Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1993 17 Til varnar meðferð áfengissjúklinga > # • • * I tilefni greinar Arna Johnsen í Morgunblaðinu 6. október eftir Óttar Guðmundsson dr. med. og Tómas Helgason prófessor Á síðustu áratugum hefur verið brugðist vel við aldagömlum áfeng- isvanda íslenskrar þjóðar. Meðferð- arstofnunum hefur vaxið fiskur um hrygg og fjölmargir íslendingar hafa eignast nýtt líf án áfengis. Starfsemi og stefna íslendinga í meðferðarmál- um hefur vakið verðskuldaða at- hygli. Islenskir áfengisráðgjafar eru starfandi víða um heim og fjölmarg- ar sendinefndir hafa lagt leið sína til íslands til að kynna sér meðferð- arstöðvar, starfsemi AA-samtak- anna og afstöðu íslenskra stjórn- valda til þessara mála. Meðferð á Vífilsstöðum En þrátt fyrir mikið meðferðar- átak er drukkið ótæpilega sem fyrr. Vínveitingastöðum fer fjölgandi og áfengislöggjöfin hefur linast. Gegndarlaust ofbeldisfyllerí geisar í miðbæ Reykjavíkur um hvetja helgi. Nokkur hópur alkóhólista fer að drekka aftur að lokinni ágætri með- ferð. Ástæður þessa eru fjölmargar. í Iok síðasta árs birtust í Læknablað- inu niðurstöður rannsóknar á alkó- hólistum sem voru í meðferð á ís- lenskum meðferðarstofnunum. Þær sýna, að alkóhólismi er mun flókn- ara ástand en áður var talið. Liðlega 75% þeirra sjúklinga sem rannsakað- „Þessi þróun er skelfi- leg og gæti haft geig- vænlegar afleiðingar í för með sér fyrir fólkið í landinu. Sparnaðarað- gerðir geta og snúist upp í andhverfu sína þegar fórnað er þekk- ingu og starfsreynslu margra ára með lokun rótgróinna meðferðar- stofnana." ir voru bæði hjá SÁÁ og á Landspít- alanum höfðu aðra geðkvilla en alkó- hólismann einan. Þeir voru þung- lyndir, þjáðust af fælni, taugaveikl- un eða ýmiss konar persónuleika- truflunum. Sumir þessara kvilla eru afleiðingar drykkjunnar en aðrir undanfari hennar og fylginautar. Þessi athyglisverða niðurstaða bend- ir til þess að margir alkóhólistar þurfi á sérhæfðri meðferð að halda, þar sem öðrum geðkvillum er meiri gaumur gefinn. Ein áfengisdeild Landspítalans er að Vífilsstöðum. Hún er rekin með þennan sjúklingahóp í huga. Á deild- inni er bæði afeitrun og svokölluð eftirmeðferð fyrir alkóhólista þar sem beitt er hefðbundnum aðferðum geðlæknisfræðinnar ásamt tólf spora meðferð AA-samtakanna. Sér- fræðingar í geðlækningum, sálfræð- Guðmundur Þorsteinsson prófastur dóm- Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson hér- aðsprestur Kírkia í sókn eftír Guðmund Þorsteinsson Á þessum síðasta áratug aldar- innar, og áður en 1000 ára afmæli kristnitökunnar verður hátíðlegt haldið árið 2000, vinnur kirkjan markvisst að safnaðareflingu er miðar að aukinni þátttöku leik- manna í safnaðarstarfinu. Þar er fullorðinsfræðsla sett í nokkurt fyr- irrúm. í vetur mun Reykjavíkurpró- fastsdæmi eystra hefja skipulega fræðslustarfsemi fyrir fullorðna í söfnuðum prófastsdæmisins til við- bótar því starfi sem til staðar er. í vor fékk prófastsdæmið héraðsprest í fullu stöðu, dr. Siguijón Árna