Morgunblaðið - 23.09.1993, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1993
Árið 1920 liggja saman leiðir
fimmtán ára stúlku og kínversks auðmanns. Þau heillast hvort af
öðru og ástin nær heljartökum á þeim. En þetta er forboðin ást.
Fjölskylda hennar útskúfar henni ogfaðir hans afneitar honum.
Ekkert færþó aðskilið hina lostafullu elskendur. Mun samband
þeirra lifa af umrótið í kringum þau? Stórkostleg mynd hins frábæra
leikstjóra JEAN-JACQUES ANNAUD (Nafii rósarinnar).
Mynd fyrir elskendur - unga jafnt sem gamla.
Kemur út í dð|
HASKOLABIO
SÍMI611212
Aldarminning
Ólafur Magnús-
son skipstjóri
í dag, 23., september er öld liðin
frá því að Ólafur Magnússon skip-
stjóri kenndur við ms. Eldborg mb.
3 frá Borgamesi fæddist að Sellátr-
um í Tálknafirði. Foreldrar Ólafs
voru Sigrún Ólafsdóttir ljósmóðir
frá Auðkúlu í Amarfirði og Magnús
Kristjánsson skipstjóri, Bíldudal.
Barnungur hóf Ólafur sjósókn með
föður sínum og bræðmm og ungl-
ingur vestur á íjörðum var hann
orðlagður aflamaður á handfæri.
Tuttugu og þriggja ára innritaðist
hann í Stýrimannaskólann í Reykja-
vík og lauk þaðan prófi vorið 1917.
Stýrimaður á togumm og síðar for-
maður á bátum, meðal annars bát-
um Haraldar Böðvarssonar á Akra-
nesi og búsettur þar eignaðist hann
tvo syni með fyrri konu sinni Guð-
rúnu Halldórsdóttur frá Bíldudal,
þá Svavar klæðskerameistara og
Gunnar skipstjóra. Guðrúnu missti
Ólafur eftir fjögurra ára sambúð.
Eftirlifandi konu sinni, Hlíf Matt-
híasdóttur Ólafssonar alþingis-
manns, kvæntist Ólafur árið 1926
og eignuðustu þau fimm böm,
Matthías, Marsibil, Sigrúnu, Roy
og Ólöfu.
Arið 1934 stofna nokkrir Borg-
nesingar útgerðarfélagið Grím hf.
og festa kaup á ms. Eldborgu
skráða mb. 3. Fastráðinn skipstjóri
sækir Ólafur skipið til Noregs og
verður óslitið með það í 13 ár.
Áfallalítið sigldi Eldborgin öli
stríðsárin með ísvarinn bátafísk til
Englands og var annáluð fyrir gæði
farmsins, en stundaði sfldveiðar
fyrir Norðurlandi á sumrin og árið
1943 nam heildarafli skipsins
30.300 málum er reyndist met sem
stóð óhaggað í mörg ár.
Ólafur Magnússon lést að Hrafn-
istu í Reykjavík 24. mars 1961, 68
ára að aldri.
Mynd sem dregin er upp af Ólafi
í kafla bókarinnar „Farmaður í friði
og stríði" sjóferðaminningum Ólafs
Tómassonar stýrimanns eftir Jó-
hannes Helga (Skuggsjá 1976) á
bls. 147-149, lýsir sjómennsku
Ólafs Magnússonar einstaklega vel
og að gefnu tilefni er tilhlýðilegt
að birta hana hér með Ieyfi höfund-
ar.
— Eg var hjá honum þangað til
eg fór stýrimaður yfir á Laxfoss.
Þar kynntist eg Ólafi heitnum
Magnússyni, einhveijum klárasta
sjómanni sem eg hef fyrir hitt um
dagana. Hann var kvæntur mikil-
hæfri sæmdarkonu, Hlíf, systur
Jóns Matthíassonar. Ólafur var
þrekmenni með afbrigðum, síldar-
kóngur í mörg ár. Mikið lærði eg
af Pétri Ingjaldssyni sem var með
Laxfoss, lærði á Faxaflóann og
suðurströndina. Pétur var óþreyt-
andi að kenna stýrimönnum sínum.
Og svo leysir Ölafur Magnússon
um þetta á eftir, segir hann, en það
þarf skarpa sjón til. Hann lýtur
yfir kortið, dregur línu með fingrin-
um, segir: Ef við tökum þessa
stefnu í klukkutíma þá ættum við
að koma í þennan grunna ál sem
þama er.
Rórmaðurinn fær fyrirmæli um
breytta stefnu og Ólafur gengur
að brúarglugganum og gefur mér
merki að koma til sín, svipast þög-
ull um, grandskoðar öldurnar, leit-
ar, segir svo allt í einu: Líttu á
þessa öldu þarna, segir hann,
fimmtu öldu.
Eg geri sem hann biður.
Líttu svo á þessa.
Eg fylgdi bendingu hans eftir
með augunum.
Og líttu svo á þessa.
Eg fýlgi bendingu hans eftir með
augunum.
Og líttu svo í landáttina. Sjáðu
hvernig aldan kembir þarna. Taktu
eftir.
Nú skiptir hún úr blámanum yfír
í hvítuna. Það bregður fýrir ofurlitl-
um gulleitum blæ. Hún er falleg
þessi. Taktu nú eftir.
Og aldan hneig, skipti úr bláman-
um, hjaðnaði í glæhvíta froðuna.
En eitt sekúndubrot brá fyrir gulri
slikju. Um leið og hún hneig.
Ólafur var þekktur fyrir þetta,
frétti eg seinna, hvemig hann las
botninn af öldunum.
