Morgunblaðið - 23.09.1993, Síða 34

Morgunblaðið - 23.09.1993, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1993 Sérútgáfurnaraf Abyss, Lawrence of Arabia, Spartacus, Aliens, JFK, The shining, Blade Runner, The Magnificent Seven, Indiana Jones, Back to the Future, Beauty and the Beast, TheTerminator, Akira, Rambo o.s.frv. fást hjá 2001 íWidescreen og hágæða hi-fi steríó...2001 þarsem kvik- myndir og gæði eru samnefnari (PAL, NTSC, Laser og VHS). Verslun, Pöntunarþjónusta og Myndavinnsla 2001, Hverfisgata 61B, sími 612220, fax 626003. HÉRAÐIÐ SAINT EMILION KYNNT í KVÖLD Borðapantanir í síma 25700 Fimmtudagskvöld eru vtnhéraðakvöld. fíat Uno Arctic - fyrir norðlægar slóðir Bestu bílakaupin! Uno Arctic býðst nú á miklu lægra verði en sambæri- legir bílar frá V-Evrópu og Asíulöndum. Verð frá748.000 kr. á götuna, ryðvarinn og skráður. Það borgar sig að gera verðsamanburð við aðra bíla. Við tökum gamla bílinn upp í og lánum allt að 75% kaupverðs til 36 mánaða. Komið og reynsluakið ÍTALSKIR BÍLAR HF. Skeifunni 17-108 Reykjavík - sími (91) 677620 ORUGG REIÐHJOLI HÆTTULEGUM LEIK eftir Sigríði Á. Asgrímsdóttur Skyldutrygging bifreiða veldur því að vegfarendum eru í flestum tilvikum tryggðar bætur í umferðar- slysum jafnvel þegar sá sem veldur tjóninu er ekki borgunarmaður fyrir tjóninu. Hver er ábyrgð hjólreiða- manns sem veldur öðrum tjóni? Spurningunni er hér með komið á framfæri og vona ég að einhver fróðari mér muni svara henni sem fyrst. Rétt vegfarenda til trygginga- bóta og ábyrgð ef slys ber að hönd- um vegna hjóireiða þarf að upplýsa. Lög og reglur um þessi atriði þurfa að vera skýr og öllum kunn. Skilningur hjólreiðamanna á nauðsyn þess að virða umferðarlög og reglur er forsenda þess að hægt sé að mæla með aukinni notkun reiðhjóia sem samgöngutækis. í nokkrum lesendabréfum í Bréfum til blaðsins í Morgunblaðinu í sumar hefur komið fram hjá mörgum hjól- reiðamönnum að þeir túlka umferð- arlögin á sinn hátt þannig að marg- ir vilja hjóla í gagnstæða stefnu við bíla og halda sig því á vinstra vegar- kanti. Ökumenn bifreiða verða því að vera viðbúnir hjólandi vegfarend- um ýmist til-hliðar við sig eða á móti sér hvar sem er og hvenær 'sem er. Trúlega má benda á atvik þar sem röng staðsetning og stefna hjól- reiðamanns hafí forðað slysi og skiljanleg er ónotatilfinning hjól- reiðamanrfsins með bílastrauminn í bakið. Glundroði í þessu máli sem stafar af þvi að lög og reglur eru ekki virt veldur þó mikilli ringulreið og hættu í umferðinni. Öryggi í umferðinni verður að bæta og það kallar á endurskoðun laga og reglna sem snerta notkun reiðhjóla í víðum skilningi. Vaxandi fjöldi hjólreiðamanna á götum nú og umræðan í fjölmiðlum hafa þó vonandi vakið ráðamenn samgöngumála til umhugsunar um aðstöðuleysi hjólreiðamanna í sam- göngukerfinu. Hjólreiðamenn á íslandi hafa ekki Hvers vegna brosir maðurinn? Hann hefurhaftmikið hárlos, en nú hefur það stöðvast eftir notkun á VIVISCAL 95% af þeim er tóku þátt í til- raunum finnskra vísindamanna jókst hárvöxtur um 38%. Allar upplýsingar veitir HÁRSNYRTISTOFAN HRINGBRAUT 119 S 22077 Sigríður Á. Ásgrímsdóttir „Reykjavíkurborg og fyrirtæki og stofnanir sem marka vilja fram- sækna stefnu í um- hverfis- og samgöngu- málum ættu að drífa í því sem fyrst að koma upp aðstöðu fyrir við- skiptavini sem kjósa að ferðast um á reiðhjóli.“ verið mjög áberandi undanfarin ár. Sem samgöngutæki hefur reiðhjólið ekki vegið þungt. Þeir sem skipu- leggja samgönguleiðir hafa því alls ekki tekið reiðhjólin með í reikning- inn við skipulagningu samgöngu- leiða. Nú eru merki um að almenn- ingur hafi tekið ákveðna stefnu sem breyta kann viðteknum skoðunum á gildi reiðhjólsins sem samgöngu- tækis. Það eru margir samverkandi þættir sem flokka má í þijú áhuga- svið sem almenningur er upptekinn af: Umhverfi — sparnaður — heilsa Að breyta frá notkun reiðhjóla við leik og meðal fámenns áhuga- hóps til almennrar og víðtækrar notkunar sem samgöngutækis jaðr- ar við byltingu sem kallar á endur- skoðun stefnu Reykjavíkurborgar og nágrannasveitarfélaga í sam- göngumálum. Hver er ábyrgð borgaryfirvalda á þeirri áhættu sem skapast hefur vegna sífellt meiri slysahættu hjól- andi vegfarenda í borginni vegna „ástands" gatna og stíga? Samgönguleiðir fyrir reiðhjól og bíla þurfa að vera