Morgunblaðið - 15.10.1993, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1993
Síra Arngrímur
kveður söfnuð sinn
Guðspjallið lesið. Síra Stefán Karlsson, síra Arngrímur Jónsson, dr.
theol.
eftir Steingrím St.
Th. Sigurðsson
Kirkjan var fullsetin — ekki ein-
göngu af safnaðarbörnum í Há-
teigs- og Hlíðasókn, heldur og fólki
úr Rangárvallasýslu, en sira Arn-
grímur þjónaði Oddaprestakalli frá
því árið 1946 (settur inn í embætti
þriðja sunnudag eftir Trinitatis) og
til ársins 1964 — samtals 18 ár.
Ennfremur voru þarna í kirkju dr.
theol síra Arngríms Jónssonar
skólasystkin hans — einkum og
sérílagi af árgangi ’43 úr MA
(bekkjarsystkinin) — og vinir og
velunnarar; fyrirmenn þjóðar og
borgar — og það var stíll yfir at-
höfninni, en jafnframt ríkti kristi-
legt látleysi í anda prests, sem ekki
alls fyrir löngu varði glæsilega
doktorspróf í kirkjusiðfræði við
Háskóla íslands. Fáir eða engir
prestar hérlendis hafa lagt jafn-
mikla rækt við kjama messunnar
eins og síra Arngrímur. Hann á að
baki langt og strangt nám í lithúrg-
iskum fræðum — nam fyrst á veg-
um British Couneil við einn elzta
prestaskóla Anglíkana St. Steph-
en’s House í Oxford (alias Öxna-
furðu) 1958-’59 — og síðar fór
hann nokkrar ferðir til Bretlands
til að bæta við lærdóminn — jafnt
og þétt. Sigurður Guðmundsson
skólameistari átti það til að hún-
eftir ÓlafJ.
Engilbertsson
Bragi Ásgeirsson geysist fram á
ritvöll með miklum látum í Morgun-
blaðinu hinn 28. september sl. og
beinir þar orðum sínum að undirrit-
uðum í grein sem þekur meginpart
af síðu og er prýdd fyrirsögn í
heimsviðburða- og stríðsfrétta-
stærð. Það mætti halda að Bragi
hefði eitthvað afar sérstakt fram
að færa í grein sinni sem snerti
undirritaðan, en því er ekkp að
heilsa. Hann fjallar þar um sýningu
þá sem „listasafnið" hefur sett upp
á úrvali grafíkverka hans síðustu
fjóra áratugi og ótilgreindan pistil
undirritaðs, sem mun vera myndlist-
argagnrýni er birtist í DV 21. sept-
ember sl.
Það sem virðist helst fara fyrir
bijóstið á Braga er að ég hafi skrif-
að að þeir fáu listamenn sem unnu
í grafík hér á landi um og uppúr
miðri öldinni hafi „látið þrykkja“
myndir sínar erlendis. Bragi segir
að „þetta færi í taugarnar á hverjum
einasta grafíklistamanni". Eg sé
samt ekki betur en að í sýningar-
skrá Listasafns íslands á bls. 21 sé
haft eftir Braga um dvöl hans á
verkstæði grafíkskóla Akademísins
í Kaupmannahöfn í árslok 1955:
„Þekktur þrykkjari, Permild að
nafni, frá verkstæðinu Permild og
Rosengreen, þrykkti mina fyrstu
mynd vegna þess að hún var svo
erfið í vinnsiu að enginn þorði að
gera það á verkstæðinu." Bragi lét
einnig þrykkja fjórar myndaraðir í
Kaupmannahöfn á sl. áratug, líkt
og kemur fram í grein hans. Ég
viðurkenni þó að skilja má orð mín
svo að allir þeir hérlendir listamenn,
þ. á m. Bragi, sem gerðu grafíkverk
um miðja öldina hafí ávallt látið
aðra þrykkja þau í stað þess að
gera það sjálfir og biðst ég velvirð-
ingar á svo ógætilegu orðfæri. Ég
geri þó fastlega ráð fyrir að téðir
„Fáir eða engir prestar
hérlendis hafa lagt
jafnmikla rækt við
kjarna messunnar eins
og síra Arngrímur.44
vetnskum hætti að gefa nemendum
viðurnefni sem þeir væru hestar.
