Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÖBER 1993 29 út í næsta hyl og vaða upp undir hendur. Markmiðið er að komast í það mikið návígi við laxinn að hægt sé að telja í honum tennumar, enda er það eina leiðin til þess að troða megi maðkinum upp í hann, þegar honum verður það á að opna kjaft- inn. Kannski er þama kominn skýr- ingin á því að „sjónrennslisfræðin“ virðist henta tannlækni býsna vel! Betur hefðu lærisveinar meistar- ans, úr efnafræðingastétt, lært til tannlæknis. Þá fengju þeir kannski oftar að fljóta með? Hvað um það, þá vaða þessir heiðursmenn um ána þvera og endi- langa í því augnamiði að slíta upp hvern þann físk sem á vegi þeirra verður. Menn eru snöggir að þessu, enda vaskir menn að verki, svona tvær til þijár mínútur á físk. Lengri tími er tímasóun. Þeir fískar sem sleppa láta nær lífíð af einskærum ótta og bætist þó enn við, þegar aflinn er orðinn svo mikill að taka þarf fram fleyti- tækin til þess að seila hann yfír hylji og strengi að þeim stað sem bíllinn stendur. Veiðigræðgin er með þeim ósköp- um að tími gefst ekki til að ganga svo mannsæmandi sé frá fiskinum, svo sem dæmin sanna. Að þessu loknu er svo hringt í fjölmiðla svo birta megi forsíðu- myndir af ósköpunum og lýsa fýrir þjóðinni „hetjudáðunum“. Eftir stendur dásamleg veiðiperla í algjöru uppnámi og í kjölfarið koma sárgramir veiðimenn, sem mega sætta sig við að horfa á sorg- legar afleiðingar þess, að hrokafull- ir umhverfísspillar fái notið þess að setja met. Því miður er svona háttalag ekki eingöngu bundið við laxveiði, því að skotveiðin á líka sína „sjón- rennslisfræðinga“. Það eru menn sem fá útrás með því að elta svart- fugl á fleiri hundruð hestafla hrað- bátum, sem hafa ganghraða langt umfram flughraða fuglsins, eða þeir „dagfarsprúðu og kurteisu sjónrennslismenn", sem aka uppi tjúpuna á vélsleðum, sem ná allt að tvö hundruð kílómetra hraða, með m.a. þeim afleiðingum að stofninum hefur stanslaust fækkað frá árinu 1986 og hefur ekki verið í verra ástandi síðan talningar hóf- ust fyrir fjörutíu árum. Þurfa menn virkilega frekari vitna við? Er ekki nóg komið af „heimsmetunum" eða þurfum við líka að setja heimsmet í heimsku með eyðingu okkar einstöku nátt- úru? Eða svo ég noti samlíkingu sem tannlæknir ætti að skilja: Er nauð- synlegt að draga allar geiflumar úr sjúklingnum sem til tannlæknis- ins kemur, bara af því að þær eru þama? Þá væri illa komið tannheilsu þjóðarinnar ef tennur væra dregnar af sömu ákefð og laxinn hjá þeim „sjónrennslismönnum". Ég vil skora á alla íslenska veiði- menn að skera upp herör gegn þeim, sem þannig svívirða íslenska náttúm. Ég vil beina þeirri eindregnu áskomn minni til allra veiðiréttar- eigenda á íslandi og ennfremur til Össurar Skarphéðinssonar, um- hverfísráðherra, að nú þegar verði settur magnkvóti á veiði villtra dýra og sala aflans verði bönnuð. í grein í Morgunblaðinu 31. ágúst sl. birtist rætin og heldur leiðinleg grein eftir einn af lærisveinum „sjónrennslismeistarans" Þórarins Sigþórssonar, efnafræðinginn Ás- geir Bjarnason. Ekki veit ég önnur deili á þessum manni en þau að hann mun vera kennari við Háskóla Islands. Um þessa grein hef ég ekkert að segja annað en það, að það er dapurlegt að verða vitni að því að