Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1993 7 Byggt við Hlégarð UNNIÐ hefur verið að stækkun félagsheimilisins Hlégarðs i Mosfellsbæ síðustu þrjá mánuði þar sem bætist við einn salur með sérinngangi og snyrtingu. í salnum verður nýr og glæsilegur bar og setustofa með vönduðum húsgögnum og sagði Vignir Kristjánsson, framkvæmda- stjóri Hlégarðs, að þetta myndi auka notagildi hússins verulega auk þess að skapa meira rými og vera útlitslyfting á staðnum. Viðbyggingin er á milli tveggja álma gamla hússins að norðanverðu og er gengið inn á neðri hæð þar sem jafnframt eru snyrtingar. Alls bætast 170 fermetrar við og nú mun hægt að leigja út þrjá sali í senn. Fram- kvæmdir hófust í júlí í sumar en það er fyrirtækið Gunnar og Kjartan hf. sem átti lægsta tilboð í bygginguna. Teiknistofa Gylfa Guðjónssonar hannaði viðbygginguna. Kostnaður 25 milljónir Alls eru þetta framkvæmdir upp á 25 milljónir en sex milljónir af þeirri upphæð fara í endurnýjun á Sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ Ellefu gefa kost á sér / / pi ••• • í profkjori PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ vegna bæjar- stjórnarkosninga næsta vor fer fram laugardaginn 13. nóvember nk. Frambjóðendur í prófkjörinu eru 11 og eru þeir eftirfarandi: Ásta Björg Björnsdóttir, meinatæknir, 38 ára, Ástríður Grímsdóttir, lög- fræðingur, 38 ára, Guðjón Haralds- son, verktaki, 54 ára, Guðmundur Davíðsson, vélsmiður, 45 ára, Haf- steinn Pálsson, yfirverkfræðingur, 41 árs, Helga A. Riehter, kennari, 45 ára, Hilmar Þór Óskarsson, bú- stjóri, 22 ára, Róbert B. Agnarsson, viðskiptafræðingur, 35 ára, Val- gerður Sigurðardóttir, auglýsinga- og markaðsráðgjafi, 42 ára og Þengill Oddsson, heilsugæslulækn- ir, 49 ára. Helga A. Richter, Þengill Odds- son og Guðmundur Davíðsson eru núverandi bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í Mosfellsbæ og Róbert B. Agnarsson er bæjarstjóri. Magnús Sigsteinsson, sem var efsti maður á lista Sjálfstæðis- flokksins í síðustu bæjarstjórnar- kosningum, og Hilmar Sigurðsson bæjarfulltrúi hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér í næstu kosningum. Prófkjörið 13. nóvember nk. er opið öllum fullgildum félögum sjálf- stæðisfélaganna í Mosfellsbæ, sem þar eru búsettir, og þeim stuðnings- mönnum flokksins, sem eiga munu kosningarétt í bæjarstjórnarkosn- ingunum og undirrita stuðningsyf- irlýsingu við Sjálfstæðisflokkinn samhliða þátttöku í prófkjöri. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst 1. nóvember nk. og verður hún í félagsheimili Sjálfstæðis- flokksins í Urðarholti 4 alla virka daga frá kl. 18-19. Prófkjör í Hafnarfírði Meinleg villa slæddist inn í frétt um prófkjör sjálfstæðis- manna í Hafnarfirði í blaðinu sl. fimmtudag. Hið rétta er að próf- kjörið fer fram dagana 29. og 30. janúar 1994. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. mCMIsOA vítamín og kalk fæst í apótekinu loftræstikerfi hússins sem þurfti orð- ið endurnýjunar við. Eigendur Hlé- garðs eru Kvenfélag Lágafellssókn- ar, Mosfellsbær og Ungmennafélagið Afturelding. Nýi salurinn var vígður í sérstöku hófi í gærkvöldi og voru margar hendur á lofti við lokafrá- ganginn þegar blaðamann bar að garði í vikunni. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Staðið í ströngu ÞEIR hafa staðið í ströngu síðustu vikur og mánuði, Kjartan Hálfdán- arson og Gunnar Pétursson, sem hafa stjórnað verkinu, og Vignir Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hlégarðs. Stillt upp í Garðabæ Á fundi fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Garðabæ á fimmtudagskvöld var ákveðið að stilla upp lista fyrir bæjarsljórnarkosn- ingarnar á næsta ári. Samþykkt var að viðhafa skoðanakönnun í byijun des- ember áður en gengið yrði frá framboðslistanum. Ny bílastæði í nágrenni við Laugaveginn 223 bílastæði undir Vitatorgi Vitator! Við kynnum - nýja 223 stæða bflageymslu undirVitatorgi. Göngusvæði innan þriggja mínútna frá Vitatorgi Eyddu ekki tímanum í óþarfa leit að bflastæði. Þú ert steinsnar frá Laugaveginum og það tekur aðeins þrjár mínútur að ganga frá Vitatorgi að GrettisgöUi, Barónsstíg eða Vatnsstíg. Innakstur í Vitatorg er bæði frá Vitastíg og Skúlagötu. Útakstur við Skúlagötu. Vitatorg verður opið frá kl. 7:30 til 19:00 alla virka daga en á laugardögum verður opið í samræmi við afgreiðslutíma verslana. Kynningarverð á mánaðarkortum kr. 2500. Tímagjald sama og í öðrum bflageymslum, 30 kr. fyrsti klukkutími og síðan 10 kr. fyrir hverjar byrjaðar 12 mínútur. BILASTÆÐASJÓÐUR Bílastœöi fyrir alla Þjónustuíbuðir aldraðra. Norður, séð frá Skúlagötu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.