Morgunblaðið - 23.09.1993, Side 10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1993
10
SÁLFRÆÐIBÓKIN
Ritsljórar Sálfræðibókarinnar, Hörður Þorgilsson og Jakob Smári.
__________Bækur_______________
Katrín Fjeldsted
Sálfræðibókin. Ritstjórar: Hörð-
ur Þorgilsson og Jakob Smári.
Mál og menning, Rvík. 1993.
Teikningar: Sigrún Eldjárn.
Útlit: Erlingur Páll Ingvarsson.
Umbrot: Þorsteinn Jóns-
son/Mm. Prentun og bókband:
Prentsmiðjan Oddi hf. Ritstjóri
af hálfu Mm.: Ólöf Eldjárn.
Mál og menning hefur nýverið
ráðist í það stórvirki að gefa út
tæplega 1.000 síðna bók um sálar-
fræði. Ef dæma má af viðtökum
almennings, en bókin hefur nú
þegar selst í 10.000 eintökum, var
þörf fyrir bókina brýn og jafnvel
langt umfram það sem höfundar
áttu von á. Ætli bókin verði ekki
metsölubókin í ár?
Það er mikil vinna að lesa þessa
bók, sérstaklega þegar maður á
að ritdæma hana og lesa þess
vegna frá upphafi til enda, spjald-
anna á milli, sem ég hugsa að
fæstir notendur hennar geri. Lík-
legra er að hún sé notuð sem upp-
flettirit, fólk nýti sér ákveðna kafla
í upphafí, eða fari í atriðisorðaskrá
í bókarlok. Að loknum lestri reyndi
ég að nálgast bókina á þann hátt,
og tel að atriðisorðaskrá sé ágæt-
lega unnin. Ymis mikilvæg atriði
koma þó ekki fram þar, og þá
helst vegna þess að um þau er
ekki fjallað í bókinni. Þar á meðal
má nefna ýmis veigamikil atriði
eins og einmanaleika, einangrun
og vandamál í nútímaþjóðfélagi
eins og einelti. Þá er ekkert fjallað
um kynferðislega misnotkun á
börnum og áhrif hénnar á ævi
þess sem fyrir henni verður.
Ritstjórar velja þá leið að skipta
efni bókarinnar í 15 meginsvið,
en innan hvers sviðs eru 6-10
kaflar sem mynda sjálfstæðar
heildir eins og segir í aðfararorð-
um. Þannig ná ritstjórar því að fá
35 manns til að leggja til efni,
flesta sálfræðinga.
Þegar litið er á höfundatal vek-
ur það athygli og er bókinni mjög
til framdráttar, að höfundar eru
MIKIÐ var um dýrðir þegar Sin-
fóníuhljómsveit ísiands hélt tón-
leika á föstudagskvöldið 17. sept.
í Félagsheimilinu í Ólafsvík. Efn-
isskráin var fjölbreytt og þarna
fékk söngfólk á Snæfellsnesi og
úr Ilölum tækifæri til að syngja
með hljómsveitinni.
Stjórnandi hljómsveitarinnar var
Öm Óskarsson og á efnisskránni
voru verk eftir Beethoven, Grieg,
Massenet, Mendelsohn og Bizet.
Auk þess söng Jöklakórinn þrjú lög
með hQómsveitinni. Jöklakórinn var
samsettur úr kirkjukórum í Grund-
arfirði, Ólafsvík, Hellissandi, Stykk-
ijarri því að vera einlitur hópur,
heldur er þetta fólk með afar mis-
munandi bakgrunn og sérstaklega
mikla breidd hvað framhaldsnám
varðar. Þorrinn hefur stundað
framhaldsnám sitt erlendis og má
sjá áhrif menntunar á Norðurlönd-
unum, Þýskalandi, Englandi,
Skotlandi, Bandankjunum, Frakk-
landi, Kanada og Islandi. Þetta er
ánægjulegt ekki síst vegna þess
sem sagt var fyrir all nokkrum
árum þegar 16 manns voru í námi
í sálarfræði við Háskóla íslands,
og þar af fóru 15 til framhalds-
náms í klínískri sálarfræði í Árós-
um, ef ég man rétt. Löngu liðinn
er tími einstefnunnar.
Mikið er lagt upp úr vönduðum
frágangi, myndir eru fallegar og
skýrar, bæði ljósmyndir og teikn-
ingar, en vegna stærðar sinnar er
bókin fremur óþjál aflestrar, erfitt
að hafa hana á náttborðinu og
reyna að lesa hana í rúminu, eigin-
lega nauðsynlegt að sitja við borð
til að tileinka sér efni hennar.