Eyjólfsson, og hefur honum verið falið fyrrgreint verkefni. Hefjast fræðslustundirnar í söfnuðum Kópavogs, verða síðan í söfnuðum Breiðholtshverfis og fyrirlestraröð- inni lýkur síðan í Árbæjar- og Graf- arvogssöfnuðum. Hér er um mjög margþætta fræðslu að ræða, á hin- um ýmsu sviðum guðfræði, trúar og siðgæðis. Hér er því um einstakt tækifæri ingar og geðhjúkrunarfræðingar starfa við deildina auk áfengisráð- gjafa sem oft eru sjálfir óvirkir alkó- hólistar. Á þennan hátt er reynt að þróa meðferðina og nálgast vanda- mál sjúklingsins frá sem flestum hliðum en staðna ekki í staðhæfing- um um eigið ágæti. Fjölskyldumál- um sjúklingsins er sinnt sérstaklega með hjónaviðtölum eðá stórum fjöl- skyldusamtölum. Auk þess eru tekn- ir til meðferðar aðrir fíklar s.s. spil- afíklar, átfíklar og tilfinningafíklar sem misst hafa stjórn á eigin lífi. Þessi starfsemi hefur vakið athygli annars staðar á Norðurlöndum enda óvíða sem reynt er að nýta samtím- is það besta úr heimi geðlæknisfræð- innar og hugmyndafræði AA-sam- takanna. Á deildinni fá læknanemar kennslu í meðferð áfengissýki og kynnast þar helstu meðferðarstefn- um sem við lýði eru í landinu. Það gefur augaleið, að kostnaður við þessa sérhæfðu deild er nokkru hærri en við sumar vistunardeildir, eins og t.d. Vistheimilið að Gunnars- holti. Hættulegur niðurskurður Á tímum versnandi þjóðarhags hafa menn neyðst til að spara og draga úr útgjöldum á mörgum svið- um. Heilbrigðisgeirinn hefur ekki farið varhluta af þessari þróun. Sum- ar spítaladeildir hafa lokað og víða hefur starfsemi verið endurskipu- lögð. En beittasta brandinum hefur þó verið brugðið á áfengismeðferð- ina. Pjárveitingar til SÁA og áfeng- isdeilda Landspítalans hafa verið minnkaðar mjög á síðustu árum og í nýjum fjárlögum er boðaður enn frekari niðurskurður. Ráðamenn vilja draga verulega úr ijárveitingum til þessara mála, leggja niður Gunn- arsholtshælið, draga úr starfsemi annarra deilda áfengisskorar Land- spítalans og minnka starfsemi ann- arra meðferðarstofnana. Ennfremur eiga alkóhólistar einir sjúklinga að fara að greiða fyrir sjúkrahúsmeð- ferð. Þessi þróun er skelfdeg og gæti haft geigvænlegar afleiðingar í för með sér fyrir fólkið í landinu. Sparnaðaraðgerðir geta og snúist upp í andhverfu sína þegar fórnað Dr. med. Ottar Guðmundsson. Tómas Helgason prófessor. er þekkingu og starfsreynslu margra ára með lokun rótgróinna meðferð- arstofnana. Vistmenn í Gunnarsholti munu verða áfram á framfæri sjúkrastofnana sem oft eru mun dýrari en sú þjónusta sem nú er lát- in í té. Árni Johnsen þingmaður skrifaði grein í Morgunblaðið á dögunum til að mótmæla lokun Gunnarsholts. Á sama tíma hnýtti hann í starfsemi áfengismeðferðardeildarinnar á Víf- ilsstöðum og sá ofsjónum yfír þeim fjármunum sem þangað rynnu. Rangfærslur og metingur um nota- gildi og kostnað einstakra meðferð- ardeilda er næsta barnalegur. Árni hefur um langt skeið verið einlægur stuðningsmaður áfengismeðferða svo að hér heggur sá er hlífa skyldi. Eins og rakið hefur verið