starfsmaður æðstu mennta- og menningarstofnunar þjóðarinnar skuli geta fundið hjá sér hvöt til þess að verja það, sem allir heiðar- legir þegnar þessa lands hljóta að líta á sem umhverfisspjöll. Læt ég hér með skrifum mínum... um þetta sorglega mál lokið. Golfvallargerð í Fossvogsdal eftir ÖlafAg. Þorsteinsson Undanfamar vikur og mánuði hafa farið fram blaðaskrif og umræð- ur um fyrirhugaða golfvallargerð í austurhluta Fossvogsdals. Svo virðist sem úrtölumenn um þessar fram- kvæmdir hafí nokkurn meðbyr nú um stundir, en ekki er allt sem sýn- ist í þeim efnum og skulu færð fyrir því nokkur rök. Sjálfskipaðir „um- boðsmenn" almennings hafa gengið í hús í Kópavogi og Reykjavík með leiðandi upplýsingar um málið og með þeim aðferðum fengið fólk til undirskriftar á svonefndan mót- mælalista. Sýnu verst er þó, ef ein- stakir aðilar innan bæjarstjómar Kópavogs hyggjast nýta sér jafn mikilvægan málaflokk sem útivistar- mál eru og varða almannaheill í Kópavogi og nágrenni, í eiginhags- munaskyni þegar stutt er í sveitar- stjórnakosningar. Efasemdarmenn um golfvöllinn hafa þó komið fram með nokkur rök sem þarfnast frek- ari umfjöllun og skulum við líta á þau eftir því sem efni standa til. Opin útivistarsvæði Heiðursmaðurinn Sveinn Ólafsson í Kópavogi hefur ritað greinar um útivistarmál í dalnum sem birst hafa. á síðum Morgunblaðsins. Sveinn full- yrðir á einum stað: „... rísi golfvöll- ur í austurhluta dalsins, verði þar með svæðið ekki til almenningsnota heldur verði þar með þjónað einung- is litlum minnihlutahóp.“ Undirþetta sjónarmið tekur nú Valþór Hlöðvers- son, bæjarfulltrúi Alþýðubandalags- ins í Kópavogi, sem áður var með- mæltur golfvellinum gefandi þá yfír- lýsingu að golfáhugamenn væri jú líka fólk. Þá vaknar þessi spurning í beinu framhaldi, hverjar eru þarfír almennings í Kópavogi eða hafa þær verið skilgreindar og skoðaðar? Það er alkunna að meginþorri útivistar- fólks á höfuðborgarsvæðinu stundar gönguferðir sínar annaðhvort í Ell- iðaárdalnum eða uppí Heiðmörk enda ekki í kot vísað þar sem um er að ræða tvær af fegurstu útivistarperl- um hér suðvestanlands og jafnvel þótt víðar væri leitað. Ég fæ ekki séð neinar skynsamlegar forsendur fyrir því að leggja land undir göngu- stíga í aðeins um 200 metra fjarlægð frá þeirri náttúmparadís sem Elliða- árdalurinn er. Og halda menn því virkilega fram í einhverri alvöru, að austurhluti Fossvogsdals nýtist og þjóni almenningi sem göngusvæði fremur en sem 9 holu golfvöllur? Svari hver fyrir sig. Önnur fullyrðing Sveins er á þá leið að aðrir staðir komi til greina undir golfvöll í landi Kópavogs, „ekki langt í burtu sem geti leyst þarfír golfíþróttarinnar með nánast eins hentugu móti“. Okkur kylfíngum í Kópavogi er ekki kunnugt um tilvist slíks landsvæðis þrátt fyrir eftirgrennslan og væri okkur sannarlega akkur í því að vera upplýstir um slíkt. Þeir staðir sem hafa verið inni í umræðunni eru ekki viðunandi vegna hæðar yfír sjávar- máli. Það er óumdeilt að frá gróðurf- arslegu og veðurfarslegu sjónarmiði hefur Fossvogsdalur alla yfírburði sem golfvallarstæði. Það er almennt viðurkennt að auð- vitað flokkast þeir 40 golfvellir sem em hérlendis, undir opin útivistar- svæði og áratugir síðan t.d. fyrrver- andi forseti GSÍ, Páll Ásgeir Tryggvason, benti á að golf væri fjöl- Ólafur Ág. Þorsteinsson „Hins vegar er óhætt að benda foreldrum og forráðamönnum ung- linga á hið uppeldislega gildi golfsins nú á tím- um óhugnanlegra of- beldisverka en einmitt agi, kurteisi og tillits- semi við náungann skipar heiðurssess í siðareglum íþróttarinn- ar.