aðskildar af ör- yggisástæðum og hefur það í för með sér aukinn kostnað, að minnsta kosti í byijun. Nauðsynlegt er fyrir borgaryfírvöld í Reykjavík að gera úttekt á því hvernig hægt sé á sem hagkvæmastan hátt að byggja sam- göngumannvirki fyrir blandaða umferð einkabíla, almenningsvagna og reiðhjóla. Gera þarf áætlun um hvernig hægt væri að koma á slíku kerfí í áföngum þannig að kostnað- ur samfélagsins verði viðráðanlegur. Almenn notkun reiðhjóla mun draga úr umferð bíla. Minni þörf verður á að breikka götur vegna bílaumferð- arinnar. Fjármunir til samgöngu- mannvirkja framtíðarinnar sem fyr- irsjáanlega verða að koma til vegna bílaumferðar einnar munu skiptast á akvegi fyrir bíla og hjólreiðastíga samtímis og ferðamátinn mun skipt- ast. Færa má rök fyrir því að kostnáð- arlega munu mannvirki vegna hjól- reiða afkasta meiru en jafn verðmæt mannvirki fyrir bíla og kostnaðar- auki sá sem vænta má vegna lagn- ingu nýrra hjólastíga vinnast til baka með tímanum. Kostnaður við bílastæði borinn saman við kostnað vegna aðstöðu til að leggja reiðhjólum skiptir líka máli í þessum samanburði. Sem stendur er afar erfitt fyrir hjólreiða- menn að nota hjól í útréttingum milli staða vegna þess að óvíða er mögulegt að leggja frá sér reiðhjól á öruggan máta. Reiðhjóli þarf að læsa og helst að binda við staur eða stand svo því verði ekki stolið. Reykjavíkurborg og fyrirtæki og stofnanir sem marka vilja fram- sækna stefnu í umhverfis- og sam- göngumálum ættu að drífa íþvísem fyrst að koma upp aðstöðu fyrir viðskiptavini sem kjósa að ferðast um á reiðhjóli. Hvaða reglur gilda um öryggisbúnað reiðhjóla? Framfarir hafa verið miklar í framleiðslu reiðhjóla síðustu árin. Þau eru orðin mjög þægileg og ör- ugg í notkun. Mögulegt er að fara ferða sinna upp brekkur án mikillar áreynslu og jafnvel yfir óslétta vegi er hægt að hjóla nokkuð hratt og örugglega. Ný efni, ný hönnun og nýr búnaður, allt hjálpast að til að auka úrval og gæði reiðhjóla, allt frá fjallahjólum upp í rennileg kapp- aksturshjól. Alþjóðlegur staðall ISO 4210 gildir fyrir reiðhjól og þar eru kröfur um öryggi og styrkleika í hönnun, samsetningu og prófunum settar fram. Helsta öryggisatriði varðandi reiðhjólin eru bremsurnar og prófunarkröfur fyrir þær. Önnur mikilvæg atriði eru kröfur sem stýr- isbúnaður, pedalar og söðull þurfa að uppfýlla. Við kaup á reiðhjólum ættu þeir neytendur sem tryggja vilja kaup sín á góðri vöru að fá það staðfest hjá seljendum að reið- hjólið og allur búnaður þess upp- fylli prófanir samkvæmt þessum staðli. I dómsmálaráðuneytinu hefur verið unnið að reglugerð fyrir reið- þjól og í drögum er gert ráð fyrir kröfum um öryggisbúnað sem til þessa hefur ekki verið skylda, held- ur hefur lögreglan og Umferðarráð mælt með notkun hans. Um er að ræða tvöfalt bremsukerfi, endur- skinsmerki, keðjuhlíf, bjöllu og ljós. Einnig hefur Umferðarráð og aðilar sem starfa að slysavörnum mælt mjög eindregið með notkun reið- hjólahjálma og er jafnvel rætt um að lögleiða notkun þeirra. Urval aukabúnaðar og sérstaks fatnaðar er mikið og segja má að ákveðin tíska í hjólreiðum hafi bor- ist hingað til lands eins og í svo mörgu öðru sem við búum við í nútímanum. Eru vaxandi hjólreiðar bara eins konar tískufyrirbrigði? Ég tel að mörg rök séu fyrir því að almenningur óski þess að nota hjól sem samgöngutæki í framtíð- inni. Gæði reiðhjóla eru betri en áður og búnaðurinn öruggari auk þess sem ímynd hjólreiðamannsins hefur hlotið viðurkenningu þannig að nú eru það ekki „bara sérvitring- ar“ sem hjóla. Kostir reiðhjólsins í samanburði við kosti bílsins munu ráða vali almennings á farkostum í framtíðinni. Auk þess að menga minna, kosta minna og gefa hreyfingu er saman- burður hjóls og bíls sem samgöngu- tækis hjólinu á margan hátt hag- stæður. í flestum tilvikum er einn maður á ferð í bíl sínum þannig að þótt yfírburðir bílsins gagnvart hjól- inu varðandi fjölda farþega séu fyr- ir hendi þá eru þeir ekki nýttir. Svipað er að segja um samanburð á ferðahraða í borgum og bæjum. Aka má bíl miklu hraðar en hægt er að hjóla, en umferðarálagið veld- ur því að maður á reiðhjóli kemst oft á jafn skömmum tíma leiðar sinnar og bílstjórinn þrátt fyrir það. Höfundur er verkfræðingur Neytendasam takanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.