Hann kallaði síra Arngrím ævinlega
Arngrím lærða og fór vel á eins og
kom síðar á daginn.
Kirkjan í Háteigssókn Ijómaði og
tindraði og söngkórinn flutti tóna
sálmanna við undirleik austurrísks
virutoso dr. Orthulf Prummer —
með innileik og sameinaði þýðleik
og kraft. Það var reisn yfir athöfn-
inni frá byijun og hélzt allan tím-
ann. Messan féll fram eins og fljót
— Rangárfljót datt manni í hug —
ekki straumhart, en jafnt og þétt —
ákveðið. Fyrst kom Introitus — inn-
gönguversið — þá Kyría, svo gloría
og fast í kjölfarið Heilsun og
Collecta — og þá var koimð að ritn-
ingarlestrinum (í þrennu lagi): Úr
Gamla testamentinu úr 37. kafla
Esekíels. Þá lesinn kafli úr Nýja
Testamentinu úr 8. kafla Rómveija-
bréfsins og síðast úr Jóhannesar-
guðspjalli: (Ég er upprisan og líf-
ið . . . og þar fram eftir götunum.)
Þessir textar úr Biblíunni tilheyrðu
þessum degi, sem var sextándi
„Hafi Braga verið það
kappsmál að dylja
brautryðjendastarf sitt
og framlag á sviði graf-
íklistar hefði hann ann-
aðhvort getað afþakkað
boð Listasafns Islands
um að halda sýninguna
eða lesið betur próförk-
ina að sýningar-
skránni.“
listamenn hafi þarfnast leiðsagnar
við að þrykkja þar sem svo að segja
enginn þeirra fékkst að staðaldri
við grafík. Aldrei lét ég þó að því
liggja, líkt og Bragi ýjar að, að lista-
mennirnir hafí sent plöturnar utan,
verandi heima á meðan í sinnuleys-
inu.
Tilskrif Braga um „eget tryk“
koma pistli mínum nákvæmlega
ekkert við. En ég get ekki látið hjá
líða að benda honum á að hugtakið
„eigið þrykk" hefur mismunandi
merkingu eftir löndum, að sumstað-
ar er það jafnvel ekki trygging fyr-
ir því að listamaðurinn hafí þrykkt
verkið sjálfur, heldur einungis gefið
því sinn gæðastipil.
Ekki veit ég til þess að Alfreð
Flóki sé eða hafí verið sérlegur
meistari minn og ekki titlaði ég
hann sem slíkan í tilvitnuðum pistli.
Flóki var hins vegar sniildarteiknari
og meðal okkar fremstu listamanna
og það er furðuleg athugasemd hjá
Braga að hann geti ekki verið und-
ir áhrifum frá slíkum listamanni
vegna þess að hann vann lítið í graf-
ík og var eitt sinn nemandi hans.
Þau áhrif í verkum Braga sem ég
rek til Flóka birtast í erótískri mynd-
röð frá 1983, sem gerð var rúmum
aldarfjórðungi eftir að ungur kenn-
ari og yngri nemandi hittust fyrsta
sinni í skólastofunni.
sunnudagur eftir Trinitatis, en þá
hafði sálusorgarinn þjónað sókninni
hvorki meira né minna en 29 og
hálft ár, en alls hefur síra Arngrím-
ur verið starfandi sem prestur 47 ár.
Það var sterkur andi í kirkjunni,
en texti dagsins snerist að uppris-
unni og á hvetju kristin kirkja sé
reist. Prestur sagði: Kirkja vor er
reist á staðreynd upprisunnar.
