Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTOBER 1993 23 Yfirburðastaða norskra fiskeldismanna talin í hættu Óttast að EB setji inn- flutningshömlur á lax Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. NORSKIR fiskeldismenn óttast að kröfur Breta og íra um innflutningshömlur leiði til þess að Norðmenn verði að draga úr sölu á markaði Evrópubandalagsins, EB. Fiskeldismenn í þessum tveim EB-ríkjum saka norska starfsbræður sína um að hafa eyðilagt EB-markaði með gríðarlegu offramboði á laxi að undanförnu. Niðurstaðan sé að verð hafi hríðfallið. Stefna Clintons forseta varð ofan á Þingið samþykk- ir fjárveitingar til herliðs í Sómalíu Washington, Mogadishu. Reuter. ÖLDUNGADEILD Bandaríkjaþings staðfesti í gærmorgun þá áætlun Bills Clintons forseta að kalla bandarískt friðargæslulið heim frá Sómalíu 31. mars næstkomandi. Deildu þingmenn hart í tvo daga um málið og vildu fjölmargir þeirra að herliðið yrði kallað þegar í stað heim. Öldungadeildin samþykkti fjár- veitingar til hers- veitanna í Sómalíu með 76 atkvæðum gegn 23. Atkvæði féllu ekki eftir flokkslínum. Felld var tillaga frá þingmönnum repúblikanaflokksins um að veita einvörðungu fé til að kalla sveitirn- ar heim þegar í stað með 61 at- kvæði gegn 38. Deildin setti það skilyrði fyrir fjárveitingunni að umsvif hersins í Sómalíu miðuðust einvörðungu við að verja starfsmenn og stöðvar hersins þar og aðstoða við að hjálp- argögn kæmust til skila. Ennfremur að allt bandarískt herlið í Sómalíu lyti yfírstjóm bandarískra foringja sem hlýddu skipunum Bandaríkja- forseta. Með þessu er yfirstjórn bandarískra sveita sem tilheyrt hafa herliði Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í Sómalíu færð undan yfírstjórn sveita SÞ. Bandarískur þyrluflugmaður, Michael Durant, sem sveitir Mo- hameds Farah Aideeds stríðsherra tóku til fanga eftir skotbardaga í Mogadishu um fyrri helgi en slepptu í fyrradag, var lagður inn á banda- rískan herspítala í Þýskalandi í gær. Samkvæmt útreikningum Sam- bands norskra fiskframieiðenda gera norskir fiskeldismenn ráð fyrir að slátra um 170.000 tonnum af laxi á árinu sem er nýtt met. Milli 80 og 90% af framleiðslunni eru ætlað kaupendum á Evrópumörkuð- um. Norsk sendinefnd átti nýlega fund með sérfræðingum fram- kvæmdastjórnar EB í Brussel á þessu sviði og reyndu Norðmennirn- ir eftir bestu getu að sannfæra þá um að betra væri að fara samninga- leiðina en koma á innflutningshöml- um. „Ástandið á mörkuðunum er ískyggilegt," sagði Paul Birger Torgnes, framkvæmdastjóri Sam- taka norskra fískeldisfyrirtækja, í samtali við TVTB-fréttastofuna eftir fundinn. „En við lögðum á það áherslu gagnvart fulltrúum EB að Norðmenn vildu nú einhliða minnka framleiðslu sína um um 10%. Hvorki Skotar, írar né Færeyingar hafa lagt fram samsvarandi tilboð". Yfirburðastaða Norðmenn hafa sem stendur yfír- burðastöðu í fískeldi álfunnar, eru taldir framleiða um tvo þriðju hluta af öllum eldislaxi. Andvirði útflutn- ingsins var í fyrra um 50 milljarðar ísl. króna; á þessu ári er gert ráð fyrir að það verði um 70 milljarðar. Norskir fiskeldismenn hafa marg- sinnis orðið fyrir gagnrýni vegna meintrar offramleiðslu og undir- boða, stundum hefur verið beitt inn- flutningshömlum gegn þeim. Á ár- unum 1991-1992 setti EB lág- marksverð á norskan físk og Banda- ríkjamenn hafa notað refsitolla. „Ef beitt verður innflutningstakmörkun- um mun það verða miklu afdrifarík- ara fyrir norska eldismenn og út- flytjendur en lágmarksverð," segir Paul Birger Torgnes. Haitiforseti biður Bandaríkjamenn um hervernd Hert siglingabann til um- ræðu í öryggisráði SÞ Samcinudu þjóðunum, Washington. Reutcr. JEAN-BERTRAND Aristide, útlægur forseti Haiti, bað í gær stjórn Bills Clintons Bandaríkjaforseta um að