Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1993 Atvinnulausum fjölgar um 250 í september frá því sem var í ágústmánuði Atviimiilífsbati hefur stöðvast AÐ MEÐALTALI voru 250 fleiri atvinnulausir í september- mánuði en í ágúst og um 1.020 fleiri en í septembermánuði í fyrra, að því er fram kemur í yfirliti um atvinnuástandið frá vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins. Samtals voru skráðir tæplega 100 þúsund atvinnuleysisdagar í sept- ember en það jafngildir því að 4.557 hafi gengið atvinnulaus- ir eða um 3,4% af mannafla á vinnumarkaði. Þar af voru 1.905 karlmenn atvinnulausir og 2.652 konur. í frétt frá vinnumálaskrifstof- unni segir að aukningu atvinnu- leysis nú megi að miklu leyti rekja til að dregið hafí úr átaksverkefn- um víða og aflasamdráttar miðað við fyrri mánuð. Megin niðurstað- an sé sú að sá bati sem orðið hafí -um land allt frá því í mars hafí stöðvast og fyrirsjáanlegt sé nú að fjöldi atvinnulausra fari aftur vaxandi. Atvinnuástand hafí þannig versnað víðast hvar en þó mest á Suðumesjum og Vestur- landi. I lok septembermánaðar voru fleiri skráðir atvinnulausir en í mánuðinum að meðaltali. Þannig voru samtals 4.827 skráðir at- vinnulausir síðasta dag mánaðar- ins, 2.062 karlar og 2.765 konur. Fjölgunin er mest á höfuðborgar- Atvinnuleysi í júlí, ágúst og september 1993 Hlutfall atvinnulausra af heildarvinnuafli. Á höfuðborgarsvæðinu standa 2.895 atvinnulausir á bak við töluna 3,7% i sept og fjðlg- aði um 73 frá því i ágúst Alls voru 4.557 atvinnu- lausir á landinu öllu í september og hefur fjöigað um 247 frá því í ágúst svæðinu, um 106, og næst mest á Suðumesjum, 82. A Suðurlandi fjölgar atvinnulausum um 42, á Vesturlandi um 15 og á Austur- landi um 3. Hins vegar fækkar atvinnulausum um 21 bæði á Norðurlandi eystra og vestra og á Vestfjörðum fækkar atvinnu- lausum um 19. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 16. OKTOBER YFIRLIT: Yfir austur Grænlandi er 1030 mb hæð sem þokast austur. Um 700 km austur af landinu er kröpp smálægð sem hreyfist suður. Viö Hvarf er að myndast lægð sem mun hreyfast hægt norðaustur. Áfram verður frost um allt land í nótt, víða 4 til 10 stig, en heldur hlýnar á morgun, fyrst suðvestanlands. SPÁ: Hæg suðaustanlæg átt. Skýjað sunnanlands og vestan og súld eöa slydda á stöku stað eða léttskýjað norðan- og norðaustanlands. Kalt (veðri. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Suðlæg átt og frostlaust um allt land. Slydda eða rigning einkum um sunnan- og vestanvert landið. HORFUR A MÁNUÐAG: Nokkuð hvöss norðanátt, með snjókomu um norðanvert landið, en þurru veðri syöra. Kólnandi veður. HORFUR Á ÞRIÐJUDAG: Búist við að norðanáttin verði gengin niður. Nýir veðurfregnatímár: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 10.30, 22. 30. Svarsimi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. o a Heiðskírt Léttskýjað r r r * f * f F * / f f f f * f Rigning Slydda •ö m, Hálfskýjað Skýjað * * * * * * * * Snjókoma Alskýjað V $ V Skúrír Slyddué! Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörín sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig v Súld = Þoka stig-. FÆRÐA VEGUM: (Kl.17.30(gær) Þjóðvegir landsins eru flestir í góðu ásigkomulagi og greiðfærir. Dálítið hefur snjóað á Vestfjörðum, Norðuriandi og Austfjörðum, og er þvi nokkur hálka á vegum og þá einkum á fjailvegum á þessum svæðum. Hálendisvegir og slóðir hafa verið nokkuð greiðfærar en búast má við hálku og snjó að einhverju leyti, en þær leiðir eru ekki skoðaðar og engar upplýsingar hafa fengist um þær. Víða er unnið að vegamótum og eru vegfarendur beðnir um að fara eftir merkingum á þeim vinnusvæð- um. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ígrænnilinu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veöur Akureyri +4 akýjað Reykjavik 3 léttskýjað Bergen 3 skýjað Helsinki 3 léttskýjað Kaupmannahöfn 8 léttskýjað Narssarssuaq 3 rigning Nuuk 2 slydda Osló 3 hátfskýjað Stokkhólmur 6 iéttskýjað Þórshöfn 0 hátfskýjað AJgarve 20 skýjað Amsterdam 9 skúr á síð.kls. Barcelons 21 skýjað Berlín 7 rigning Chicago 12 alskýjað Feneyjar 17 þokumóða Frankfurt 11 rigning Glasgow 7 léttskýjað Hamborg 8 léttskýjað London S léttskýjað Los Angeles 18 atskýjað Lúxemborg 6 skýjað Madrtd 12 skýjað Malaga 20 skýjað Mallorca 21 lóttskýjað Montreal 0 þokumóða NewYork 14 alskýjað Ortando 22 alskýjað Parfs 11 skýjað Madelra 23 skýjað Róm 18 alskýjað Vt'n 19 skýjað Washington 12 þokumðða Winnipeg 1 alskýjað IDAG kl. 12.00 Heimitó: Veöurstofa Islands (Byggt á veðurspá kL 16.15 í gær) 2Vi árs fangelsi fyrir hnífaárás í miðbænum Stunginn sex sinnum með fjaðurhníf DAVÍÐ Trausti Oddsson, 18 ára, var í gær dæmdur í fangelsi í 2 ár og 6 mánuði í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa stungið jafnaldra sinn sex hnífsstungum með fjaðurhníf og veitt honum hættulega bijóstliolsáverka, sem gera þurfti að með bráðaaðgerð. Arásin átti sér stað við Dómhúsið við Lælgartorg í Reykjavík aðfaranótt 25. júlí í sumar. Hinum dæmda var einnig gert að greiða þeim sem fyrir árásinni varð 309 þúsund krónur í bætur, auk sakarkostnaðar og málsvarnarlauna til verjanda síns. Aðdragandi árásarinnar var sá að bróðir árásarmannsins lenti í útistöðum við þilt í miðbænum og kallaði á bróður sinn til aðstoðar. Af litlu tilefni Árásarþolinn sagðist hafa ætlað að ganga á milli og róa árásar- manninn sem við það hafí ráðist að sér með hnífínn á lofti. Fjöldi vitna var að árásinni ogyfirbuguðu nokkrir úr þeirra hópi árásarmann- inn og héldu honum uns nærstadd- ir lögreglumenn komu á staðinn. Af litlu tilefni í niðurstöðum Péturs Guðgeirs- sonar héraðsdómara segir að árás- in hafí verið af litlu tilefni og ákærða hljóti að hafa verið ljóst að hnífsstungumar gátu hæglega orðið piltinum að bana. Telja beri brot hans tilraun til manndráps. Þar sem pilturinn hafði ekki áður gerst sekur um refsivert athæfí og vegna ungs aldurs hans þótti hæfíleg refsing vera fangelsi í tvö ár og sex mánuði. Bragi Ásgeirsson sýnir í Listasafninu Bandaxískir aðilar kaupa verk Braga BANDARISKIR aðilar hafa fest kaup á flmm grafíkverk- um á sýningu Braga Ásgeirssonar í Listasafni íslands síðustu tvær vikur. Er annars vegar um að ræða tvö stein- þrykk frá 1956 sem listamaðurinn handmálaði með gagnsæum vatnslitum og hins vegar yngri myndir og var kaupverð um 250 þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Listasafni íslands voru kaupend- umir annars vegar bandarískur galleríseigandi og hins vegar tvær bandarískar myndlistarkon- ur. Þær vildu kaupa 4 af elstu og dýrustu myndum sýningar- innar en Bragi samþykkkti ein- ungis að selja tvær þeirra, því hinar eldri myndimar eru aðeins til í einu eintaki. Þeirra í stað festu þær kaup á yngri myndum Braga. í samtali við Morgunblaðið sagði Bragi að þær myndir sem enn væru til fleiri eintök af seldi hann á sk. vinnustofuverði, sem væri um tveir þriðju þess sem myndimima ættu að kosta á sýningu. Kynnti sér listalif Hann segir að kaup bandarísku aðilanna hafí verið gerð í flýti seinustu tvo sunnudaga, en í báðum tilvikum var fólkið að kynna sér íslenskt listalíf síðustu stundimar áður en það hélt af landi brott. Sýningu Braga lýkur 31. október.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.