Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 45
MORGÚNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÖBER 1993 45 Lokun leikskóla - til hvers? Frá Guðrúnu Sigurjónsdóttur og Bergþóru Baldursdóttur. Það stendur til að loka öllum leik- skólum sem reknir eru af sjúkrahús- unum um næstu áramót. í grein Köllu Malmquist yfirsjúkraþjálfara, sem birtist í Morgunblaðinu 2. okt. sl., kom fram hve mikilvægu hlut- verki leikskólar Borgarspítalans hafa gegnt við að manna sjúkra- þjálfun þar. Það sama gildir um sjúkraþjálfun á Ríkisspítölum. Á Ríkisspítölum er starfrækt sjúkraþjálfun á Landspítala, Öldr- unarlækningajdeild við Hátún, Geð- deild, Vífilsstöðum og Endurhæf- ingar og hæfingardeild Landspítal- ans í Kópavogi. Á öllum þessum stöðum hefur mönnun byggst að verulegu leyti á því, að starfsmenn hafa átt kost á öruggri og ódýrri vistun fyrir börn sín. Laun, sem í boði eru á sjúkrahúsum, eru yfir- leitt lakari en gerist á almennum vinnumarkaði. Öruggur og góður leikskóli vegur mjög þungt hjá flest- um. Það er einmitt það sem hefur oft riðið baggamuninn þegar sjúkraþjálfarar hafa ráðið sig til starfa við Ríkisspítalana. Stærsti hluti starfsmanna sjúkra- húsa eru konur. Flestar eiga þær það sameiginlegt að fá léleg laun og bera hitann og þungann af upp- eldi bama sinna. Þess vegna veltur þátttaka þeirra í atvinnulífinu mun meira á öruggri og góðri gæslu bamanna en hún gerir hjá körlum. Dugi laun kvenna ekki nema rétt fyrir kostnaði við vistun eða ef böm þeirra em á sífelldum hrakhólum vegna óöruggra vistunarúrræða, hverfa þær inn á heimilin til þess að gæta bús og bama. Það gera karlar að jafnaði ekki þó það sama sé upp á teningnum hjá þeim. Stjórnendum sjúkrahúsanna hefur verið ljós þessi staðreynd um ára- bil. Þess vegna hafa þeir kosið að veija fé til reksturs leikskóla. Ekki til að búa til forréttindastéttir, held- ur til að tryggja að sjúkrahúsin geti gegnt því hlutverki sem þeim er ætlað, það er að hjúkra sjúkum til heilsu. Verði leikskólum lokað um næstu áramót má gera ráð fyrir að fjöldi starfsmanna sjúkrahúsanna snúi sér að uppeldisstörfum heima fyrii eða leiti að störfum annars staðai ef þess er kostur. Það þýðir að deild- um verður l'okað og biðlistar lengj- ast. Ófremdarástand mun skapast á sjúkrahúsum landsins. Það hlýtur að vera markmið hæstvirts heilbrigðismálaráðherra að styrkja stoðir heilbrigðiskerfisins en ekki að veikja þær. Við skorum því á Guðmund Árna Stefánsson að draga ákvörðun sína um lokun leikskóla sjúkrahúsanna til baka. GUÐRUN SIGURJÓNSDÓTTIR, framkvæmdastjóri sjúkraþjálfunar á endurhæfmgardeild Landspítala. BERGÞÓRA BALDURSDÓTTIR, yfirsjúkraþjálfari, Öldrunarlækn- ingadeild Landspítalans. Pennavinir Kanadískur 23 ára háskólastúd- ent Kanada með mikinn íslandsá- huga. Getur skrifað á frönsku og rússnesku auk ensku: Rhiannon Beswick, 4723-103 Ave, Edmonton, Alberta T6A 058, Canada. Frá Ghana skrifar 24 ára stúlka með áhuga á kvikmyndum, bóka- lestri, tónlist, ljósmyndun og ferða- lögum: Joy Anna Jackson, P.O. Box 957, Cape Coast, Ghana. Nítján ára piltur skrifar frá Lí- beríu en hann hefur íþróttir að helsta áhugamáli: Moses P. Tokoon jnr., Haywood Mission School, Junior Class, P.O. Box 10-0826, 1000 Monrovia 10, Liberia. Tvítugur franskur piltur sem nemur félagsfræði og landafræði í háskóla vill skrifast á við 18-26 ára stúlkur. Hann talar norsku og ensku auk frönsku og skrifar bréf sitt til blaðsins á góðri norsku: Alain Lutic, 6 rue René Sahors, 92170 Vanves, France. Frá Ghana skrifar 24 ára stúlka með áhuga á tónlist, matargerð og gönguferðum: Nancy Arthur, Box 1156, Cape Coast, Ghana. VELVAKANDI TAPAÐ/FUNDIÐ í ÓSKILUM EINHVER hefur skilið eftir í garðinum mínum ýmiss