fjölga í liði land- gönguliða flotans sem gæta sendiráðs Bandaríkjanna í Port- au-Prince, höfuðborg Haiti, svo að þeir gætu einnig verndað ráðherra landsins. Oþekktir menn réðu dómsmálaráðherra Haiti og tvo aðstoðarmenn hans af dögum í fyrradag en ráð- herrann var stuðningsmaður Aristide í deilum hans við herfor- ingja sem neita að láta völdin af hendi. Bandaríkin reyna að nú að fá samþykkt hert viðskiptabann á landið í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Öryggisráðið hefur þegar samþykkt að setja á ný viðskipta- bann á Haiti en það var afnumið í ágúst eftir að herforingjarnir, sem ráða í reynd yfir landinu, sam- þykktu á fundi í New York að af- sala sér völdum í hendur Aristide. Madeleine Albright, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, hefur þegar tiyggt sér stuðning fulltrúa Ámer- íkulanda við þá tillögu að framveg- is megi Bandaríkjamenn stöðva skip á leið til og frá Haiti án þess að ráðgast við ríkin þar sem þau eru skráð. Einkum er talið að reynt verði að smygla eldsneyti til Haiti. Bandarískur embættismaður, sem ræddi við fréttamenn, vildi ekki við- urkenna að stefnt væri að því að setja Haiti í herkví; slíkt væri að- eins gert á styijaldartímum. Reuter Götulíf í Sarajevo OFBELDI á götum úti hefur færst í aukana í Sarajevo eftir að átök- um stríðandi fylkinga linnti í sjálfri borginni. Augnabliki eftir að mynd þessi var tekin í gær hleypti byssumaðurinn af og særði unga manninn skotsári. Hné hann niður en hvorki fylgdi fréttum hversu alvarlega hann særðist né hveijar ástæður verknaðarins voru. Finnskir hægri- menn takast á Helsinki. Frá Jan-Erik Andelin, fréttaritara Morgiinblaösins. HÖRÐ átök eiga sér nú stað í finnska Hægriflokknum og hefur Raimo Ilaskivi, frambjóðandi flokksins við forsetakosningarnar í janúar nk., ítrekað gagnrýnt flokksforystuna opinberlega og krafist þess að flokkurinn yfirgefi ríkisstjórnina. í vikunni hafa þingmenn flokksins einnig krafist þess að skipta yrði um menn í ráðherrastól- um flokksins. Ilaskivi hefur byggt kosningabar- áttu sína einkum á því að gagnrýna efnahagsstefnu ríkisstjórnar mið- og hægriflokkanna. Hefur hann haldið því fram að stjórnin hefði fyrst og fremst átt að styðja við þá atvinnu- starfsemi sem beið hnekki eftir hrun sovétviðskiptanna. Hann hefur beint spjótum sínum að ijármálaráðherr- anum og flokksbróður sínum, Iiro Viinanen sem, sem þykir fremur óvinsæll. Fylgi við Hægriflokkinn hefur minnkað um fjórðung á fjórum árum samkvæmt mælingum Gallup á fylgi stjórnmálaflokka, úr 24% í 17%. Flokkurinn á aðild að ríkisstjórninni sem virðist þess ekki megnug að ráða bót á efnahagskreppunni. Á sama tíma og Hægriflokkurinn tapar fylgi eykst fylgi stjórnarandstöðu- flokks jafnaðarmanna og hefur það aldrei verið meira eða 32% sam- kvæmt nýjustu könnun Gallup. Þingmenn Hægriflokksins hafa margir krafist mannabreytinga í ráðherraliði flokksins. í því sam- bandi hefur sérstaklega verið lagt til að þingforsetinn Ilkka Suominen, fyrrum viðskipta- og iðnaðarráð- herra, taki við ráðherradómi en hann hefur sjálfur lagst gegn því. Meðaí ráðherra Hægriflokksins sem sæta gagnrýni eigin flokks- manna eru Ilkka Kaerva atvinnu- málaráðherra og Sirpa Pietikainen umhverfísráðherra. Hún er aðeins 34 ára og hefur sætt gagnrýni fyrir að greiða atkvæði gegn byggingu nýs kjarnorkuvers í Finnlandi. Formaður Hægriflokksins, Pertti Salolainen utanríkisviðskiptaráð- herra, hefur einnig sætt gagnrýni fyrir meint pólitískt litleysi og þver- girðingshátt. Á fimmtudag fjallaði vinsælasta vikurit landsins háðulega um hann og útnefndi hann nafnbót- inni „John Major Finnlands.“ NOTUM GROFMYNSTRUÐ VETRARDEKK. HÖGUM AKSTRI EFTIR AÐSTÆÐUM GATNAMALASTJORI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.