Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTOBER 1993 15 Dómstólar og löggjafarvald eftir Sigurð Líndal Ekkert lát er á skrifum Jóns Steinars Gunnlaugssonar sem hann hóf með ádeilum á Hæstarétt eftir að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu gekk í máli Sigurðar A. Sig- uijónssonar. Laugardaginn 8. októ- ber birtist enn ein grein sem ekki verður komizt hjá að gera athuga- semdir við. Mannréttindadómstóllinn tekur sér lagasetningarvald Eins og margsinnis hefur verið tekið fram í undangengnum skrifum var því hafnað við gerð mannrétt- indasáttmála Evrópu — eða sleppt — að mæla fyrir um rétt manna til að standa utan félaga þar sem um það náðist ekki samkomulag meðal að- ildarríkjanna. Eftir orðum sínum og aðdraganda verndar 11. gr. sáttmál- ans því einungis rétt manna til að stofna félög, jafnframt því sem nokkrar undantekningar eru gerðar í 2. mgr. Jón Steinar telur að í þess- ari niðurstöðu hafi falizt sú afstaða að stofnanir sáttmálans ættu að ákveða rétt manna til að standa utan félaga með „túlkun“ á grein- inni. Torskilið er hins vegar hvernig unnt er að „túlka“ texta þannig að hann merki eitthvað sem þar er ekki orð um og vitað að ekki átti að vera. Dómstóll sem við slíkar aðstæður eykur við ákvæði er að setja reglu, en ekki túlka, enda er niðurstaða dómsins studd aðskiljanlegum plöggum utan 11. gr. eins og marg- sinnis hefur verið bent á. Nú hefði Jón Steinar getað styrkt gagnrýni sína á túlkun Hæstaréttar á félagafrelsisákvæðinu í 73. gr. stjórnarskrárinnar með því að benda á að dómstólar eigi vissa hlutdeild í lagasetningu til móts við löggjaf- ann. Almennt er þetta viðurkennt meðal fræðimanna á Norðurlöndum ogjafnvel víðar, en þessu hafnar Jón Steinar þannig að ekki verður heil brú í málflutningi hans. Hann sér fyrir sér „fímm hæstaréttardómara við fundarborð réttarins við svipað starf og fram fer á hinum pólitíska vettvangi, þar sem hver reynir að ota sínum tota“. Hér virðist Jón Steinar ekki gera sér ljóst að dóm- stólar móta reglur á annan hátt en löggjafínn. Ég get ekki farið fram á að Morgunblaðið ljái mér rúm til nánari útlistunar og bendi í þess stað t.d. á „Rettskildelære" eftir Torstein Eckhoff prófessor, sem nú er reyndar nýlátinn, en hann útskýr- ir þennan mun. Þess ber hins vegar að gæta að Mannréttindadómstól Evrópu eru þrengri skorður settar þar sem hend- ur hans eru bundnar við mál sem lúta að skýringu og framkvæmd mannréttindasáttmálans, sbr. 45. gr. Hann fer því út fyrir heimildir sínar með dóminum í máli Sigurðar A. Siguijónssonar með því að setja að- ildarríkjunum lög sem þau hafa enn sem komið er hafnað. Þetta ætti að vekja til umhugsun- ar um stöðu Islands ef mannrétt- indasáttmálinn verður lögfestur. Er þá ekki verið að afsala Mannrétt- indadómstólnum víðtækara valdi en dómsvaldi skv. 45. gr.? Einnig er ástæða til að huga að stöðu íslands innan EES. Dómstóll Efnahags- bandalags Evrópu tekur sér býsna víðtækt vald til að túlka reglugerðir og tilskipanir og það gerir hann jafn- an bandalaginu í vil. Dómar hans munu hafa áhrif innan Evrópska efnahagssvæðisins. — Þegar þetta er haft í huga liggur nærri að spyija: Undir hvað voru íslendingar að gangast? — Og stenzt þetta gagn- vart stjórnarskrá? Um pólitíska dómstóla Meginefni greinar Jóns Steinars fer í að ræða hlutverk dómstóla við gæzlu stjórnlaga. Þar er kenningin sú að tilfallandi pólitískur vilji á Alþingi geti ekki ákveðið að víkja til hliðar ákvæðum stjómarskrár. Dómstólar eigi að dæma um gildi stjórnarskrárákvæða í samskiptum borgaranna innbyrðis og við ríkis- valdið þegar á þau reyni í dómsmál- um. Við þetta verkefni eigi þeir að vera ópólitískir, en við því sé ekki alltaf