Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1993 Sambýli o g stoðbýli fyrir aldraða með heilabilun eftir Sigurveigu H. Sigurðardóttur Heilabilun eða elliglöp eru hug- tök sem notuð eru yfir þá sjúkdóma sem valda andlegum breytingum hjá eldra fólki. Einn þessara sjúk- dóma er Alzheimers-sjúkdómurinn, en hann getur lagst á fólk allt frá sextugsaldri. Einkenni þessara sjúkdóma eru m.a. tap á skamm- tíma- og langtímaminni, truflun á rökréttri hugsun, minnkuð dóm- greind og breyting á persónuleika. Með hækkandi aldri eru meiri líkur á að fólk fái heilabilun. Sam- kvæmt erlendum rannsóknum er talið að 5% þeirra sem eru 65 ára og eldri hafi einhver einkenni heila- bilunar, en við 95 ára aldur er talið að allt að 40% séu með heilabilun á einhveiju stigi. Flestir sem hafa einkenni þessara sjúkdóma geta búið heima í sínu gamla umhverfi töluvert lengi með aðstoð ættingja og heimaþjónustu, en þegar sjúkdómurinn er kominn á hátt stig þarfnast einstaklingur- inn oftast það mikillar aðstoðar að hann verður að fá þjónustu og eftir- lit allan sólarhringinn. Þeir sem eiga fjölskyldu sem rétt getur hjálpar- hönd geta búið heima lengur en þeir sem eiga fáa eða enga að. Að því kemur þó hjá flestum þessara sjúklinga að þeir þarfnast meiri umönnunar og eftirlits en dagvist- arstofnanir, heimaþjónusta og að- standendur geta veitt. Þeir þurfa þá að komast í umhverfi þar sem þeir njóta öryggis og tekið er tillit til fötlunar þeirra. Lengi vel voru sjúklingar með heilabilun vistaðir á fjölmennum deildum vist- og hjúkrunarheimila. Nú er hins vegar viðurkennt að þeir þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda og hafa því verið opnaðar sérstakar deildir fyrir þá, m.a. á Hrafnistu og Grund í Reykjavík og Sunnuhh'ð í Kópavogi. í byijun næsta árs er stefnt að opnun slíkr- ar deildar á Hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi. Fleiri valkostir Nú á síðustu árum hefur áhugi á því að bjóða upp á fleiri valkosti í vistun aldraðra með heilabilun farið vaxandi. Þar hafa augu manna einna helst beir.st að tvenns konar heimilum, þ.e. sambýlum og stoð- býlum. Munurinn á sambýlum og stoðbýlum er sá að á þeim síðar- nefndu fá íbúarnir þjónustu frá sveitarfélaginu í formi heimilis- hjálpar og heimahjúkrunar, en sam- býlin eru rekin á daggjöldum eða föstum íjárlögum. Stoðbýli eru einkum ætluð þeim sem ekki eiga þess kost að fá aðstoð frá fjölskyldu sinni til að búa áfram heima. Stoð- býli veita sömu þjónustu og öryggi og sambýli. Á báðum þessum heim- ilum búa saman fáir einstaklingar, 6-8 manns, og hefur hver sitt eigið herbergi en eldhús, borðstofa og dagstofa eru sameiginleg. Eftirlit er þar allan sólarhringinn. Kostir sambýla og stoðbýla Segja má að sambýli og stoðbýli séu eins konar millistig milli venju- legs heimilis og stofnunar. Þau hafa kosti heimilisins, þar sem hver íbúi getur verið útaf fyrir sig og fær að ráða svo miklu um eigin hagi sem raunhæft er, en njóta öryggis stofnunarinnar þar sem hægt er að fá aðstoð allan sólar- hringinn. Markmiðið með sambýlum og stoðbýlum fyrir aldraða með heila- bilun er að veita stuðning og hvatn- ingu sem stuðlar að því að einstakl- ingurinn geti búið við sem eðlileg- ast heimilislíf