Prestur tók fram, í byijun að hann
mundi ekki hafa í frammi tilfinn-
ingaspil á þessari stundu sem hann
kveður söfnuð sinn, sem hafi veitt
sér gleði og hamingjukennd. Svo
tíundaði hann hlutverk sitt og sagð-
ist þakklátur. Hann þakkaði þeim,
sem öllu ræður, að mega messa og
fara með sakramentið, hið helga
sakrament (aðalinntak messunnar)
en messan er fyrst og fremst endur-
tekning á kvöldmáltíðinni. Svo
bætti hann við: Messan er þjónusta
orðsins og þjónusta við guðs orð,
sem er helgun og útdeiling sakra-
mentis.
Og nú var farið með trúaijátning-
una Credo — allir sem einn, sem
er nákvæmlega eins og sú róm-
versk-kaþólska trúaijátning, en síra
Arngrímur hefur hvað eftir annað
verið bendlaður við ramkaþólsku
og miðaldastíl — vale. Söngur. Og
eftir hann Friðarkveðjan — og allt
í réttri röð eins og fyrr: Prefatia;
Sanctus; helgunarbæn með innsetn-
ingarorðum, Faðirvorið; Agnus Dei
Ólafur J. Engilbertsson
í sýningarskrá Listasafns Islands
kemur hvergi fram hversu mörg
verk eru á sýningunni. Ég get um
það í pistli mínum að hér hafí Lista-
safni íslands „tekist ágæta vel að
safna á einn stað 158 grafíkverkum
frá fjörutíu ára ferli eins af frum-
kvöðlum hérlendrar grafíklistar".
Ég geri því skóna að Listasafnið
hafi safnað verkunum saman þó þau
séu ekki til sýnis öll með tölu. I
aðfaraorðum sýningarskrár segir
Bera Nordal að Listasafnið vilji und-
irstrika „ómetanlegt brautryðjenda-
starf hans [Braga] og framlag á
sviði grafíklistar og grafíkkennslu
hér á landi“.
Hafí Braga verið það kappsmál
að dylja brautryðjendastarf sitt og
framlag á sviði grafíklistar hefði
hann annaðhvort getað afþakkað
boð Listasafns íslands um að halda
sýninguna eða lesið betur próförkina
að sýningarskránni í stað þess að
eyða púðri í orðsendingar til mín
eftir að sýningin er komin upp.
Annars hefur allur pistill Braga
yfirbragð smásmygli og tilætlunar-
semi og það er sannarlega ekki við
hæfi að hann sem gagnrýnandi leggi
öðrum gagnrýnendum línurnar með
því að ætlast til þess að þeir skrifi
„lengri umfjöllun". Hér er Bragi
kominn út á hálan ís og ég held að
honum sé hollast að láta ekki hafa
mikið meira eftir sér um þessa sýn-
ingu sína.
Höfundur er myndlistarmaður og
listgagnrýnandi.
bergingin; Lokabæn og blessun.
Þetta var venjuleg messa, og allt
byggt á hinni kjassísku messu eins
og hún var á íslandi til 1800 og
lengur víðar í sveitum og hefur nú
verið tekin upp á ný, byggð á ná-
kvæmlega sömu hefð og tíðkast í
rómversk-kaþólskum kirkjum og
Starf fyrir aldraða
Starf fyrir aldraða verður í
tengslum við félagsstarf aldraðra
í Gerðubergi, eins og verið hefur
undanfarin ár. Á manudögum kl.
14.30 er upplestur. Á miðvikudög-
um kl. 15.30, sögustund og á
fimmtudögum kl. 10.30 er helgi-
stund í Gerðubergi. Þá er boðið
upp á heimsóknarþjónustu. Einnig
er boðið upp á akstur til og frá
guðsþjónustu í Fella- og Hóla-
kirkju á sunnudögum kl. 11.