Vegna þess hve margir höfund-
arnir eru, eru efnistök þeirra mis-
munandi. Sumir eru afar fræðileg-
ir, theoretískir, en aðrir greinilega
vanir að skrifa fyrir almenning og
höfða áreiðanlega betur til lesenda
þess vegna. Þegar fólk hefur þjálf-
un í að tala til almennings, hvort
sem það er í fyrirlestrarformi eða
með skrifum, fjallar það um hluti
sem áhuga vekja og á áhugaverð-
an hátt. Sem dæmi um þetta vil
ég nefna Álfheiði Steinþórsdóttur
og Guðfmnu Eydal, og einnig Sig-
ttygg Jónsson en margir yngri
sálfræðingar myndu kalla slíkt
almenningshylli eða popularisma.
Fyrstu þijú meginsviðin lúta að
bömum og unglingum, hið fyrsta
varðar þroska þeirra, næsta upp-
eldi og þriðja sálrasn vandamál
bama og unglinga. Ég vissi ekki
fyrr en ég las kafla eftir Hrafn-
hildi Ragnarsdóttur um fyrstu orð-
in að til viðbótar við að læra að
segja „bless, takk, meira og ó ó“
séu komin ný orð í fyrsta orða-
forða íslenskra barna: „bóla-baka“
sem útleggst viltu spóla mynd-
bandið til baka. Reyndar held ég
að orðið bless sé orðið afar fátítt
ishólmi og Búðardal. Kórinn telur
um 80 manns og hefur æft saman
öðru hvoru undanfarin ár og haldið
tónleika. Var það kómum mikill
heiður og ómetanleg reynsla að fá
að syngja með Sinfóníuhljómsveit
íslands.
Húsfyllir var í Félagsheimili Ól-
afsvíkur. Eftir tónleikana var boðið
upp á kaffi og kom þá í ljós að
húsmæður undir Jökli höfðu ekki
setið auðum höndum þennan dag
því annað eins kökuhlaðborð hefur
vart sést síðan Hnallþóra tók á
móti umboðsmanni biskups í sög-
unni góðu eftir Nóbelsskáldið.
- Hallgrímur.
hjá ungbörnum, að minnsta kosti
heyrist mér flestir foreldrar ung-
barna sem koma á stofu til mín
kenna börnum sínum að segja hæ
og bæ, og er það umhugsunar
virði. í kaflanum „Börn ættu að
vera vel upp alin“ eftir Sigurð
Grétarsson og Sigi'únu Aðalbjarn-
ardóttur er fjallað af skynsemi um
uppeldi barna, um það að gumað
sé af því hve sjálfstæð æskan á
íslandi sé, alin upp í fijálsræði og
hafi gagn og gott af því að sjá
um sig sjálf. Höfundar ræða í
framhaldi af því um afskiptaleysi
foreldra, hvaða mörk sé eðlilegt
að setja börnum og unglingum. í
næsta kafla eftir sömu höfunda
er fjallað um hugmyndir um upp-
eldi fyrr og nú. Þar er m.a. vitnað
í „tilskipan um húsagann" sem
birt var hérlendis um miðja 18.
öld. Þar var kveðið á um að temja
börnum guðsótta, hlýðni og erfiði
og láta þau ekki alast upp í leti,
sjálfræði og öðru vondu. Áð sögn
höfunda speglast þessi viðhorf i
frásögnum af því hve uppeldi var
strangt og vægðarlaust. Fullorðnir
hafí krafist skilyrðislausrar hlýðni
af börnum og refsingar hafi verið
óvægar, börn iðulega barin, hýdd
og niðurlægð á annan hátt. I tíma-
ritinu Ármann á Alþingi, 1. árg.
frá 1829, sem ritstjórinn Baldvin
Einarsson helgar uppeldi, er bóndi
einn, fulltrúi ríkjandi uppeldisað-
ferða látinn lýsa uppeldi barna
sinna m.a. með þeim orðum að
„þegar þau hafa farið að stálpast
og verða ódæl, þá hefi ég barið
þau eins og fisk, svo það er ekki
mér að kenna að þau eru bæði þrá
og stórlynd".
I kaflanum um sálræn vanda-
mál barna og unglinga, sem skrif-
aður er af Siguijóni Björnssyni,
kemur fram það álit hans að 3
stéttir sérfræðinga eigi að_ vera
best umkomnar að veita uppalend-
um og börnum þeirra viðeigandi
aðstoð: Barnageðlæknar, klínískt
menntaðir sálfræðingar og félags-
ráðgjafar. Ég tel afar líklegt að
heimilislæknar hafi aðstöðu um-
fram flesta aðra til þess að koma
auga á þau börn sem hjálpar eru
þurfi, og taka á vandanum með
foreldrunum, eða vísa þeim til
annarra sé þess þörf.