svo lengi sem hægt er. Á þessum heimilum er lögð áhersla á að mæta þeim erfiðleikum sem heilabilun hefur í för með sér með skilningi og með markvissri meðferð er reynt að sporna við áframhaldandi minnistapi. Hver og einn íbúi tekur þátt í heimilisstörf- um eftir áhuga og getu. Það sem þykir gera sambýli og stoðbýli betri en þá stofnanaþjón- ustu sem við höfum þekkt hingað til er eftirfarandi: a. Heimilið er það lítið að auð- velt er að hafa yfirsýn yfir alla þætti þess. Fjöldi íbúa og starfs- fólks er ekki meiri en svo að allir þekkja alla. Umhverfið er heimilis- legt og vinalegt og það er reynt að gera það þannig úr garði að það ÁR ALDRAÐRA í EVRÓPU 1993 „Nú á síðustu árum hef- ur áhugi á því að bjóða upp á fleiri valkosti í vistun aldraðra með heilabilun farið vax- andi. Þar hafa augu manna einna helst beinst að tvenns konar heimilum, þ.e. sambýl- um og stoðbýlum.“ henti íbúunum sem best, taki tillit til fötlunar þeirra. b. Starfsemin sem fram fer á heimilinu er miðuð við sérstakar þarfir íbúanna. Með þekkingu og áhuga á hveijum einstökum íbúa er reynt að fá þá til að sinna þeim störfum innan heimilisins sem þeir ráða við, bæði eina sér og í hópum. Með þessu er færni hins aldna íbúa viðhaldið eins lengi og kostur er. c. Starfsemin er sjálfstæðari og ábyrgðinni er meira dreift á starfs- fólkið. Það fær sjálft miklu að ráða um starfsemina og bæði íbúarnir og starfsfólkið hafa mikil áhrif á hvernig hún þróast. Sambýli og stoðbýli geta verið staðsett í venjulegum einbýlishús- um, fjölbýlishúsum eða jafnvel í hluta sjúkrahúss. Húsnæðið þarf að vera stórt og rúmgott og æski- legt er að það sé í tengslum við gott svæði til útiveru, t.d. garð eða góðar svalir. Vegna sjúkdóms síns eru íbúarnir ekki færir um að fara einir út og er því engin hætta á að þeir ónáði íbúa í nærliggjandi húsum. Innra starf En það er hvorki umhverfið né stærðin á heimilinu sem mestu máli skiptir, heldur það innra starf sem þar er unnið. Mikilvægt er að reyna að hafa hópinn sem á heimil- inu býr sem líkastan, bæði hvað varðar líkamlega og andlega færni. Hver sjúklingur þarf að gangast undir nákvæma sjúkdómsgreiningu áður en hann flytur á heimilið og gera verður félagslega úttekt á högum hans. Það er því mjög mikil- vægt að gera sér grein fyrir því að sambýli henta ekki öllum. Sumir geta búið mun lengur heima ef þeir njóta dagvistunar auk aðstoðar aðstandenda og heima- þjónustu, en aðrir þarfnast vistunar á sérhæfðum hjúkrunardeildum t.d. vegna hegðunarvandkvæða. Sam- býli og stoðbýli eru aðeins hlekkir í þjónustukeðju fyrir aldraða með heilabilun, én engin allsheijarlausn fyrir alla þá sem þessa sjúkdóma hafa. En margir geta búið á sam- býli eða stoðbýli í mörg ár og notið þess að búa lengur en ella í heimilis- legu umhverfi. Hvort sambýli og stoðbýli upp- fylla þær væntingar sem aðstand- endur og íbúar höfðu í upphafi fer að miklu leyti eftir því hvernig fólk velst þar til starfa. Það þarf að hafa þekkingu á sjúkdómnum og áhrifum hans og mikinn áhuga á starfi sínu. Sambýli og stoðbýli verða að vera í tengslum við annað skipulag öldrunarþjónustu þannig að þau verði ekki einangruð fyrirbæri í þjónustunni við sjúklinga með heila- bilun. Æskilegt