einfalt svar hvenær dómstóll sé pólitískur. Dómstóll sé ópólitískur þegar hann framfylgi efnisinnihaldi stjórnarskrárreglu og beiti hlutiaus- um lögfræðilegum mælikvarða. Annað á við að mati Jóns Steinars „ef dómstóll beitir ekki skýrri stjórn- arskrárreglu vegna þess að pólitísk- ur meirihluti á Alþingi hefur ekki viljað virða hana, þá er dómstólinn að taka pólitíska afstöðu". Ogætilegt er að leggja áherzlu á skýr stjórnarskrárákvæði. Þau eru flest fáorð og af fornum stofni. Margt er nú með öðrum hætti en þegar þau voru fyrst sett. Þess vegna hefur túlkun þeirra breytzt í tímans rás og venjuréttur bæði hnikað þeim til og aukið við þau. Þetta hefur ekki gerzt þannig að tilfallandi póli- tískur meiri hluti á Alþingi hafí ekki viljað virða stjórnarskrárákvæði, heldur margs konar meiri hluti um langan tíma, þannig að orðið hefur eins konar þegjandi samkomulag. Hér hafa breyttar aðstæður þrýst á og þessi staðreynd er viðurkennd í öllum fræðiritum um stjórnskipunar- rétt, enda oft heppilegra að stjórnar- skrárákvæði fái að slípast í samræmi við þróun þjóðfélagsins og fengna reynslu í stað þess að sæta örum breytingum. I svokölluðum kjarnfóðurgjalds- dómi frá 23. desember 1985 sem Jón Steinar hefur mjög hneykslazt á sagði þetta: Það hefur lengi tíðkast í ís- lenzkri löggjöf, að ríkisstjórn eða ráðherra væri veitt heimild til þess að ákveða, hvort innheimta skuli tiltekna skatta. Verður að telja að nú sé svo komið, að þessi ianga og athugasemdalausa venja löggjafans hafí helgað slíka skattheimtu innan vissra marka. Hér er beitt hefðbundnum, hlut- lausum, lögfræðilegum mælikvarða við það að ákvarða hvort venjurétt- arregla hafi mótazt á tilteknu sviði. Ogerlegt er að svara því í eitt skipti fyrir öll hvar þessi mörk eigi ná- kvæmlega að liggja; það verður að meta í hveiju einstöku tilfelli. Eng- inn ágreiningur er meðal fræði- manna um það hvort löggjafanum sé heimilt að framselja vald, heldur einungis hversu langt skuli ganga. Fullyrðing Jóns Steinars um að dórri- ar Hæstáréttar sem varða skattlagn- ingarvaldið feli í sér svo gott sem afnám 40. gr. stjórnarskrárinnar er röng. Dómar sem lúta að því hvort skattlagningarvaldi sé beitt í sam- ræmi við greinina eru á þröngu sviði og alls staðar eru fyrirvarar um tak- markanir áþekkir og í dæminu að framan. Hitt er ljóst að Hæstiréttur hlýtur að virða ákvarðanir þeirra manna sem umboð hafa frá þjóðinni til landsstjórnar innan þeirra marka sem stjórnlög setja, þar á meðal mannréttindaákvæði. Én þá verður Sigurður Líndal „Torskilið er hins vegar hvernig unnt er að „túlka“ texta þannig að hann merki eitthvað sem þar er ekki orð um og vitað að ekki átti að vera. Dómstóll sem við slíkar aðstæður eykur við ákvæði er að setja reglu, en ekki túlka, enda er niðurstaða dómsins studd aðskilj- anlegum plöggum utan 11. gr. eins og marg- sinnis hefur verið bent fyrir sá vandi að valdmörk löggjaf- ans eru ekki skýrt afmörkuð í ákvæðum stjómarskrár og venju- helguðum reglum og ekki er full samstaða um mannréttindahugtakið sjálft. Vissulega eru ýmis grundvall- arréttindi almennt viðurkennd, en ágreiningur er um önnur, t.d. ýmis- leg félagsleg réttindi. Þótt venjuréttur sé þannig viður- kenndur við hlið hinna settu stjórn- laga felst ekki í þvi' að þingmenn geti sammælzt um hvað sem er. Meinið er hins vegar að ýmislegt, þar á meðal það sem ef til vill orkar mest tvímælis, verður ekki borið undir dómstóla. Þetta er stjómskip- unarvandi sem ekki er unnt að ræða frekar. Um leyfilega gagnrýni Jóni Steinari fínnast skrif sín málefnaleg. Það sýnir einungis að hann er orðinn svo samdauna póli- tískri kappræðu að hann gerir engan mun á kappræðu og rökræðu. Þá kvartar