hér að ofan gegnir Vífilsstaðadeildin mjög þýðingarmiklu hlutverki fyrir sér- hæfða áfengismeðferð í landinu. Það skiptir sköpum fyrir íslenska alkó- hólista að áfram verði boðið upp á sem fjölbreytilegasta meðferð hjá Landspítalanum og SÁÁ. Ástæða er til að beina þeim tilmælum til Árna og annarra velunnara Gunn- arsholts að stefna atlögum sínum að raunverulegum íjandmönnum áfengismeðferðar í landinu, en efla ekki óvinafagnað með því að hnýta í aðrar deildir, sem þjóna alkóhólist- um og koma í veg fyrir að þeir þurfí á langtímavist að halda. Dr. med. Óttar Guðmundsson er sérfræðingvr í geðlækningum á geðdeild Landspítalans og starfar m.a. á Vífilsstöðum. Dr. med. Tómas Helgason er prófessor í geðlækningum við Háskóla Islands og forstöðulæknir geðdeildar Landspítalans. Risaeðlur á íslandi? Á HÁTÍÐ sem haldin er í til- efni 50 ára afmælis Sambands íslenskra Rafveitna í Háskóla- bíó, laugardaginn 18. október, mun Oz hf. lífga við tölvulíkan af risaeðlu þeirri sem hræddu bíógesti hvað mest við sýningar á myndinni Jurassic Park. Á sýningunni munu starfsmenn Oz hf. einnig halda fyrirlestur um notkun tölva við gerð bíó- mynda. Oz hf. hefur tekið í notkun samskonar tæki og notuð voru við gerð myndarinnar og verða þau til sýnis í Háskólabíói. Einnig verður almennt útskýrt hvemig stafrænar tæknibrellur í bíómynd- um eru unnar. Viðstaddir verða erlendir umboðsmenn tækjanna og munu þeir fylgjast með hversu langt þessi grein myndvinnslu hefur náð á íslandi. Fyrirlesturinn mun fara fram í Sal 1 og mun fyrirtækið setja upp tölvubúnað á aðalsviði þar sem mynd af tölvuskjá verður varpað á tjaldið. Starfsmenn Oz hf. sýna þá gestum sýningarinnar raunhæf dæmi um vinnslu tæknibrellna og hvernig þeir geta hreyft 80 tonna risaeðlu á aðalsviðinu. „Hér er um einstakt tækifæri að ræða fyrir fólk að auka þekkingu sína á sviðum kristin- dómsins með því að sækja fræðslufundi þessa...“ að ræða fyrir fólk að auka þekkingu sína á sviðum kristindómsins með því að sækja fræðslufundi þessa, og beina fyrirspurnum til dr. Sigur- jóns Árna að fyrirlestrum loknum. Öllum er heimill ókeypis aðgang- ur að fræðslustundum þessum. Nánari upplýsingar eru gefnar í kirkjum safnaðanna. Sú er von mín og bæn, að marg- ir megi njóta þessarar fræðsiu og hún verði til þess að efla kirkju og safnaðarstarf í Reykjavíkurpró- fastsdæmi eystra. Megi Guð vaka yfir þessu starfi og gefa því vöxtinn. Höfundur er dómprófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. LAUGARDAGUR TIL LUKKU Hjólbarðastöðin (Skeifunni 5) opnar á morgun nýtt og glæsilegt hjólbarðaverkstæði í eigin húsnæði að Bíldshöfða 8. (Það verður einnig opið í Skeifunni 5 til áramóta, sími 689660.) 11 '&s&sk-: ' Ágætu viðskiptavinir! í tilefni þessara merku tímamóta bjóðum við ykkur að þiggja veitingar í nýja húsinu okkar laugardaginn 16. okt. milli kl. 2 og 5. Verið öll hjartanlega velkomin. HJómmröM h/f Bíldshöfða 8, sími 68 38 88 Snyrtilegt verkstæði - fyrir snyrtilegt fólk!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.