Morgunblaðið - 16.10.1993, Page 48

Morgunblaðið - 16.10.1993, Page 48
 em m EINAR ). SKÚLASON HF MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SlMI 091100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKVREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 16. OKTOBER 1993 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Þrír mismunandi kostir um framtíð varnarliðsins í Keflavík Flugherinn vill að allri starfsemi verði hætt BANDARÍSK stjórnvöld leggja til við íslensk stjórnvöld að samið verði um ákveðinn niðurskurð varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins í Washington leggja Bandaríkjamenn fram þijá mismunandi kosti: Sá fyrsti mun gera ráð fyrir því að varnarliðið hverfi úr landi, ásamt öllum tækjum, tólum og flugvélakosti; annar kosturinn gerir ráð fyrir breytilegum umsvifum, og ákveðnum hreyfanleika, þannig að herþotur verði sendar hingað til lands í eftirlits- skyni, eftir þörfum; sá þriðji kemur til móts við kröfu ís- lenskra stjórnvalda, að því leyti að hér verði varanlegt varnar- lið, en þó minni umsvif en nú eru og færri flugvélar, en þær eru nú 12. mun eiga við um eftirlit með rúss- neskum kafbátum. Bandaríkja- menn telja því ekki þörf á staðsetn- ingu heillar flugsveitar hér á landi. Lítil flotastöð Herstöðin verður því lítil flota- stöð í framtíðinni, samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins, en þó munu þyrlur varnarliðsins verða áfram á Keflavíkurflugvelli ef þar verður áfram staðsett flugsveit með varanlegum hætti. Þetta er sökum þess að reglugerð Banda- ríkjahers kveður á um að þar sem flugstarfsemi á vegum heraflans fer fram, verða að vera þyrlur til þess að gæta öryggis bandarískra þegna. Búist er við því að innan NATO komi fram krafa frá íslendingum og Bandaríkjamönnum í þá veru að aðrar NATO-þjóðir, eins og Norðmenn, Danir og Bretar, taki þátt í að reka varnarstöðina í Keflavík. Líkur eru taldar á því, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins, að íslensk stjórnvöld muni taka tveimur fyrri kostunum fálega, sá fyrsti mun vera ættaður frá banda- ríska flughernum og annar úr bandaríska varnarmálaráðuneyt- inu (Pentagon). íslensk stjórnvöld hafa í samningaviðræðunum við Bandaríkjamenn beitt þeim rökum að ekki sé verið að semja um fram- tíð varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli út frá heimsástandinu, heldur út frá vörnum Islands, sem byggja á tvíhliða varnarsamningi íslands og Bandaríkjanna, frá árinu 1951. Varnarsamningurinn byggir á því að Island leggur til land og Banda- ríkin leggja til vamir. Líklegt er því talið að íslensk stjómvöld ákveði að segja upp varnarsamningnum, hverfi Banda- ríkjamenn með allar varnir úr land- inu. Uppsögn samningsins er á hinn bóginn óásættanlegur kostur að mati Bandaríkjamanna og því er talið líklegast að um málamiðlun verði að ræða, á þann veg að Bandaríkjamenn bjóði upp á að tryggja vamir íslands, jafnframt því sem íslensk stjórnvöld sam- þykki að hemaðarlegt mat á því hvers konar viðbúnað þurfi að við- hafa á íslandi verði alfarið í hönd- um Bandaríkjahers. Ekki er lengur talin þörf á eftir- liti með sovéskum orrustuþotum, sem ekki hafa flogið inn í íslenska lofthelgi síðan 1991. Hið sama Mikið um smáloðnu í aflanum LITIL loðnuveiði hefur verið undanfarna sólarhringa. Töluvert er af smáloðnu í göngunni fyrir Vestfjörðum og verður tekin ákvöðun um helgina hvort svæðinu verð- ur lokað. Að sögn Þórðar Jónssonar, rekstrarstjóra SR mjöls á Siglu- fírði, hefur lítið veiðst af loðnu að undanförnu og er verksmiðj- an á Siglufírði að verða hráefn- islaus. Þórður sagði að loðnan væri fremur dreifð og eins hefði tíðarfarið verið veiðunum óhag- stætt. Framkvæmdir við endurnýjun á Iðnó ganga mjög vel Deilt um einfalt eða þrefalt g’Ier UPP ER risinn ágreiningur milli byggingarnefndar Iðnó og Húsafriðunarnefndar ríkisins um hvort eigi að vera einfalt gler í gluggum i Iðnó, sem nú er verið að endurbyggja, eða þrefalt gler eins og byggingar- nefndin vill. Haraldur Blöndal formaður Iðnónefndarinnar segir að nefndin sé sammála um að hafa þrefalt gler. Nefndin lét smíða glugga í húsið í' réttri stærð og sagði Haraldur að einhugur væri í nefndinni að hafa þetta svona. Auk Haraldar eru í nefndinni Guðmundur J. Guð- mundsson formaður Dagsbrúnar og Hjörleifur Kvaran lögfræðingur hjá Reykjavíkurborg. Arkitekt hússins er Ingimundur Sveinsson og ráðgjafi er Þorsteinn Gunnars- son leikari og arkitekt. „Við erum allir sammála um að það komi ekki til greina að fara að tillögum Húsa- friðunamefndar því það spillir út- liti hússins. Við ætlum að byggja þetta svona.