Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1993 HARÐVIÐARVAL f HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 Nýjar bækur H Sólstafir er nafnið á nýjum bókaflokki sem Almenna bókafé- lagið mun gefa út. Tvær fyrstu bækurnar í þessum flokki eru Hver er sinnar gæfu smiður og Fer- skeytlan. í kynningu útgefanda segir m.a.: 911 91 97fl LARUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjori . L I I JU't I0/U KRISTINNSIGURJONSSON,HRL.loggilturfasteignasau Til sýnis og sölu - meðal annarra athyglisverðra eigna: Jökulgróf - nýlegt steinhús Húsið er hæð 132 fm með 5-6 herb. íbúð. Nýtt parket. Ný stór sóistofa í smíðum. Kjallari 132 fm íbúðar- og/eða vinnuhúsnæði. Bílskúr 49 fm. Langtímalán kr. 3 millj. Margskonar eignaskipti möguleg. Góðar íbúðir við Hraunbæ 4ra herb. glæsileg íbúð á 1. hæð. Vel skipulögð, ekki stór. Nýtt park- et. Nýtt gler o.f I. Stórt og gott eldhús. Vélaþvhús í kj. Ágæt sameign. 2ja herb. íb. á 1. hæð 59,1 fm. Vel með farin. Töluvert endurbætt. Svalir. Góð endurn. sameign. Mjög gott verð. í Laugardal - skammt frá sundlaugunum Glæsileg 5 herb. efri hæð 124,2 fm. Nýtt parket, gler o.fl. Gott forst- herb. með sérsnyrtingu. Góður bílsk. Langtímalán kr. 6,2 millj. Gott verð. Nánari uppl. á skrifst. Safamýri - endaíbúð - bílskúr 4ra herb. íbúð á 1. hæð, vel um gengin. Tvennar svalir. Geymsla í kj. Nýlega endurbætt sameign. Vinsæll staður. 2ja herb. íbúðir við: Dúfnahóla í lyftuhúsi. Góð innr. Fráb. útsýni yfir borgina. Stelkshóla á 2. hæð. Suðuríb. Rúmg. sólsvalir. Endurbætur og máln. fylgir á sameign utanhúss. Langtímalán kr. 2,4 millj. Góður bílsk. Alfholt - Hf. á 3. hæð. Rúmgóð ný stór glæsil. með fráb. útsýni. Lang- tímalán kr. 3 millj. í lyftuhúsi - með húsverði óskast rúmgóð 3ja herb. íb. Skipti koma til greina á glæsil. sérhæð. Nánari uppl. á skrifst. • • • Opið f dag frá kl. 10-14. Teikn. á skrifst. Almenna fasteignasalan sf. var stof nuð 12. júlí 1944. AIMENNA FASTEIGNASAIAN LAUGÁvÉGnnÍMAníÍM^ZmÖ KAUPMIÐLUN „Handbók Epiktets, sem hlotið hef- ur á íslensku heitið Hver er sinnar gæfu smiður, er ekki stór í sniðum, handbókin sjálf einungis 78. bls. og eftirmáli dr. Brodda 25. bls. en hún er eigi að síður ein af perlum heimspekirita. Epiktet var hellen- ískur heimspekingur fæddur um 50 árum e. Kr. austur í Litlu-Asíu og hertekinn þar og fluttur ti! Rómar sem þræll. Hann losnaði þó fljótt úr þrældómi og endaði ævi sína sem forstöðumaður virts og fjölsótts skóla í Nikoplis í Epirus. Ferskeytlan er safn 168 ís- lenskra úrvalsvísna frá ýmsum tím- um valið af skáldinu Kára Tryggvasyni. Vísurnar eru valdar með það fyrir augum að hver og ein geti staðið ein sér án skýringa á sama hátt og kvæði í bókum höf- unda. Enginn veit höfund sumra þessara vísna, þær hafa verið hús- gangar almennings í áranna og ald- anna rás, en meiri hlutinn er þó merktur ákveðnum höfundum.“ í fréttatilkynningu segir: „Lausa- vísnagerð var áður eins konar þjóð- aríþrótt íslendinga. Minna hefur borið á henni síðustu áratugi en áður þó alltaf komi fram eitthvað af góðum vísum. Er ekki vafi á því að þessi ferskeytlubók verður mörg- um kærkomin og hún ætti að auka áhuga á lausavísnagerð fremur en hið gagnstæða. Bókin er prentuð hjá Odda hf. og kostar 1.490 kr. Þessi útgáfa er 2. prentun Ferskeytlunnar, 1. prentun kom út 1988. UM HELGINA Tónlist Gítarleikur í Kringlunni Slðustu tvo laugardaga hafa við- skiptavinir Kringlunnar notið gítartón- listar og í dag verður framhald á þess- ari tónveislu og mun gítarleikarinn Rúnar Þórisson leika úr gítarverkum eftir Bach, Manuel de Falla, William Walton og Heitor Villa Lobos. Tónleik- arnir