Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐÍÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1993 Afmælissýning Hafnarborgar Jón Engilberts 1908-1972. Ástarbrautin. Olía á striga, 80x105 cm. ________Myndlist_______________ Bragi Asgeirsson Á þessu hausti eru fimm ár síð- an Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, var vígð við hátíðlega athöfn. Af því tilefni hefur verið sett upp sýning á hluta myndverka- eignar stofnunarinnar, sem stend- ur til 25. október, og auk þess hefur verið gefið út veglegt kynn- ingarrit um athafnasemina á tíma- bilinu. Naumast þarf þó að auglýsa starfsemina, því að hún hefur stað- ið í miklum blóma og þar hafa verið settar upp margar-eftirminni- legar sýningar, auk þess sem að- sókn að staðnum er einhver sú besta sem þekkist um svipaðar stofnanir. Báðar salimir uppi og niðri eru virkjaðir fyrir framkvæmdina en einungis mjög lítill hluti þess sem stofnunin á er til sýnis að þessu sinni, og hafa menn um leið valið þann kostinn, að vera með rýmið opið og án skilrúma, sem auðvitað takmarkar til muna möguleikana á að sýna fleiri verk. Mun þetta m.a. gert til að hin stóm verk á endavegg í aðalsal njóti sín til fulls og fái meiri svigrúm, en ég tel þó að hér sé ekki alveg rétt að verki staðið. Þannig hef ég lengi furðað mig á, hve Islendingarnir hafa tekið miklu ástfóstri við eina tegund upphengingar og opið rými, sem að vísu var lenska í París fyrir 40 áram, en er að mestu aflögð fyrir löngu, nema hvað hugmyndafræði- lega list snertir. Alla vega fórna menn nú síður góðum verkum til að önnur fái betur notið sín, og að auki gerir þetta sýningar ein- hæfari og staðlaðri. Fjölbreytni og sveigjanleiki upp- henginga er meiri en nokkru sinni og enginn staðall er hér tii, — slíkt er mikill misskilningur og þannig krefst hver einasta sýning þess að tekið sé tillit til sérstakra einkenna myndverkanna. Og satt að segja var nokkuð tómlegt um að litast í efri sölunum, þrátt fyrir ágæt verk. Einkum staðnæmdist ég oft við málverk Jóns Engilberts „Ástar- brautina", sem er ákaflega vel máluð mynd, en þarfnast sárlega upplyftingar og nýrrar umgerðar. Jón gerði nokkrar myndir í þess- um stíl og era það allt eftirtektar- verðar landslagsmyndir, safaríkar og fínt málaðar, en hafa verið að koma á markaðinn undanfarið, skítugar og í þungum og forljótum bronslitum römmum. Þetta málverk var það sem kom mér mest á óvart á allri sýning- unni, en annars era þama önd- vegisverk eftir ágæta myndlistar- menn, en hafa mörg verið sýnd oft áður, og því er brýnna að íjalla að nokkra um sjálfa stofnunina í þessum pistli. Þetta er ung stofnun og fjárráð- in varla mikill og því er hin blóm- lega starfsemi aðdáunarverð, og til þess hlýtur að vera tekið, hve hún gerir Hafnarfjörðinn stórum menningarlegri og hlýlegri heim að sækja, og þess nýtur bæjarfé- lagið allt á einn og annan hátt. Óbeini hagnaðurinn er þannig margfaldur á móti beinum og skráðum útgjöldum, og því mega menn aldrei gleyma í þessu litla þjóðfélagi skriffínsku og þröng- sýni. Þetta er margsannað erlendis og varla erum við frábragðnir mönnum þar, þótt aðstæður kunni að vera aðrar. En eitt ber að varast, sem er að gera innri