Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1993 Marta Guðjónsdóttír Beijanesi - Minning Fædd 3. ágúst 1912 Dáin 9. október 1993 í dag verður jarðsungin frá Ey- vindarhólakirkju tengdamóðir mín, Marta Guðjónsdóttir, sem lengst af ævi sinnar bjó ásamt eiginmanni sínum, Andrési Andréssyni, í Beija- nesi undir Eyjafjöllum. Eg kynntist þeim hjónum fyrst sumarið 1976, þegar ég dvaldist hjá þeim við landbúnaðarstörf. Kynni mín af Andrési heitnum urðu skemmri en ég hefði óskað, en hann fékk heilablóðfall í árslok 1976, og lést nokkrum árum síðar. Kjmnin af Mörtu heitinni urðu lengri. Hún var nánast nágranni okkar frá því að bömin mín og Katrínar, yngstu dóttur hennar, fæddust. Þar áttu þau ætíð víst og öruggt athvarf, ef við þurftum á bamagæslu að halda og seint verð- ur saman talið allt það pijónles er okkur barst frá henni. Og þess nutu fleiri. Þegar hún kvaddi þenn- an heim var hún með plögg á pijón- unum sem ætluð vom yngsta barna- barninu. Hún var ætíð boðin og búin til að rétta hjálparhönd, ef henni bauð í grun að slíks væri þörf. Hvað ungur nemur, gamall tem- ur. Marta var ólöt við áð kenna barnabömum sínum fyrri tíðar fróð- leik, sem gjaman var í bundnu máli og festist því betur í minni. í vísum þessum felast jafnan heilræði til handa hveijum þeim sem með þær fer. Líkt og margt samferðafólk Mörtu kynntist hún tímunum tvenn- um á lífsleiðinni og oftar en ekki mun leiðin hafa verið þymum stráð. Ég leyfi mér að ætla að hún hafí líka fagnað leiðarlokum, enda naut hún þeirrar náðar að halda and- legri og líkamlégri heilsu fram í andlátið, þótt hjartað væri raunar farið að gefa sig. Fyrir hönd konu minnar og barna vil ég þakka samverustundimar og hjálpfysina á liðnum ámm. Hvíl þú í friði. Ingis Ingason. Fyrstu minningar okkar um ömm'u Mörtu tengjast sveitinni þar sem hún bjó lengst af ævi sinnar í Beijanesi undir Eyjafjöllum ásamt Andrési afa okkar. Þó nokkuð langt sé um liðið minnumst við með hlýju ánægjustundanna sem við áttum í sveitinni hjá ömmu og afa. Þær stundir veittu okkur einnig góða innsýn inn í líf bóndans. Amma var góðhjörtuð manneskja sem vildi öllum vel og mátti ekkert aumt sjá. Veikindi afa okkar á sín- um tíma vom ömmu erfíður tími. Andrés afí okkar dó hinn 14. maí 1984 á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi, en amma hafði flust á sel- foss skömmu áður þar sem hún bjó til dauðadags. Amma var gestrisin kona, sem hafði ánægju af því að fá til sín vini og ættingja og bar því ávallt fram það besta þegar gesti bar að garði. Auk þess var amma góð matreiðslukona og er ómælt sem hún bakaði og sendi okkur og minnumst við Ijúffengu kleinanna og flatkakanna hennar í því sambandi. Árni Björn, yngstur okkar, var ólatur við að heimsækja hana á Selfoss og gisti hjá henni ófáar næturnar. Amma var af aldamótakynslóð- inni og það mátti greina á tungu- taki hennar, t.d. varðandi veðrið. Amma upplifði miklar breytingar á kjörum og lifnaðarháttum íslensku þjóðarinnar. Ekki þótti henni allar breytingamar vera til góðs, því henni fannst tíminn sem gafst til samverustunda fjölskyldunnar vera of lítill. Amma Marta var heilsuhraust svo til alla sína ævi og það var ein- ungis allra síðustu ár sem hún þurfti að glíma við lasleika. Amma heim- sótti okkur þremur vikum fyrir and- lát sitt og vissulega var hægt að sjá þess merki að hún hafði ekki fulla heilsu. Amma hafði það oft á orði síð- ustu mánuðina að hún óskaði sér að fá að fara skjótt, en þurfa ekki að liggja á