eru tvískiptir, þannig að fyrri hluti hefst kl. 13 og síðari hluti kl. 14. Á hveijum laugardegi október- og nóv- embermánaða munu aðrir gítarleikarar úr gítarvinafélaginu fylgja á eftir og leika á þessum tímum í Kringlunni í göngugötunni. Gítarleikari dagsins í dag er Rúnar Þórisson. Hann hóf nám í gítarleik í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar árið 1981. Að ioknu námi þar stundaði Rúnar framhaldsnám í Svíþjóð við Tónlistarháskólann í Malmö og einnig hefur Rúnar lokið phil.kand. námi frá Tónvísindaskólanum í Lundi. Leiklist Dýrin í Hálsaskógi Barnaleikritið Dýrin í Hálsaskógi verður sýnt tvisvar sinnum n.k. sunnu- dag 17. október og er fyrri sýningin sú sextugasta í röðini. Aðeins fimm sýningar eru nú eftir þar sem nýtt barnaleikrit Skilaboðaskjóðan, verður frumsýnt innan skamms. Dýrin í Hálsaskógi voru frumsýnd á síðasta leikári og var sýningin vinsæl- asta verkefni Þjóðleikhússins það árið. AIls munu taka þátt í sýningunni 25 leikarar, böm og fullprðnir. Sigurður Sigutjónsson og Óm Ámason leika þá Mikka ref og Lilia klifurmús, Flosi Ólafsson er Hérastubbur bakari og Hjálmar Hjálmarsson er í hlutverki bakarasveinsins. Martein skógarmús leikur Ólafla Hrönn Jónsdóttir. leik- mynd gerði Messíana Tómasdóttir. Leikstjóri er Sigrún Vaibergsdóttir og hljómsveitarstjóri Jóhann G. Jóhanns- son.____________________________________ Myndlist Jón Óskar sýnir á Sólon íslandus Jón Óskar opnar sýningu á málverk- um í Gallerí Sólon íslandus, Banka- stræti 7, í dag laugardag kl. 4. Sýningin stendur til 8. nóvember. Síðasta sýningarhelgi Hauks Dórs Nú stendur yfir í Listmunahúsinu sýning Hauks Dórs og um helgina er síðasta sýningarhelgi. A sýningunni eru 25 verk, unnin á síðustu tveimur ámm. Listmunahúsið er opið virka daga frá kl. 10-18 og um helgar frá kl. 14-18. Grafíkverkstæði í Listasafninu Grafíkverkstæði hefur verið sett upp í kjallara Listasafns íslands í tengslum við grafíksýningu Braga Ásgeirssonar og á morgun, sunnudag, mun Sigrid Valtingojer grafíklistamaður kynna ætingu kl. 15-17. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 714. þáttur Bernharð Haraldsson skóla- meistari er sem fyrr glögg- skyggn og vandlátur á móður- málið. Gef ég honum orðið um sinn: „Kæri Gísli! Mig langar að fá álit þitt á nokkrum atriðum í daglegu máli okkar, en fyrst af öllu vil ég geta þriggja atriða, sem mér finnst horfa til betri vegar, því ekki er rétt að hafa nöldrið eitt. Þess er fyrst að geta, að ég er mjög ánægður með notkun staðarþágufallsins, sem nú heyr- ist nær alltaf í veðurlýsingum frá Veðurstofu íslands. Fyrst ég er að nefna veðrið, þá vil ég geta þess, að unglingarnir á heimilinu eru afar ósáttir við málfarið: „að taka skeytin“, sem ég Iærði endur fyrir löngu. Þekk- ir þú þetta orðalag og hvaðan það er komið? Þá heyrði ég fyrir skömmu orðin „ból og biti“ um það er á ensku kallast „Bed and break- fast“. Nýverið var verið að auglýsa í útvarpi tæki það er sett er framan á dráttarvélar og er not- að til að lyfta rúlluböggunum þungu. Þetta tæki var kallað „baggagreipar“ og fínnst mér það einkar vel til fundið, að böggunum sé haldið í greipum dráttarvélarinnar. [Umsjónar- maður grípur hér fram í fyrir bréfritara. Ég þekki vel orðalag- ið „að taka skeytin". Ég var oft látinn gera það, þegar þeir sem eldri voru og að meiri störfum, töldu sig ekki hafa tíma til þess. „Skeytin“ voru náttúrlega veð- urskeyti, komin frá Veðurstof- unni.] Þá kemur að nöldrinu. Á sumum umslögum frá opin- berum stofnunum er letrað, að ef viðtakandi sé fluttur skuli ekki senda póstinn á nýtt heimil- isfang, „áframsendist ekki“. í dagblaði einu