starfsemi of um- fangsmikla og taka á sig of miklar skuldbindingar og ábyrgð. Bæði á það við starfsmannahald og að taka við stórgjöfum, því að menn- ingarstofnanir (og söfn) eiga fyrst og fremst að þjóna heildinni, og mega síður taka á sig skuldbind- ingar sem óhjákvæmilega rýra möguleikana á þeim afdráttarlausu stefnumörkum. Auðvitað era viðamiklar lista- verkagjafir iðulega höfðinglega og vel metnar, en spurningin er alltaf öðru fremur, hvort viðkomandi stofnanir séu nægilega vel í stakk búnar til að taka á móti þeim. Á ég hér við geymslurými, for- vörslu og síðast en ekki síst rekstr- arfé. Málið liggur nefnilega þannig fyrir, að söfn ytra eru yfirleitt með markaðar og mjög strangar reglur í þessu sambandi. Framsýnir líta til þess, að einn góðan veðurdag þrýtur geymslurými, þannig að ekki verði hægt að taka við meiru, jafnvel ekki mjög verðmætum gjöf- um! Söfn ytra hafa þannig oftsinnis hafnað höfðinglegum stórgjöfum, jafnvel hundrað milljóna króna virði, á þeirri forsendu, að það bitn- aði á annarri starfsemi, setti um- svifum þeirra takmörk og kæmi niður á starfandi listamönnum og eðlilegri starfsemi þeirra um leið. Eitt af því, sem umboðsmenn myndlistarmanna leggja hvað mesta áherslu á ytra, er að reyna að fá mikils háttar söfn til að taka við myndum skjólstæðinga sinna vegna auglýsingagildisins og heppnist það þykir það dijúgur ávinningur, en hér er þó við ramm- an reip að draga vegna markaðra reglna. Hér er eingöngu um almennar staðreyndir að ræða, og þessum skrifum er ekki beint gegn neinum sérstökum, né Hafnarborg sérstak- lega, en fljótfærni í slíkum málum hefur oftar en ekki reynst hafa afdrifaríkar afleiðingar. í þessu sambandi vil ég aftur vísa til þess, að hinn heimskunni danski myndlistaraiaður Richard Mortenssen, sem lést fyrr á árinu, vildi gefa 400 myndverk menning- armiðstöð, sem verið hefur í bygg- ingu í útborg eða nágrenni Kaup- mannahafnar. Hér var um mjög verðmæta gjöf að ræða, m.a. 200 málverk og þar af ýmiss konar lykilverk. Gjöfinni var hafnað (!) á áðurnefndum forsendum, en unnið er að því í Danmörku að reyna að koma þessum verkum fyrir á sóma- samlegan hátt ef samningar takast við erfingjana. Hér kemur það skýrt fram að gjöf er ekki einung- is gjöf, heldur getur það kostað mikla peninga að taka við gjöfum. Danir era 30 sinnum fleiri en við og eiga mjög ríkar hefðir í málaralist. Að auki er fjöldinn allur af mjög góðum söfnum í landinu. í Kaupmannahöfn era söfnin þar að auki mörg risastór og auðug af hvers konar perlum heimslistar- innar. Hins vegar er íslenzk list ung og sviðið raglingslegt, söfnin fátæk af erlendum listaverkum og í vasaútgáfuformi. í ljósi þess mætti ætla, að hlut- verk Hafnarborgar og annarra listastofnana sé mun frekar að Fossar og fjöllin blá ________Myndlist_____________ Bragi Asgeirsson í Ásmundarsal heldur ungur mál- ari, Torfí Ásgeirsson að nafni, fyrstu einkasýningu sína og stendur hún til 24. október. Torfi nam við málunardeild MHÍ á árunum 1984-88, og virðist ekki hafa tekið stefnuna á framhaldsnám heldur öllu frekar verið að líta í kring- um sig og leita fanga í íslenzkum sjónhring. Á sýningu Torfa eru aðallega mál- verk, en það vora þó litlar