Morgunblaðið - 16.10.1993, Síða 18

Morgunblaðið - 16.10.1993, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1993 Korpúlfsstaðanefnd leggnr til að Korpúlfsstaðir verði endurbyggðir Tillagan iiggur nú fyrir borgarráði Korpúlfsstaðanefnd hefur samþykkt að leggja til að Korpúlfsstað- ir verði steyptir upp að nýju samkvæmt tillögu byggingadeildar borgarverkfræðings. Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum gegn atkvæði Siguijóns Péturssonar borgarfulltrúa. Tillögunni var síðan vísað til borgarráðs þar sem hún bíður afgreiðslu. Morgunblaðið sneri sér til for- manns Korpúlfsstaðanefndar, Huldu Valtýsdóttur, og spurði hana um stöðu mála. Hún sagði: „Korpúlfsstaðanefnd hefur fjall- að um það allt frá árinu 1989 hvemig best skyldi staðið að varðveislu Korpúlfsstaðahússins og endurbyggingu þess svo þar mætti reka alhliða menningar- miðstöð á vegum Reykjavíkur- borgar. Rökin fyrir varðveislu hússins eru margþætt og m.a. þessi: Þeim atvinnumannvirkjum, sem reist voru af stórhug á fyrstu áratugum þessarar aldar í Reykjavík, fer nú óðum fækk- andi. Kveldúlfshúsin í Skugga- hverfínu eru horfin og byggingar Sláturfélags Suðurlands við Skú- lagötu munu víkja innan tíðar. Af þeim fáu byggingum sem eft- ir standa eru Korpúlfsstaðir ekki einungis einstæð bygging í at- vinnusögulegu tilliti. Húsið er einnig mjög merkilegt frá sjónar- hóli íslenskrar byggingarsögu. í hugmynd þess er fólgin stórbrot- in framtíðarsýn aldamótakyn- slóðarinnar um háþróað tækni- samfélag nýrrar aldar byggt á grunni fomrar bændamenningar. Byggingin er í raun verksmiðja, þaulskipulögð að innan með hlið- sjón af notagildi og vinnuhag- ræðingu, en í ytra útliti klædd í búning rómantískrar þjóðemis- hyggju í byggingarlist. Sem slík á byggingin sér engar hliðstæður. hérlendis og fáar í nálægum lönd- um. Þá er ótalið umhverfísgildi hússins. Imynd þess er orðin óað- skiljanlegur hluti af ásýnd borg- arinnar, þar sem það blasir á til- komumikinn hátt við einni helstu aðkomuleiðinni inn í borgina. Hætt er við að mörgum þætti aðkoman að Reykjavík frá norðri vart svipur hjá sjón, ef Korpúlfs- staðahúsið yrði jafnað við jörðu. Með endurbyggingu Korpúlfs- staða er verið að varðveita eitt merkasta hús í byggingar- og atvinnusögu þessarar aldar. Ráð- gert er að endurhanna innra rými hússins með hliðsjón af nýju hlut- verki, en ytra útlit hússins verður með upprunalegu sniði. Mörg fordæmi Mismunandi aðferðir era notaðar við endurgerð og varð- veislu húsa. Annars vegar er reynt að gera við og nýta eins og mögulegt er uppranalega hluti viðkomandi byggingar. Hins veg- ar er byggingin endurbyggð úr nýju efni, en í uppranalegri mynd. Mörg fordæmi era fyrir því að endurnýja þurfí einstaka efnishluta bygginga að einhveiju eða öllu leyti, jafnt burðarvirki þeirra sem veðurhjúp. Má minna á pagóður og hof Austurlanda, sem staðið hafa í árhundruð á sama stað og með sama útliti, enda þótt hinn efnislegi hlutur (þ.e.a.s. byggingin) hafí margoft verið endumýjaður á því tíma- bili, í kjölfar brana og náttúra- hamfara. Korpúlfsstaðir og sú starfsemi sem þar fer fram mun gegna mikilvægu hlutverki fyrir þann nýja borgarhluta, sem nú er óðum að rísa á Grafarvogs- og Borgarholtssvæðinu. Þegar fram líða stundir má sjá Korpúlfsstaði fyrir sér sem eins konar þungam- iðju svæðisins