konar ungbamadót, s.s. skiptiborð, fatnað, burðarstól o.fl. Þar sem hér er um að ræða stráheila hluti datt mér í hug, að sendandi hafi farið húsavillt. Sakni einhver umræddra hluta þá vinsamlegast hringið í síma 91-13728 eftir kl. 18. TÝNT HJÓL AÐFARANÓTT 17. september hvarf hjólið mitt úr garðinum heima hjá mér. Hjólið var splunkunýtt og var ég allt sum- arið að vinna fyrir því. Ég hef leitað um allt án árangurs, enda ólíklegt að krakkar hafi tekið hjólið um miðja nótt og það læst. Hjólið mitt er 21 gírs, heitir Wheeler 2000 og er dökk- bleikt. Ef einhver hefur fundið slíkt hjól á víðavangi bið ég um að haft verið samband við mig. Einnig ef einhver hefur keypt slíkt hjól í gegnum auglýsingu eða eftir öðrum leiðum að hafa þá samband. Hjólið hefur ákveðin einkenni sem ég þekki. Þóra Björg Helgadóttir, Daltúni 31, Kópavogi, sími 46533. GÆLUDYR Týndur köttur SKOTTA hvarf af heimili sínu, Löngubrekku 19, Kópavogi, 25. september sl. Hún er ársgöm- ul, hvít og grábröndótt og er eyrnamerkt. Þeir sem kunnu að hafa orðið hennar varir vin- samlega hringi í síma 46045. Týndur köttur SIAMSFRESS, sealpoint, ljós á skrokk með dökkt höfuð og fætur, hvarf að heiman frá sér, Hrísateigi 8, 3. október sl. Hann er eyrnamerktur. Síðast þegar sást til hans var hann með bláa ól. Hafi einhver orðið ferða hans var er hann vinsam- lega beðinn að hringja í síma 39766 eða 31772. EAGLE TALON TSIf árgerð 1990. Fjórhjóladrifinn sportbíll Fjórhjóladrif - Torbo - Intercooler - 195 hö - Rafmagn í öllu - Álfelgur - Vökvastýri. Stórglæsilegur bíll sem stendur fyrir sínu allan órsins hring. Bíllinn er til sýnis og sölu í Bilahöllinni, Bíldshöfða 5, sími 674949. Lifandi tóniist um mibjan daginn Mikiö úrval af tertum Fjölskyldumatsebill í hádeginu. Fjölskyldumatseðill á sunnudögum. Opibfrá kl. 10-22 Viö Lækinn, Lækjargötu4, sími 10100 Auglýsing Kátir kaupmenn I Kolaportinu - og sumir ekki háir í loftinu. Kolaportið Meira fyrir peningana Það ber lítið á samdrætti hjá sölufólki í Kolaportinu um þessar mundir, enda er verðlag í Kolaportinu oftast gjörólíkt því sem þekkist í verslunum annars staðar og greinilegt að nú reynir á að fá meira fyrir peningana sína. Kolaportið virðist síst hafa glatað vinsældum því á mestu álagstímum geta gestir þurft að standa í biðröð til að komast inn. Á annað hundrað seljendur bjóða vörur sínar í Kolaportinu hvem markaðsdag, en þar er nú opið bæði laugardaga og sunnudaga kl. 10-16. Vöruúrvalið er mikið og aðstandend- ur Kolaportsins telja hæfilega blöndu að þriðjungur seljenda sé með svokallað kompudót sem alltaf nýtur jafnmikilla vinsælda, annar þriðjungur bjóði margvíslega versl- unarvöru og að lokum er einnig lagt mikið kapp á að laða að seljendur með vörur eða þjónustu sem sést varla ,annars staðar. Síbreytilegt markaðstorg „Kolaportið er síbreytilegt og hvem markaðsdag kemur inn mikill fjöldi nýrra seljenda," segir Jens Ingólfs- son, framkvæmdastjóri markaðs- torgsins. „Þetta held ég að sé ein- mitt lykillinn að vinsældum Kolap- ortsins og sjálfum fínnst mér alltaf jafn spennandi að sjá hvað er á boð- stólum hvem markaðsdag." Ókeypis básar fyrir heimilislist „Við leggjum nú mikla áherslu á að fjölga seljendum með hvers konar heimilislist í víðtækasta skilningi þess orðs og bjóðum slíkum seljend- um nú minna sölupláss með miklum afslætti og kostar þá borðmetrinn ekki nema 1245 krónur,“ segir Jens. „Annan sunnudag, 24. október, ætl- um við að gera enn betur og bjóða slíkum seljendum ókeypis sölupláss til að koma þeim á bragðið - því við vitum að þetta getur verið mjög góð tekjulind fyrir fólk að búa til alls konar híuti heima hjá sér og selja í Kolaportinu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.