hann yfir því að ég vilji banna umræður um dómsmál og svipta sig málfrelsi. Tilefnið er ekki annað en það að ég hef gagnrýnt umfjöllun fjölmiðla um dómsmál. Þeir hafa löngum leikið þann leik þegar dómur gengur að hafa viðtöl við þann málsaðila sem hefur tapað máli, veijendur í sakamálum, sak- borninga sjálfa, jafnvel ótínda glæpamenn, og tekið gagnrýnislaust upp ummæli þeirra um dómstóla og réttarfar án þess að leggja sjálf- stætt faglegt mat á málavexti. Jón Steinar kemur nokkuð við þessa sögu svo að ekki er óeðlilegt að nafn hans sé nefnt. Ekkert gefur Jóni Steinari tilefni til að halda því fram að ég telji per- sónuleg tengsl engu máli skipta. Ég hef hins vegar ekki talið það neinum málstað til framdráttar að klifa í tíma og ótíma á tengslum af ein- hveiju tagi sem engu máli skipta, enda munu þeir vandfundnir sem hafa ekki einhver tengsl við um- hverfí sitt. Jón Steinar tekur því illa þegar honum er bent á að hann sé í slæm- um félagsskap við gagnrýnisiðju sína. Hann sakar Hæstarétt um það sama sem Þjóðviljamenn gerðu ein- att á sínum tíma. Og nú síðast 9. júlí sendi einn verkalýðsforkólfurinn Félagsdómi tóninn í fyrirsögn í Dag- blaðinu-Vísi: „Félagsdómur dæmir loks eftir lögum“. Þetta er í sama fari og ummæli Dagsbrúnarforyst- unnar um Félagsdóm og ýmislegt sem Jón Steinar hefur látið frá sér fara um Hæstarétt. Um vanstillingu sem Jóni Steinari verður tíðrætt um get ég verið fáorð- ur. Ummælin sanna einungis hið fomkveðna að hann sér flísina í auga bróður síns, en tekur ekki eft- ir bjálkanum í auga sínu. Höfundur er prófessor við lagadeild Háskóla íslands. „Drengir eru bara drengir“ eftir Alfreð J. Jolson S.J. Hinni árlegu busavígslu er lokið í mörgum framhaldsskólum Reykja- víkur. Tollering busanna hefur átt sér stað svo og skreyting andlita þeirra. Hlátur og háðsglósur hafa fjarað út. Svo virðist sem í ár hafi ekki þurft að flytja neinn á slysadeild vegna busavígslu. Margir telja þetta hættulaust gaman. En er það svo? Hver er fær um að skilja innri kvöl og skömm þeirra, sem eru feimnir, eru of feitir, þeirra sem eiga erfitt með að blanda geði við annað fólk eða þeirra sem eru utanveltu? Það er mögulegt að jafnvel þeir hlægi nú yfir þvi sem gerðist, þegar afk- áralegum efnum var makað á líkama þeirra eða þeir þvingaðir að drekka eitthvað. Svo lengi sem slíkar busavígslur halda áfram er gert'lítið úr þeim göfuga anda íslendingsins sem er sjálfstætt eðli hans. Göfuglyndi okk- ar minnkar. Það er blettur í mennta- kerfí okkar að leyfa slíka smánun á mannlegri reisn að viðgangast. Það dregur úr góðu siðferði og gengur gegn vitsmunum okkar. Þjóð sem tók forystu í því að viðurkenna sjálf- stæðishreyfingar Eystrasaltsríkj- anna býr við minna frelsi heima við. Guð einn veit um þær sálarskemmd- ir sem orðið hafa. „Að busa“ er mjög andstætt kon- um, er karlslegur hroki að rótum. Maður verður að bera sig karlmann- lega, láta ýmislegt yfir sig ganga, sanna hugrekki sitt. Ég hef velt því fyrir mér hvernig tekið er á ungum konum. Eru þær einnig lítilsvirtar? Ekki þarf að leita langt. í Morgun- blaðinu 17. september bis. 3 er heil- síðu ljósmynd: Ykkur fer betur að klasðast buxum „stúlkur"! Á gelgjuskeiðinu er líkami ungl- ingsins afar sérstakur. Unglingurinn finnur fyrir sérhverri líkamlegri áreitni eða ágengni og lítur á það sem lítisvirðingu. Að slá ungling er alvarleg persónuleg lítilsvirðingjafn- vel þótt foreldri eigi' í hlut. Að fara hörðum höndum um unglinginn er einnig brot á friðhelgi. Að maka með valdi alls konar efnum á líkam- ann er móðgun og skömm, lítilsvirð- ing! Þetta er réttlætt með því að flokka þaAundir ágætis skemmtun, þ.e.a.s |Jpeim sem eldri eru. Hér bregður