milli Grafarvogs o g Mosfellssveitar. Korpúlfs- staðahúsið er mikilvæg söguleg og menningarleg tenging fyrir þetta umhverfí, fátt er um önnur mannvirki sem minna á fortíðina. Reynslan sýnir, að menningar- stofnanir með fjölþætt aðdráttar- afl geta haft mikla þýðingu fyrir þau íbúðarsvæði er næst þeim liggja og má í því sambandi minna á gildi Árbæjarsafns fyrir Árbæjar- og Seláshverfí, Kjarv- alsstaða og Miklatúns fyrir Hlíðahverfíð, Háskólans og Nor- ræna hússins fyrir vesturbæinn og forsetasetursins á Bessatöð- um fyrir Álftanesið. Það má ef til vill segja, að skortur á viðlíkri menningarstofnun sé þáttur í þeirri neikvæðu svefnbæjarí- mynd, sem loðað hefur við Breið- holtshverfín. Ut frá skipulagslegum for- sendum er það tvímælalaust hyggilegra að hafa Korpúlfsstaði sem lifandi listamiðstöð, heldur en dauðar rústir. Fjárfesting í Korpúlfsstöðum er um leið fjár- festing í því svæði, sem verða mun helsti vaxtarbroddur borg- arinnar á næstu áram. Treysta menningarímynd Korpúlfsstaðir treysta menn- ingarímynd Reykjavíkurborgar og þannig auka þeir á möguleika Reykjavíkur sem ferðamanna- borgar. Þó að flestir ferðamenn komi hingað til lands til að skoða náttúrana, þá hafa listasöfnin einnig mjög mikið aðdráttarafl. Listasöfn era meðal þess sem flestir ferðamenn skoða í erlend- um borgum. Spyija mætti: Er það sparnað- ur að hætta við Korpúlfsstaði? Ef svo færi þyrfti að byggja menningarmiðstöð með bóka- safni og félagsaðstöðu fyrir þetta hverfí, sem aldrei yrði jafn stór- brotin og Korpúlfsstaðalistamið- stöðin, en yrði vafalítið hátt í 500.000.000 framkvæmd. Slík hverfísmiðstöð myndi aldrei ná að höfða til þess breiða hóps sem Korpúlfsstaðir gætu. Á sama tíma yrði að efna loforð um rými eða hús fyrir Errógjöfína, ef til vill annað hús upp á sömu upp- hæð. Listasafn Reykjavíkur á sér ekkert rými nema einn sal að Kjarvalsstöðum, sem vart annar eftirspurn undir einkasýningar íslenskra Iistamanna. Og svo skulum við ekki gleyma því að eitthvað verður að gera við Korp- úlfsstaði, annað hvort verður að rífa húsið eða endurbyggja og það kostar sitt. Þegar upp er staðið eram við kannski að tala um mjög svipað fjármagri, sem dreifast myndi í smærri en ómarkvissari verkefni." Utanríkisráðherra um framtíð íslenskra aðalverktaka á Keflavíkurflugvelli Viðtal Agnes Bragadóttir JÓN Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, segir tveggja kosta völ, að því er varðar framtíð íslenskra aðalverktaka. Annar sé sá að sameignaraðilarnir leysi til sín sinn eignarhlut og leggi félagið niður, og hinn sé sá að reyna að halda starf- semi Aðalverktaka áfram. Jón Baldvin sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann teldi síðari kostinn vænlegri og kvaðst vilja reyna hann til þrautar. Eigið fé Aðalverktaka var um síðustu áramót 3,3 milljarðar króna. Ríkið á 52% í Aðalverktökum, eða 1.716 milljónir króna, Sameinaðir verktakar eiga 32%, eða 1.056 milljónir króna og Reginn, sem Hömlur hf. eignarhaldsfélag Landsbankans eiga, á 16% eða 528 milljónir króna. „Væri fyrri kosturinn valinn, þá væri lokið þeirri sögu að til væri hér á landi öflugt, verkhæft verktakafyrirtæki. Sumir myndu fagna því ákaflega, sérstaklega fjölskyldurnar sem eiga Samein- aða verktaka, sem eiga 32% í Aðalverktökum. Fjölskyldurnar hafa fullan hug á því að leysa til