spítala og kveljast lengi. Sigurður Markús Sig- urðsson — Minning Fæddur 22. júlí 1961 Dáinn 3. október 1993 Ég á erfitt með að sætta mig við það að eiga ekki eftir að sjá stóra bróður aftur. Ég bíð alltaf eftir því að mamma segi mér að þetta hafí verið einhver misskilningur, Sonny sé lifandi, því hann hafi meiri lífs- kraft en nokkur annar. Ég stríddi honum með því að segja að hann hefði fleiri líf en kötturinn. Sonny hafði sína galla eins og allir aðrir, en góðhjartaðri manni hef ég ekki kynnst. Hann var gjaf- mildur og í ófá skipti birtist hann með eitthvað til að gleðja mig og Brögu dóttur mína. Reglulega sendi hann kort eða blóm og ef hann kom ekki á afmælisdögum sendi hann skeyti. Samskiptin voru þó ekki allt- af dans á rósum og þar sem við vorum svo lík í skapi var stundum erfitt fyrir okkur að vera saman. Ég man varla eftir því að við höfum spilað saman án þess að allt færi í háaloft. Stundum endaði það með því að annað hvort okkar rauk út og skellti hurð. Hvorugt okkar tók þessu þó alvarlega og aldrei vorum við lengi reið. Hann vissi alltaf hvaða sess hann skipaði í hjarta mínu. Ég var svo heppin að fá að vera mikið með Sonna hans síðustu daga hér á íslandi, því svo fór hann til Hollands með konu sinni Emblu, sem hann var nýbúinn að giftast. Tveimur vikum fyrir lát hans var ég viðstödd giftinguna. Þau svo ástfanginn að ekkert hefði getað eyðilagt þennan dag fyrir þeim. Sonny fékk þá að kynnast þeirri hamingju sem Embla veitti honum. Ég vil þakka henni fyrir það. Tveimur dögum áður en Sonny og Embla fóru út sátum við öll og ræddum um allt milli himins og jarðar. Þá fannst mér ég nánari honum en nokkurn tímann áður. Þeirra stunda sem við Sonny sátum og spjölluðum um lífíð og tilveruna á ég eftir að sakna mjög mikið. En ég veit að honum líður vel. Litla systir Aðalheiður. Hér koma fáeinar línur um mann sem ég náði því miður ekki að kynn- ast mjög náið. Þrátt fyrir það hafði ég heyrt mikið um hann. Álltaf var Heiða að tala um Sonna bróður. Eftir langan tíma fékk ég svo loks að hitta hann, því að hann hafði dvalið erlendis um nokkurt skeið. Ég man að ég kveið dálítið fyrir. Mér fannst svo skrítið að Heiða litla ætti stóran bróður, og stór var hann svo sannarlega. Ég sá hann fyrst á Dyngjuvegin- um á heimili foreldra þeirra systkin- anna. Þá var hann brúnn og mikill á velli. Við kynntum okkur og ótrú- legt en satt: eftir fáeinar mínútur sátum við tveir inni í eldhúsi yfír kaffíbolla og töluðum saman óþvingað og opinskátt. Fyrst þá skildi ég Heiðu, en hún var búin að segja mér að þau tvö gætu setið klukkutímum saman og talað. Það streymdi eitthvað frá honum Sonna sem gerði það að verkum að maður vildi tjá sig við hann. Fleiri verða þessar línur ekki, en að lokum vil ég biðja Guð um að gefa foreldrum, systkinum, eigin- konu, syni og öðrum syrgjendum styrk. Einar Halldór. Ósk hennar rættist og nú þegar amma hefur lokið lífshlaupi sínu kveðjum við hana með söknuði og þakklæti fyrir öll árin. Nú dvelur hún hjá afa. Blessuð sé minning hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Hafsteinn, Hilmar, Andrés, Sveinbjörn og Árni Björn Hilmarssynir. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson) Allt í einu er amma dáin og við sem héldum að hún ætti eftir að vera lengur hjá okkur. Við vorum alltaf velkomin til hennar, bæði í Beijanes og á Selfoss þar sem hún bjó síðustu árin. Hún tók okkur opnum örmum og áður en við viss- um af var borðið hlaðið ótrúlega þunnum pönnukökum, kleinum og flatkökum. Hún kenndi okkur að baka flatkökur, sem urðu þó aldrei eins góðar og hjá henni. Og oftar en ekki vorum við leyst út með pijónuðum gjöfum. Þó að barnabömin og bama- bamabömin væm orðin mörg þá fylgdist hún með okkur öllum og Minning í dag, laugardaginn 16. október, er til moldar borinn frá Höskulds- staðarkirkju Torfí Sigurðsson frá Mánaskál, en hann lést á Landspít- alanum 9. október eftir að hafa legið þar mikið veikur í þijár vikur. Torfi var fæddur að Ósi í Nesjum á Skaga 4. febrúar 1917, sonur hjónanna Sigurðar Jónssonar og Sigurbjargar Jónsdóttur sem þar bjuggu. Þau áttu átta börn og var Torfi fimmti í röðinni. Þau fluttust að Mánaskál í Laxárdal 1918 er þau keyptu þá jörð og bjuggu þar síðan allan sinn búskap. Torfi hef- ur því verið eins árs er þau flutt- ust. Móðir hans lést 1992 er hún ól sitt áttunda bam, af barnsfara- sótt, sem var því miður nokkuð algeng á þeim ámm. Torfí keypti jörðina af föður sínum og tók við búinu 1953, en faðir hans lést 1968. Ég kynntist Torfa fyrst sumarið 1959 er systir mín Agnes fluttist til hans með kjörson sinn Guðna Agnarsson þá 12 ára. Þau gengu í svo í hjónaband þá um haustið og vom gefín saman að Útskálum af séra Guðmundi Guðmundssyni sem var þar prestur þá. Þau hafa búið á Mánaskál síðan. Þeim varð ekki bama auðið, en sonur Guðna, Agnar Torfí, ólst upp hjá þeim frá fjögurra ára aldri þar til hann stofnaði sitt eigið heimili í Vest- mannaeyjum. Torfí var öðlingsmaður og góður sendi okkur hlýjar kveðjur. Hún sá líka til þess að við vissum hvert af öðm, hún spurði frétta og sagði fréttir. Það var gaman að gleðja ömmu, hún kunni að meta það sem fyrir hana var gert. Okkur langar að kveðja hana og þakka fyrir okk- ur. Amma vissi að okkur þótti vænt um hana og við munum ekki gleyma henni. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skait. (V. Briem.) Matthíasarbörn og fjölskyldur. í dag klukkan ellefu verður hún amma okkar, Marta Guðjónsdóttir, fyrrverandi húsfreyja í Beijanesi undir Austur-Eyjafjöllum, jarð- sungin frá Eyvindarhólakirkju. Hún var bráðkvödd si. laugardagsmorg- un á heimili sínu á Selfossi þar sem hún hafði búið sl. áratug. Þangað fluttist hún eftir að afí missti heils- una og þau höfðu bmgðið búi. Andlát ömmu markar þáttaskil í margvíslegum skilningi. Þar með lýkur löngu og oft ströngu en samt hugljúfu ævintýri sem eins og svo mörg önnur, hófst með kynnum, ástum og bjartsýni ungrar konu og ungs manns af aldamótakynslóð- inni. Ævintýri sem greinir frá upp- hafí hjúskapar þegar heimskreppan var að halda innreið sína, sem grein- ir frá samheldni afa og ömmu, þrot- lausri eljusemi þeirra, sparsemi og þrauteeigju. En ævintýrið greinir einnig frá uppskem þessara mann- kosta þeirra, að þau stýrðu um ára- tuga skeið einu stærsta býlinu und- ir Eyjafjöllum, eignuðust tíu börn og komu níu þeirra til fullorðinsára en við barnabömin erum nú þijátíu og átta talsins og bamabamabörnin em tuttugu. Ævistörf sem státa af slíkri upp- skeru þurfa ekki frekari vitnanna við. Þau em okkur, afkomendum heim að sækja. Við hjónin komum oft Mánaskál, oftast tvisvar til þrisvar á ári, því að faðir minn, Sigurður, var hjá þeim hjónum á Mánaskál á hveiju sumri fram til 1980, en hann lést 1983 þá 96 ára gamall. Þá vom dóttursynir okkar tveir, þeir Ólafur og Klemens, nokkur sumur hjá þeim í sveitinni er þeir vora á aldrinum 5-10 ára og líkaði þeim þar vel enda var Torfi laginn við að stjóma ærsla- fengnum strákum. Torfí fór ungur