Þeir sem vilja nýta sér þessa
þjónustu eru beðnir að hafa sam-
band við starfsmann fyrir aldraða
sem er Ragnhildur Hjaltadóttir.
anglíkönskum.
Gregórisku tónarnir ómuðu eins
og dynur hjartans — „ ... leggur
loga bjarta frá hjarta til hjarta um
himinhvelfin víð ... “
Höfundur er rithöfundur og
blaðamaður.
Auk þess sem hér er getið um,
fer fram margs konar önnur starf-
semi í kirkjunni. Má þar nefna
Kvenfélagið Fjallkonurnar, sem
hafa sína fundi í kirkjunni. Þá eru
hér einnig fundir á vegum AA-
samtakanna og Alanon.
Það er ósk okkar og von, sem
störfum við Fella- og Hólakirkju
að sem flestir finni eitthvað við
sitt hæfi í kirkju sinni. Við hvetjum
alla til að koma til kirkjunnar, því
við erum þess fullviss að það muni
vera til blessunar fyrir hvern og
einn sem kemur í guðshús, því það
er náð Drottins. Áðeins þar fæst
friður í erli dagsins.
(Fréttatilkynning)
Athugasemd við
orðsendingu Braga
Asgeirssonar
Vetrarstarf Fella-
og Hólakirkju
VETRARSTARFIÐ í Fella- og Hólakirkju er þegar hafið. Eins
og undanfarna vetur verður mikið um að vera í kirkjunni. Og í
vetur mun fjölbreytni í kirkjustarfinu verða enn meiri en nokkru
sinni fyrr.
Guðsþjónustur
Hvern sunnudag kl. 11 verður
almenn guðsþjónusta. Á sama tíma
er sunnudagaskóli eða guðsþjón-
usta fyrir börnin. Tilhögunin verð-
ur þannig að fyrst koma allir sam-
an inni í kirkjuskipinu, þar sem
börnin taka þátt í upphafí guðs-
þjónustunnar. En þau fara svo í
safnaðarheimilið og kennslustofu
til sinnar guðsþjónustu. Þannig
geta börn og fullorðnir fylgst að
til og frá kirkju.
Á sunnudögum kl. 18 verða
samkomur, þannig að annan hvorn
sunnudag verður guðsþjónusta
með altarisgöngu og hinn samvera
með söng, fræðslu og fyrirbænum.
Barna- og unglingastarf
Æskulýðsfélagið verður með
fundi hvert mánudagskvöld kl. 20
og starf fyrir 11-12 ára börn verð-
ur á fimmtudögum kl. 17. Þá verð-
ur farið í leiki, spilað, föndrað og
höfð helgistund. Umsjónarmaður
barna- og æskulýðsstarfsins er
Ragnar Schram. Hann hefur við-
talstíma í kirkjunni á miðvikudög-
um kl. 11-14.
En hún hefur viðtalstíma í kirkj-
unni á fimmtudögum kl. 13.00-
14.30.
Fyrirbænir
Sérstakar fyrirbænastundir
verða í kirkjunni á mánudögum
kl. 18. Unnt er að koma fyrirbæna-
efnum á framfæri í síma 73280.
Foreldramorgnar
Foreldramorgnar verða á mið-
vikudögum kl. 10. Þá geta mæður
og feður komið saman með börn
sín til skrafs og ráðagerða. Einnig
verður boðið upp á fyrirlestra,
helgistundir og fyrirbænir.
Barnakór
í ráði er að stofna barnakór við
kirkjuna. Eru þeir sem áhuga hafa
beðnir að hafa samband við Lenku,
organista, en hún er til viðtals í
kirkjunni á fimmtudögum kl.
10.00-12.30. Líka er hægt að hafa
samband við sóknarprestana.
Einnig eru þeir sem kynnu að hafa
áhuga á að koma í kirkjukórinn
beðnir að hafa samband við organ-
istann.
Onnur starfsemi