Við drögum upp handlóðið. Og
það er ekki um að villast. Við erum
komnir alltof nærri þrátt fýrir ríf-
lega afdrift. Ólafur tekur stefnuna
tvær mílur af þrídranga og þegar
við eram búnir að sigla tímann sem
hann áætlaði í drangann þá vorum
við þar, á punktinum, sáum hann
gnæfa upp úr öldurótinu.
Eg dáist að þessu enn þann dag
í dag. Þetta var sjómennska og
þekking sem sagði sex.
Allir sjómenn kunna að lesa í
sjólag og strauma, enda reynir á
það við landtöku, en öðm máli
gegnir um hárfín litbrigði í slæmu
skyggni á djúpsævi.
1 Lyra var millilandaskip.
2 Blýlóð atað tólg, notað til að taka
botnprufu.
Virðing fyrir óbilandi áhuga,
kjarki og dugnaði manns sem háði
harða lífsbaráttu í stríði og friði,
með öngli og skutli, beitti þekkingu
sinni af mikilli snilld og óragur
gekk á hólm við hveija þá hættu
sem á vegi hans var, háði marga
rimmu við höfuðskepnurnar og
hrósaði ætíð sigri, en átti svo í
margra ára" kvalafullu stríði við
veikindi sem að lokum lögðu hann
helsærðan að velli: Virðing fyrir
góðum maka — föður, sönnum
manni lifír með ekkju og bömum
mann fram af manni um langa
framtíð.
Samantekt á bók, ljósmyndir o.fl.
(Eldborgarsaga) sem í þessu tilefni
átti að liggja fýrir fullsköpuð, mun,
vegna ófyrirsjáanlegra atvika, tefj-
ast. Fyrir áramót, er áætlun sem
vonandi stenst.
Matth. Ól.
Sigurbjörn Sigurðs-
son — Minning
Fæddur 11. desember 1975
Dáinn 5. september 1993
Hann Sigurbjörn Sigurðsson,
Sibbi eins og hann var alltaf
kallaður, er farinn frá okkur. Þessi
fallegi og rólegi drengur sem kom
svo oft í heimsókn til mín þegar
hann var hjá ömmu sinni og afa
á Skagaströnd. Það fór ekki mikið
fyrir honum, hann kom og heilsaði
frænku sinni, fékk lánaðar bækur
og settist inn í herbergi og las.
Það heyrðist aldrei í honum og
stundum var ég búin að gleyma
að hann væri hjá mér þegar hann
kom fram og þakkaði fyrir sig,
kvaddi og fór aftur til ömmu
sinnar.
Hann var sonur Sigurðar Sigur-
björnssonar og Önnu Jónsdóttur,
alnafni afa síns á Blönduósi. Hann
átti fímm systkini, tvær systur sem
hann ólst upp með á Húsavík og
þijá bræður sem búa í Vestmanna-
eyjum og hann heimsótti á sumrin.
Hans er nú sárt saknað af pabba
sínum og bræðmnum Hirti, Hann-
esi og Oskari sem dýrkuðu stóra
bróður sinn.
Með þessum orðum vil ég kveðja
Sibba frænda minn. Megi Guð
fylgja honum í nýjum og góðum
heimi. Elsku Diddi og fjölskylda
og Anna og fjölskylda, ég votta
ykkur mína dýpstu samúð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Með kveðju frá föðursystkinum
og ömmu og afa á Blönduósi.
Erna Sigurbjörnsdóttir.
Heyrðu nafni minn, hann er að
vísu hlaðinn báturinn, en eg ætla
samt að halda mínu striki. Verðum
bara að gera vel fyrir driftinni.
Held að vindinn muni herða.
Þegar við svo emm komnir vel
fyrir og landið týnt í sortann ítrek-
ar hann við mig, að gera vel fyrir
driftinni og láta sig vita strax ef
eg verði var við eitthvað gmnsam-
legt.
Ólafur fer svo niður til sín að
halla sér, vaktin var tvískipt, sex
og sex, og tveir tímar uns Ólafur
átti að leysa mig af.
Vindinn herti eins og Ólafur hafði
spáð og eg geri þá enn meira fyrir
driftinni, rekinu, landsmenn skilja
það orð betur, gerði rýmilega fyrir
rekinu til að hætta ekki á neitt.
Að tveim tímum liðnum kemur
Ólafur upp og spyr hver afdriftin
sé. Eg segi honum það.
Það ætti að duga, segir hann,
en líttu á sjóinn, bætir hann við.
Ólafur hafði svipmikil augu, lista-
mannssión sem Matthías sonur
hans erfði, er mér sagt.
Á sjóinn, segi eg. Eg sé ekkert
athugavert við hann.
Við skulum lóða.
Hvað meinarðu skipstjóri?
Sjórinn er sendinn, ekki mikið —
en sendinn samt.
Eg rýni gegnum sortann í öldum-
ar, en verð einskis vísari, sé ekkert
athugavert.
Eg skal leiða þig í allan sannleika
■ r
Með ELSKHUGANUM
tekst Annaud mjög
vel upp “.
XXX 1/2 - G.B. DV
„Hugljúf saga um ást
og losta".
XXX PRESSAN
hann af einn túr til Vestmannaeyja
og af Ólafí lærði eg merkilega lex-
íu, sem eg ekki vissi fyrr en þá að
væri til. Lýra1 hélt sjó við Reykja-
nesið lagði ekki í hann, enda hauga-
sjór og dimmviðri, en Ólafur sagði
rólega:
„Skilur ekkert efiir
fyrir imyndunaraflið“.
- EMPIRE
„Lætur Sharon Stone
líta út eins og
Mjallhvíti“.
- TheSUN