Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.10.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1993 3 17.000 símnotendur sambandslausir Framlög til at- vinnumála kvenna 33,6 millj. veittar til einkaaðila STARFSHÓPUR aðila vinnu- markaðar og stjórnvalda sem skipaður var til að ráðstafa því 60 miiljóna króna framlagi sem ríkisstjórnin ákvað að veija sér- staklega tii atvinnumála kvenna í tengslum við kjarasamninga hefur skilað félagsmálaráðherra tillöguin sinum. Davíð Oddsson forsætisráðherra gerði grein fyrir tillögum starfshóps- ins á Alþingi. Varð samstaða í starfshópnum um að gera tilögur um að skipting fjárins yrði eftirfar- andi: 5,4 milljónum yrði varið í námsaðstöðu fyrir atvinnulausar konur, 20,4 millj. kr. færu til sveit- arfélaga en 33,6 millj. til einkaaðila. Davíð sagði að stærstur hluti þessa fjármagns myndi ganga til höfuð- borgarsvæðisins og Norðurlands- kjördæmis eystra, þar sem atvinnu- leysi væri mest. Engar skýr- ingar á bilun í fjóra tíma Trukkur út í á Morgunblaðið/Benedikt Jóhannsson SEXTÁN hjóla malarflutn- ingabíll rann til í hálku í Bankabrekkunni á Eskifirði í fyrrakvöld og hafnaði í Lamb- eyrará með tengivagninn þversum á þjóðveginum. Öku- maðurinn var einn í bílnum og slapp hann ómeiddur en skemmdir urðu á bílnum. Mesta mildi var að enginn varð fyrir bílnum á þessu ferðalagi. Þurfti að fá veghefil frá Reyðarfirði og 20 tonna krana til að ná bílnum upp á veginn og tók það verk tvo klukkutíma. Skipt um hugbúnað I fyrra í fyrradag varð bilun í símstöð- inni í um tuttugu mínútur en skipt var um hugbúnað í stöðinni í fyrra eftir tíðar bilanir og fenginn sams- konar búnaður og notaður er í Dan- mörku. Áður hafði verið í notkun búnaður eins og í Svíþjóð. Hrefna .sagði að vissulega yrði Póstur og sími fyrir tjóni af völdum þessarar bilunar, og einkum biði ímynd Pósts og síma sem þjónustu- stofnunar skaða. Skaði notenda væri þó öllu meiri en lagaleg rök hefðu verið leidd að því þegar fyrri bilanir komu upp að stofnunin er ekki skaðabótaskyld gagnvart not- endum. Starfsmenn hjá Bifreiðastöð Reykjavíkur kváðust sjaldan hafa átt svo náðugan dag og fjárhagslegt tjón bílstjóra hjá stöðinni væri um- talsvert þar sem enginn viðskipti fóru fram í gegnum síma. Aðalvarð- stjóri lögreglunnar í Reykjavík sagði að síminn hefði þagað mestan hluta BILUN varð í sjálfvirku símstöð- inni í Landsímahúsinu í gær sem stóð yfir í rúma fjóra tíma. Alls voru það um 17.000 notendur sem urðu sambandslausir og auk þess var mikið álag á þeim hluta kerf- isins sem ekki datt út. Danskir sérfræðingar fyrirtækisins Erics- son sem er framleiðandi hugbún- aðarkerfisins í símstöðinni voru væntanlegir til landsins í gær- kvöldi til að reyna að leita uppi orsakir hilunarinnar en starfs- menn Pósts og síma höfðu engar skýringar á henni. Að sögn lög- reglu í Reykjavík var bilunin afar bagaleg og að sögn starfsmanna leigubílastöðva hreyfðist varla bíll í gær. Hrefna Ingólfsdóttir upplýsinga- fulltrúi Pósts og síma sagði að bil- unin hefði verið í hugbúnaði sím- stöðvarinnar. Númer sem byija á 61, 62 og 1, þó ekki númer sem byija á 17 og 18, voru sambands- laus þennan tíma en neyðarsími lög- reglu og slökkviliðs, 0112, var þó í lagi allan tímann. dagsins en þó hefði nokkur fjöldi símhringinga komið í gegnum neyð- arsíma lögreglu og slökkviliðs, 0112. FORSYNING NISSAN TERRANO II Sýnum nú um helgina nýjan öflugan NISSAN jeppa ó fólksbílaverði Hann er breiðari. Hann er lengri. Hann er s]ö manna. Hann er ódýrari. Opið laugardag 14-17 sunnudag 14-17 $4f- l*bi-<*lír. Sœvarhöfða 2 sim! 9LÖ74Ö00 . ' . I IMI5SAIM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.