sín peningana. En það myndu einnig aðrir fagna, sem segðu af ýmsum ástæðum: „Farið hefur fé betra“,“ segir Jón Baldvin. Einokunargróði velli, væri þetta félag engu að síð- ur handhafi gagnlegrar reynslu og þekkingar, sem væri þess virði að halda saman. „Ég taldi og tel rétt að í landinu sé til eitt öflugt verktakafyrírtæki sem getur boðið erlendum verktakafyrirtækjum byrginn, þegar kemur að nýju framkvæmdatímabili á íslandi. Hvort heldur sem það verður við stórvirkjanir eða aðra meiriháttar mannvirkjagerð. Ég nefni sem dæmi byggingu álvers," segir Jón Baldvin. Utanríkisráðherra segir það Ákvarðanir teknar að afloknum samningxim um varnir landsins „Síðari kosturinn, sá að halda félaginu áfram í krafti meirihluta- valds ríkisins, kemur í veg fyrir að fjölskyldurnar geti leyst til sín einokunargróðann, sem hið póli- tíska vald fyrri tíðar skenkti þeim, ranglega," segir utanríkisráð- herra. Jón Baldvin sagði að þegar hann hefði í góðri samvinnu við Thor Ó. Thors heitinn, samið um meiri- hlutaeign ríkisins í Aðalverktök- um, sumarið 1990, hefði sú ákvörðun byggst á þeirri framtíð- arsýn að þótt brugðið gæti til beggja vona með verktöku á veg- um vamarliðsins á Keflavíkurflug- alltaf hafa legið ljóst fyrir að ákveðinn hópur fjölskyldnanna sem að Sameinuðum verktökum standa, hafí engan áhuga á verk- takastarfsemi og láti sig engu skipta hvað verður um Aðalverk- taka og starfsfólk fyrirtækisins. Almenningshlutafélag - í ágúst 1990, eftir að ríkið hafði eignast meirihluta í Aðal- verktökum, gafst þú fyrirtækinu fímm ára aðlögunartíma, og veitt- ir því einkarétt til framkvæmda á vegum varnarliðsins í Keflavík til fimm ára. Á þessum tíma sagðir þú að unnið yrði að því að breyta Aðalverktökum í almennings- hlutafélag. Nú era Iiðin rúm þijú ár, og hvergi bólar á almennings- hlutafélaginu. Hvað tefur? „Það er rétt, að þeim var gefinn framhaldandi einkaleyfi á forsend- um aðlögunar. Fljótlega eftir að það var ákveðið upphófst óvissu- tímabil um framhald umsaminna framkvæmda. Búið var að semja í tvíhliða samningum íslands og vamarliðsins um framhaldsfram- kvæmdir sem náðu til lengri tíma en þessa fímm ára aðlögunartíma- bils. En breyttar aðstæður ollu því að fjármögnun þessara fram- kvæmda var og er í fullkominni óvissu. Það var ekki fyrirséð þegar ég tók þá ákvörðun að halda fyrir- tækinu saman. Þegar fullkomin óvissa ríkir um verk verktakafyrir- tækis, er ekki mjög auðvelt að selja áhættuna almenningi. Svo einfalt er svarið við því hvers vegna Aðalverktakar era ekki orðnir að almenningshlutafélagi." Utanríkisráðherra segir að sú tækniþekking sem byggð hafí ver- ið upp í höndum íslenskra aðila með starfsemi Kögurs hf. og rat- sjárstöðvabygginga, hafí raunar lagt grunninn að því að Aðalverk- takar gætu orðið meiriháttar verk- taki erlendis, með hátækniþekk- ingu, verkfræðilega reynslu og fjárhagslega burði. „Þetta taldi ég vera það mikil verðmæti, að það væri skammtímaragl að vilja leysa félagið upp og gera það að engu. Ég er enn þeirrar skoðunar að þetta hafi verið rétt stefna,“ segir Jón Baldvin. „Við erum núna að semja við Bandaríkin um framtíð varnar- samstarfsins. Þeim samningum er ekki lokið. Ég ætla enga ákvörðun að taka um framtíð Aðalverktaka fyrr en þeim samningum er lokið.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.