, þar sem vegfar- endur hafa getað barið það augum, og á verkið eflaust einnig eftir að rata í slíkar skrár. Hinir einföldu gripir æskuminn- inganna eru í senn hversdagslegir og heillandi, þar sem efnið og stærð- in á sinn þátt í að skapa rétta stemmningu. Gripirnir vísa í ýmsar áttir: „Fransari" (nr. 9) og „Pulsa I og H“ (nr. 15 og 16) vísa í uppá- haldsfæðið, „Nennanögl" (nr. 10), „Strekkjari" og „Trommaradraum-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.