vatnslita- myndir er aðallega vöktu athygli mína í fyrstu og á meðan ég var að átta mig á málverkunum. Þau eru nefnilega dálítið seintekin og hörð og hafa eins og yfir sér yfirbragð nákvæmni og fálætis. Vatnslitamyndimar hins vegar eru ólíkt innilegri í útfærslu og hafa þannig yflr sér meiri nánd og era að auki frjálslegar málaðar, sem þó felst ekki einungis í tækni í þessu tilviki. „Mistur á heiði“. Nema að því leyti að liturinn er látinn „renna“ eins og það heitir. En um leið og vatnsliturinn býr yfír þokka og litbrigðum, sem erfíð- ara og í sumum tilvikum ókleift er að ná í olíu, er tæknin mjög erfið ef menn stefna að úrskerandi árangri. Torfa hefur tekist að ná sérstökum tökum á vatnslitunum, en þar vaka veðrabrigðin fyrir honum og túlkun þeirra og það tekst helst í myndum eins og „Vonskuveður“ (14), „I skjóli gróðurs" (15) og „Farið að hausta" (17), sem allt eru vel og nærfæmis- lega málaðar myndir. Málverkin eru ailt annar handlegg- ur og hér markar Torfí sér nákvæ- man og hnitmiðaðan ramma hvað formræna útfærslu snertir og er umhyggjan fyrir lýtalausri útfærslu fullmikil á köflum. En þessi árátta getur líka leitt til óvæntra lausna eins og t.d. í mynd -nr. 7 „Dynur í fossum", sem er sér á báti á sýning- unni og jafnframt áhrifaríkust í myndbyggingu. En annars vöktu nær samtóna myndir einna mesta athygli mína, eins og t.d. „Við ána að vetri“ (1), „Vetrarmjöll" (5), og „Fegurð vetrar" (9). Einnie’ er lifandi spil í hinum fossmyndunum „Lækjarfoss" (4) og „Við fossinn“ (12). Þykir mér einsýnt að sterkasta hlið Torfa um þessar mundir séu form sem byggjast í hægri stígandi með einn granntón sér til fulltingis. Þótt þessar myndir sumar hveijar virki harðar, kaldar og óvægar á skoðandann í fyrstu, er aiveg víst að þær vinna á við nánari skoðun. Ein- faldlega vegna þess af hve mikilli éinlægni þær era útfærðar og maður finnur að hér er á ferð málari sem liggur eitthvað á hjarta og kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Samkór Tónlist Jón Ásgeirsson Þegar talað er um þá blómstr- andi þróun, sem orðið hefur á sviði tónlistar síðustu tvo ára- tugina, vill gleymast að hún hefur einnig breiðst út um landsbyggðina og birtist þar með ýmsum hætti. Starfsemi kóra er einn þátturinn í þessari tónlistarvakningu og sú fram- þróun, sem hefur orðið í kórsöng á höfuðborgarsvæðinu, hefur einnig haft áhrif á kórsöng úti á landsbyggðinni. Samkór Selfoss heldur upp á 20 ára starfsemi sína og hélt tónleika í Seljakirkju sl. mið- vikudag. Stjórnandi kórsins er Jón Kristinn Cortez og píanó- leikari með kórnum var Þórlaug Bjarnadóttir. Á efnisskránni voru íslensk þjóðlög og kórverk, skemmtitónlist og kórþættir úr óperum. í heild var söngur kórs- ins góður, vel samæfður og auð- heyrt að stjómandinn hafði unn- ið vel og hugað grannt að, hvar gæta skal varúðar, varðandi tónstöðu og raddbeitingu. Af þjóðlögunum var Island farsælda Frón vel flutt og með töluverðri stígandi og af ís- lensku söngverkunum var Smá- vinir fagrir, eftir Jón Nordai, sérlega fallega sungið. Sönggleði einkenndi allan söng kórsis en var þó mest áber- andi í skemmtilögunum, t.d. í bæta við sundurlausa myndverka- eign, púkka í undirstöðuna og