Morgunblaðið - 21.09.1993, Síða 15

Morgunblaðið - 21.09.1993, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993 15 A að eyða 15,6 millj- ónum króna í tilgangs- lausar kosningar? eftir Harald Blöndal Lögð hefur verið fram tillaga umdæmanefndar Sambands sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu um nýja skiptingu höfuðborgarsvæðis- ins í sveitarfélög, sbr. 1. tl. 1. gr. laga nr. 75, 19. maí 1993. Ég ef- ast stórlega um, að tillagan sé í samræmi við lögin eða sveitar- stjórnarlögin nr. 8, 18. apríl 1986. 1. 11. tl. 1. gr. sameiningarlaganna segir, að umdæmanefndir eigi að gera „tillögur 'að nýrri skiptingu hvers landshluta í sveitarfélag í samráði við viðkomandi sveitar- stjórnir". í greininni felst, að hafa á samráð við viðkomandi sveitar- stjómir, og sameiningin skal vera innan hvers landshluta. Mér vitan- lega hefur ekkert samráð verið haft við borgarstjórn Reykjavíkur um tillögur nefndarinnar. Hefur nefndin að þessu leyti ekki farið eftir lögunum. Ekki kemur fram í lögum 75/1993 hvað átt er við með orðinu „landshluti". Orðið er ekki heldur skýrt í sveitarstjórnarlögunum frá 1985. í frv. með lögum 75/1993 er tekið fram, að ekki sé verið að fella úr gildi X. kafla sveitarstjórn- arlaganna, en sá kafli fjallar al- mennt um sameiningu sveitarfé- laga og ber heitið: „Stækkun sveit- arfélaga." í þeim kafla er 110. gr. laganna, svohljóðandi: „Saméining sveitarfélaga yfir mörk kjördæma verður ekki ákveðin nema með lög- um.“ Með því að þessi lagagrein stend- ur óbreytt, er skynsamlegasti skýr- ingarkosturinn sá að „landshluti“ geti ekki náð yfir mörk kjördæma. Samkvæmt því skortir lagaheimild til þess að láta kosningu fara fram um sameiningu Reykjavíkur og nágrannabyggðanna. 2. Nú er rétt að gera ráð fyrir þeim möguleika að atkvæðagreiðsla fari fram og tillaga umdæmanefndar verði samþykkt. Samkvæmt lögum 75/1993 á slík samþykkt að leiða til sameiningar. En með því að lagabreytingu þarf til að sameina sveitarfélög yfir kjördæmamörk, hefði samþykktin ekki slíkt í för með sér. Gerum samt sem áður ráð fyrir að Alþingi samþykki samein- ingu. Þá er búið að stofna nýtt sveitarfélag sem nær yfir tvö kjör- dæmi. Og hvað gerist þá? Munu sumir kjósenda eiga atkvæðisrétt í Reykjavíkurkjördæmi, en aðrir í Reykjaneskjördæmi? Mun hluti af núverandi kjósendum Reykjaness verða kjósendur í Reykjavík, eða í þriðja lagi: Rennur Reykjavík inn í Reykjaneskjördæmi? Eðlilegast sýnist að landfræðileg mörk Reykjaneskjördæmis og Reykjavíkurkjördæmis raskist ekki, þótt sveitarfélögin sameinist. Þá munu sumir „Reykvíkingar" kjósa með Suðrnesjamönnum, en aðrir ekki. Ef menn telja hins vegar, að Piwm QamL^ flísár wm Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 Haraldur Blöndal „Mér þykir því eðlileg- ast að borg-arstjórn Reykjavíkur hafni því að taka þátt í þessum kosningum og greiða kostnað vegna þeirra. Að öðrum kosti er nauðsynlegt fyrir Reykvíkinga að samein- ast gegn þessari til- lögu.“ smærri sveitarfélögin renni inn í hið stærsta, verður afleiðingin sú, að íbúum í Reykjaneskjördæmi fækkar um 9.493, og fjölgar að sama skapi í Reykjavík. Þing- mannafjöldinn helzt hins vegar óbreyttur. Þriðji kosturinn stangast á við stjórnarskrána, því að þar er gert ráð_ fyrir Reykjavík sem kjördæmi. Ég veit ekki til þess, að komið hafi fram raunverulegar óskir um sameiningu Reykjavíkur við önnur sveitarfélög. Borgarstjórn Reykja- víkur hefur aldrei sett fram óskir í þessa átt og mér er ókunnug um að aðrar sveitarstjórnir hafi óskað þess. Auk þess þarf til atbeina Al- þingis, eins og að framan segir. 3. í lögum 75/1993 segir að það sé hlutverk umdæmanefndar að „hafa yfirumsjón með kynningu á sameiningartillögum og að sjá um almenna atkvæðagreiðslu um þær“. Sameiningarkosningarnar skulu fara fram skv. III. kafla sveit- arstjórnarlaga, þ.e. eins og venju- legar sveitarstjórnarkosningar. Þá er tekið fram, að viðkomandi sveit- arstjórn greiði kostnað vegna at- kvæðagreiðslunnar. í reikningum Reykjavikurborgar fyrir árið 1990 kemur fram að borgarstjórnarkosningar .1990 kostuðu 15,598 milljónir kr. Er varhugavert að gera ráð fyrir minni kostnaði en í venjulegum sveitar- stjómarkosningum. Á tímum sam- dráttar fínnst mér fjarstætt að eyða svo miklu fé til kosninga, sem hafa enga þýðingu að lögum. Ef menn telja nauðsynlegt að afla upplýsinga um hug Reykvík- inga hefði mátt gera það í ein- faldri skoðanakönnun, sem kostar innan við eina millj. kr. 4. Skv. lögunum ber sveitarstjórn- um að ræða tillögur umdæma- nefnda í tveimur umræðum „án atkvæðagreiðslu". Samkvæmt þessu er sveitarstjórnum óheimilt að álykta, þ.e. segja skoðun sína á tillögunum. Ég fæ ekki séð að Al- þingi geti bundið sveitarstjórnir með þessum hætti. Þetta er brot á 76. gr. stjórnarskrárinnar um sjálf- stæði sveitarfélaga og þetta er brot á 72. gr. stjórnarskrárinnar um skoðanafrelsi. Mér þykir því eðlilegast að borg- arstjóm Reykjavíkur hafni því að taka þátt í þessum kosningum og greiða kostnað vegna þeirra. Að öðmm kosti er nauðsynlegt fyrir Reykvíkinga að sameinast gegn þessari tillögu. Mun það nánar rök- stutt síðar, ef nauðsynlegt er. Höfundur er vara borgarfulltrúi fyrir Sj&lfstæðisflokkinn. Loftnet og rafhlöður fyrir þráðlausa síma Hverfisgötu 18, gegnt Þjóðleikhúsinu, 101 Reykjavík, sími: 28636. SÆTRE FYRIR SÆLKERANN KORNMO heilhveitikexið sómir sér jafnt á veislu- sem morgunverðarborðinu vildir þú vera dn þess? ISLENSKIR BÆNDUR ÖRKIN1012-12

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.