Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 2
- )í MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTOBER 1993 Umboð kært til Samkeppnisráðs KÆRA hefur borist Samkeppnisstofnyn frá aðila sem telur að sölu- deild notaðra bíla iyá P. Samúelssyni, umboðsaðila Toyota-bifreiða, hafi hækkað verð á bílum skömmu áður en afsláttur var gefinn af bílunum á sérstökum útsöludögum. Sigrún Kristmannsdóttir lög- fræðingur hjá Samkeppnisstofnun segir að í samkeppnislögum sé sér- stakt ákvæði um útsölur og þar segi að ekki megi auglýsa útsölur nema um raunverulega verðlækkun sé að ræða. Þar segi einnig að þess skuli gætt að greinilegt sé með verðmerkingum hvert hið upp: runalega verð vörunnar var. „í þessu tilfelli var kvartað yfir því að afslátturinn hefði ekki verið veittur frá upprunalegu verði,“ sagði Sigrún. Sigrún kveðst eiga von á því að niðurstaða liggi fyrir í málinu innan fárra daga. Hún segir þó að aðkall- andi sé að fá niðurstöðu sem allra fyrst í þetta mál þar sem slíkar útsölur á notuðum bílum séu yfir- standandi þessa dagana. Sigrún segir að sett sé ákveðið gangverð á notaða bíla sem er viðmiðunar- verð frá umboðunum. Þegar bílarn- ir eru í sölumeðferð er þetta verð oft lækkað. Spumingin snúist því um það hvort auglýsa ætti afslátt á útsölum frá gangverði bfls eða því verði sem síðast var sett á bíl- inn. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, staðfesti í samtali við Morgunblaðið, að kæra hefði borist Neytendasamtökunum frá einstaklingi sem fullyrði í bréfí til samtakanna að nokkram dögum áður en útsala hófst á notuðum bfl- um hjá Toyota hefði hann séð tvo tilgreinda bfla á öðra og lægra verði en auglýst var sem fyrra verð. Jó- hannes sagði að samtökunum hefði þótt rétt að Samkeppnisstofnun Ijallaði um málið. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem það fréttist að selj- endur geri svona. Það koma á hveiju ári kvartanir vegna fataverslana, viðtækjaverslana og fleiri aðila. Það era ávallt einhver brögð að þessu og þetta eru villandi upplýsingar og lögbrot," segir Jóhannes. Erfiðir bílar í sölu Skúli S. Skúlason, sölustjóri hjá Toyota, segir að þama sé um að ræða tvo bíla sem era erfiðir í sölu. „Við gefum út leiðbeinandi verð fyrir okkar bíla og notum samskon- ar verð frá öðrum umboðum. Þegar við setjum bíla fyrst á sölu era sett á þá leiðbeinandi staðgreiðslu- verð. Seljist þeir ekki eftir nokkrar vikur lækkum við verðið. Fyrir út- söluna sá umræddur maður þessa bfla sem hafa verið lengi til sölu hjá okkur og þar af leiðandi verið lækkaðir í verði. Þegar að útsölu kemur þurfum við að útskýra fyrir kaupendum hvað er raunverulegur afsláttur frá staðgreiðsluverði. Þá setjum aftur staðgreiðsluverð á bíl- inn og veitum afslátt frá því,“ seg- ir Skúli. Haldið upp á daghvíta stafsins Morgunblaðið/Sverrir FJÖLDI blindra, sjónskertra og velunnara þeirra tók þátt í hópgöngu í tilefni af degi hvíta stafsins í gær. Gengu menn fylktu liði frá Hlemmi, niður Laugaveg og enduðu á Hótel Borg við Austurvöll. Á áfangastað lýsti Hermann Gunnarsson, sjónvarps- maður, fyrir viðstöddum þeirri reynslu sinni að taka þátt í göngunni með svört gleraugu sem birgðu honum sín að fullu. Ákveðið var að tilnefna einn dag á ári, 15. október, dag hvíta stafsins á alþjóða- þingi blindra vorið 1981. Framkvæmdastjóri hjá íslandsbanka um 1-1,5% vaxtalækkun Seðlabankans Ekkí umtalsverð áhrif á rekstur innlánsstofnana BANKASTJÓRN Seðlabanka íslands hefur ákveðið að lækka vexti á skammtímaskuldbindingum innlánsstofnana um 1-1,5 prósentustig. I frétt frá Seðlabankanum segir að undanfarið hafi vextir á peningamark- aði lækkað nokkuð og með þessum breytiiigum vilji bankinn stuðla að frekari lækkun. Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri hjá íslandsbanka, segir að þessar breytingar á vöxtum Seðlabankans hafi ekki umtals- verð áhrif á rekstur innlánsstofnana. Brynjólfur Helgason, aðstoðar- bankastjóri í Landsbanka íslands, segir að þ'etta sé spor í rétta átt. Nýjar spilavélar HHI með milljónavmmngum HAPPDRÆTTI Háskóla íslands hleypir af stokkunum á næstunni nýju happdrætti, svokallaðri gullnámu. Um er að ræða spilakassa sem ein- göngu verða settir upp á vínveitingastöðum, hótelum og sérstökum spilastofum. Alls verða vélarnar 350 til að byija með. Ragnar Ingimars- son, framkvæmdastjóri happdrættisins, sagði að þetta væri gert til þess að börn yngri en 16 kæmust ekki í spilavélar. Hægt verður að nota fimmtíu amir sjást í öllum vélunum. kr. mynt í vélamar og verða þær staðsettar út um allt land. Vélam- ar verða allar samtengdar í gegn- um símkerfíð og safnast fyrir í þeim tveir pottar, annar með vinn- ingum upp á allt að nokkur hundr- uð þúsund kr. en hinn með allt frá tveimur og upp í tíu milljónir kr. Auk þess eru í vinninga margar smærri upphæðir. Stóru vinning- Ragnar sagði að aðrir aðilar sem starfrækja spilakassa hefðu risið upp gegn þessu nýja happ- drætti. Þó væri HHÍ hið eina sem samkvæmt lögum mætti reka slíkt happdrætti og greiddi fyrir einka- leyfíð til ríkissjóðs. „Enginn annar greiðir neitt slíkt. Á síðasta ári greiddum við 40 milljónir kr. fyr- ir einkaleyfíð," sagði Ragnar. Seðlabankinn lækkar vexti af inni- stæðum á viðskiptareikningi úr 4% í 3% og nafnvexti innstæðubréfa úr 7,5% í 6%. Ávöxtun ríkisvíxla lækkar úr 8 í 7% og ávöxtun annarra verð- bréfa úr 9,5% í 8%. í frétt frá Seðla- bankanum segir ennfremur að önnur ástæða þessarar lækkunar sé að á síðasta þriðjungi ársins sé útlit fyrir að lánskjaravísitala hækki um 2-2,5% samanborið við nærri 5% hækkun á öðrum þriðjungi ársins. Síðar segir: „Bankastjóm Seðlabank- ans væntir þess að framangreind vaxtalækkun hafí á næstunni áhrif til lækkunar á vexti banka og spari- sjóða af óverðtryggðum skuldbind- ingum. Raunar gefur lækkun verð- bólgunnar bönkum og sparisjóðum tilefni til enn frekari lækkunar á næstunni heldur en þessi 1-1,5%, enda eru Seðlabankavextir í mun betra samræmi við verðbólgustig en vextir banka og sparisjóða. Þróun vaxta á peningamarkaðnum að und- anförnu hefur ekki endurspeglast í vöxtum banka og sparisjóða." Þá vekur Seðlabankinn athygli á því að bilið milli bankavaxta og ann- arra vaxta hafi breikkað mjög mikið S sumar. Sé miðað við ríkisbréf á verðbréfaþinginu hafí bilið á víxil- vöxtum banka og þeirra verið 2-4% á fyrrihluta ársins, sé nú um 8% og hafí um tíma verið yfir 10%. Vaxtaskiptasamningur sýnt gagnsemi „Þessar vaxtabreytingar Seðla- bankans hafa ekki umtalsverð af- komuáhrif í rekstri banka og spari- sjóða en má fremur túlka sem vís- bendingu um vilja Seðlabankans," sagði Tryggvi Pálsson í samtali við Morgunblaðið. Inneignarvextir lækk- uðu lítillega en íslandsbanki hefði lítið þurft að nýta sér verðbréfasölu gegn