“ skylduíþrótt. Jón Ármann Héðinsson, sem titlaður er fv. formaður UMSK og fv. stjórnarmaður í ÍSÍ, birtir grein í Mbl. 30. sept. en þessi skrif Jóns bera yfirskriftina „Golfvöllur er glapræði í Fossvogsdal“. í glap- ræðis-grein sinni kemst hann m.a. að þeirri merku niðurstöðu að golfið geti ekki talist til fjölskylduíþróttar með þeim rökum, að þess sé hvergi getið í skýrslum GSÍ. Svo mörg voru þau orð. Golfgróskan er með ólíkind- um og þróuninni stundum líkt við vinsældir skíðaíþróttarinnar. Fljót- lega verða menn þess áskynja með því t.d. að aka hringveginn því flest- öll bæjarfélög landsins hafa komið sér upp golfvelli og lagt metnað sinn í að gera hann sem bestan úr garði. Vel hirtur og fallegur golfvöllur er bæjarprýði hvar sem er þó svo að annað stærsta bæjarfélag í landinu hafí ekki enn sem komið er komið sér upp slíkri aðstöðu sem hlýtur að teljast því til vansa. Þrátt fyrir það hefur Kópavogskaupstaður þó í mörgu tilliti staðið myndarlega að og stutt íþróttastarfsemi í bæjarfé- laginu. Slysahætta Mikið hefur verið skrifað og skeggrætt um slysahættu er stafar af golfleiknum. Auðvitað fylgir slysa- hætta golfleik, rétt eins og flestöllum greinum íþrótta, en blessunarlega hafa ekki orðið stórslys hérlendis þrátt fyrir þrengsli víða, sbr. Nesvöll- inn og Hvaleyrarvöllinn í Hafnar- fírði. Strangar siðareglur fylgja golf- leiknum, m.a. sú, að enginn leikmað- ur megi hefja leik fyrr en aðrir leik- menn séu örugglega komnir úr högg- færi. Virði menn þessa reglu eru leik- menn í lítilli hættu af flugi boltans sem vissulega getur náð miklum hraða í upphafí höggs. Það liggur því í hlutarins eðli, að svæðið í kring- um teigana, (við upphafshögg á hverri braut) gæti undir vissum kringumstæðum orðið varasamt. Það skal vissulega viðurkennt að utanað- komandi fólki gæti stafað hætta af golfboltum, en ef menn kynna sér teikningu af fyrirhuguðum golfvelli í Fossvogsdal er augljóst að sú hætta er hverfandi lítil. En versti slysavald- ur fellst í kylfunum sjálfum, þar gild- ir að „veldur hver á heldur“ það vita allir sem eitthvað hafa komið nálægt golfi. Golfvöllur í íbúðabyggð Frú Ragnheiður Guðmundsdóttir birtir grein í Mbl. nýiega þar sem hún fjallar um slæma reynslu Golf- klúbbs Reykjavíkur af utanaðkom- andi mannaferðum á gamla Öskju- hlíðarvellinum á sínum tíma, eða um það leyti er félagið tók saman fögg- ur sínar og flutti í Grafarholtið sök- um skipulagsbreytinga i Reykjavík. Undirritaður átti þess kost að kynn- ast þeim velli, fyrst sem kylfusveinn og síðan sem leikmaður og minnist ekki neinna sérstakra vandamála varðandi þennan þátt. Ennfremur hefur undirritaður rætt við gamal- gróna GR-félaga sem muna tímana tvenna og borið undir þá þessi um- mæli Ragnheiðar. Þar ber allt að sama bmnni, þeir kannast ekki við að utanaðkomandi umferð hafí stað- ið starfseminni fyrir þrifum og ein- hver misskilningur eða misminni virðist vera hér