má í dag sjá mynd af tveim glösum sem ætl- að er að sýna muninn á sykur- innihaldi í kóladrykk og nýmjólk og er auglýsingin ætluð til að benda lesandanum á hollustu mjólkur miðað við kóladrykki. Neðan mjólkurglassins stendur: „Viðbættur sykur í einu glasi af rnjólk." E.t.v. eru þetta áhrif frá enskri tungu, en engu að síður finnast mér þau ekki góð. Þá finnst mér ákaflega hvimleitt þegar sagt er: „Hann fór eriend- is“ í stað „hann fór utan/hann fór út“, Snorri vildi út, þ.e.a.s. frá Noregi til íslands, og í sátt- mála frá því um 1300 stendur m.a.: „Utanstefningar viljum vér engar hafa ...“ Hins vegar hef- ur margur maðurinn átt góða daga erlendis, þ.e.a.s. í öðru landi. Enn er hugtak, sem ég er ósáttur við. Þar á ég við orð- skrípið ferðamannaiðnaður. Það stangast á við skilning minn á hugtakinu iðnaður, a.m.k. ef ég lít til fiskiðnaðar. í alfræðiorðabók Arnar og Örlygs er iðnaður skýrður á þennan veg: „iðnaður: full- vinnsla hráefnis eða hálfunninn- ar vöru; fyrrum í höndum hand- verksmanna en eftir iðnbylting- una fóru vélvæddar verksmiðjur og fjöldaframleiðsla að ryðja sér til _rúms.“ í hinni stóru Ensk-íslensku orðabók sama útgefanda er enska orðið „tourism", sem hef- ur margskonar merkingu, þýtt m.a. sem „ferðaútvegur". Er ekki tilvalið að veita þessu orði athygli og þá má tala um að þjóðarhagur batni með eflingu ferðaútvegs í stað ferðamanna- iðnaðar? Þá getur fólk haft af- komu sína af ferðaútvegi og þeir sem annast þjónustu við ferðamenn þá verið ferðaútvegs- menn ef mönnum sýnist svo. [Hér fellir umsjónarmaður smá- grein úr, þar sem hann hefur skrifað um það af öðru tilefni fyrir skömmu.] í útvarpsfréttum nýverið var sagt frá stormi miklum á Nýja- Sjálandi og að feijur milli eyja hefðu ekki gengið sökum óveð- ursins. Lét þulur þess getið, að margir hefðu þá orðið stranda- glópar. Samkvæmt málvenju minni er strandaglópur sá, sem kemur of seint til farartækis, missir t.d. af skipi og stendur á strönd (bryggju) með sárt ennið. Orðabók Menningarsjóðs gefur einnig merkinguna: „2. sá sem er stöðvaður á ferð sinni og kemst ekki lengra.“ Þetta er nýtt fyrir mér. Skipaútgerð ríkisins gerði á árum áður út tvö lítil flutninga- skip, sem hétu Herðubreið og Skjaldbreið. Tvö fjöll, annað í grennd við Þingvöll, hitt norðan Vatnajökuls, heita Skjaldbreiður og Herðubreið. Hvers vegna hafa þau ekki bæði sömu end- inguna? Bestu kveðjur og þakkir.“ ★ Umsjónarmaður þarf ekki að bæta miklu við þetta. Þó get ég þessa: 1) Ekki mæli ég með orðalag- inu „að fara erlendis“, nema síð- ur sé. En ég hef áður, sannleik- ans vegna, getið þess hér í pistl- unum, að þetta orðaiag er þó í eldri og betri textum en margan grunar. 2) Þá hef ég ítrekað, ekki síst að frumkvæði Birnu G. Bjarnleifsdóttur, andmælt orð- inu „ferðamannaiðnaður", en mælt með ferðaþjónusta. Ferðaútvegur kemur auðvitað til greina, enda orðfæð ekki góð. 3) Spurningunni um ending- ar fjallheitanna treysti ég mér ekki til að svara. Bið um aðstoð lesenda. Að svo mæltu kveð ég bréfritara með bestu þökkum. ★ Slátrið mitt er mikið súrt, mér þykir það of súrt. Önundur vili það æði súrt, en ekki vill hann það gallsúrt. Ókunnur höfundur; þama er leikin sú list sem hjá lærðum mönnum heitir epiphora, en einhver íslendingur nefndi bakklifun (bak-klifun, ekki bakk-lifuni). P.s. Hér í blaðinu mátti um daginn lesa þessa fyrirsögn: „Japanska þjóðin elskar hval- kjöt“. Fram kom í greininni að þessi tilfínning er svo heit, að fyrrnefnd þjóð étur ástvin sinn. Pps. Umsjónarmaður þakkar fengnar athugasemdir vegna vísu í síðasta þætti. Meira um hana síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.