í kaflanum um þroska, frávik
og fötlun er fallegt ljóð eftir Þórar-
in Eldjám um Ola sem lýsir vel
sorg foreldris sem fær í hendur
fjölfatlað barn.
Sigtryggur Jónsson hefur um-
sjón með og skrifar kaflana um
kynmótun, samskipti kynjanna og
kynlíf. Þar er mörgu gerð góð
skil, en yfirborðsleg efnistök inn
á milli. Allt þó sett fram á fremur
áhugaverðan hátt. Hið sama má
segja um næsta meginþátt, en
umsjón með honum hafa Álfheiður
Steinþórsdóttir og Guðfínna Eyd-
al. Þar er fjallað um hjónaband
og fjölskyldu og gera þær efninu
skýr og skemmtileg skil. Nefna
má mikilvægi þess hvaða lífs-
reynslu einstaklingar hafa að baki
þegar þeir ganga í hjónaband, eða
stofna til sambands, og hvað séu
eðlilegar kröfur að gera. Fjallað
er sérstaklega um börn og skiln-
aði og veitir víst ekki af í nútíma
þjóðfélagi. Sá kafli mætti reyndar
vera enn lengri og ítarlegri vegna
mikilvægis. Þar á meðal eru ráð
til foreldra, svo sem að segja barni
sameiginlega frá skilnaði, blanda
barninu ekki í viðkvæm deilumál
og flóknar útskýringar og hjálpa
barninu að skilja að það eigi engan
þátt í ákvörðun foreldranna.
Margir höfundar falla í þá
gryfju að nota 1. persóriu ft. í
skrifum sínum, það erum við sem
gerum þetta og við sem gerum
hitt og eðlileg viðbrögð lesandans
eru að velta því fyrir sér hvort það
sé höfundurinn og ég, lesandinn,
sem séum gerendurnir. Þetta er
líklega gert til að forðast það að
segja alltaf „maður“ en ennþá
verra er valið á 2. persónu et., og
1. kafli bókarinnar heitir „Þú ger-
ir það sem þú ert“ og hefst á eftir-
farandi hátt: „Þegar við lýsum
sjálfum okkur vísum við oft til
ýmissa eiginleika sem við teljum
okkur búa yfir, við tölum t.d. um
að við séum ákveðin, áhrifagjörn,
frek, löt eða metnaðarfull. Þá höf-
um við líka tilhneigingu til að tala
um þessa eiginleika eins og þeir
séu viðvarandi og stöðugir. Þessar
hversdagslegu lýsingar okkar
duga oft vel.“ Undirrituð er e.t.v.
þekkt fyrir smásmugulegar at-
hugasemdir af þessu tagi, en mér
finnst þetta spilla annars ágætlega
skrifuðum kafla eftir Hörð Þorgils-
son. Ég skellti reyndar upp úr
þegar ég sá að hann skrifaði að
fólk sem kysi frekar að hitta aðra
en að íesa bók skemmti sér líka
betur í veislu en bókaormar. Þetta
er að vísu með tilvísun í kenningar
sem útskýra persónuleika manna,
en þar sem ég er veisluglaður
bókaormur hnaut ég náttúrulega
um þetta. Hörður drepur í lok
kaflans á gamalt þrætumál innan
sálarfræðinnar, en það er hvort
leita megi skýringa á hegðun
manna í erfðum þeirra eða um-
hverfi. Vinstrimennska fyrri ára-
tuga lagði ofuráherslu á þætti
umhverfisins og fyrirleit þau borg-
aralegu viðhorf að telja erfðir
skipta máli. Þarna er kannski
komin besta skilgreiningin á hægri
og vinstri í pólitík?
Talsverð 'fræðsla er í bókinni
um sálfræðileg próf, greindarpróf,
persónuleikapróf sem margir
kannast við. Þar sem bókin er
ætluð hinum almenna lesanda
væri ekki úr vegi að hafa eitthvað
af persónuleikaprófum fyrir fólk
að spreyta sig á því áhugi fólks
varðandi sálarfræði beinist ekki
síst að lesandanum sjálfum. Fólki
þykir fróðlegt að vita hvar þess
eigin kenndir og hugsanir falla
innan normsins. Höfundar 2.
kafla, um streitu, umhverfi og lífs-
hætti, Sæmundur Hafsteinsson og
Jóhann Ingi Gunnarsson, virðast
hafa góðan skilning á þessu og
setja upp lista eða kvarða yfir at-
burði í lífí fólks sem mestri streitu
geta valdið.