á ferð. Síðan getur maður spurt sjálfan sig að því, að sé þetta reynsla þeirra hjá GR, hvers vegna í ósköpunum stendur þá á því að þeir em að hanna 18 holu golfvöll í samvinnu við Reykjavíkurborg í landi Korpúlfsstaða þar sem gert er ráð fyrir íbúðabyggð í næstu nálægð við völlinn sem myndar nokkurskon- ar kraga utan um byggðina? Foreldrasamtök Fossvogsskóla í Reykjavík hafa séð ástæðu til að álykta gegn fyrirhuguðum golfvelli og varað við margumræddri slysa- hættu er börnum geti stafað af golf- boltum. Ég hlýt að gera ráð fyrir því að starfsemi í þeim ágæta skóla fari fram yfir vetrartímann rétt eins og í öðmm skólum landsins, þegar kylfíngar liggja að mestu í vetrardv- ala og bíða sumars. Hins vegar er óhætt að benda foreldmm og for- ráðamönnum unglinga á hið uppeld- islega gildi golfsins nú á tímum óhugnalegra ofbeldisverka en einmitt agi, kurteisi og tillitssemi við náung- ann skipar heiðurssess í siðareglum íþróttarinnar. Líf í Fossvogsdal Samtökunum „Líf í Fossvogsdal" ^ skal á það bent í fullri vinsemd, að vilji þau standa undir nafni, veiti þau golfvelli í Fossvogsdal brautargengi. Ég get nefnilega lofað þeim því að verði golfvöllurinn að vemleika verð- ur áreiðanlega líf í Fossvogsdal. Ég held að mér sé óhætt að full- yrða að golfáhugamenn í Kópavogi hafi ekki áhuga á golfvallargerð í austurhluta Fossvogsdals sé það þvert á vilja bæjarbúa. En þegar farið er fram á skoðun íbúanna í máli sem þessu hljótum við að gera þá lágmarkskröfu að viljayfirlýsing fari fram á skýran og marktækan hátt en ekki með þeim formerkjum sem raun ber vitni. Persónulega er ég þeirrar skoðunar, að vafasamt, jafnvel varasamt, sé fyrir ráðamenn * í Kópavogi að láta svokallaðan mót- mælalista móta afstöðu sína. Að endingu vona ég að forráða- mönnum beri gæfa til að deilumál þetta hljóti farsæla lausn. Það hlýtur að vera sameiginleg afstaða okkar allra, hvar í flokki sem við stöndum og burtséð frá skoðunum okkar á útivistarmálum í Fossvogsdal, að dalurinn allur verði sem flestum til ánægju og yndisauka. Höfundur er áhugamaður um útivist. Tilkynning Byggðastofnun á hlutabréf í eftirtöldum fyrir- tækjum miðað við árslok 1992. Hlutabréf stofn- unarinnar eru til sölu ef viðunandi verð fæst að mati stjórnar stofnunarinnar. Hlutafé Byggða- Heildar- stofnunar hlutafé 10.000 40.173 15.586 94.651 8.000 64.865 5.000 30.000 18.226 50.215 4.500 17.450 7.500 11.244 25.000 85.000 Fyrirtæki Bær hf., Kirkjubæjarklaustri (hótelrekstur) Fiskeldi Eyjafjarðar (lúðueldi) Folda hf., Akureyri (ullariðnaður) Jöklaferðir hf., Höfn (ferðaþjónusta) Límtré hf., Flúðum (iðnfyrirtæki) Póls-Rafeindavörur hf., Isafirði (iðnfyrirtæki) Samverk hf., Hellu (glerverksmiðja) Silfurstjarnan hf., Öxafjarðarhreppi (fiskeldi) Þörungaverksmiðjan hf., Reykhólum (þangmjölsverksmiðja) 12.500 33.000 Frekari upplýsingar gefa fyrirtækjasvið Byggða- stofnunar í Reykjavík og skrifstofur Byggða- stofnunar á Akureyri, Egilsstöðum og ísafirði. Byggðastofnun Rauðarárstig 25 - 105 Reykjavík - Sími 91-605400. Bréfsími 91-605499 - Græn lína 99-6600. ^rænmeti — vildir pú veru ún pess? íslenskir bændur .;LI: « .«s,- ■-i-í11-._t. Iiöfundur er áhugamaður um vciðar og umhverfisvernd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.