maður í Eiðaskóla til að afla sér menntunar. Leið hans lá svo suður til Reykjavíkur þar sem hann vann við ýmis störf. Hann var mjög lag- inn og fljótur að læra og mun hann hafa unnið mikið við bíla- og vélaviðgerðir hér syðra. Þetta kom sér vel fyrir hann í búskapnum eftir að vélarnar komu til sögunn- ar. Eins munu nágrannar hans hafa notið góðs af hagleik hans, því að hann var mjög bóngóður og átti erfítt með að neita mönnum um greiða. Torfa vom falin ýmis trúnaðar- störf fyrir sveitarfélag sitt, Vind- hælishrepp, sérstaklega nú síðari árin, er hann hefur setið í hrepps- nefnd og verið fulltrúi þess á fjórð- ungsþingum. Þá hefur hann verið í sóknamefnd Höskuldsstaðar- sóknar og séð um kirkjuna í nokk- ur ár. Torfi hefur ekki gengið heill til skógar undanfarin ár, þó að það afa og ömmu, áminning um það sem máli skiptir í lífinu og hollt mót- vægi við hégómlegt metorðapríl nútímans. Hvert og eitt hljótum við því að líta um öxl með þakklæti og virðingu þegar við kveðjum ömmu okkar og langömmu hinstu kveðju. Amma var áttatíu og eins árs er hún lést. En hún var ekki göm- ul, hvað sem árafjöldanum leið. Hún fylgdist af áhuga með öllu því sem hæst bar í þjóðlífinu hveiju sinni, hafði alltaf mikið og gott samband við unga fólkið í fjölskyldunni og hafði afburðaminni sem hún hélt óskertu fram í andlátið. Fyrir tveimur mánuðum sóttum við systurnar þing ungra sjálfstæð- ismanna á Selfossi. Þá var, eins og alltaf áður, gott að koma til ömmu og eiga hjá henni næturstað. Hún ræddi við okkur af áhuga um stjórn- mál líðandi stundar, hafði fylgst með sjónvarpsviðtali við formanns- frambjóðendur þingsins og lét sig ekkert muna um það að ráða okkur heilt í því hvom þeirra við ættum að lqósa. Við þetta tækifæri var indælt að sitja með ömmu og rifja upp gaml- ar minningar frá bemskudögunum austur í Beijanesi. Okkur systmm þóttu það orð að sönnu sem hún lét falla af því tilefni: „Stelpur mínar, þið verðið aldrei of gamlar til að koma í pössun til mín.“ En heimsóknimar til ömmu verða ekki fleiri. Eftir stendur minningin, ómetanleg. Marta og Raggý Guðjónsdætur. Hvað getur maður skrifað á blað, þegar svo margt kemur í hugann? Hlutir sem áður voru ómerkilegir, eru núna allt í einu orðnir að minn- ingu _sem maður heldur í af öllu afli. Ég sá ömmu mina seinast. í maí við brúðkaupið okkar Luc. „Sendu nú ömmu gömlu kort, ef þú hefur tíma í brúðkaupsferðinni," sagði hún við mig þegar við kvödd- umst. Ég sendi henni kort með nokkr- um línum, en lét margt ósagt, hluti sem ég ætlaði að segja henni þegar við kæmum til íslands um jólin. í staðinn biðjum við bæn í dag. Guð blessi mihningu þína, amma mín. Luc, Berglind og Páll Leroy, Martinique. hafí ekki komið í ljós fyrr en fyrir tæpu ári hversu alvarlegur sjúk- dómur hans var, sem hefur leitt til þess að hann er nú allur. Ég vil með þessum línum þakka hans góðu kynni gegnum árin og öll samskipti okkar og þá góðu vin- áttu sem við höfum notið frá hans hendi, við hjónin, dóttir okkar, hennar maki og börn, sem verið hafa okkur ómetanleg. Við vottum ykkur, Agga mín, Guðni, Agnar og fjölskyldur okkar dýpstu samúð í sorg ykkar. Við vitum, Agga mín, að missir þinn er mikill og sár. Þó að það hafi verið í raun og veru ljóst á síðustu vikum að hveiju stefndi, þá kemur dauðinn alltaf að óvömm. Við biðj- um Guð að styrkja þig og leggja sína líknandi hönd yfir sárin. Ólafur Sigurðsson. Torfi Sigurðsson bóndi á Mánaskál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.