er að heimilin séu í tengslum við öldrunarlækninga- deild eða aðra sjúkrastofnun, þann- ig að hægt sé að bregða skjótt við ef sjúklingurinn þarfnast meiri að- stoðar en hægt er að veita á staðn- um. Það veitir bæði íbúunum, starfsfólkinu og aðstandendum mikið öryggi. Sigurveig H. Sigurðardóttir Þörf er fyrir fleiri sambýli Síðan 1985 hafa fjölmörg sam- býli fyrir aldaða með heilabilun ver- ið opnuð á Norðurlöndum og víðar. Hér á landi hefur þegar eitt slíkt sambýli verið tekið í notkun, Laug- arskjól í Reykjavík, og hefur það verið starfrækt í eitt og hálft ár. Það er rekið í tengslum við hjúkrun- arheimilið Skjól. Það er samdóma álit þeirra sem til þekkja, aðstand- enda svo og fagfólks, að reynslan af rekstri þess hafi verið mjög góð. Það kemur einnig heim og saman við þá reynslu sem fengist hefur á hinum Norðurlöndunum. Þar og víðar er uppbyggi.ng sambýla hröð, því þetta vistunarform þykir henta öldruðum með heilabilun mjög vel og þykir einnig vera hagkvæmt í rekstri. Reykjavíkurdeild Rauða krossins vinnur nú að opnun stoð- býlis í samvinnu við Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar. Talið er að þeir sjúklingar sem á sambýlum búa haldi líkamlegri og andlegri getu sinni lengur, þarfnist síður róandi lyfja og líði betur en þeim sem búa á stórum vistdeildum. Af þeim sem samkvæmt vistun- armati höfðu mjög brýna þörf fyrir þjónustuhúsnæði voru rúmlega 60 manns í Reykjavík með heilabilun á einhveiju stigi. Þessi hópur er talinn geta búið á heimilum eins og þeim er hér hefur verið lýst. Vonandi munum við sjá fleiri sam- býli og stoðbýli opnuð á næstu árum. Höfundur er yfírfélagsráðgjafi öldrunarlækningadeihlar Landspítalans. . > í > t I Villtar fantasíur og erótískir draumar eftir Þóru Þórisdóttur Ég hlustaði á Eirík Jónsson í útvarpinu einn laugardaginn ræða við bókmenntagagnrýnanda um erótískar smásögur sem ku vera á döfmni að gefa út hjá einu bókafor- laginu. I kjölfarið spunnust nokkrar umræður um erótíska drauma og fantasíur kvenna. Konur máttu síð- an hringja inn í þáttinn og tjá sig, og m.a. hringdi kona sem sagði að sú jákvæða umræða í þættinum um t.d. þann erótíska draum margra kvenna, giftra og ógiftra, að hitta ókunnan mann, hafa við hann samf- arir og sjá hann svo aldrei meir, samrýmdist ekki því sem hún væri að reyna að kenna dóttur sinni ungri um kynferðismál og siðferði. Eiríkur og viðmælendur hans aðrir voru á einu máli um að draumórarn- ir og fantasíurnar kæmu raunveru- leikanum ekkert við, og hver maður mætti fantasera í huganum að vild án þess að það kæmi t.d. hjóna- bandi þeirra eða maka nokkuð við. En ef við skoðum nánar hvað eró- „Þá leyfi ég mér að segja að ef þú ert í hjónabandi og sögu- hetja drauma þinna er ekki maki þinn, þá jafn- gildir það framhjá- haldi.