Eiríkur Örn Antonsson hefur
umsjón með kaflanum um tilfinn-
ingar og tilfinningalega erfiðleika
og eins og áður segir kallar hann
til fleiri höfunda til að taka á því
efni. Skilgreining á andlegri heil-
brigði, umfjöllun um heilbrigð
samskipti við umhverfið og hæfi-
leikinn að vera sjálfum sér nógur
koma fyrir þarna, svo og fælni,
árátta og þráhyggja, lystarstol
með depurð, lystarstol og lotug-
ræðgi. Lystarstol er betur þekkt
undir nafninu anorexia.
Einu læknarnir sem efni eiga í
þessari bók eru Tómas Zoega og
Gísli Þorsteinsson, en þeir skrifa
undir meginþemanu geðrænar
truflanir, en það er í umsjón Harð-
ar Þorgilssonar og Jakobs Smára.
Vegna þeirra atburða sem átt hafa
sér stað í þjóðfélaginu á undan-
fömum árum hefði mér þótt sjálfs-
víg mega fá enn meira vægi.
Næstsíðasti kaflinn er um efri
árin, skrifaður af Jóni Björnssyni.
Þar heldur greinilega vanur maður
á penna, hann er vel máli farinn
og hefur frá mörgu að segja. Mér
hefði þó ekki þótt gera til að heyra
í einhveijum af öldrunarlæknun-
um, t.d. Ársæli Jónssyni eða Þór
Halldórssyni, í þessum kafla.
Að auki finnst mér vanta að
fjalla um starfslok og þau miklu
áhrif sem þau hafa á líf manna
og sálarró, sé ekki rétt að þeim
staðið.
Hér á landi eru allmiklu fleiri
hjúkrunarrými hlutfallslega en í
nágrannalöndum sem hafa svip-
aða aldursdreifingu. Virðing
starfsfólks fyrir íbúum langdvalar-
stofnunar þarf að vera fyrir hendi,
eins þótt gamall og sjúkur eigi í
hlut, og víst er að þannig er að
málum staðið víðast hvar. Mér er
minnisstæð grein sem frændi minn
háaldraður, Björn Egilsson, skrif-
aði í Tímann fyrir nokkrum árum
og lýsti því hvernig það væri að
vera á elliheimili á Sauðárkróki
og geta ekki ákveðið sjálfur hve-
nær hann baðaði sig eða læsi
Morgunblaðið.
Lokastig bókarinnar er svo um
yfirskilvitleg fyrirbæri, þar sem
skilgreind er „dulsálarfræði" sem
áður kallaðist sálarrannsóknir. Þá
er orðið til eitthvað sem kallast
„hugmegin“ og skýrir sig sjálft,
þar sem megin er hvorugkynsorð
og merkir máttur eða afl. Þar með
hélt ég að í þgf. væri það „hug-
megni“ en höfundar segja að „í
hugmegin virðist einstaklingurinn
hafa áhrif á umhverfi sitt án þess
að beita til þess líkamlegu afli“.
Ekki trúi ég því, en líklega mest
vegna málfræðinnar.
Eg hlýt að enda þennan ritdóm
á því að argvítast út í nafnorða-
sýki og nýyrðasmíð eins og ég hef
oft gert í fyrri ritdómum í Morgun-
blaðinu. Tæki nokkuð sem notað
er í dulsálarfræði kallast „tilvilj-
ari“ og lítur orðið út fyrir að vera
gegnsætt sem kallað er, en er vita
óskiljanlegt að mínu mati. Sama
má segja um „firðhræringar". Þó
keyrði um þverbak við geðtruflun
sem kallast „almennt slýni“ og á
að tákna geðsjúkdóma af völdum
sárasóttar (syfilis). Slýni fínnst
ekki í orðabók Menningarsjóðs og
ég vona að það muni ekki komast
á síður hennar. Sá sem dáleiddur
er heitir á einum stað „dáþegi"
(ekki til í orðabókinni) og mér
datt í hug að á sama hátt yrði sá
sem myrtur er „drepþegi“ eða
„dauðþegi“. Hluti heilans hefur á
bls. 517 orðið að „möndlungi“, sem
ég hefði haldið að ætti að fara í
kökudeig. Það var allavega ekki í
minni líffærafræði.
Að lokum þetta: Fyrir bók af
þessu tagi var mikil þörf, það
sanna viðbrögð almennings. Fólk
vill kynna sér málin. Bókin upp-
fyllir þær væntingar að mörgu
leyti. Mál og menning á hrós skil-
ið fyrir að vanda til útgáfunnar
og reyna að koma til móts við
hinn almenna lesanda.
Morgunblaðið/Alfons
Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í Ólafsvík.
Sinfóníuhljómsveit
Islands í Oiafsvík
Ólafsvík.