endurkaupasamningi. „Ég vildi hins vegar sérstaklega taka fram að sá vaxtaskiptasamningur sem bank- ar og sparisjóðir gerðu við Seðla- bankann hefur í þessum mánuði sýnt gagnsemi sína þegar lánskjaravísi- talan hækkar um helmingi meira en þau 0,3% sem búist var við. Vegna samningsins getum við litið framhjá þessari hækkun." Hann sagði að það væri alveg ljóst að vextir myndu halda áfram að lækka á næstunni. Brynjólfur Helgason sagðist eiga von á því að þessar breytingar á vöxtum Seðlabankans væru spor í áttina, en það væru fleiri samverk- andi þættir sem þyrfti að fylgjast með. Vextir í útboðum hefðu heldur verið lækkandi og einnig hefði Landsbankinn verið að bíða eftir því að aðrir bankar lækkuðu vexti til jafns við þá. Kaupfélag Eyfirðinga og dótturfyrirtæki Tæplega 105 milljóna tap fyrstu 8 mánuðina í dag Tveggja og hálfs árs fangelsi Atján ára piltur dæmdur fyrir að stinga jafnaldra sex sinnum 4 Endurbygging Korpúlfsstaða Korpúlfsstaðanefnd leggur til að Korpúlfsstaðir verði byggðir upp að nýju 18 Atvinnuleysi viövarandi? iJððPK JRoraunSUbib W!sjála handa j börnum ' & fi. Éi Allt sem býr í þokunni ™ ^ agísSwS .-■r.x.-tfy 9t0ttm * ;. - Landlæknir segir að veikindi og félagsleg vandamál fylgi langvar- andi atvinnuleysi 24 Lesbók Leiðari Staðfest en staðlaust 24 ► Njála handa enskum börnum - Að geyma sólarhitann fram á sumar - Minnispunktar Gísla S. frá Osló - ísl. á 16.og 17 öld fast- heldnir á forna siði. Menning/Listir ► Allt sem býr í þokunni - Ást og stjómmál - Kjarval í París - Flottur gítar - Stór list á litlu sviði - í leit að bók sem ekki er til - Afmælistónleikar í Seljakirkju Heildarvelta KEA fyrstu átta mánuði ársins nam tæplega 5,1 milljarði en velta dótturfélaga nam 1,4 milljörðum og var velta sam- stæðunnar því um 6,5 milljarðar á tímabilinu. Rekstur KEA hefur batn- að nokkuð frá síðasta ári og munar þar sérstaklega um afkomu Útgerð- arfélags Dalvíkinga. Fjármagns- kostnaður hefur hins vegar þróast á verri veg miðað við sama tíma í fyrra og veldur þar mestu um gengisfell- ingin í júní. Vegna hennar hækkuðu erlend lán kaupfélagsins sjálfs um 44 milljónir umfram innlendar verð- hækkanir en samsvarandi tala fyrir KEA og dótturfélög er um 101 millj- ón. Einnig hafa háir vextir af inn- í I í TÆPLEGA 105 milljóna króna tap varð hjá Kaupfélagi Eyfirðinga (KEA) og dótturfyrirtækjum þess fyrstu átta mánuði ársins, sam- kvæmt milliuppgjöri sem lagt var fram á stjórnarfundi félagsins í gær. Tap kaupfélagsins sjálfs var um 5 milljónir en hlutdeild í af- komu dótturfélaga var 99 milljóna tap. Sambærilegar tölur liggja ekki fyrir yfír sama tímabil í fyrra en heildartap KEA og dótturfé- laga nam um 217 milljónum allt sl. ár. lendu lánsfé íþyngt félaginu. Hagnaður af reglulegri starfsemi ■ KEA án tillits til dótturfélaga nam um 10 milljónum samanborið við 27 milljónir allt árið í fyrra. í frétt frá KEA segir að horfurn- ar fram til áramóta séu óvissar. Haustmánuðirnir séu oft erfiðir, aflabrögð óviss og verslun fari yfír- leitt minnkandi þar til komi að jóla- sölu. Vegna tapreksturs fyrstu átta mánuðina rýmaði eigið fé nokk- uð. Bókfært eigið fé KEA án dótt- urfélaga nam í lok ágúst 2.428 milljónum samanborið við 2.561 milljón um síðustu áramót. Eiginfj- árhlutfall var 32,8% og hafði lækkað úr 35% frá síðustu áramótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.