“ tískir draumar og fantasíur eru, og hver líti í eigin barm, þá er ljóst að þessar fantasíur eru ekki einung- is í huganum því fólk bregst oftast líkamlega við svona kynórum og þar af leiðandi eru þessir draumar oft samfara sjálfsfróun og þar með nátengdir hinu raunverulega kyn- lífi. Fyrir utan að vera saurgandi fyrir hvern mann að draga sjáfan sig á tálar með eigin hugarórum, er það mjög skemmandi fyrir hjóna- bönd, og ekkert síður þó að makinn viti ekki af því. Að vera trúr, á ekki bara við um hvað þú gerir heldur einnig um hvað þú hugsar. Þetta á ekki bara við um kynferðis- mál. Það er talað um girndina í Biblíunni. í boðorðunum 2. Mós 20.17 er sagt: „Þú skalt ekki girn- ast konu náunga þíns“. Það er ekki verið að tala um framhjáhald. Girndin er í huganum, ef við gælum við hana, og dveljum í henni (draumar og kynórar), þá brýtur hún niður siðferðisþrekið, og við ákveðnar aðstæður getur fólk freistast til að gera drauminn að veruleika. Gera drauminn að veru- leika spyijum við þá, hvað er rangt við það? Jesús segir í Matt 5.27.: „Þér hafið heyrt að sagt var ’þú skalt ekki drýgja hór’. En ég segi yður: Hver sem horfir á konu í girndarhug, hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu.“ í Jakobs- bréfi 1.14 stendur: „Það er eigin girnd sem freistar sérhvers manns og dregur hann og tælir. Þegar girndin síðan er orðin þunguð elur hún synd, og þegar syndin er orðin fullþroskuð, fæðir hún dauða.“ Hvar ætli sjúkleiki pervertanna byiji, perverta og kynferðisafbrota- manna, nema í huganum. Nú segir kannski einhver: Mínir erótísku draumar eru fallegir og rómantísk- ir. Þá leyfi ég mér að segja að ef Þóra Þórsdóttir þú ert í hjónabandi og söguhetja drauma þinna er ekki maki þinn, þá jafngildir það framhjáhaldi. Enda væri fráleitt að giftast eða kvænast eingöngu Iíkama einhvers en ekki allri manneskjunni. Við er- um ekki bara það sem við gerum og segjum, við erum líka það sem við hugsum. Ef einhvern langar til að drepa annan mann og fram- kvæmir það í huganum, þó ekki í alvörunni, þá er hann samt morð- ingi í hjarta sínu. Það sem okkur fínnst rangt að gera í raunveruleik- anum ætti líka að vera rangt að láta sig dreyma um að gera. Sumir telja þessu öfugt farið. Að ef þú færð útrás við að drepa, nauðga og pynta í huganum eða með því að samsama þig persónu í kvikmynd sem gerir slíkt, þá sértu lausari við þessar tilhneigingar í veruleikanum. Eða ef þú fáir fróað kynferðislegum 1 hvötum jafnvel kynferðislegu óeðli með þvl að skoða klámmyndir og blöð, að þá sértu síður líklegur til I að framkvæma það í veruleikanum. Sannleikurinn er sá að það sem þú matar hug þinn á, vex þar og dafn- ) ar, og gerir þig líklegri til að verða þannig. Nær allir eru sammála um að ofbeldi í barnaefni hafi spillandi áhrif, og ýti undir ofbeldi meðal þeirra, en dragi ekki úr því. Ef við athugum hvað huga okkar er kærast um að hugsa og hvað tungunni er tamast að tala um, þá sjáum við betur hvernig við raun- verulega erum. Verum gagnrýnin á okkar eigin hugsanir, ekki síður en gjörðir. Við ráðum kannski ekki við hugsanir sem koma og fara, en við ráðum því í hvaða hugsunum við dveljum. Ef fólk er á þeim stað að það ræður ekki við hugsanir sínar þrátt fyrir fullan vilja, þá er eina | leiðin að leita til Guðs skapara okk- ar í bæn, iðrast í einlægni og biðja hann um lausn, í nafni Jesú Krists. | „Augað er lampi líkamans. Sé auga þitt heilt mun allur líkami þinn bjartur. En sé auga þitt spillt, ) verður allur líkami þinn dimmur. Ef nú ljósið í þér er myrkur, hvílíkt verður þá myrkrið." Matt 6.22. Höfundur er nemi í MHÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.