íyrir kvnkjosta. Hvaðá rétt hafa þeir (S^Kjgar sem eldri eru til að ríkjaÁj^þehfi sem eru yngri? Erum við áo ýta undir einhveija forræðis- reglu, sem læðir þeim hugmyndum að sumum að þeir geti orðið öðrum æðri? Slíkt gengur þvert gegn ís- lenskri hefð um sjálfstæði einstakl- ingsins. I umburðarbréfi sínu tii allra góðra manna „Pacem in Terris" — Friður á jörðu — sem var fyrsta bréf sinnar tegundar, segir Jóhannes XXIII páfi að öll mannleg réttindi og skyldur byggist á helgri reisn einstaklingsins fyrir tilverknað sköp- unarinnar. Hver einstaklingur er musteri andans og á rétt á virðingu. Jesús Kristur hefur endurleyst okkur öll og því er hvert okkar svo dýr- mætt. Hér að framan hef ég verið frem- ur mildur í lýsingum mínum á því hvað gerst hefur og hef ekki mikið vísað í liðna atburði þegar gamanið, jafnvel hér á fslandi, hefur stundum reynst lífshættulegt. Busavígslur eru gerðar við þær kringumstæður þeg- ar hvatningar og háðsyrði hljóma, þar sem íjöldinn glottir við tönn og óábyrgur múgurinn stendur hjá. Hver ber ábyrgðina ef eitthvað fer úrskeiðis og þörf er á skjótum við- brögðum? Múgurinn finnur ekki til ábyrgðar, hann fer eftir eigin and- legu og líkamlegu lögmáli. Við hvern er að sakast að slík athöfn fer fram innan virðulegra veggja almennra menntastofnanna? Ef eitthvað fer úrskeiðis þá fellur sökin QJL skömmin ekki á lýðinn heldur »kólastjórann og kennara- liðið, þeirra sem eru fulltrúar fyrir þær almennu siðgæðis- og vitsmuna- kröfur sem við gerum. Eftir hveiju er beðið? Alvarleg atvik hafa átt sér stað fyrir ekki svo löngu. Hvers vegna að bíða eftir því að barnið beri varanlegt tjón vegna þess að gáskafullar hendur létu barnið fallar til jarðar? Það getur auðveldlega gerst að myljandi lýðurinn átti sig ekki á því að barnið sé veilt fyrir hjarta, hafí asma eða ofnæmi eða að það sé á einhvern hátt bæklað. Enginn virðist hafa þetta í huga. Alfreð J. Jolson S.J., biskup. „„Drengir eru bara drengir“ er engin af- sökun. Það er skaðleg karlremba. Yfirleitt fara busavígslur úr böndum.“ Hver getur bætt það óbætanlega? Það er óábyrgt að leyfa þessum at- höfnum að halda áfram þó að fólk virðist ekki hafa mikið til málanna að leggja. Þögn er engin afsökun! Ekki er nóg að mæla áminningarorð um að fara varlega. Þessum óviðeig- andi athöfnum, sem eru til tjóns ekki síst þeim sem eldri eru, verður að linna. Þetta ber keim af sexisma, karlrembu og þeirri hyggju að sum- ir séu æðri öðrum. Allt er það and- stætt menningu okkar og hefð um sjálfstæði einstaklingsins. í busavígslunni stöndum við fljótt frammi fyrir smánarlegu viðhorfi sem má ekki líðast. Það verður að gera opinskátt hvað málið snýst raunverulega um. Það snýst um mannlega hegðun sem ekki sæmir samborgurunum. Það snýst um að upphefja sjálfan sig. Það snýst um neikvætt fráhvarf frá sannri mennt- un. Sem sálfræðingur og prestur geri ég mér fulla grein fyrir því hvemig slík „skemmtun" fer úr böndum og hvernig þessar auðmýkjandi athafnir hafa skemmandi áhrif á sálarlíf við- komandi. Ég hef verið á vettvangi og boðið mönnum birginn eins og ég geri nú. „Drengir eru bara drengir" er engin afsökun. Það er skaðleg karl- remba. Yfirleitt fara busavígslur úr böndum. w „ Á þessum krefjandi tímum efna- hags, siðferðis, menntunar og stjórn- mála, þarf þjóðin á þvi að halda að sérhver auðlind, sérhver einstakling- ur nái að þroskast til fulls. Látum af þessu „menntaskólagamni“ í eitt skipti fyrir öll. Ef þeir sem halda um stjórnvölinn sjái ekki skaðann og hættuna sem þessu fylgir þá eru þeir í vanda staddir og það erum við þá einnig og allt okkar mennta- kerfí. Höfundur er biskup kaþólskra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.