rækta meint sérkenni, en að taka við stórgjöfum og halda þeim fram. Fram kemur t.d. að biýnt er að leggja áherslu á forvörslu þeirra verka sem stofnunin á þegar, gera við þau, hreinsa og skipta um blindramma og umgjarðir, sem í mörgum tilvikum kæfa verkin. Allt þetta kostar mikla peninga, vel að merkja... Afmælisrit stofnunarinnar er mikilsvért framtak og má skoðast sem nokkurs konar árbók og telst hæfilegt að slík úttekt fari fram á fimm ára fresti. Hér koma fram flestar ef ekki allar heimildir um aðdraganda að stofnun Hafnarborgar, sem hefði aldrei orðið til án frumkvæðis Sverris Magnússonar lyfsala, sem lagði til húsnæði ásamt bóka- og listaverkasafni sínu. Fram kemur að tíu ár eru liðin frá því að gjöfin var afhent, en gengið var frá form- legri stofnun 1. júní 1983, ogfimm ár frá því að viðbyggingin við hús Sverris var vígð og tekin í notkun. Um þann þátt skal vísað til upp- lýsinga í ritinu sjálfu, en mikilvægt er að sem flestir sem láta sig myndlist varða eignist það, því að hér er um mikilvægar heimildir að ræða. Ritið er ríkulega prýtt myndum, bæði hvað listaverkaeign snertir og frá einstaka listviðburðum. Viðamikill annáll um starfsemi listamiðstöðvarinnar er í upphafi ritsins og þarnæst kafli um lista- verkasafn Hafnarfjarðar. Þá er íjallað um stórgjöf Eiríks Smith og síðan viðtal við Elías B. Hall- dórsson. Sjálfstæð grein um utan- garðslist er í ritinu og er ekki gott að segja hvaða erindi hún á þang- að. Loks er stutt og snubbótt um- ræða um hlutverk listastofnana, sem hefði þurft að vera mun lengri og ítarlegri, betur hugsuð og unn- in. Tónleikahaldi innan stofnunar- innar eru gerð skil og loks er skrá yfir listaverkaeign Hafnarborgar og svo nafnaskrá. Annars er ritið það stórt og veg- lega að því staðið, að helst þyrfti að fjalla um það sérstaklega lið fyrir lið. Ber að óska aðstandendum Hafnarborgar til hamingju með framtakið og metnaðarfullra átaka í framtíðinni. Selfoss „Viljasöngnum“ eftir Lehár og Vorljóði eftir Johann Strauss. Síðustu lögin voru fangakórinn úr Nabucco og Steðjakórinn úr Trovatore, bæði eftir Verdi, og lokakórinn úr Þrymskviðu, sem flutt voru með töluverðum til- þrifum og ágætri aðstoð píanó- leikarans, Þórlaugar Bjarna- dóttur. Samkór Selfoss er vel æfður og vel syngjandi kór, með þó- nokkuð þéttan tón, sem kór- stjórinn nýtti vel, bæði í veikum og sterkum söng og ofgerði kórnum aldrei. Þetta góða jafn- vægi í styrk korn sérlega vel fram í lagi Páls ísólfssonar, Úr útsæ rísa íslands fjöll í kórgerð Garðars Cortes, Maístjörnunni, óperukórnum og í léttu lögun- um, sem voru og sungin af gleði, lögum eins og Lítill fugl eftir Sigfús Halldórsson, Hin sól- gyllta strönd, eftir Sieczynski og Faðmlög og freyðandi vín, sem trúlega er rússneskt al- þýðulag. Sigurður Ágústsson var einn þeirra manna sem var fremstur í flokki tónlistarfrömuða á Suðurlandi og eftir hann söng kórinn lagið Jörvagleði, við kvæði eftir Davíð, ágætt lag, sem kórinn söng hressilega. Tónleikar Samkórs Selfoss benda til þess að tónlistariðkun á Suðurlandi sé vel á vegi stödd og Jón Kristinn Cortez kemur þarna fram sem vandvirkur og góður stjórnandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.