“ Morgunblaðið/Þorkell Þrefalda glerið skoðað HJORLEIFUR Kvaran, sem á sæti í Iðnónefnd (t.v.), og Þorsteinn Gunnarsson, ráðgjafi nefndarinnar, við þrefalda glerið sem verður í Iðnó. Framkvæmdir við endurnýjunina ganga eftir áætlun. Hrollur LEIKMÖNNUM Selfoss og ÍBV var hrollkalt þegar þeir þvoðu af sér svitann eftir leikinn. Aðalæð hitaveitunn- ar í sundur Handboltamenn í kalda sturtu eftir leik Selfossi. AÐALÆÐ hitaveitunnar hjá Sel- fossveitum fór í sundur skammt neðan við borholusvæði veitunnar austan við Selfoss í gær. Þessi bilun fór saman við óvenju mikla vatnsnotkun og að viðgerð stóð yfir á dælu í einni aðalborhol- unni. Þetta varð til þess að miðl- unartankur hitaveitunnar tæmd- ist og loka þurfti fyrir heitt vatn hjá veitunni um tíma. Viðgerð á aðalæðinni tók skamm- an tíma og var lokið um kvöldmatar- leytið í gærkvöldi. En þá kom fram bilun í dælu einnar aðalborholunnar. Starfsmenn veitunnar töldu að orsök bilunarinnar í aðalæðinni væri að vatni úr einni borholunni var dælt inn á kerfið en vatn úr henni er mun heitara. Töldu þeir að hitabreytingin hefði orsakað bilunina. Þriggja stiga frost Þriggja stiga frost var á Selfossi í gær en starfsmenn veitnanna töldu enga hættu á frostskemmdum á veitukerfum húsa í vatnsleysinu. Vegna bilunarinnar verður mjög lít- ill þrýstingur á hitaveitukerfinu á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri og því mjög vatnslítið á veitusvæðinu fram á þriðjudag á meðan viðgerð á dælunni stendur yfir. Vatnsleysið olli því að handknattleiksmenn Sel- foss og Eyjamanna áttu ekki kost á öðru en köldu baði eftir leik liðanna í gærkvöldi. Sig. Jóns. Dæmdur tíl fangelsisvistar fyrir að nauðga sambýliskonu sinni Sakfelling meðal annars byggð á framburði geðlæknis mannsins 28 ÁRA gamall maður hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir að hafa nauðgað sambýliskonu sinni á heimili hennar í Reykja- vík aðfaranótt 28. desember sl. Hann er einnig dæmdur til að greiða henni 250 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn játaði verknaðinn lyá lögreglu en breytti framburði sínum fyrir dómi. í rökstuðningi fyrir sakfellingu er m.a. vísað til vitnisburðar geðlæknis mannsins. Áður en nauðgunin var framin hafði hann m.a. greint lækninum frá löngun sinni til að svívirða konur en hann taldi sig almennt hafa orðið illa úti í samskiptum við þær. Slitnað hafði upp úr sambúð fólks- ins viku fyrir atvikið en sættir höfðu tekist með þeim kvöldið fyrir nauðg- unina og var maðurinn fluttur inn að nýju. Þá kom til deilna með þeim sem jukust orð af orði og kvaðst maðurinn hafa ákveðið að nauðga konunni. Hann afklæddi hana þar sem hún lá í rúmi sínu og hélt henni á grúfu meðan hann kom fram vilja sínum við hana. Hann skar á síma- snúrur áður en hann yfirgaf heimilið vitandi að konan hygðist kæra hann til lögreglu vegna nauðgunarinnar. Maðurinn var handtekinn síðar um nóttina þegar hann kom aftur á heimilið. Tjáði geðlækni óbeit á konum Hann játaði verknaðinn hjá lög- reglu en ekki fyrir dómi. Dómari taldi breyttan framburð hans ekki trúverðugan, m.a. í ljósi þess að fram var komið að maðurinn hafði áður lýst því við geðlækni sem hann gekk til að hann fyndi fyrir löngun til að nauðga eða svívirða konu og að læknirinn teldi að maðurinn væri sakhæfur en hafí að lokum látið undan hvötum sínum og draumórum. Fyrir lá að maðurinn hafði lýst yfír reiði sinni út í konur almennt og taldi sig hafa orðið illa úti í samskipt- um sínum við þær. Guðjón St. Marteinsson héraðs- dómari dæmdi í málinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.